Tíminn - 17.02.1959, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, þri'öjudaginn IT. fcbrúar 1959.
IERLENT YFIRLIT,
Úfgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323
Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948
Óhappasæll stjórnmálamaður
Vaxandi andsta'Sa gegn Guy Mollet í franska jafnaíSarmannaílokknum
Hvernig á að hátta útreikningi
hlutfallskosninga?
BLAÐ annars stjórnar-
flokksins, Alþýðublaðið, ger-
if að umtajlsefni 13. þ.m.
kosningafyrirkomulagið á
Norðurlöndum og segir, að
frá þessum löndum hafi hing
að til borizt flestir straumar
í félags- og menningarmál-
um og íslendingum muni ör
ugglega reynast vel að halda
áfram að leita þangað að
reynslu og fyrirmyndum. —
Stór kjördæmi með hlutfalls
kosningu eiga að vera til
fyrirmyndar, að dómi Al-
þýðublaðsins.
• En blaðið bendir jafnframt
á aðra fyrirmynd í sambandi
við' kosningar á Norðurlönd
um, og er vert að veita henni
eftirtekt. Sú fyrirmynd sýn-
ir afar vel, hve hlutfalls-
kosningar eru viðsjáll grund
völlur stjórnskipunar.
ALÞÝÐUBL. tekur það
fram sem rétt er, að í Dan-
mörku, Noregi og Svíþjóð sé
farið eftir annarri reglu við
útreikning þingsæta samkv.
hlujfcfallskosningum en hér
hefur verið gert til þessa. —
Þar eru úrslit reiknuð út
með þvi að deila í heildar-
atkvæðatölu lista með 1.4-
3-4-5-7 o.s.frv. Hér er hins
vegar deilt með 2-3-4-5 eða
efti'r hinni svokölluðu d’Hont
aðferð. Úrslitin verða veru-
lega ólík eftir því, hvorri
aðferðinni er heldur fylgt.
Hér kemur einmitt fram
einn aðalmunurinn á kosn-
ingum í einmenningskjör-
Uæmum og hjutfallskosn-
ingum.
Þegar kosið er í einmenn-
ingskjördæmum, ræður at-
kvæðafjöldi vali fulltrúans
án annarra útreikninga. Val
kjósendanna er frjálst og
dómur þeirra skýr og óhagg-
anlegur.
Þegar kosið er hlutfalls-
kosningu þarf útreikninga til
að ákveða, hve margir ná
kosningu af hverjum lista.
E?igin ein allsherjarregla
er til um þessa útreikninga,
sem allir viðurkenni hina
einu réttu, fremur en allir
skólar hafa sama einkuna-
stiga. Reglur um útreikn-
inga samkvœmt hlutfalls-
kosnincfum er efcki í stjórn
arskrám þeirra þjóða, sem
komið hafa á hlutfallskosn.
ingum tU löggjafarþing-
anna, heldur er þeim regl-
um breytt með einföldum
lögum.
ÞRÓUNIN hefur orðið sú
á Norðurlöndum, eftir að
hlutfallskosningum var kom
ið á í stórum kjördæmum, að
það hefur orðið baráttumál
þingflokka að breyta laga-
ákváeðum um útreikninga
samkvæmt hlutfallskosning
um. Hefur það þá verið talið
„réttlætismál“ og í samræmi
við tilgang hlutfallskosn-
inga að búa þannig í haginn
fyrir hina minni flokka, en
draga að sama skapi úr á-
hrifum stærstu flokkanna.
Af þeim ástæðum hafa verið
teknir upp þeir útreikningar
í Noregi, Danmörku og Sví-
þjóð, sem Alþýðublaðið segir-
frá.
Við siðustu bœjarstjórn-
arkosningar hlaut Sjálf-
stœðisflokkurinn 10 bœjar-
fulltrúa af 15 í Reykjavík,
samkvœmt gildandi kosn-
ingalögum um útreikning
hlutfallskosninga. Ef sömu
ákvæði og eru i gildandi
kosningalögum Danmerkur
Noregs og Svíþjóðar um út
reikninga samkvœmt hlut-
fallskosningum, hefðu þá
gilt hér, hefði Sjálfstœðis
flokkurinn að atkvœðatöl-
um óbreyttum fengið 7 bœj
arfulltrúa, en minni flokk-
arnir samtals 8 bœjarfull-
trúa.
