Tíminn - 09.10.1958, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.10.1958, Blaðsíða 12
Norðaustan kaldi, skýjað. f- IV '• 1CTV ~ vKJ Reykjavík 8 st„ Akureyri 6 sfc. London 16 st., Kaupm.höfn M sfc Fimintudagur 9. október 1958. Spannarlangir karfatittir eru seldir til flökunar Fleygja veríiur 5. til 6. hverjum fiski. — Framleiíslan kemst nitSur í 17% miðað vií hráefnismagn Gunnar Valgeirsson, verkstjóri 1 fiskiðjuveri SÍS á Kirkju sandi, hringdi til blaðsins í fyrradag og skýrði frá því, að karfinn, sem nú berst til fiskiðjuversins, væri svo smár, að fleygja yrði 5. til 6. hverjum fiski. Drátfarvélin að störfum. Hjóladrátíarvél til jarðvinnslu, ódýr- ári í innkaupi og rekstri en beltisvélar Dráttarvélar h.f. buðu blaða- mönnum í fyrradag að skoða nýja gerð hjóladráttarvélar af Massey-Ferguson gerð að störfum í Mosfellssveit. Drátt arvél þessi getur komið í stað hinna stóru beltadráttarvéla við ýmis léttari jarðvinnslu- störf og er miklu ódýrari í innkaupi og rekstri. Lengi hefir það verið mikið vandamál ræktunarsambanda, hve beltadráttarvélarnar eru dýr- ar í rekstri. í sveitum, þar sem slík tæki eru til, er það venja að nota vélarnar allan ársins fcring, og í frostum er illmögu- legt að smyrja þær, eins og þörf krefur, og verður því slit vélanna óhóflegt. Beltin eru dýr og slit- •fletir þeirra margir, og þegar verið er að hjakkast með þessar vélar um vegina’ vérður álagið á •beltin það mikið, að þau étast upp og er þvi sífellt verið að er.durnýja þau. Það hefir því oftlega komið til tals innan ræktunarsambandanna að bæta á einhvern hátt úr þess- um vandræðum. Nú hafa menn komið auga á möguleika, sem vænlegur er til þess að létta á beltisdráttarvélunum. Ný hjóladrátfarvél Keypt hefir vérið til landsins hjóladráttarvél af gerðinni Massey Ferguson, og er hún 50 hestöfl með Perkins-dís'ilvél. Er ætiunin með þessum kaupum að reyna að nota hjóladráttarvél við þau jarðvinnslustörf, sem léttari eru, log 'beltadráttarvélai’ hafá vejrið notaðar við. Er þessi dráttarvél nú í notk- un hjá Ræktunarsambandi Kjal- nesinga. Hefir hún verið notuð þar fyrir tætara, og eru afköst hennar mjög svipuð og beltadrátt arvélar. Margir kostir Kostir þessarar vélar fram yfir beltadráttarvélanna eru til dæm- is: Minni rekstrarkostnaður, auð- veldara er að koma þessum vél- um á milli, og' þar að auki eru þessar vélar margfalt ódýrari í innkaupum, og er vejrð þeirra um 60 þúsundir króna. Rússar mimu þrátt fyrir allt sækja ráðstefnuna í Genf um bann við til- raunum með kjarnorkuvopn NTB—Washington, Lundúnum og New York, 8. okt. — í kvöld lagði Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkjanna af stað heimleiðis frá New York. Ræddi hann við blaðamenn og gaf þá í skyn, að Rússar myndu sækja ráðstefnu þá í Genf, um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn, sem hefj- ast á um mánaðamótin, þótt vesturveldin yrðu ekki við þeirri kröfu Rússa að senda þangað utanríkisráðherra sína sem aðalfulltrúa. 1 Fyrirlestur um vernd minnihluta í hSuta- félögum Lögfræðingafélag íslands held- ur fund kl. 17,30 í dag í I. keimslustofu Háskólans. Prófess- or Borum frá Kaupmaanahafnar- háskóla flytur fyrirlestur, sem fjallar um vernd minnihlutans í iilutafélögum. Almenningi er heimill a'ðgangur. 