Tíminn - 26.03.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.03.1959, Blaðsíða 6
6 r TIMIN N, fimmtuðagiun 26. marz 3959. Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur i Edduhúsinu vi3 Lindargötn Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaSamenn) Auglýsingasimi 19 523. - Afgreiðslan 1232S Prentsm. Edda hf. Siml eftir kl. 18: 13948 „Umhyggja“ Sjálfstæðisflokksins R-ITSTJÓRAR MBL. hafa átt í miklum vandræðum und anfarið. Þeir hafa verið að leita að röksemdum fyrir þeirri tillögu Sjálfstæðis- flokksins að leggja niður öll núv. kjördæmi utan Reykja- víkur. Það, sem þeir hafa get að tínt fram hingað til, hafa reynzt þeim hálmstrá, sem hafa ekki dugað þeim stund- inni lengur. FYRSTA hálmstráið var það, að ekki yrði hægt aS bæta hlut þéttbýlisins öðru- vísi en að leggja niður kjör- dæmin utan Reykjavíkur. Nú hefur verið sýnt fram'á, að það’ er næsta auðvelt að bæta þingmönnum við þéttþýlið, án þess að leggja niður kjör- dæmin. Þetta hálmstrá sést nú yfirleitt ekki lengur í Mbl. Armw« viá'ms^róið var. að hér væri ekki verið að leggja niður kjördæmi, heldur væri verið að „gifta“ þau og eftir slíkt hjónaband yrðu áhrif þeixra meiri eftir en áður. Þá var spurt, hvort slík rök- semd mælti ekki enn frekar með því að hafa landið eitt kjördæmi en fá stór. Síðan hefur Mbl. ekki reynt að bjargast á þessu hálmstrái. Þriðja hálmstráið var, að Framsöknarflokkurinn hefði á þingi 1937 beitt sér fyrir löggjöf um kosningar til búnaðarþings, er hefðu falið í sér sameiningu á kjördæm- um. þá var upplýst, að þetta væri rangt. Hin gamla kjördæmaskipun hefði verið látin alveg halda sér, en síð an hefði sú þróun orðið, að nokkrum þeirra hefði verið skipt í einmenningskjör- ds^mi. Þar með var það hálm stráið úr sögunni. Fjórða hálmstráið var það, að Gunnar Þórðarson frá Grænumýrartungu hefði skrífað grein í Tímann fyrir fimm árum, þar sem komið hafi fram tillaga .um ellefu kjöi'dæmi með hhitfallskosn- ingum utan Reykjavíkur. í grein Gunnars er tekið fram, að „ef horfið verði að hlut- failsbosningunum," þá þyki honum umrædd kjördæma- skipun æskileg. Tillaga Gunn ars tekur líka að öliu ieyti fram tillögum Sjálfstæöis- flokksins, þar sem bæði er gert ráð fyrir minni kjördæm um og færri þingmönnum í hverju kjördæmi. Þetta leiöir til nánari kynna þingmanna og kjósenda og dregur úr hættunni af smáflokkum. Það mun því reynast Mhl. haldlaust hálmstrá að vitna 1 þessar tillögur Gunnars. ÞANNIG hefir hver tilraun in misheppnazt á fætur annarri, sem Mbl. hefur gert til að reyna að réttlæta til- lögur Sjálfstæðisflokksins i kjördæmamálinu. Ekkert sýnir betur hve bágur mál- staðurinn er. í gær grípur Mbl. líka til alveg nýrrar röksemdar. Hún er sú. að Alþýðúflokkur- inn og Alþýöúbandalagið þurfi á auknum hlutfalls- kosningum að halda. Það sé því hin mesta nauðsyn fyrir vinstri flokkanna að kjör- dæmaskipuninni sé breytt. Sjálfstæðisflokkurinn vilji því stuðla að breyttri kjör- dæmaskipun af réttlætistil- finningu og umhyggju fyrir „vinstri flokkunum“. Betra dæmi verði ekki fengið fyrir því, hve sannsýnn og strang heiðarlegur flokkur Sjálfstæö' isflokkurinn er! FRÓÐLEGT verður aö sjá, hve margir þeir vinstri menn verða, er leggja trúnað á þessar seinustu