Tíminn - 09.10.1958, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.10.1958, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, fimmtudaginn 9. október 1958. Skákmótið 3. síðan BBBDl twnmiy (TYamhald af 7. síðuj. var komið ískyggilega langt fram, varð Guðmundur að slíðra vopnin og þráskáka. Skákir Frevsteins. Næst kemur röðin að Freysteini, sem valdi franska vörn á móíi Ofstad í fyrstu umferð. Norðmað- tirinn fórnaði peði tímanlega, og iiefði það átt að verða honum fjöt- ur um fót, en Freysteinn gaf sér alitof núman tíma til umhugsunar og komst í hengjandi vandræði með klukkuna, lék þá af sér og féll á tíma í vonlausri stöðu eftir 33 leiki. Á annan veg fórst Freysteini í skák sinni við Pakdaman frá Ir- an. Þar kom upp júgóslavnesk vörn (Panno-afbrigðið). Frey- steínn hafði frumkvæðið á drottn- ingarvæng, en hinn sótti kóngs- megin. Svo fór að Freysteinn fórn aði þrem peðum fyrir skiptamun, og urðu út úr því allmagnaðar sviptingar og leikfléttur, unz íran- inn missti aukapeðin sín hvert af öðru og stóð uppi með skipta- munstapið og alls óhæga stöðu til allra hluta. Var hann þá fljótlega yfirbagaður eftir biðtímann. Þetta var mjög góð skák ihjá Freysteini og sennilega hefur hann aldrei verið í taphættu, þótt glæfralega liti ét um sinn. Freysteinn heitti aftur franskri vörn gegn Koskinen frá Finnlandi og kom þá með leik, sem kallast mætti nýjung og fékk heldur betra tafl eftir fáa leiki. Samt tókst hon um ekki að vinna nægilega úr þess um aðstöðumun, og í biðinni fannst engin vinningsleið. Var þá samið vopnaihlé í því stríði. í fjórðu^ umferð tefldi Frey- steinn við ísraelsmanninn Pilshtc- hik og hafði ihvítt. Því miður vanl ar mig glöggar fréttir af þeirri skák, þar sem ég gat ekki fylgzt með henni, en á einum stað lék Gyðingurinn ónákvæmum leik, og var þá ekki að sökum að spyrja. Freysteinn hrifsaði til sín skipta- muu og vann eftir það með kurt og pí. Aðrar skákir. íngimar Jónsson tefldi í tveim fyrstu umferðunum. Norðmaður- inn Lindblom var mótstöðumaður hans fyrri daginn. Var það róleg- heita viðureign, enda iþót't Ingimar hefði heldur frumkvæðið. Lind,- þlom virtist einbeita sér að jafn- tefli, og þegar hann svo bauð það fram, þótti Ingimar ekki ástæða til að snúa upp á sig. Tókust góð- arsættir. íraninn Navabi og Ingimar tefldu Retibyrjun. Fékk sá fyrr- íiefndi öllu betri stöðu í upphafi en lék veikt í miðtaflinu, og snér- ist skákin Ingimar snögglega í vil. Fór hún að vísu í bið, en ekki þurfti okkar maður að leika nema tvo leiki til viðbótar, til þess að sannfæra Persann um, að í fullt óefni væri komið fyrir honum. Arinbjörn Guðmundsson náði hingað suður á miðvikudagsmorg- un, vansvefta efíir slyndrulausa ferð með flugvél og járnbraut. — Hann kemur inn sem fyrri vara- maður sveitarinnar. í þriífju um- ferð tefldi hann á 4. borði gegn Finnanum Hallström. Byrjunin var óregluleg, einskonar afbrigði af hollenzkri vörn. Fyrstu 20 leikina eða svo var staðan engu verri hjá Arirtbirni, en þá urðu