13 ára telpa flutt ölvuð heim af dansleik Síðast liðinn mánudag tóku þrjár unglingstelpur herbergi á leigu hér í bænum og höfðu það til að geta neytt áfengis í ró og næði ásamt tveimur piltum. Þetta endaði svo með því, að lögreglan tók eina telp una ölvaða á dansleik um nóttina og flutti hana heim til sín. Kom þá í Ijós, að hún var aðeins þrettán ára að aldri. Þegar unglingar þessir fengu ■herbergið á leigu, sögðu þeir bæði rangt til nafna sinna og aldurs. Tvær telpnanna voru 13 og 14 ára en sú elzta 16 ára. Stúlkurnar voru þafj fullorðinslegar í útlit'i, að ekki var gott að véfengja þær, þótt þær segðust vera eldri en þær voru. Sú fjórtán ára hvarf úr fagnað- inúm áður en farið var á dansleik- inn. Ekki hefði vitnazt um ferðir þess ara ólögráðu unglinga, hefði lög- reglan ekki þurft að aka einum þeirra 'heim. Og skörin er tekin að færast upp á bekkinn, þegar telpukrakkar á þessum aldri eru farnar as stunda gistihús og dans- leiki og drekka áfengi. í gær kom fréttamaður við á Kirkjusandi og talaði vifi Gunnar. ítrékaði hann fyrri ummæli sín og sýndi fréttamanni karfann, sem lá við flökunarborðin. Mikið af þessum karfa er smælki sem ekki er til nokkurs nýtt, nenu ef vera skyldi til mjölvinnslu. — Margir af karfaputt'unum eru ekki nema spannarlangir, og sagði Gunnar, að nóg verkefni fyrir einn mann væri að tína þá úr og kasta þeim. Lágmarksþyngd á flaki er 60 gr. en flökin af þessum karfa eru bara ofurlitlar tutlur, þegar búið er að snyrta þau. Hver ber ábyrgðina? Fiskiðjuverið verður að taka á móti því hráefni, sem að berst úr hverju skipi. Síðan á fiskiðujveri að skila ákveðnum kassafjölda miðað við hráefnismagn, sem það hefur tekið á móti. Er talift eðli- legt, að skilað sé 22% framleiðslu miðað við óunnin karfa og upp í 24%, þegar karfinn er góður. — Framleiðslumagnið hefur nú kom- izt niður í 17% en þag er það minnsta, sem dæmi eru um. Hver ber ábyrgðina á þessu? Að ofan: Karfi eins og nú hefur bor- izt í fiskiðjuverið og karfi af algeng- ustu stærð til samanburðar. A8 neð- an: Flökin af þessum sömu körfum. Finnar að gefast upp á síldveiðum við island Þrjú finnsk síldveiíiskip voru hér í sumar Norska sjómannablaðið ,,Fiskaren“ birtir viðtal við stýri- mann á finnsku skútunni ,,Suomi“ um síldveiðarnar við ís- land í sumar. ,,Suomi“ er eitt af þremur finnskum skipum, er stunduðu síldveiðar hér við land. Sagðiistýrimaðurinn, að „Suomi“ hefði fengið 750 tunnur síldar eftir rösklega þrig-gja mánaða útivist við ísland, en í fyrra fékk skipið 2000 tunnur á sömu slóðum. Þessar þrjár finnsku skútur voru allar frá skerjagarðinum við Ábo, og sú hæsta fékk 2600 lunnur, en það þykir dágóður afli. Segir stýri- maðurinn, að finnskum síldveiði- i skipum, sem halda til íslandsmiða, I fari stöðugt fækkandi. Hefur Finn Sagði hann, að stjórn sín íeldi æskilegast, að utanríkisráðherrarn ir sæktu ráðstefnuna, en hvorki hann né neinn annar stjórnmála- maður frá Ráðstjórnarríkjunum hefði sagt, að þeir myndu ekki sækja ráðstefnuna, þótt þar mættu aðrir fulltrúar. Gefa yfirlýsingar á víxl. í gærkvölíli sagði Gromyko við blaðamenn, að Sovétrikin gætu ekki skuldbundið sig til afj hætta tilraununum með kjarnavopn með an veslurveldin gerðu ekki slíkt 'hið sama. Þau hefðu