Minnihlutavaldi Sjálf-
stœðisflokksins í bœjarstj.
Reykjavíkur hefði þá verið
vikið til hliðar.
MÁLGAGN þess stjórnar
flokksins, sem lagt hefur til
menn í ráðherrastólanna,
segir um leið og það greinir
frá kjördæmaskipun og
kosningareglum á Norður-
löndjim, að íslendángum
muni örugglega reynast vel
að halda áfram að leita
þangað að reynslu og fyrir-
myndum,
Nú er spurt:
Er það vilji stjórnarflokk
anna og fyrirœtlun að
koma á hér á landi reglum
um kosningar til Alþingis
og sveitastjórna, er áð öllu
leyti séu hliðstœðar þeim
reglum, sem í gildi eru ann
ars staðar á Norðurlönd-
um?
Þjóðin bíður eftir svari.
Auðveld skipting
I Reykjavíkurbréfi Mbl.
á sunnudaginn er það höfuð
rökin gegn því að nota sýslu
skipunina sem grundvöll
fyrir kjördæmaskipunina, að
Gullbriingu- og Kjósar-
sýsla hafi nú ekki nema einn
þingmann, en eigi rétt til að
hafa fleiri þingmenn.
Úr þessu er hinsvegar
mjög auðvelt að bæta á
grundvelli sýslu- og kaup-
staðaskipunarinnar. Það er
hægt á grundvelli hennar að
skipta Gullbringu- og Kjós
arsýslu í 4 kjördæmi, Kópa
vog, Keflavík, Gullbringu-
sýslu og Kjósarsýslu.
Dæmi sem Mbl. nefnir hér.
sýnir það þannig mjög vel,
að auðvelt er að bæta hlut
þéttbýlisins, hvað þingsæta
tölu snertir, með því að
byggja í höfuðatriðum á
SÁ atburður gerðist í Frakk-
landi í seinustu viku, að Vincent
j Auriol, sem var forseti Frakk-
j lands á árunum 1947—54, lýsti
j yfir því, að faann væri gengin
úr jafnaðarmannaflokknum, en
Auriol var lengi einn áfarifamesti
og beztmetni leiðtogi hans. —
Auriol færði 'þau rök fyrir brotlför
sinni úr flokknum, að faann væri
óánægður með forustu Guy
Mollets og myndi hann sennilega
ganga í flokkinn að nýju, ef Mollet
léti af forustunni. Hann lýsti því
jafnframt yfir, að hann myndi
veita þeim lið, sem ynnu að því að
svipta Mollet flokksforustunni.
í bréfi, sem Auriol skrifaði
stjórn flokksfélagsins, sem hann
var í, komst hann m.a. svo að
orði, að framundan væru tímar,
þegar vinna þurfi að því að byggja
upp og sameina, en ekki að sundra
frjálslyndum mönnum meira í ó-
samstarfhæfa smáhópa. Hann kvað
Mollet ekki hafa neina hæfileika
til að vinna að sliku samstarfi
á breiðum grundvelli.
ANNAR atburður gerðist einnig
í Frakklandi í seinustu viku, sem
er engu síður sögulegur. Hann var
sá, að Mendes-France var rekinn
úr Radikaiaflokknum eftir að hafa
neitað að fallast á þau skilyrði
flokksstjórnarinnar, að meðlimir
flokksins mættu ekki taka þátt í
nýrri hreyfingu, er vinna að sam-
einingu vinstri aflanna á breiðum
grundvelli. Yfirleitt er talið, að
Mendes-France hafi ekki verið það
óljúft að vera rekinn úr flokkn-
um, eins og nú er komið. Flokk-
urinn er nú marg-klofinn og þykja
litlar líkur til, að hann eigi sér
j viðreisnarvon í núverandi mynd
í sinni fremur en jafnaðarmanna-
flokkurinn undir forustu Mollets.
i Fyrir Mendes-France vakir eins og
j Auriol að koma upp nýju.n víð-
j tækum samtökum vinstri manna
í stað gömlu flokkanna, sem fólk
hefir bersýnilega ekki trú á. Ekk-
ert annað en fasismi virðist fram
undan í Frakklandi þegar de
Gaulle fellur frá, ef vinstri menn
hafi ekki fylgt saman liði áður.
