Tíminn - 26.03.1959, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.03.1959, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, fimmtudagfnn 36. marz 1959. Leiksýning í Kópavogi (Framhald af 6. síðu) Sérstaklega var leikur Auðar skemmtilegur, fjörmikill og áhrifa ríkur, enda gefur það hlutverk meiri tækifæri en hlutverk Gullnu Lindar. Auður sýndi skemmtilega hið kínverska afbrigði af heimskri meinfýsinni og hrokafullri konu. Framsögn hennar var einnig góð. Þar er auðsjáanlega góð leikkona á ferð. Leikur og gervi kínversku hers- höfðingjanna Árna Kárasonar og Einars Guðmundssonar vakti ó- skipta kátínu, enda voru þær mann gerðir skemmtilega stílfærðar — t.d. göngulagið. Leikur Einars var kómiskur vel, þótt hershöfðingja- braginn vantaði á framsögnina. — Sigurður Grétar Guðmundsson lék garðyrkjumanninn, betlarann og skáldið, eiginmann Mæru Lind- ar, þann er síðar varð keisari. Leik ur hans var traustur en tilþrif ekki mikil, og framsögn hans var ekki nógu góð, en það á við leik- sýninguna sem heild. Ágústa Guðmundsdóttir lék fagra prinsessu Ríkisins í vestri, drykk- fellda og lausláta. Leikur hennar var bráðskemmtilegur, framsögn allgóð, hreyfingar fagrar og til- þrifamiklar. Af öðrum hlutyerkum má sérstaklega nefna Loft Ámunda son sem lék böðul. Gervi hans og láíibragð var stórkostlegt og til- þrif í starfi fagmannleg. Margir fleiri leikendur koma þar fram og leika þjóna, biðla, þernur, her- menn, leiksviðsfólk o.fl. Eru það Gestur Gíslason, sem lék þjón og landamæravörð mjög vel, Valur Haraldsson, Hugrún Gunnarsdótt- ir, Pétur Hreinsson, Steinunn Maríusdóttir, Líney Bentsdóttir, Huld Jónsdóttir, Kristín Harðar- dóttir, Hildur Jóhannesdóttir og Margrét Guðmundsdóttir. Ljósa- melstari var Sigurðui- Hjartarson, lelksviðsstjóri GuðmunduI• Guð- mundsson. Þessi leiksýning er góður sigur fyrir Leikfélag Kópavogs og ætti hann að verða félaginu lyftistöng til næstu verkefna. Og sýningin öli er svo skemmtileg og sérstæð að óhætt er að hvetja fólk til þess að sjá hana. —AK Þýzku brynningartækin eru komin. Pantanir óskast sóttar sem allra fyrst. Ör- fáum tækjum óráðstafað. Þetta eru ódýrustu brynn- ingatækin á markaðnum. Fimmtugur: GuSbjarni Þorvaldsson skipaafgreiðsltunaSur Guðbjarni Þorvaldsson, af- greiðslumaður Skipaútgerðar ríkis ins á ísafirði, átti fimmitugsafmæli 23. þ. m. Hann er fæddur að Efstabóli í Önundarfirði 23. marz 1909, sonur hjónanna Þorvaldar Þorvaldsson ar og Kristínar Halldórsdóttur, er þar bjuggu. Áttu þau hjón átta börn, fimm stúlkur og þrjá pilta. Guðbjarni ólst upp með foreldr- um sínum að Efstabóli og síðar ac. Kroppsstöðum í sömu sveit. Eins og flest ungmenni á þeim tíma tók hann snemma þátt í hinum daglegu störfum við búskapinn og á árunum um og eftir 1931 stundaði hann sjómennsku í nokk ur ár. Hann var við nám í Laugar vatnsskóla í tvo vetur og lauk það an prófi vorið 1933. í ársbyrjun 1934 fór Guðbjarni til Akureyrar til að nema þar mjólkuriðnað hjá Mjólkursamlagi KÉA og að námi loknu vann hann þar einnig um blma. Á árinu 1937 var liann svo ráðinn forstöðumað- ur Mjólkurstöðvai' Kaupfélags ís- firðinga, og það starf hafði hann svo á hendi óslitið þar til í ágúst- mánuði 1956, eða nærfellt í tvo áratugi. Frá ‘1. sept. 1956 hefir hann svo verið af'greiðslumaður Skipaútgerðar ríkisins á ísafirði, og frá sama tíma umboðsmaður Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Guðbjarni