alvarleg- straumhvörf í skákinni. Hefði Arin björ.n þá sjálfsagt átt að láta skipta mun. án þess að eiga nokkuð á hættu að ráði, en þess í síað lék hann vanhugsaðan leik, sem koll- varpaði stöðunni á augabragði. í fjórðu umferð barðist Arin- björn við Kreidmann frá ísrael, ungan skákmann, sem einnig er varamaður í sinni sveit. Var sú skák jöfn lengi vel, unz Kreidmann tókst að vinna peð 4 miðíaflinu. Leit iheldur þunglega út', er skák- in fór í bið, en Kreidmann lék líklega ekki bezta biðleik, og svo fór að Arinbirni tókst að tryggja sér jafntefli eftir nokkurn barn- ing. Þiannig stendur þá lessið, að við- ureign okkar manna við grannþjóð irnar Norðmenn og Finna, hefur endað í friðsemd 2:2, og fer raun- ar ekki illa á því, en aftur á móti vóru Persar teknir í karphúsið með 3Vz-M og ísraelsmenn með 2y2'.lV2. Er þessi síðasti vinningur okkar einn með þeim mikilsverð- ustu á svona mótum, ef ekki þeirra mestur. Stöndum við þá með 10 vinninga eftir fjórar umferðir. í riðlinum eru nú þessar úr- slitatölur: 1. Spánn 13 v. 2. Banda- ríkin 10 v. ísrael 8 v. 5. Vestur- Þýzkaland 7y2 v. 6. Finnl'and 5% v. 7. Noregur 5 v. 8. íran 3y2 v., og 9. Suður-Afríka iy2 v. — Banda- ríkin, Noregur, S.-Afríka og V.- Þýzkaland hafa setið hjá. Áhorfendur eru hér ekki mjög margir miðað við borg, sem telur 1 milljón ibúa. Þeir voru taldir vera 600 fyrsta daginn, og ekki 'hefur þeim fjölg'að síðan, en að- gangseyrir er 2 mörk. Mesta at- hygli vekja skákir Rússa og Vest- ur-Þjóðverja, og hafa þær hingað til allar verið settar á sýningar- borð í hliðárgöngum, en slík borð eru þar 12 alls, mjög haglega gerð úr vönduðum efniviði. Botvinnik tapar. Botvinnik tefldi í tveim fyrslu umferðunum og varð að una því hlutskipti að sættast á jafntefli við giftist í lok myndarinnar. En menn eru þó ekki á einu máli um þetta eins og gengur og gerist. Ekki er að efa að afmælisósk barna framtíðarinnar verður að fá að sjá meistaraverk Mike Todds ,.Umhverfis jörðina á 80 dögum“ og fullorðna fólkið fylgist með e ins og reynslan sýnir og hefir ekki síður gaman að myndinni. Sennilega biða menn þess með óþreyju hér heima að myndin verði sýnd hér, en ef að líkum lætur verður þess enn nokkuð að bíða vegna þess hve myndin er dýr. aiiiuiimniiiuiiuiiimiiimiumtmuiTiiuumiiiiimiiiuiiuiiumuiurmrmmiiimiiuimiuiiHuiiiuiiuiuiuiiiiiiui Erlend blöð og bækur ( Útvegum erlend blöð, tímarit og bækur. Blöðin § og tímaritin send beint frá útgefendum til kaup- | enda. Skrifið á pöntunarseðilinn þau blöð, tímarit | (eða bækur), sem þér óskið að fá, og sendið okkur i hann. Tilgreinið einnig nafn útgefanda og land. g P Ö.N TUNARSEÐILL M Undirritaður óskar að (kaupa) gerast áskrifandi að: § Dags. Nafn Heimili Póststöð Til BÓKA- OG BLAÐASALAN, Importers & Exporters of Books & Subscription Agents. — Box 202, Akureyri, Donner og lúta í Iægr'a haldi fyrir Diickstein. Var það mikill heiður fyrir Austurrikismanninn, og urðu margir til að árna honum ham- ingju. En heimsmeistarinn virtist ekki komast úr