Tíminn - 25.04.1959, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.04.1959, Blaðsíða 4
'4 TÍMINN, Iaugardaginn 25. apríl 1959| Dánarminning: Guðjón Röngvalds- son, bóndi, Tjörn, Biskupstungum Það var- á haustnóttum 1909, að ókunnan gest bar að garði hér í Biskupstungum. Gesturinn stóð á þrítugu, ekki hávaxinn maður, heldur grannvaxinn og þó vaskleg- ur, skarpleitur og skýreygur, hress í fari og frjálslegur í hugsun og máli. Þessi maður var Guðjón Rögnvaldsson, nýi barnakennarinn, sem ráðinn var að tillögu séra Magnúsar Helgasonar. Allir voru fyrirfram vissir um, að þar færi góður maður, sem Guðjón var. Sóra Magnús myndi ekki hafaTáð ið nema góðan mann til kennslu- starfa í sveitina sína, sveitina þar sem hann hafði verið andlegur ieiðtogi í full 20 ár. Og séra Magn- ús brást ekki trausti Tungna- manna, þá frekar en endranær. — Annars vissu menn lítil deiii á þessum nýja kennara, annað en það, að hann var Akurnesingur að ætt og uppruna, hafði starfað að hverju, sem hendi var næst, bæði tii sjós og sveita. Hafði verið „skútukarl" og fiskinn svo að orð fór af. Oft dregið „óðan fisk“, þó að félagar hans til beggja handa fengu ekki bein úr sjó. Tungna- menn margir voru sjóróðramenn, fyrr og seinna, bæði eldri menn og yngri, eins og gerðist í flestum sveitum. Sagan um fis'kisæld Guð- jöns féll því í góðan jarðveg og jók honum álit. Farkennarastaðan var ekki sér- legd eftirsóknarverð á þeim árum og þykir víst ekki enn. Launin sáralítil, starfið erilsamt í mesta lagi og kennsluaðstaðan mjög 'frumstæð. Menn sögðu því sín á milli að þessi mikli aflamaður myndi ekki lengi una við þetta erilsama starf. — En menn þekktu ekki Guðjón þá eins og seinna varð. Menn vissu ekki, sem von var, að Guðjon kom í þetta starf, ekki vegna launanna, heldur hugsjón/i, -þeirira hug- sjóna, að veita ljósi þekkingar í barnssálirnar og móta þau til manndóms að guðs boði. Guðjón sagði mér einhvern tíma, að hann hefði heldur viljað fara í Bisk- upstungur en nokkra aðra sveit, at því, að séra Magnús hafði ver- ið þar svo lengi þjónandi prestur. Sveitin hlyti að bera einhver merki þess manndóms og göfgi, sem séra Magnús var svo ríkur af. Hvað Guðjóni hefir fundizt í þessu efni, veit ég ekki, en hitt ér víst, að spá þeirra, sem héldu, að hann íæri fljótlega brott, rætt- ist ekki. Sú för var ekki hafin, fyrr en hann hlýddi hinu mikla kalli 17. þ.m. og hafði þá lokið 80 æviárum fyrir tæpri viku, og vantaði eitt misseri á 50 ára dvöl í þessari sveit. Guðjón Rögnvaldsson var fædd- ur að Tanga á Akranesi 11. apríl 1879, sonur hjónanna Rögnvalds Jóns'sonar bónda þar og konu ! hans Arnbjargar Jónsdóttur, bónda í Gröf, Hanssonar. Vetur- inn, sem Guðjón fæddist var einn hinn blíðasti á seinni hluta 19. aldarinnar. Vorblíðan, sem var svo óvenjulega snemma á ferð- inni þá, tók vel á móti hinum unga sveini. En þetta stóð ekki lengi. Framundan voru mestu harðindaár aldarinnar, sem skildu eftir djúp sár, sem illa gréru, þar sem var fólksflóttinn til Am- eríku. Sjálfsagt hefir kuldinn sorf ið fast að Tangaheimilinu eins og annars staðar en líklegt er, að matarföng hafi verið meiri á Skag anurn, við fiskauðugan Faxaflóa, en víða gerðist á þeim árum. Frá uppvaxtarárum Guðjóns veit ég lítið, þau hafa sjálfs'agt verið lík annarra barna þá. Hann mun á unglingsárum hafa verið á búi