MARGIR fleiri af mikilhæfustu
leiðtogum franskra jafnaðarmanna
en Auriol láta nú í ljós óánægju
yfir forustu Mollet og telja það
nauðsyn fyrir flokkinn að losna
við hann sem formann. Mollet
bætti að vísu nokkuð aðstöðu sína
í flokknum með þvi að hætta þátt-
töku í stjórn de Gaulle, en vafa-
samt er að það nægi honum til að
halda velli.
i Ef litið er yfir stjórnmálaferil
Guy Mollet seinustu fjögur árin,
verður varla sagt að annar stjórn-
málamaður hafi öllu verr ávaxtað
það pund, sem honum var falið,
en Mollet faefur gert á þessum
tíma. Árið 1955 unnu þeir Mollet
og Mendes-France að því að koma
upp frjálslyndri miðfylkingu í
Frakklandi ;neð því að koma á
kosningabandalagi jafnaðarmanna
og radikala flokksins.Þelta tókst
og gengu þessir flokkar nokkurn
vegin sameinaðir til þingkosning-
anna í janúar 1956.
EFTIR kosningarnar 1956 mynd
aði Mollet stjórn og sköpuðust
með því miklir möguleikar til að
ráða framvin-du franskra stjórn-
mála. Ef Mollet faefði fylgt fast
fram hinni róttæku, umbótasinn-
uðu stefnu, er kosningabandalag
jafnaðarmanna og radikala hafði
lýst yfir í kosningabaráttunni,
hefði faonum tekizt áfram að efla
miðfylkinguna og styrkja hana í
sessi. Þetta kostaði hins vegar
Mollet það, að hann gat átt það
þeim grundvelli, sem kjör-
dæmaskipunin hvílir nú á,
þ. e. sýslu- og kaupstaða-
skipuninni.
MOLLET
Á hættu, að stjórn hans féili. Þeg-
ar til úrslitanna kom valdi Mollet
heldur þann kost að trvggja líf
stjórnarinnar en að berjast fyrir
framgar.gi stefnuniar. Hann vann
það til samstarfs við íhaldsöflin
að ganga t.d. alveg á móti þeirri
stefnu, er lofað hafði verið í Alsír
málinu. Þetta varð til þess að
leiðir þeirra Mollets og Mendes-
France skildu og bandalag mið-
flokkanna leystist upp. Mollet
varð alltaf meira og meira háður
íhaldsöflunum og reyndi jafnvel
að vinna sér fylgi með því að
ganga enn lengra en þau. Þar.nig
var hann einn helzti hvatamaður
hinnar hörmulegu árásar Frakka
og Breta á Egyptaland haustið
1956.
ÞRÁTT fyrir undanlátssemi og
sáttfýsi Mollet við íhaldsöflin, fór
það samt svo, að stjórn hans varð
að hrökklast frá völdum. Hún
hafði haldið þannig á málum, að
frjálslyndu og róttæku öflin í
frönskum stjórnmálum voru ráð-
viltari og- sundraðri en nokkru
sinni fyrr. Tilraun Mendes-France
með kosningabandalagi jafnaðar-
manna og radikala hafði því full-
komlega misheppnazt að sinni. —
Mollet lét sér samt ekki segjast,
heldur hélt áfram að daðra við
íhaldsöflin og fylgja stefnu þeirra
í Alsírmálinu. Endalokin urðu vax
andi ring.ulreið og hálfgert stjórn-
leysi. Vafasamt er, hvort nokkur
maður annar hafi átt méiri þátt
í hruni fjórða ijrðveldisins en
Mollet með þeim verknaði sínum,
þegar hann rauf bandalag faeirra
Mendes-France. og eyðilagðí þahn
ig möguleika fyrir samstarfi h:nna
lýðræðissinnuðu umbótaafla.
Á síðastliðnu v.ori var svo kom-
ið, að ekki var um annað að velja
en valdatöku de Gaulle eða upp-
reisn hersins. Mollet Verður varla
ásakaður fyrir það, þótt hann
kysi að styrkja de Gauile undir
þfeim kringumstæðum. Vor. faans
var líka sú. að þetta gæti hj iípað
honum til að bjarga jafnaðar-
mannaflokknum. De Gaulle var
jafnaðarmönium áreiðanlega held
ur hliðfaollur og myndi vel faafa
getað hugsað sér Moilet sem for-
sætisráðherra. Úrslit þingkosning-
anna í nóvember nrðu hin3 vegar
allt önnur en de Gaulle og Moliet
höfðu vonazt eftir. Þjóðin vif orð
in þreytt á ringulreiðinni, sem
hafði verið tengd við nöfn hinna
sundruðu miðflokka. Radikaiir og
jafnaðarmenn, sem gerðu sér von-
ir um að hagnast heldur á (hinu
nýja kosningafyrirkomulagi, faiðu
mikinn ósigur. Sigurinn féll faægri
flokkunum í skaut. Vonsvikinn
hrökklaðist Moll&t úr stjórn de
Gauíle, þótt honum væri boðið
sæti í hermi.
