Tíminn - 25.10.1958, Síða 1
Sívagó lækni
og Pasternak,
bls. 7
42. árgangur.
Reykjavík, laugardaginn 25. október 1958.
Landbúnaðarmál, bls. 4
Leikhúsmál, bls. 5
Knowland fellur á eigin bragði,
— bls. 6
236. blaö.
Kommúnisíar ná aldrei markinu um'
yfirráð við Kyrrahaf með hervaldi,
— segir Dulles. — Andstaían gegn kommún-
isma í Austurlöndum aldrei traustari en nú
XTB—Washington og Taipeh, 24. okt. — Dulles utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna gekk í dag fyrir Eisenhower
forseta, og gaf honum skýrslu um för sína til Formósu og
viðræðurnar við Chiang Kai Shek. Að þeirn fundi loknum
sagðist hann vera sannfærður um, að kínverskir kommún-
istar myndu hvorki ná því marki sínu að fá full vfirráð
sín megin Kyrrahafsins með herbeitingu eða áróðri.
Þegar Dióles kom til Washing-
ton eí'tir þriggja daga fund sinn
með hershöfðingjanum á Formósu
kvað hann þær viðræður hafa verið
mjög ánægjulegar og árangursrík-
ar.
Viturleg stefna.
■ Kvaðst hann sannfærður um, að
stefna þjóðernissinna væri bæði
fast mörkuð og viturleg. „Chiang
Kai' Chek re'ynir að vinna Kina
aftur með friðsamlegum hætti.
Stjórn kínverska þjóðernissinna á-
lítur það köilun sína afj koma aft-
ur á í'relsi í'óiksins á meginlandi
Kína. ekki með valdbeitingu, held-
ur þvi að gefa í háttum sínum for-
dænk. er Kínverjar á méginland-
inu gengju ti lstuðnings við.
„Banvæn hætta“.
Allar frjálsar þjóðir í hinum
fjariægari austurlöndum skilja nú
Barnaverndar-
dagurinn er í dag
í dag er barnaverndardagurinn,
þ.e. fjársöfnunardagur Barna-
verndaríélags íslands — fyrsti
vetrardagur. Þá verða merki fé-
lagsins seld og einnig barnabókin
Sólhvörf til ágóða í'yrir slarfið,
sem er hið þýðingarmesta. Sigurð-
ur Gunnarsson, skólastjóri á Húsa-
vík, hefir safnað og ritað efni
bókarinnar eða safnað því, en Sig-
urður Hallmarsson kennari í Húsa
vík teiknaði. mvndir. Er bókin hin
ánægjulegasta.
Matthías Jónasson er formaður
félagsins. Stari' baj-nave(rnda* ii'fé-
laganna er þýðingarmikið, og þau
hafa þegar komið m.iklu til ieið-
ar og lagt af mörkum allmikið fé
til sérmenntunar kennara, er
kynna sér kennslu afbrigðilegra
barna erlendis.
æ betur, að kinverski kommúnism-
i.-in er banbæn hætfa. Þau hafa
styrkzt af óbifandi afstöðu Banda
ríkjanna gegn vopnaðri árás. Með-
al hinna frjálsu þjóða í Austur-
löndum er viljinn til að standa
gegn afskiptum kínverska komm-
únismans,- efldari en nokkru sinni
áð'jr“, sagði Dullcs. Hann bætti því
við, að tilgangur kommúnista með
því að hefja skofhríðina á ný væri
semilega frekar sálrænn en hern
aðarlegur.
Lií'sflutningar.
Skothriðin á Quemoy hélt áfram
í dag, en hafði áður legið niðri í
næstum sólai'hriiig. Haft er eftir
áreiðanlegum heimildum í Taipeh
að þjóðernissinnar séu 'farnir að
ílytja hlutn af 100 þúsund manna
liði sinu frá eyjunum. Urðu Chi-
ang og Dulles sammála um það
á fundum . sínuni, að minnka her-
inn þar smám saman um 15—20
þúsund manna. Nokkuð hefur og
kveðið að því undanfarið, að al-
mennir borgarar og skólabörn
væru flutt frá eyjunum, enda mun
þar ekki t!l langframa búandi öi'.r-
um en hermönnum.
I Frcttirar um, að þjóðernissinn-
' ar haf'i þegar hafið flutninga hluta
j liðs sínS' frá Quemoy og Matsu
j heir ekki verið staðfest opinber-
j lega, og vildi Dulles ekkert um
, þetta mál segja, er hann kom til
Washington. Talið er, að þeir
, Dulles og Chiang hafi aðeins gert
meö sór bráðabirgðasamkomulag
varðandi ástandið á Formósu-
sundi, og það er jafnvel haft
j eftir áreiðanlegum heimildum í
Taipeh, að Chiang hafi um suml
látið að vilja Dullesar vegna kosn
inganna, sem fyrir dyrum slanda
í Bandaríkjunum. Sérstaklega
muni þetta eiga við um það, er
Chiang skuldbalt sig til að beita
ekki valdi til að ná undir sig
meginlandi Kína.
