Tíminn - 09.10.1958, Blaðsíða 3
T f M I N N, fimmtudaginn 9. október 1958.
sicndur vi'*
P^o reisláfl
f , Fcrð3*^
" ^eð
1hvaT
HsrassssgejggKirra 1
rennT7^^ÍTr oUial SÍ
k)« m6r þ>Kir , <a I
rm. í velhirun koia j
feoma i . haia ciaiV^^L _
“bgUWr staðir h .
^SJsland " ■
HNATTFERÐIN“
leikioí
J#L.
Er nokkuð jafn ánægju-
legt og að siá fuliorðið fólk
verða að börnum á ný — án
þess að þurfa að skammast
sín fvrir bað! Þessa mjög
sjaldgæfu sjón getur hver
og einn séð, ef hann gerir
sér ferð að sjá „kvikmynd
allra tíma", nefnilega „Um-
hverfis jörðina á 80 dögum",
sem Mike Todd gerði á sín-
um tíma og varð heimsfræg-
ur fyrir. Myndin er nefni-
lega engu líkari en hún sé
gerð fvrir börn — stór börn,
og menn minnast ósjálfrátt
æskuáranna, er þeir fylgjast
með ævintýrum söguhetj-
unnar Phileas Fogg á tjald-
inu!
Mikið hefir A-erið ritað um
þessa einstæðu kvikmynd Todds,
sem gerð er eftir samnefndri
skáldsögu Jules Verne, eins og
kunnugt er. Mönnum er nú orðið
það ljóst, að hér er ekki á ferð-
inni venjuleg kvikmynd, heldur
„kvikmynd alira tíma“, sem tapar
engu af gildi sínu. enda þótt árin
líði.
„Barnið í okkur ölium"
Það, sem fvrst og. fremst hefir
gert mynd þessá svo vinsæla sem
raun ber vitni ex það, að hún dreg
ur fram í dagsljósið að ennþá eim
ir eftir af æskuárunum hjá hverj-
Útskúfuð kona
Bæjarbíó í Hafnarfirði hefir und
anfarið sýnt ítölsku stórmyndina
Útskúfuð kona. með ítölsku leikur-
unum Lea Padovani, Anna Marie
FG-errero og Pierre Cressoy í aðal-
hlutverkum. Hefir aðsókn að
myndinni verið svo góð, að nú er
komið á fimmtu sýningarviku, og
þykir slíkt tíðindum sæta hér.
Sérlega þykir leikur kvennanna í
aðalhlutverkum góður, enda báðar
fremst í flokki dtalskra leikkvenna,
og þá mikið sagt. Lea Padovani
hlaut heimsfrægð fyrir leik sinn í
hinni frægu ítölsku mynd „Róm
kl. 11“, og einnig mega það teljast
nokkur meðmæli með henni, að
það var Orson Welles, sem upp-
götvaði hana. Anna Marie Ferrero
er fædd í Róm. Foreldrar hennar
voru leikarar, og hún er uppalin í
andrúmslofti leiklistar. Af öðrum
kvikmyndum hennar má t. d. benda
á „Stríð og friðúr“, sem hún hefir
fengið góða dóma fyrh-. Myndin að
neðan er af leikkonunum tveim í
hlutverkum í myndinni Útskúfuð
kona.
„Umhverfis jörðina á 80 dög-
um" — minningar æskuáranna
rifjast upp — frægir leikarar í
smáhlutverkum — fylgir bókinni
nákvæmlega — kvikmynd allra
gerði Mike Todd frægan
íima
um manni. Mike Todd gerði sér
ljóst, að hægt væri að draga þetta
fram. „Umhverfis jörðina á 80 dög
um“ er afraksturinn, og með
henni hefir Todd fært mörgum
barndómsævintýri á nýjan leik.