foreldra sinna, en fengsæll sjór- in var framundan bæjardyrunum og lá því leið hans snemma út á < „hið breiða, blikandi haf“. Frá bernsku bar hann fróðleiksþrá í brjósti. Henni svalaði hann lengi með lestri góðra bóka. Hann átti, þegar hann fór í Flensborgarskól- cnn, óvenju stórt og gott bóka- safn. Þá var hann hátt á þrítugs- aldri. Það var því þroskaður mað- ur að lífsreynslu og lestri bóka, um mörg ár, sem settist þar á skólabekk. Haustið 1908 fór hann svo í Kennaraskólann og lauk kennaraprófi vori 1909. Það mátti því segja, aö hann kæmi hingað i í sveitina frá prófborðinu. j Guðjón kenndi hér frá 1909 til vorsins 1916, að einum vetri , undanskyldum. Síðasta vetur hans, ! sem kennari, festi hann kaup á 1 stórri jörð og kostamikilli, Tjörn hér í sveit. Um vorið kvæntist hann ungri, greindri og glæsilegri Tungnastúlku, Guðbjörgu Þórðar- dóttur. Þau eignuðust tvö börn, sém bæði bera nöfn foreldra hans, Arnbjörg, gift og búsett í Reykjavík og Rögnvaldur, búfræði kandídat, búsettur í Hveragerði, (Framhald á 8. síðu) býður ölíum landsmönnum, sem ekki eru þegar fastir kaupend- ur, áskrift á blaíSi’S frá byrjun yfirstandandi árs — 34. árgangs — a«S teíja. Efnisíiluíi árgangsins — e, ab’ frátöídum auglýsingum — er iafn 26 arka bók í Skírnisbroti. Myndir á araiatí hundra^. Áskriftarver'Ö er kr. 100.00, og þætti ódýrt fyrsr jafnstóra bók, eins og feákayerS m gerss?. Áskriftapöntunum er hægas? a$ baga þannig: í Reykjavík: Hrjngio i síma 1-27-02 (OpiÖ allan daginn og kvöldið), Utan Reykjavíkur: Sendíð kr. 100 00 í póstávísun me’ð neftan- skráÖri áritun blaÖsins og greinilegu nafni og beimilisfangi sendanda. Þá fáið bér sent u:n hæl þatS, sem þegar er komið af árgangnum ásamt ÍÍSIMÍH ©Sclra árgifigi af biaSÍHtl, sem er kaup- bætir bess til áilra nýrra áskrifenda á þessu ári. ★ Engimi getu verid Spegiiiaus ★ Pósthólf 594 — Sími 1-27-02 Reykjavík. Myndavélar til fermingargjafa GÓÐ 6x6 KASSAVÉL ........... kr. 286.00 og með tösku ............... kr. 381.00 GÓÐ 6x9 útdregin myndavél .... kr. 422.00 og með tösku................ kr. 541.00 VerzL Bíans Petersen Bankastræti 4 — Sími 13213. «««««K«m::m:{::m«:«:«::::«}m:«m«m:«:«m::::{«:::::::::«:«m««: t«m»m«t«:m:«{m{:m{:::::::::::m:::m««mm«««m:«m::»:«««m»:{ » Jörðin Hömluholt í Hnappadalssýslu fæst til kaups og ábúðar nú í vor. Upplýsingar gefur eigandi jarðarinnar, Bjarni Einarsson Suðurgötu 90, Akranesi, og Friðrik Þórðarson, verzluarstjóri, Borgarnesi. «::««::m:::m«««m:«:::««««««m:m::«mm{«««mmm««««mt mKKKKmmKKKKmKKKKKKKKKKKmKKKKKKKKmKKmKKKKKmm: y ft tt Til sölu Hænuungar daggamlir; verð kr. 15.00, tveggja mánaða; verð kr. 45.00. GUNNAR MÁR PÉTURSSON Reynivöilum, Skerjafirði. Sími 1-89-75, kl. 12—1 og 7—9 e. h. KKKKKKmnKKKKKKKKmKKKKKmKKKKKKmKKKKKKmKKKKKKm:! m»m:»:»:«:mm»»m«:«::»m»::::»::mt | 1 I ♦» ♦♦ 1 1 I § I Aðalfundur Húseigendafélags Reykjavíkur verður haldinn í Skátaheimilinu við Snorrabraut :: fimmtudaginn 30. apríl og hefst kl. 8,30 síðd, Dagskrá samkvæmt félagslögum. Félagsstjórnin. Til sölu eru öll áhöld Veitingastofunnar Vöggur, Laugavegi 64, þar eð veitingastofan hættir störfum, s. s. borð stólar, afgreiðsluborð, hillur, sýningafskápur, ísskápur, hrærivéi o. fl. Ailt selt með tækifærisverði. Upplýsingar á staðn- um í dag frá kl. 5—7 síðd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.