Talið að demókratar vinni nokkuð á
í bandarískn kosningunnm 4. nóv.
KosningahnÖin haríínar meíi hverjum degi
NTB—New York, 24. okt. — Kosningar til fulltrúadeild-
ar Bandaríkjaþings, nokkurra sæta í öldungadeildinni og
nokkur landstjóraembætti fer fram i Bandaríkjunum 4. nóv.
næst komandi.
Kosningabaráttan er hafin fyrir
nokkru, og verður hún ákafari með
■hverjum deginum sem liður, og
hafa báðir flokkarnir sent út af
örkinni alla sína áhrifamestu menn
til áróðursferðalaga um landið.
Republikanar hafa sem kunnugt
er völd í ríkisstjórn án þess að
hafa þingmeírihluta. Vilja þeir
nú reyna að gerg þessar kosningar
áð allsherjar traustsyfirlýsingú
þjóðarinnar á Eisenhower-sljórn-
ina, og þá um lei'ð afla Richard
Nixon fylgis sem liklegasta fram-
bjóðanda flokksins við næslu for-
setakosningar, sem fram eiga að
fara 1980. Nixon er nú sjálfur
iheizti áróðursmaður flokksins fyrir
kosningarnar. Harry S. Trumann
' er á hinn bóginn einn haröasii
áróðursmaður demokrata.
í yfirlýsingu, sem republikanar
hafa gefið út til að afla sér fylgis,
er því meðal annars haldið fram,
að eí' demokratar fái meirihlut.;.
muni það leiða til allsherjar þjóð
nýtingar í atvinnulífinu, en e;:ki
vildii allir flokksmenn fallasi á
þennan dóm, og var nokkur ku'rr
út af honum .Eisenhovver kvaðst
þessu mótfallinn.
Þrátt fyrir mjög öflug'a kosn-
ingabaráttu republikana, er það
almenn skoíun, að ekki ge(i hjá
því farið, aö demokratar vinni
nokkuð á við þessar kosningar.
Ástandið' í efnahagsniálununi er
enn alls ekki gott eftir efnahags
kreppuna, og tala atvinmilausra
er enn fjórar milljónir.
Ðe Gaulle vill gerbreyta skipu-
agi Átlantshafsbandalagsins
Vill koma á sérstakri framkvæmdastjórn Frakka,
Breta og Bandaríkjamanna — Hefir ritaÖ þátt-
tökurikjunum ölium bréf um þetta
NTB—Bonn og London, 24. okt. — Fregnir frá Bonn
herma, að de Gaulle hershöfðingi, forsætisráðherra Frakka,
hafi sett fram tillögu um nýja, stjórnmálalega framkvæmda-
stjórn fyrir Atlantshafsbandalagið, og verði í henni Bretar,
Frakkar og Bandarikjamenn.
Skólabörn eru flutt frá Quemoy
til Formósu
Samkvæmt fréttinni um þetta,
sem nú er ofarlega á baugi í Þýzka
landi, en hefur ekki verið staðfest
oþinberlega, er de Gaulle að reyna
að auka áhrif Frakka í bandalag-
inu.
Talsmaður vestur-þýzku stjórnar
innar tjáði fréttamönnum í Bonn
að de Gaulle hershöfðingi hefði
sett fram þessa tillögu í bréfi til
alli’a fjórtán aðildarríkisstjórn-
anna í Atlantshafsbandalaginu. —
Sagði talsmaðurinn, að skoða yrði
þess tiilögu de Gaulle í ljósi þeirr-
ar ályktunar, sem gerð var í banda
alginu í desember síðastliðnum, að
bandalagsþjóðlrnar skyldu hafa
rækileg samráð sín á milli áður
en teknar væru nokkrar stjórn-
málalega mikilvægar ákvarðanir.
Stjórnmálamenn í Bonn eru
sagðir sammála um, að ef tillaga
de Gaulle verði að veruleika, hafi
það í för með sér verulega breyt-
ingu á skipulagi og starfsuppbygg-
ingu bandalagsins.
Þörf einfaldara skipulags.