jafnvægi, heldur tók sem miidilegast að skeggræða um skákina við banamann sinn, og ber það jafnaðargeði hans og prúð- mennsku Ijósan vottinn. Smyslov gat heldur ekki sært fram vinnings stöðu gegn þeim Prins og Prames- huber, en gekk svo í þriðju umíerð rfá Búlgaranum Bobozow óvígum. Tal hefur þrisvar teflt á 3. borði og unnið allar sínar skákir með miklum árásarsviptingum. Mát- sóknin, sem hann beitti Beni frá Austurríki, er með fátdæmum. Re- shevsky heíur aðeins teflt eina skák, og fóru leikar svo, að granni okkar Vestöl hélt honum i skefj- um ogl ét hann ekki komast upp með moðr,eyk. Dr. Euwe kom fyrst ti lleiks í fjórðu umferð og náði öruggum vinningi á móti Búlgar- anum Neikirkh, keppanda frá Port oroz. Larsen hefur staðið sig vel, unnið Neikirkh, Frakkann Raiz- mann og írann Walsh, en gert jafntefli við Primavera frá Ítalíu. Hefur hann snt allsnaggaraleg til- þrif á köflum. vilnik hefur aftur á móti átt eríiöa daga. Hann hefur teflt tvisvar og tapaö í bæði skipt- in, fyrst fyrir Sliwa frá Póllandi og síðan fyrir Szabo. Ekki verður sagt, að Vestur-Þjóðverjar sóu á- nægðir með árangur smna manna, sem lentu í jöfnu vio nnna og töp- uðu með l%:2y2 gegn israelsmönn um. Aftur á móti lögðu þeir öuður- Afríkubúa í gegn, aila næu lotu. Bandaríkjamennirnir frá Portor oz eru hvorugur hér. Bobby Fisch er kvað ekki hafa fengið fjarvistar- leyfi úr skóla sínum, en um Sher win er ekld vitað. Er Fischers saknað af mörgum og þá ekki síður Friðriks okkar Ólafssonar. Hafa margir hér orðið til að spyrja um Friðrik, og þykir öllum sjónar- sviptir að honum á þessum vett- vangi. Aðalskáktíminn er frá 16—21 efrit hérlendum tírra (þ. e. -15— 20 ísl. tími), en hiðskákir eru tefldar kl. 10—14. Er þetta því hörkustrangt fyrir þá, sem lenda í biðskákum. Heill frídagur er að- eins einn, 16. okt., en 10. okt. er aðeins biðskákadagur, en þá Ikur keppni 1 forriðium. íslendingarnir eru allir við góða heilsu og senda kveðjur heim. Þeir búa í Hótel Torbrau, Tal 37, en alls eru þrjú hótel í borginni meira eða minna undirlögð af skákmönnum. Loks set ég nér úrslitin i I., III. og IV. riðli, að fjórum umferðum loknum: I: 1. Sovétríkin 12y2 v. 2. Frakk- land 10 v. 3. Danmörk 9 v. 4.-5. Búlgaría og Ítalía 7y2 v. 6. Austur- ríki 7 v. 7.íHolland 6 v. 8. írland 2j/2 v. og fjý Porto Rico 2 v. — Frakkland, írland, Holland " og Austurríki hafa setið yfir. III: 1. Pólland 10y2 v. 2. Austur- Þýzkaland 9y2 v. 3.—4. England og Kólumbía 9 v. 5.—6 Ungverjaland og Filippseyjar IVz v. 7. Argentín'a 6 v. 8. Skotland 4M> v., og 9. Líb- anon Vz v. — Ungverjaland, Arg- entína, A.-Þýzkaland og Filippseyj- ar hafa setið hjá. IV: 1. Tékkóslóvakía 13y2 v. 2. Júgóslavía 11 v. 3. Sviss 9 v. 4. Svíþjóð 8V2 v. 5. Kanada 8 v. 6. Belgía 5y2 v. 7. Portúgal 4 v. 8. Grikkland 2% v., og 9. Túnis 2 ,V. — Portúgal, Júgóslavía, Túnis og Sviss hafa setið hjá. Baldur Pálmason. 