haldið sín- um áfram 1 allt sumar, þrátt fyrir það að Rússar hættu sínum. Því hefðu Sovétríkin verið neydd til ag 'hefja þær að nýju 1 haust t'il að jafna metin. Staðreyndin væri, að vesturveldin hefðu gert miklu fleiri tilraunir í heild en Rússar. Færi svo, að Frakkar tækju til að gera sínar eigin tilraunir, kynnu Sovétríkin enn að .neyðast til að endurskoða afstöðu sína. í dag birtu svo bæði ut'anríkis- ráðuneytið í Washington og Lund ■ Framhald a 2. slðu i - Áfengiskössum sökkt í eyjahöfn er smygl var Vestmanna- að vitnast Kaíari leita'Si en fann ekkert Nokkrar líkur eru taldar til þess, að tveir eða þrír kassar af spíritus eða öðrum sterk- um veigum liggi á sjávarbotni framan við hafnarbryggju í Vestmannaeyjahöfn, og má segja, að eigandinn hafi orðið illa úti, því að hann fékk 7 þús. kr. sekt, þótt hann fórn- aði góssi sínu hafmeyjum og sævarguðum. Samkvæmt upplýsingum frá tollgæzlunni lá VatnajökuU í Vestmannaeyjahöfn s. fc. föstu- dag. Tollgæzlumenn höfðu verið sendir þangað til áð fylgjast með skipinu til Reykjavíkur og leita í því. Uin nóttina var lög- reglumaður á verði við skipið. Kassar bornir á bíl Um! nóttina eða kvöldið sá liaim, að kassar tveir cða þrir voru bornir frá skipi á bíl á bryggjunni. Þótti honuin þetta að vonurn grunsamlegt og vildi hyggja betur að. Fór hann þá í sírna ofan við bryggjuna og hringdi til toUgæzlumanns. Þeb', seip í kassaflutningunum stóðu, urðti við það varir, og á meðau báru þeir kassana aftur út í skipið, og voru þeir horfnir, er lögreglumaðurinn og tollgæzlu- maður komu á vettvang. Fund- ust þeir ekki við leit í skipinu. í sjóinn Þótti fullvíst, að kassa,rnir hefðu verið bornir yfir skipið og rennt í sjóinn frá þeirri skipshlið, sem frá bryggju sneri. Var mál þetta síðan rannsakað eftir megni, og játaði einn skip- verji að liafa átt svo sem tvær eða þrjár flöskur í kössuin þess tim, og' fékk hann fyrrnefnda sekt fyrir. Meðal annars var kafari feng (Framhald á 2. síðu' um vart þótt borga sig að gera út mörg skip á síldveiðar til ísiands, þar sem aflinn hefur verið mjög misjafn frá ári til árs. Talið er iíklegt, að þetta verði í síðasta sinn, að finnsk skip koma til síldveiða hér við. land, þar sem aflabrögðin hafa verið svo ótrygg. Flónsleg framkoma Breta. Blaðið spurðist fyrir um, hvort útfærsla fiskveiðilandhelginnar við ísland hefði haft áhrif á vei&arnar. Svaraði stýrimaðurinn því neit- andi. Síldveiðarnar fóru fram utan 12 mílna markanna. Sagði sfcýri- maður, að útfærsla landhelginnar hefði engin áhrif á síldveiðarnar, og hann taldi, að áhriíin á fcog- veiðarnar yrðu að sama skapi eng- in. Sag'ði hann, að Bretar hefðu hagað sér flónslega í landhelgis- málinu. Það væri næstum hlægi- legt, að þeir skyldu senda herskip til að vernda landhelgisbrjóta sína við ísland. Þeir hefðu bersýniiega gleymt því, að þeir ráða ekki leng- ur yfir heimshöfunum. Verzl.mannaféL N-Þing S.l. sunnudag var stofnað á Kópaskeri Verzlunarmannafólag Norður-Þingeyjarsýslu. Formaður var kjörinn Snæbjörn Einarsson! Raufarhöfn, ritari Jón Árnason, Þórshöfn og gjaldkeri Tryggvi Hallsson, Þórshöfn. Á stofnfundinum var samþykkt að óska eftir inngöngu í Lands- samband íslenzkra verzlunar- manna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.