Þorvaldsson hefir jafnan látið margs konar félags- mál til sin taka. Hann ann hugsjón samvinnustefnunnar og hefir allt- af verið einlægur talsmaður henn- ar. í þjóðmálum fylgir hann Fram- sóknarflokknum, og er bæði árvak ur og skeleggur baráttumaður. Hann er einn af stofnendum Fram sóknarfélags ísfirðinga og hefir átt sæti í stjórn félagsins frá stofn un þess. Á Akureyrarárum sínum var hann og einn af stofnendum Félags ungra Framsóknarmanna þar í bæ. Síðan Guðbjarni flutti til ísafjarðar hefir hann verið einn af allra virkustu félagsmönn- um í Skíðafélagi ísafjarðar og átt sæti í stjórn þess félags í 15 eða 16 ár, fyrst sem gjaldkeri félags- ins og síðustu 11 árin hefir hann verið formaður þess. Mjög mikið starf hefir því eðlilega mætt á ARNI GIESTSSON UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN Hverfisgötu 50. Sími 17148. honum í sambandi við rekstvu’ skíða'skólans og aðra starfsemi fé- lagsins. Guðbjarni er mikill áhugamað- ur um skák og hefir árum saman átt sæti í stjórn Taflfélags ísa- fjarðar, og tekið þátt í kappmót- um, er féiagið hefir staðið að, enda mjög liðtækur skákmaður. Síðustu árin hefir Guðbjarni átt sæti í Yfirskattanefnd ísafjarðar- sýslu og ísafjarðarkaupstaðar. Guðbjarni er maður ágætlega greindur og starfhæfur, og er því vel séð fyrir hverju því máli, er hann tekur að sér að annast. ' Árið 1938 giftist hann Elínu Árnadóttur frá Þverá í Svárfaðar- dal, hinni ágætustu konu, og hafa þau eignazt þrjú börn, tvo pilta og eina stúlku. J. Á. J. KVIKMYNDIR Framhald af 3. síðu. Kóngurinn og ég konungur kveður hana eiga að búa með syni sínum í kvennabúr- inu hjá konum hans og börnum þeirra. Konungi berast fréttir um að Englendingar álíti hann siðleys ingja og viilimiann og sárnar hon- um mjög. Von er á senclihcrra Breta til Síam og skipar konung- ur Önnu að undirbúa veizlu fyrir hann og skal þar allt vera á vest- ræna vísu. Veizlan fer hið bezta fram, en að henni lokinni ákveð- ur Anna að yfirgefa landið og haida aftur heim til Englands. Þá kemur lafði Thing, 1. eiginkona konungs til hennar og grátbiður hana að vera kyrra, þvi að nú þarfnist þau aðstoðar hennar frem ur en nokkru sinni fyrr, þar eð konungur hafi fengið hjartaslag og liggi á dánarbeði. Anna lætur tilleiðast að ganga á fund konungs, þar sem hann liggur umkringclur konum sínum, börnum og prestum. Þar fær hann völdin í hendur syni sínum, sem Anna hefir kennt, og er ljóst, að ungi prinsinn mun verða mildari konungur en faðir hans var vegna áhrifa frá kennslunni, sem hann hefir hlotið. Þvínæst gefur kon- ungurinn, sem orðinn er kær vin- Verzlunarfólk og unglingar, sem hyggja á verzlunarnám Samviruiuskólinn Bifröst byrjar nýja verzlunarfræðslu í vor, ætlaða deildarstjórum og afgreiðslufólki sölubúða. Kennt verður í 3 vornámskeið- um á 2 árum, auk bréfaskólanáms. Þeir. sem nám stunda, eiga að vera á samningi hjá viðurkenndu verzlunarfyrirtæki. Hér gefst nýtt tækifæri til undirbúnings verzlunarstörfum. Fyrsta námskeiðið verður um miðjan maí í vor. Nánari upplýsingar í Samvinnaskólanum Bifröst eða fræðsludeild SÍS. SAMVINNUSKÓLINN BIFRÖST. Ef ég væri 21 árs (Framhald af 5. síðu) ekki hægt að flokka eftir neinum reglum. Það eru engir 2. flokks borgarar né 2. flokks verkamenn. Handverksmaðurinn stendur jafnfætis dómaranum og framlag vörubílstjórans til frjálsrar, styrkr ar þjóðar, er eins ómissandi og framlag