FYRIR framsýna vinstri menn
í Frakklandi er ekki hægt að<draga
nema eina ályktun af þróuninni
í Frakklandi seinustu árin. Ef
sundrung frjálslyndu aflanna faeld
ur áfram, sigra fasistarnir í Frakk
landi, þegar de Gaulle lætirr af
völdam, en til hans er yfirleitt
borið jafnmikið iraust sem lýð-
ræðiásinna og þeim Debre og
Soustelle er lítið treyst í (seim
efnum. Þess vegna vilja þeir
Auriol og Mendes-Fránce nú vinna
að því að skapa breiðfyikingu
vinstri sinnaðra lýðræðissinna,
er geti tekið upp baráttuna við
flokk Soustelle og Debre. Ef stjórn
de Gaulle tekst misjafnlega, getur
slík vinstri sinnuð hreyfing fengið
fljótt byr í seglin, ef fólk öðlast
jafnframt þá trú, að hún iboði
eitthvað nýtt, en stuðli ekki að
endurtekningu þessa sem áður var.
Jafnvel þótt Guy Mollet vilji
styðja slíka hreyfingu, verður
hann þar aldrei góður fánafaeri.
Til þess er hann ofmikið blettaður
af samstarfinu við ihaldsöflin á
undanförnum ári>m.
Þ.Þ.
I
1
I
„Háttvís“ blaðaskril
Aðalritstjóri Mbl. skrifar
mikið hól um sjálfan sig og'
meðritstjóra sína í seir.asta
Reykjavíkurbréfi blaðsins,
Einkum leggur hann áherzlu
á, hvað þeir og aðrir Sjálf-
stæðismenn séu grandvarir
í skrifum sínum um menn
og málefni og sérstaklega
háttvísir í öllum málflutn-
ingi.
Grandvarleika þeirra rit-
stjóra Mbl. geta menn ann-
ars nokkuð ráðið af því, að
Mbl. hefir þrástagast á því
undanfarin ár, að fyrrver-
,indi ríkisstjórn hafi fórnað
landsréttiiidum fyrir lán,
sem hún hafi fengið í Banda
iíkjunum. Að dómi aðalrit-
stjórans virðist það þannig
heyra undir grandvarleik að
ber,a landráð á nienn! Og
auðvitað er það ekki per-
sónuníð!
Og' hvernig er svo háttað
grandvarleik.og háttvísu orð
b'agði Sjálfstæðismanna,
þegar þeir skrifa í hin ó-
æ'ðri málgögn sín, eins og t.
d. Mánudagsblaðið. Þ,ar er
víst ekki þjónað öðru en
sannleiksásthnii og prúð-
mennskunni? E5a finnst
aðalritstjóra Mbl. þuð ekki?
Og hvernig fundust honum
ummælin um. forsætisráð-
he ra, er nýlega birtust í
Ilamri, blaði Sjálfstæðis-
manna í Hafnaríirði? Voru
þau ekki bæði sonn og kurt-
eisleg? Og þá þarf víst ekki
að spyrja um álit hans á
skrifum unglinganna, sem
eru aldir upp i „heiðríkju
Sjálfstæðisstefnunnar“ og
undir hinum „hollu áhrif-
um“ hennar? Er ekki nýlega
útkomið Stúdentablað, þar
seni menntamáiaráðherfa er
að nokkru getið, gott dæmi
þess, hvað íhaldlsunglingarn
ir læra rétVm og háttvísan
málflutning af lærimeistur-
um sínum? Og náttúrlega
getur aðalritstjórinn ekki
orðið annað en npp með sér
þegar hann er minntur á
Flugvallarb’aðið!
Nei, aðalritstiórinn er áð
sjálfsögðu ekki að hæla sér
og sínum fyrir háttvís blaða
skrif vegna þess, að l’nnn sé
h"æddur um að aðrir hafi
ekki veitt þeim eftirtckt.
I
1
|
I
I
I
I