Tíminn - 01.03.1959, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.03.1959, Blaðsíða 3
í iU I N N, sunnudaginn 1. marz 1959. 3 Fyrst kemur lagiö... Þaö muu vera algert einsdæmi að islenzkur dægurlagahöfundur haldi sjálfstæða hl]óm- leika, þar sem aðeins eru flutt lög eftir hann, en þetta bar við á föstu dagskvöldið var, þegar S.K.T. stóð fyrir hljóm- leikum í Austurbæjar- bíói, en á þeim voru einungis fiutt lög sam- in af Freymóði Jóhanns syni, sem iöngu er kunnur hér fyrir lögin sín og hefir enda verið talsvert mikilvirkur á því sviði á uudanförn- um árum. Freymóður átti leið niður á skrif- stofu blaðsins í vikunni og notuðum við tæki- færið til að rabba við hann. — Ég hefi samið svoní um 40 lög, sem óg tel frambærileg og hefi hald- ið til haga .. byrjaði ann- ars á þessu sem strákur. FREYMOÐUR — Samið um 40 lög en kom aldrei til hugar að geyma lögin. Svo var það eiginlega af rælni að ég lét fara frá mér lag í dans- lagakeppni S.K.T. einu sinni, það var lagið Blik- andi haf, og þá notaði ég fæðingardaginn minn, tólfta september, sem höf- undarnafn, og hefi haldið þeim hætti síðan. En þetta spannst nú eiginlega allt út af því, að ég vildi fá menn til að skaoa ís- lenzka dægurlagamúsik með íslenzkum textum, því að ég er vægast sagt mjög á móti erlendum textum sungnum hér t. d. á dans- leikjum af íslenzkum söngvurum. Svo revndi ég sjálfur að leggja fram minn skerf, og þar sem þessu var tekið sæmilega vel hjá mér,'sá ég enga ástæðu til annars en að halda áfram á sömu braut. Annars vildi ég gjarnan fá mér meiri hæfileikamenn sem geta auðveldlega skap að íslenzka músik, til að leggja þessu máli lið, því að mér finnst þeir margir hverjir þjóna um of hinu erlenda. Annars tala ég þetta ekki út frá neinum listamælikvarða, þetta eru kannske ekki svo listrænt viðfangsefni, en þó eru dægurlögin oft hin ágæt- asta músik, og hafa að minnsta kosti greiðan að- gang að ungu fólki og geysi áhrif á það, jafnvel mjög varanleg áhrif. Og þar sem mér er mjög um- hugað um unga fólkið og vildi vera ungur i anda ,sem allra lengst — tel mig líka að ýmsu leyti geta skilið æskuna — þá finns't mér ég vera að rétta henni hjálparhönd á þennan hátt. Þetta sagði Freymóður Jóhannsson, sem samið hef ir mörg þeirra dægurlaga, sem verið hafa á vörum ís- lenzkrar æsku á undan- förnum árum. 21 þessara laga hans var sem fyrr seg ir flutt á hljómleikum á föstudagskvöld af 6 söngv- urum, 2 söngflokkum og hljómsveit, og sagði Frey- móður það vera vel hugs- anlegt, að S.K.T. myndi gera meira af bví að færa upp slíka tónleika ef raun- in af þessum yrði góð. ALLISON TRÍÓIÐ — spænskir, kúbanskir og kínverskir dansar ... síðan er auðvitað boðið nema að hún er búin að dansa rokk í mörg ár . . . og' afgreiðir í söluturni.. Þá fréttum við að öðru danspari og ef hægt væri að orða það svo, heldulr af „menntaðri klassanum“ en þá er átt við, að þetta par hefir gert dans'inn að sinni stúdíu og numið hann sem sérgrein um ára bil. Er hér um að ræða Eddu Scheving og Jón Valgeir. Eddu munum við eftir í dansi allt frá því BLAKKUR — táknmynd að Bláa s'tjarnan var upp á sitt bezta og Jón Valgeir gerist þekktur hér um slóðir vegna dansskóla, er hann rekur ásamt öðrum kollega. Svo er hann líka forframaður og hefii lært í útlöndum, Kunnihgi okkar kom með mynd af þeim Eddu og Jóni og sagði okkur upp cg ofan af atriði þeirra, þar eð ekki vannst 'tími til að ná beinu sam- bandi við þau. Ilann sagði: — Þau eru búin að sýna hérna á skemmtistað í Einu sinnl komu tvær stútungskerlingar inn á lögreglustöðina og báðu um tvo .lögregluþjóna sér til aðstoðar. 