framkvæmdastjórans. Einstein skrifaði einu sinni, að ef hann ætti að byrja aftur frá grunni, myndi hann gerast rör- lagningamaður. Hversu niargir okk ar væru ekki betur settir, jafnvel þótt við værum ekki eins hæfi- leikum búnir og Einstein, ef við stæðumst hina hégómlegu freist- ingu að taka hvíta flibba starfið í stað þess að fylgja okkar innri hvöt og vinna hörðúm höndum af öllum líkamsþrótti okkar. Það er ólýsanleg fullnæging fólgin í því að byggja, gera við og framleiða með eigin höndum .... Hversu margir væru ekki ham- ingjusamari, þegar þeir kæmu heim að kvöldi dags með óhrein- ir.di undir nöglunum í staðinn fyr ir ‘blelfelettui' á höndunum og þreyttir en ekki taugaveiklaðir. Það væri alveg sama í hvaða starf ég réðist 21 árs gamall, ég myndi aldrei álíta að það væri mitt síðasta. Eg myndi ekki hika við að leggja gjörva hönd á margt í leit að fullnægju og þótt ég vissi, hve. erfitt það er, myndi ég takast á hendur erfiðari viðfangsefni, en ég væri viss um að geta leyst, enn fremur myndi ég vinna fyrir mér meiri og betri menn. Ýmsa hluti má kaupa of dýru verði. Eg myndi ekki slá af sann- færingu rninni vegna vegtyllna, né fórna sjálfsvirðingu minni til að þóknast húsbónda mínum. Þá er betra að vera reltinn fyrir rétt- iátan málstað, en fórna skoðunum sínum á altari ranglætisins . . ., Samvizkan er brotgjörn. Hún deyr auðveldlega, en sársaukinn varir svo lengi sem lifir. Þú þarft að lifa með sjálfum þér og sýndar- mennskan er óþægilegur lífsföru- nautur .... Eg myndi leggja stund á íþróttir til viðhalds heilsu minni og al- mennri vellíðan. Enda þótt ég væri óvanur íþróttum og þátttaka mín því meira af vilja en mætti, er ég þess fullviss, að það er bæði heil- brigðara og vænlegra til fullnæg- ingar að taka þátt i leiknum af tak markaðri getu, en horfa á afburða- manninn leika listir sínar . . . Að lokum þetta: Lifðu heiðar- legu, óttalausu og glaðværu Iífi, og gleymdu því ekki, að þegar allt kemur til ails, eru það ekki árin í lífi þínu, heldur lífsmagnið í ár- unum, scm skiptir mestu máli. Stytt og lauslega endursagt úr Coronet. ur Önnu þrátt fyrir alla miskllð, rólegur upp öndina. Parísarstúlkan meiin, „w.** cjl.U staddir þar ásamt lagskonum sínum, svo gaman af hnyttnum tilsvörum blómasölu- stúlkunnar á staönum, að þeir ákveða að gera hlutafélag um að „hjálpa" henni. Síðan koma þeir lienni fyrir í stórri íbúð, og ganga hver öðrum vasklegar fram í að kenna henni mannasiði, en reyna hver fyrir sig jafnframt að koma sér í mjúkinn hjá henni. Þeir láta hana koma fram í revíu, en þar verður hún ástfangin af alræmd- um kvennabósa, sem þó yíirgefur hana eftir að hún hefir verið ást- kona hans' um hríð. Veltur á ýmsu Síðar u- .o blomasulustúlkan fyrrverandi í tæri við rússneskan prins, en einnig það ástarævintýri fer í hundana. Um skeið veltur á ýmsu. Hún hittir listmalara og á von á barni. Síðar gengur á veizlu höldum og glasaglaum en lýkur öllu með skelfingu, sjálfsmorð- lis'tmálarans og stórhneyksli. Til móts við unnustann Enn ... ... um svið. Vio erum aftur á Orly flugvelli. Konan hefir lokið við að sýna dótlur sinni svip myndir úr lífi sínu, en dóttirin vill sjálf ráða sínu lifi og heldur til móts við unnustann í Dakar. TakíS örlög yðar í slgiit bendur (FrkmhaV af 5. «ífíu) um 53 milJj. króna reiknað á ná- kvæmlega sama hátt og tölur ein- staklinganna. Væri Sambandið fé- lag, sem hefði gróða að takmarki, eins