Menp trúa ef til vill ekki að
þetta sé hægt, en sjón er sögu
Martine Carol og Fernandel
— sjást andartak —
ríkari og ekki er hægt annað en
viðurkenna að Todd hafi haft rétt
fyrir sér, er menn hafa séð mynd-
ina — séð hana með augum barns
ins. Menn núa augun og trúa þeim
vart, meðan þeir fylgjast með
ævintýralegu ferðalagi Phileas
Fogg og hins dygga fylgisveins
hans, Passepartout, umhverfis
jörðina, og sagt hefir verið, að
það verki líkt og yngingarmeðal
að sjá myndina!
Gott kvikmyndaefni?
Menn kunna að segja, að ekki
hafi verið mikill vandi að gera
kvikmynd eftir sögu Vernes. Er
hægt að hugsa sér betra efni en
veðmál enska sérvitringsins Foggs
við klúbbmeðlimi sína í London
um að hann geti farið umhverfis
jörðina á 80 dögum? Ferðalagið,
anno 1872, uppfyllir þær kröfur,
sem eru gerðar til hraðrar at-
burðarásar í kvikmyndum og hraði
atburðarásarinnar verður enn
meiri þar eð Vernes lætur leyni-
lögreglumanninn Fix elta Fogg
um þveran og endilangan hnött-
inn, grunaðan um að hafa rænt
Englandsbanka skömmu áður en
hann lagði upp í ferðina.
En reyndin hefir orðið sú, að
menn undrast að þetta skuli ekki
hafa verið notað myndinni til jafn
mikils framdráttar og margt ann-
að. Leynilögreglumaðurinn Fix
leikur aðeins á tveimur stöðum
mikilsvert hlutverk, enda þótt
hann sjáist raunar oftar á tjald-
inu, nefnilega þegar hann hellir
Passepartout blindfullan í Hong-
kong og við handtöku Foggs, er
hann kemur til Liverpool.
Fylgir bókinni
Sennilega er því, hversu vand-
lega Mike Todd hefir fylgt bók
Vernes, fyrir að þakka hversu
n.yndin hefir orðið vinsæl. Ef
Jules Verne hefði verið á lífi nú,
mundi hann án efa vera hæstlaun-
aðasti kvikmyndasöguhöfundur,
sem um getur í kvikmyndaheimin-
um. Það er aðeins í byrjun mynd-
arinnar, þar sem nokkur atriði eru
„færð í stíl“, sem ekki er að finna
í bókinni og má þar nefna ferða-
lag eitt mikið með loftbelg yfir
Frakkland og spánskt „inter-
mezzo“, sem gefur tilefni til
skemmtilegs dans José Qreco og
auðvitað nautaats, 'þar sem Passe-
partout er aðal nautabaninn. Þessi
tvö atriði eru engu að síður ein-
hver skemmtilegustu atriðin í
David Niven, í hlutverki Foggs tekur við þökkum indversku prinsessunnar
(Shirley MacLaine) á typiskan brezkan hátt eftir aö hafa bjargað lífi hennar
myndinni og mætti hún alls ekki
vera án þeirra.
Stjörnur í aukahlutverkum
Það, sem e. t. v. vekur þó mesta
athygli er hversu skemmtilega
Todd notar fræga leikara í auka-
hlutverkum. Fernandel sést til
dæmis' í svo sem eina eða tvær
mínútur í gerfi vagnsstjóra, sem
flytur Fogg frá heimili hans til
hafnarinnar í London og segir
ekki eitt aukatekið orð. Frank
Sinatra bregður augnablik fyrir
sem „hygge-píanista“ á krá einni
í San Fransisco og Marlene Diet-
rich bregður fyrir á sama stað.
Martine Carol sést ennfremur and
artak, sama er að segja um Red
Skelton, Buster Keaton, Noel Co-
ward, Ronald Colman og svo
mætti lengi telja. Ósjaldan heyr-
ast áhorfendur hrópa upp þegar
þeir sjá einum af uppáhaldsleik-
urum sínum bregða fyrir andar-
tak 1 gerfi eimreiðarstjóra eða
einhverrar álíka aukapersónu, og
þetta allt gerir myndiua óviðjafn-
anlega og jafnframt ógleymanlega
þeim, sem hana sjá.