fullyrðingar Mbl. Sánnleikur þessa máls er nefnilega sá, að það sem íhaldið óttast mest af öllu er að hér rísi upp öflug sam- fylking vinstri sinnaðra og fxjálslyndra manna, líkt og Verkam.flokkurinn í Bret- landi og flokkur demokrata í Bandaríkjunum. íhaldið má því ekki til þess hugsa, að sú kosningaskipan kom- ist á, sem knýr vinstri öflin til samstarfs, líkt og átt hef- ur sér stað í þessum löndum. Það vill umfram allt halda þeim sundruðum. Það er ekki sízt af því, sem það vill hlut- fallskosningar í stórum kjör dæmum.Slíkt er visasti vegur inn til að viöhalda sundrungu vinstri aflanna og jafnvel auka hana. „Umhyggjan" fyr ir vinstri flokkunum, er Mbl. gumar mest af í forustugrein sinni í gær, er fólgin í því, að íhaldið vill tryggja áfram- haldandi sundrungu þeirra, því að fátt eða ekkert er meira vatn á myllu þess. Blindir mega þeir vinstri menn vera, sem ekki gera sér grein fyrir þessari „um- hyggju“ íhaldsins. TILGANGUR Sjálfstæðis- flokksins með kjördæma- breytingunni er tviþættur. Annar er sá að viðhalda og auka sundrungu vinstri afl- anna eins og hér hefur veriö lýst. Hin er sú að veikja á- hrifavald landsbyggðarinnar með því að leggja niður núv. kjördæmi, slíta sambandið milii þingmanns og kjósenda og auka fiokksvaldið við val frambjóðenda. Bak við þenn- an síðargreinda tilgang þess, liggur sú fyrirætlun að draga úr framförum út um land, sem hagfræðingar þeirra kalJa óeðlilega, pólitíska fjár festingu. Það er gegn þessum fyrir- ætlunum, sem kjósendurn- ir, er vilja rétta hlut lands- byggðarinnar, verða að rísa, án tillits til flokka og skoðana að öðru Jeyti. Það verða þeir að gera strax í næstu kosningum, því að það getur orðið seinasta tæki- færið til að' verja rétt lands byggðarinnar. Sviðsmynd úr Veðmál Mæru Lindar. Biðlarnir til vinslri, þernur að ba!<i, forsætisráðherrann í miðju og Mæra Lind og mannsefni hennar iil hægri. LEIKFÉLAG KÓPAVOGS: Veðmál Mæru Lindar Kínverskur gamanléikur Leikfélag Kópavogs frumsýndi kínverska gamanleikinn Veðmál Mæru Lindar í hinu nýja og glæsilega félagsheimili Kópavogs s. 1. laugardag við húsfylli og á- gætar viðtökur áhorfenda, enda var það verðskuldað, -þvi- að hér hefir ungt leikfélag leyst af hendi mikla raun undir öruggri og al- hliða leiðsögn Gunnars R. Hansen leikstjóra. Leikfélag Kópavogs -hefir starf- að ein tvö ár og sett á svið tvo eða þrjá sjónleiki síðustu veturna við afar erfið skilyrði, orðið að æfa og sýna í skólastofum. En í Kópavogi er töluvert af góðum leik kröftum og enn meiri áhugi fyrir leiklistinni meðal þess fólks, sem lagt hefir á sig mikið erfiði til þess að þ.ióna henni. Leikritið Veðmál Mæru Lindar mun hafa verið flutt í útvarp hér fyrir nokkru, en í þeim flutningi getur það aldrei notið sín til hálfs hvað þá meira, því að 'nergur þess o» blóð er, eins og tíðkast í kín- verskri leiklist, látbragðslist, stíl- isering og láknleikur. Leiksviðið er að mestu ,.hugsað“ en búningar, grímur og önnur ytri tákn því í- burðarmeira. Persónurnar koma líka því skýrar fram í listskrúði sínu, sem svipleysi bakgrunnsins er meira. Þessi kínverski leikur getur varla talizt mikils háttar að efni í augum okkar, og þótt hann sé kannske talinn „hreinn farsi“ hæf- ir hann illa okkar hugmyndum