og einkafélögin, mundu eignir þess vera mikiu meiri. Svo er ekki, og tekjuafgangi hefur verið skilað til kaupfélaga og þaðan til néyt- enda í stað þess að breyta honuni í eignir. Það nemur tugum millj- óna. Til samanburðar við þetta má benda á, að 29 ríkustu einstakling- arnii' á landinu áttu 250 milljónir, eða tæplega fimm sinnum meira en Sambandið, sem er eign 30.000 fé- lagsmanna i 56 kaupfélögum. Ef lagðar eru saman eignir fjög urra ríkustu manna landsins, senl áður var getið, eiga þeir samtals um 55 milljónir króna, eða nökkru meira en Sambandið. Þetta eru allt óvenjulegir athafnamenn, sem hafa komið viða við í 'Starfsemi sinni. Væru reitur þeirra lagðar saman í eitt fyrirtæki, til saman- burðar við Sambandið, mundi unnt að skipta því í allmargar deildir: Tryggvi Ófeigsson og Einar Sig- urðsson eiga mikla togaraútgerð, en það á Sambandið ekki. Báðir eiga þeir frystihús, þar á meðal tvö hin stærstu í landinu, hús Júpiters óg Marz á Kirkjusandi í Reykja- yík og . Hraðfrystistöðina í Vest- mannaeyjum. Allir eiga þeir mikl ar húseignir víða um land, þar á meðal stórhýsi í miðbænum í Reykjavik t. d. Reykjavíkurapótek Schevings, Þeir eiga smásöluverzl anir. Einar og Tryggvi eru stærstu aðilar í Jöklum h. f., sem eiga kaup skip, og allir eiga þeir myndai’lega í Eimskip. Eggert Kristjánsson á eitt mesta innflutnings- og heild- sölufyrirtæki landsins og hinir eiga í Miðsöðinni h. f., sem er stór heildsala. Eggert á iðnað: kex- verksmiðjurnar Frón og Esju og mi'kið í matvæianiðursuðunni Mata h. f. Einar á prentsmiðju og Eggert er stór hluthafi í Steindórsprenti. Þeir eiga í dagblaðinu Vísi, og Stuðlum h. f. (sem er peninga- legur bakhjaii Almenna bókafélags ins) og svo eru ótaldir fjölmargir hlutir í öðrum fyrirtækjum. Er þetta ekki bærilegur hringur, sem fjórir menn ráða yfir? Ekki þuría þeir að mæta á árlegum að- alfundi fulltrúa 30.000 lands- manna. Ekki gefa þeir út prentað ar skýrslúr um starfsemi sína. Samt er aldrei minnzt á þessa menn, þegar verið er að básúna staerð og veldi Sambandsins, sem á að vera að sliga þjóðfélagið. 900 smésöluverzlanir eru í Reykjavík en lítill áhugi kaupmanna fyrir verzlun á Bakkafirði og Salfhólmavík Þessu til viðbótar er forvitnilegt að kynna sér dreifingu smásölu- verzlana i Iandinu. Kaupfélögin verzla allt í kríng um landið og sumstaðar eru þau með einu verzlunina í plássinu, að allega í fámennum byggðpm eða þorpum. Nú vaknar sú spurning, hversvegna kaupmenn verzla ekki á þessurn stöðum. í Reykjavík einni eru hátt á níunda hundrað smásöluverzlanir, en þess sjást ekki merki, aS eig endur þeirra hafi áhuga á verzlun armálum í Salthólmavík eða á Bakkafirði. Þetta sýnir glögglega þá staðreynd, að einstaklingar flytja fjármagn sitt til í verzlun- inni, og hrúgast þangað, sem þeir telja ‘hagnaðarvon mesta. Það er lögmál fjármagnsins. Kaupféiögm eru hins vegar bund in átthagaböndum. Þau eru stofn- uð af fólkinu’í hverju 'by.ggðarlagi til að þjóna því, ogþeim er stjórn að af þessu sama fólki. Þau.flýja ekki heimabyggð sina, hvað sem á dynur. Það er þessi staðreynd, sem hefir skapað samvinnufélögunum traust alþjóðar og þetta traust hefir gert þeim kleift að lyfta Grettistökunjr samvinnivhreyfingumii og þá 1114 I leið þjóðinni allri til ómetanlegi gagns og blessunar. I (Helzta heimildarrit. fslenzkt 1 samvinnustarf).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.