Mexíkaninn „s!ó í gegn"
Merkilegt verður að teljast, að
Mike Todd valdi í eitt af veiga-
mestu lilutverkunum áðiu- óþekkt
ar. leikara, nefnilega Mexíkanann
Cantinflas. Hann leikur hlutverk
hins trygga þjóns Phileasar Fogg,
Passepartout og gerir það af mik-
illi snilld, enda hefir hann hlotið
heimsfrægð fyrir. Fogg sjálfur er
leikinn af hrezka leikaranum
David Niven og er vafamál, hvort
hægt hefði verið að finna annan
leikara, sem hefði getað gert hlut
verkinu sömu skil og Niven.
Margir hafa hins vegar gagn-
rýnt þá ráðstöfun að láta leikkon-
una með „pönnukökuandlitið",
nefnilega Shirley MacLaine leika
indversku prinsessuna, sem Fogg
bjargar frá lífláti í Tndlandi og
Framhald á 8. sí@u.
Sótti um leyfi ttl að gróðursetja
fífla, njóla, arfa og annað illgresi
Allt England hlær nú að
skammarstriki manns nokk-
urs í Hampshire, sem tókst
á dögunum að stinga gat á
loftbelg embættismannaveid-
isins, ef svo mætti orða það,
svo um munaði. Maður þessi
var að setja upp verksmiðju
í Hampshire, og þurfti að
sjálfsögðu að gera ráðstaf-
anir til fegrunar nágrennis
verksmiðjunnar, samkvæmt
gildandi lögum þar um!
Maðurinn sendi því teikningarn-
ar af lóð verksmiðjunnar til „fegr-.
unarráðs“ staðarins til þess að fá
þær staðfestar, en „fegrunarráð“
þetta hefir umsjón með því að
slíkir hlutir séu af smekkvísi gerð
ir og hefir yfirleitt nefið niður í
öllu þar að lútandi!
Merkilegt blómabeð
Fyrir framan verksmiðjubygg-
inguna hafði verið ráðgert að
setja upp stórt blómabeð, en það
var ekki nóg fyrir „fegrunarráðið“ i
að vita að þar ætti að vera blóma-;
beð. Ráðið stakk teikningunum
niður í skúffu og neitaði að stað-
festa þær þar til upplýsingar1
og þá kom tii kasta latinukunnáttu
„fegrunarráðsins“ á staðnum
hefðu verið gefnar um það hvaða
biómategundir þar ættu að setj-
ast niður, og þar við sat.
Verksmiðjueigandinn sá sér hér
leik á borði, settist niður með al-
ftæðiorðahók og setti saman hcil-
langan lista af blómanönum — á
latínu. Ekki nóg með það, heldur
ttiknaði hann upp á hvern hátt
hann hygðist staðsetja hverja
plöntu í beðið. Þetta þótti hinu
háa ráði prýðilegt og teikningarn-
ar voru samþykktar hið bráðasta,
með stimplum ráðsins og tilheyr-
andi.
Sá hlær bezf —
Maður þessi er sa eini í Eng-
landi, sem fengið hefir opinbert
leyfi til þess að gróðursetja brenni
netlur, eiturjurtir, fífla, njóla,
arfa og annað illgresi í garðinn
sinn, en það voru einmitt þær
jurtir, sem hann tilgreindi svo
f 'æðimannslega í umsókninni!
Eftir að „svikin" höðu komizt
upp, var skorað á bæði verksmiðju
eigandann og „fegrunarráðið“ að
gera grein fyrir málinu. Sá fyrr-
nefndi hefir látið það í ljós, að
hann hafi ekkert a móti því að
planta rósum í beðið, ef tryggt sé
ao ekki verði höfðað mál gegn
ihonum fyrir að brjóta í bága við
teikningarnar, en hins vegar hefir
talsmaður ráðsins lýst því yfir að
„það sé alls' cKkert hlægilegt við
málið“)