'Ekki er þess getið hvort þær hafi til- greint nokkrar ástæður eða verði spurðar ura til- efni þessarar beiðni. Þær sögðust hafa leigubifreið til taks og stígu lögreglu- þjónarnir upp í hana með þeim. Síðan var ekið inn Hverfisgötu. Skömmu síðar ikomu lög- regluþjónarnir á stöðina og sögðu sínar farir elcki sléttar. Höfðu kerlingarn- ar dregið upp pyttlu. boð- ið lögregluþjónunum í s'taupinu, sagzt eiga nóg vín og ætla að halda „partý“. Þær vantaði bara menn til að halda sér fé- lagsskap og ætiuðu að hafa lögregluþjónana til þess brúks. Lögregluþjónarnir voru þessu mótfallnir og sneru við. Við höfum hitt íals- vert af dansfólki í vik- unni, og skal fyrst fræga télja, nefnilega „rokkmeistara Reykja- víkur 1959“, en það heiðursheiti bera ívö ungmenni, Jónína Karlsdóttir 18 ára og Ingibjartur Jónsson 19 ára, kallaður Blakkur, af hverju sem það staf ar. Það var í samkomu húsinu Iðnó, sem kom- ið var á laggirnar keppni um titilinn, og veittir tveir silfurbik- arar í verðlaun þeim, er dansleiksgestum þóttu skara fram úr í skankaleikfiminni. Svo komum við að máli við Blakk skömmu síðar. — Ég vinn bara í bíikk- smiðju liérna í bænum — en á heima í Hafnarfirði ég fer alltaf með sjö- bil í bæinn á morgnana. EDDA OG JÓN —■ í hópi hinna forframaðri JÓNÍNA — sunábali'ett líka Æfa . .. ? Nei, ég æfi mig aldrei . nema á böllun- um. Svo hefi ég held'ur ekkert lært rokkið nema af sjálfum mér. En ég kann lika að dar.sa tangó og vals og gömlu dansana ... og mér finnst mest gaman að dansa tangó . . svo er ég að læra Cha Cha .. . ■— En hvers vegna dans- ar unga fólkið iðulega rokksporin sín, hvort sem leikinn er tangó eða hið villimannlegasta rokk? — Ja, það hefir líklega ekki eyra fvrir þvi, eða kann bara ekki sporin. Og af því að við náum ekki í Jónínu spyrjum við dansmeistarann Blakk nokkurra spurninga varð- andi hana, en sjáum of seint, að auðvitað áttum við að byrja á því sam- kvæmt danska, lögmálinu ,,damerne försl“. •— Hún er ekki bara rokkdansari, heldur mjög góð sundkona, og hefir meira að segjá sýnt sund- ballett í sundhöllinni svo hefii- hún betri undir- stöðu en ég, þar sem hún hefir æft í ballettskóla Þjóðleikhússins . . svo man ég ekkerr meira. bænum nokkurn tíma og hafa satt að s'egja vakið talsverða' athygli. Þau dansa annars ekki alltaf saman, heldur sýnir hann spænska dansa aleinn, en tangóa og steppdansa fram kvæma þau saman. Það er annars merkilegt — sagði kunninginn að lokum — að hægt skuli vera að dansa tangó með slíkum tilþrifum — og við sáum á dreymandi svip hans, að ekki hefði hann haft á móti að fá *ér snúning á þvi andartaki. Við erum dálítið hreykn ir af því að hafa getað rætt fyrst um tvö íslenzk danspör áður en við höld um út fyrir landsstein- anna og minnumst á dans flokkinn Allison-tríóið, ■sem um þessar mundir er statt hér á landi. Eins og nafnið hendir til er hér um þrenningu að ræða, þó ekki heilaga, en er við komurn að máli við hana við borð, í veitingahúsi fá um við nokkrar upplýsing ar: — Við erum frá Eng- landi og höfum farið víða um Evrópulönd og sýnt dans — en þetta segja þeir nú allir, hugsum við um leið og við spyrjum hverr- ar tegundar dansar þrenn ingarinnar heyri til — jú, við dönsum nýtízku dans- ana, og þar að auki dansa frá Spáni, Kúbu, Kína og fleiri stöðum. Svo sýnir Allison-tríóið okkur einn dans og auðvit að hummuin við, kinkum kolli og klöppum lof i lófa. Já, Allison-tríóið er ágætt. BIKARINN — sag'ður ,,ekta“ í dag fjöllum við um MÖSIK. DANS — og tvær kátar konur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.