um slíkt leiksvið. Framan af virðist þetta vera rómantísk áslarsaga með ýkjugamni, en þegar á líður þvæst rómantíkin æ meira af og blær -hrjúfara grí-ns verður æ meiri, iafnvel hryssingslegur á köfl um, svo að likast er sem verið sé að draga dár að sigri ástarinnar í fyrri hluta leiksins. í leikslok er sigurinn þó fullkomnaður með gamaikunnum -ævin-týrábrag. Það hefir verið mikið verk og vafalaust kostað áhugafólkið í Leikfélagi Kópavogs marga vöku- nótt að búa alla þessa kínversku hirð því veraldarskrauli, sem hún ber á sviðinu. Það er ekki gert í einu vetfangi að sauma, mála og skreyta alla þessa kínversku bún- inga. „Fjöllistamaðurinn“ Gunnar R. Hansen, hefir verið réttur mað ur á réttum stað við þetla umstang allt. Hann teiknar búningana, stjórnar gerð þeirra og skreytingu, ákveður leiksviðið og semur músik, auk leikstjórnarinnar sjálfrar. — Saumakonurnar létu ekki sitl eftir liggja, og hinir drátt-högu sátu við fram á nætur. Og svo allar æfingarnar. Þær hafa varla verið þrautalausar, svo framandi hreyfinga, látbragða og sýndartúlkunar, sem leikur þessi krefst. Leikstjórinn hefir leitt fólk sitt trausum höndum. enda ná óvan ir leikarar þarna furðulegum ár- angri i sviðhreyfingum og tákn- túlkua. Sviðsetningin öll og leik- urir.n verður að teljast afreksverk og sést þar bezt hve langt má kom ast þegar einlæg viðleitni og áhugi koma til móts við listfengan leik- stjóra. Hins vegar verður ekki hið sama sagt um framsögn leikenda. Rún er ekki nándar nærri nógu góð og samsvarar alls ekki öðrum svip leiksýningarinnar. Leikstjór- inn hlýtur blátt áfram að hafa gengið fram hjá þessu mikilsverða viðfangsefni við leiksýningu byrj- enda á leiksviði.. Skal nú vikið iítils háttár að leikendum. Með þularhlutverk fer Björn Magnússon, og leysir það aí hendi á ákaflega viðfelldinn hátt, hóg- vær, hnitmiðaður og einlægur og nær vel athvgli áhorfenda. Fram sögn hans er skýr en mætti þó vera einbeittlegri. Aðalhlutverk leiksins fer Sigríður Þorvaldsdóttir með —• Mæru Lind. — Hún leikur í forföllum Önnu Stinu Þórarins- dóttn’í, sem v-arð að hverfa frá æfingum i. miðju-m kliðum vegna veik.nda. Sigrið-ur hafðl nauman •tíma til æíinga en fer eigi að^-síður afourða vel með hlutverk- sitt, svo að sómt hefði fullkomlega á Þjóð- ieikhússviði. Látbragðsleikur• henn ar er ákaflega .fíngerður og fagur, talandi og íáknþrunginn. Með svipbrigðum eiiium — svo sem kín verskur stakkur leyfir, nær hún áhrifaríkum skapgerðarleik. Hreyf ingarnar eru sviffagrar. Rödd henn ar er undur-mjúk og hljómþýð og framsögnin mjög skýr, svo að stingur í stúf við heildarblæ leiks ins í því efni. Hér er um ótviræðan leiksigur að ræða. Forsætisráðherrann föður Mæru j Lindar leikur Erlendur Blandon, traustur leikari og allvanur, enda er leikur hans ágætur og fram- sögn skýr, persónan valdsmannleg 1 og svipmikil. Iíonu forsætisráðherr ans lei’kur Guðrún Þór af hófstill- í ingu og góðu valdi, svo að ekki verður að fundið. Systur Mæru Lindar, er nefnast Gullna Lind og Silfurlind leika þær Arnliildur Jónsdóttir og Auður Jónsdóttir. — (Framhálri a 8 síðu) ForsætisráSherrann (Erlendur Blandon) oq frú hans (GuSrún Þór). (Ljósm.: Oddur Ólafsson.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.