Montgomei’y marskálkur, fyrr-
um æðsti herforingi Atlantshafs-
bandalagsins, hélt ræðu í London
í dag, og kvað brýna þörf grund-
vallarbreytinga á skipulagi banda-
lagsins. Bandalagið væri allt of
mikið bákn og þungt í vöfum. Þörf
væri á einhverju miklu einfaldara
í sniðum. Bandalag vestrænna
(Framhald á 2. síðu)
Síðustu fréttir:
„Arás á rúss
neska ríkiðu
Moskvu í gærkveldi. — Rúss-
r.eska vikuritið Literaturnaja Gaz-
eta, kom út í dag, og var þar að
finna hörð mótmæli gegn veitingu
Nóbelsverðlaunanna í bókmennt-
um til Boris Pasternaks. Er sagt,
að rit þetta eigi ekki heima í
fússneskum bókmenntum og sé
þar eins konar aðskotadýr. Past-
ernak hafi valið skömmina og
húðið. Úthlutun verðlaunanna sé
fjandsamlegur verknaður gagn-
vart Sovétríkjunum. Boris Paster-
nak hefir baktalað föðurland sitt
og fyrir löngu gleymt því að segja
sannleikann. „Akademían hefir
veitt verðlaunin fyrir andstyggi-
legt rit manns, sem er ókunnugt
um erfðir Rússa í bókmenntum,
og úthlutunin er í rauninni árás
á rússneska ríkið“, seg'ir í þess-
ari grein blaðsins, sem er á leið-
arastað.
„Röddin, sem kallar á frið og
bræðralag þagnar aldrei”
Ræía forseta Islands á degi Sameinuðu
jijótianna í ríkisútvarpií í gærkvöldi
„Enn minnumst viö dags
hinna SameinuSu þjóða, og
að þessu sinni eftir þrettán
ára starf. Þó ég hafi oft áður
orðið til þess að minnast af-
mælisdagsins, þá er mér ekki
ASGEIR ASGEIRSSON
foiseti
óljúft að halda því áfram,
enda þótt ýmsum kunni að
finnast lítið um nýmæli.
I
t Saga þessara tólf ára' var rakin
í gær, lýst hinum margvíslegu
starfsgreinum, og sérstaklega gerð
' grein fyrir skiftum ísiands og
hinna Sameinuðu þjóða í landhelg-
ismálinu. Eg. mun i þessu stutta
ávarpi gera mér far um að forðast
endurtekningar. Samt vil ég ‘aka
undir það, að hinum Sameinuou
þjóðum hefir til þessa auðnast aó
sefa deilur, takmark,, og stöðva
styrjaldir, og þannig forða því, að
hin þriðja heimsstyrjöld brvtist út
1 Þó eru hinar Sameinuðu þjóðir
ekkcrt alþjóðaþing, mcð löggjafar-
og framkvæmdavaldi. Til þess
stóðu máske vonir í upphafi, e.n
reynslan hefir orðið hugsjóninni
yfirsterkari. Það er gömul mann-
kynssaga. Öryggisráð'ið sjálft reya-
ist óstarfhæft, þegar mest á ríður
og hin slærri mál fá ekki aí-
greiðslu á Allsherjarþingi nema
með' tveim þriðju hlutum atkvæða.
Umræður eru miklar, og stundum
cngin ákvörðun, og þó ákvörðun
só tekin, þá er stundum engin fram
kvæmd. Hinar Sanieinuðu þjóðir
gera ályktanir, sem eru áskoranir,
og við þeim tekur framkvæmda-
stjórinn. Dag 1-lammarskjöld og
hans liðsmenn. Hann er dugandi
maður, og nýtur aimenns trausts,
en hefir engar herdeildir að baki.
Iíann er hvorki Alexander mikli
né Napoleon.
Yfir þessu starfi er enginn
glampi af gömlum keisarasögum.
Það er allt annars eðlis, umræð-
ur, ályktanir, óskir og ódrepandi
j von um árangur. í umræðum
i standa fufltrúar þjóðanna augliti
; til auglitis og flytja sitt mál. Eg
var þar nokkrum sinnum á þingi
til viðkynningar, og fanns ol't ræð-
urnar vera heimagerðir fyrirlestr-
ar, áróður fyrir alheimi, en ekki
til þess fluttar, að hlíta réttum
1 rökum til sátta. En þelta þekkjum
I við viðar i smærri stíl. Við skulum
■ ekki ímynda okkur að heimsmálin
! verði leyst til fullnusíu meðan ná-
grannar og samlandar herja hver
á annan án sáttfýsi.
En þó eru þessar umræður mikil
' vægar, og orka meiru en sézt á yfir
borðinu. Á þingi hinna Sameinuðu
; þjóða hittast áttatíu þjóðir, sem
j að öðrum kosti myndu ekki talast
! við, margar hverjar. Umræður og
! ályktanir hafa ekkert franikvæmd-
(Framhald á 2. síðu)