1 Reykjavíkurmót í | | Handknattleik | hefst í öllum flokkum karla og kvemia 25. okt. | 1958. Þátttökutilkynningar verSa aS berast fyrir I 13. þ. m. til H.K.R.R., Hólatorgi 2, ásamt þátttöku- | gjaldi 35 kr. fyrir hvern flokk. , i Ath.: Öllum félögum ber skylda til aS leikmenn I þeirra hafi læknisvattorS. I Stjórn H.K.R.R. | liDBDHHiiniiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimmiiifiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmmiimiimiiniiimiimimiimto _ -qTiiMwwiifiimamiamiuiiiiiiiiiimfliammiiimuiuimmiuuiiiiaiBBBBBBiBmHBWiwta | Trésmiðafélag Reykjavíkur | Allsherjar atkvæSagreiSsla um kjör fulltrúa og § varafulltrúa á, 26. þing AlþýSusambands íslands | fer fram laugardaginn 11. október frá kl. 2 e.h. | til kl. 10 e.h. og sunnudaginn 12. október frá kl. | 10 f.h. til kl. 12 og frá kl. 1 e.h. til kl. 10 e.h. § í skrifstofu félagsins Laufásvegi 8. 1 S 3= Kjörstjórnin i TiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiimiiiiiiiiiiiHiiimiiiimmiiiimiimiiiiminmmí miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuumiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiuj | Tilboð óskast | í eftirtalin mótorhjól: ' 1 | 2 $t. TRSUMPH | S 2 sti i. Ss Aa = TilboSum sé skiiaS fyrir 14. okt. til Bjarna GuS- I mundssonar, bifreiSaverkstæSi Landssímans, Sölv I hóisgötu 11, og eru hjólin þar til sýnis. f ~.<nHiiiiniiiMiMiiiiMmmmmiiMiiiimMimmimTmmmmmiiiMiimmiiiMiiii!i[iiiiiMMiimiiimmimmiHM. ipiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiimiiiiiimiiiiimiiiiiimimiimmimmiiiiiimmiiimui' Baðkör nokkur stykki af gölluSum baSkörum seljast g meS afslætti. | Sighvatur Einarsson & Co # Skipholti 15, sími 24137. § immUIUIIIUIIIIillllllllllllllMIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllMlllllllllllllilllIilllHllllMimillllllllllllllllllllll iiiMMiiiiuiiiiiiiuiiiiiiiiiuiiiiuiiiiuuuiiiiiiiiiuiiuiiiiiiiiiiiiuiiiiiiimmniiiiiiimiiimmiimiimimmiimmiiiiH Kópavogur ( Gjalddagi brunalrygginga var 1. október. I ViSskiptamenn í Kópavogi eru vinsamlega beSnir | aS greiSa iSgjöld sín til umboðsmanns okkar í | Kópavogi: j§ Hr. Helga Ólafssonar, Kórsnesbraut 12C, s Sími 24647. | iimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiuiiiiiiiiiimiiiiuiiiiiuuiiiuiiiiiiuimmiimmmuiuii UiiliiuiuuiiiiiittptiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiuiiiiuiiiiuiiiuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiKiiiiiiimiiiiiiiiHiittiiiiiiiiHi | Uppboö á hluta í Skipasundi 62 hér í bænum, eign dánar- | bús Sesselju Haraldsdóttur, fer fram eftir ákvörð- | un skiptaréttar Reykjavíkur vegna skipta á búinu | á eigninni sjálfri laugardaginn 11. október 1958 | kl. 2,30 síðdegis. | Borgarfógetinn í Reykjavík. 1 § a wiHBaiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimumiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiniiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiimimiiBnBfeg VW.V.'.W^AV.V.V/.V.V.V.V.V.V.V.V.VA'AV.VAWi Rafmyndir hf. Lindarg. 9a, simi 19295 /.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.WV.V.VV.VAW^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.