Tíminn - 25.04.1959, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.04.1959, Blaðsíða 3
r í M I N N, laugardaginn 25. apríl 1959. 3 Prinsessur Evrópu virðast hafa á- huga á horgaraiegum hjónahöndum Fyrir nokkru skýrðu enskj blöS frá því furðu lostin, aS. Astrid Noregsprinsessa hafi í hyggju að giftast 33 ára gömlum fráskildum Frakka,| Johan Martin Ferner. Þau munu hafa dvalizt um pásk- ana ásamt Óiafi konungi í fjaltakofa einum í Síkisdal. Systir Astrid, Ragnhildur prinsessa giftist fyrir nokkr- um árum skipamiðlara ein- um, svo Norðmenn eru nán- ast orðnir því vanir að fólk úr konungsfjölskyldunni gift ist inn í raðir almennra borg ara. Kóngafóik skePingu losfió vegna þessa — biandast rautt biéð bláu? En í' Englandi er mönnum enn í í'ei'.sku minni samband þeirra Margr. prinsessu og Peters Tovn- Alexandra Englandsprinsessa. send, og menn Ivfta þar þrúnum er þeir heyra að nú hafi enn ein prinsessan ,,fallið fyrir rauðu blóði“ eins og það er orðað. Jazzklúbbur Hvað segja prinsarnir? Nú spyrja menn hver annan hvað ’hinir fjölmörgu prinsar í Evróp'U segi um að missa þannig hverja prinsessuna á fætur annari út úr höndum sér. Prinsessur gift- ast verzlunarmönnum, lögfræðing- um, skipamiðlurum, og allt virð- ist benda til þess að ,,'blátt blóð“ sé sem óðast að blandast rauðu. Það er tæplega ár síðan Baudoin Belgíukonungur efndi til mikils dansleiks, til þess að reyna að finna þar einhverja prinsessu við sitt hæfi, en ennþá er stóll drottn ingar við belgísku hirðina auður. Vilja prinsarnir prinsessur? 1 Þegar Baudoin hélt dansleik sinn, var getið um 16 prinsessur, sem væru ólofaðar. Nú eru þær ekki nema 15 eftir, sem þannig er ástatt um og hver veit nema talan lækki enn á næstunni. Menn full- yrða að Baudoin — þrátt fyrir vetrarfrí sitt með Irene Hollands- prinsessu — hafi í hyggju að ganga að eiga Boudbon-Parma prinsessuna Maríu Therese, og það er kannske klókt af kóngi að v-elja sér maka meðan úrvalið er fyrir hendi! Þegar allt kemur til alls, eru ógiftar prinsar öllu fleiri en prinsessurnar, enda þótt þeir séu ef til viil ekki allir jafn útgengi- legir og Baudoin. Sem dæmi má nefna frænda Elisabetar Englands drottningar, hinn 24 ára gamla hertoga af Kent, Harald Noregs- krónprins o.fl. Hvað um sænsku prinsessurnar Hinn 19 ára gamii Grikklands- I prins, Constantine, hefur gert hos j ur sínar grænar fyrir sænsiku kon i ungshirðinni, og verið kynntur þeim Desirée og Birgittu, Svía- prinsessum, en þær eru báðar ólof aðar og um tvítu^t. Á síða.stliðnu ári heimsótti Desirée grísku kon- ungshirðina og þá gengu miklar sögur um samdrátt Constantines og hennar í Aþenu. Á hinn bóginn virðist Birgitta hafa haft áhuga fyrir „rauðu blóði'", en reynt var að kæfa þann áhuga hennar á meðan Douglas- Home málið stóð sem hæst. Nú er svo sagt að Sahinn af Persíu líti hana hýru auga, og víst er um það, að hinn glæsilegi fyrrv. eigin maðiir Sorayu á eftir að reynast prinsum Evrópu skæður keppinaut ur um hylli Birgitt prinsessu. 15 prinsessur eftir Eins og málin standa nú, hafa prinsar Evrópu aðeins 15 prinsess ur á giftingaraldri til þess að velja úr. Á hinn bóginn er ekki að vita nema einhverjar þeirra fari að dæmi hinna norsku stéttar systra sinna, og giftist inn í borg- araættir. Það er því ekki að f-urða að kóngafólk í Evrópu sé felmtri lostið, og þyki sem prinsessurnar norsku heldur betur tekið niður fyrir sig. Hér sézt þaö atriði úr kvikmyndinni, er Frantz von Werra er handtekinn. Kvikmynd gerð um von Werra Hann var eini ÞjéÓverjinn, sem tókst að sfrjúka úr faRgabúÓBm Brefa í stríöinu smm:: Birgitta og Desirée, Svíaprinsessur. Brezka kvikmyndin „AS- eins einn komst af" endur- skapar fullkomlega hin ótrú- legu ævintýri, sem þýzki orrustuflugmaðurinn Frantz von Werra ienti í, þegar hann flýði úr fangelsi Breta. Hann var eini þýzki hermaður- irm, sem heppnaðist flóttatilraun úr íangabúðum Breta í heims- styrjöldinni. Hann hafði gert tvær tilraunir til flótta, sem mis- heppnuðust áöur en honum heppn aðist að ganga að fullu úr greip- um B.rela. „Ljósmynd af mér" Hardy Kruger, sem leikur von Merra í kvi.kmyndinná, flýði sjálf ur 3 sinnum í heimsstyrjöldinni — en frá Bandaríkjamönnum. Einnig hann hafði heppnina með | sér í þriðju atrennit. Hardy Kruger og von Werra eru furðulega líkir í útliti, og l.vikmyndin nær hinum raunveru- legu atburðm með slíkm ágætum að furðu sætir. Þegar Frantz von Werra heppn- aðist þriðja flóttatilraunin, sneri hann heim tij Þýzkalands og gifti sig. — Aðeins hálfu ári seinna —■ í apríl 1941 — fórst hann yfir Norðursjó í árásarferð til Eng- lands. Þrjár flóttatilraunir j Enski framieiðandinn, Julian \vintle, skrifaði eftir stríðið til ekkju von Werra og fékk lánað- ar ljósmyndir þær, sem til voru af von Werra. Hins vegar bað ekkjan um, að það yrði ijósmynd af sér, sem Hardv Kruger í hlut- verki Frantz von Werra kíkir á í kvtkmyndinni! Þrællinn, sem varð milljónerí Aðalfundur Jazzklúbbs Reykja- víkur var haldinn í Framsóknar- húsinu, laugardaginn 18. apríl og hófst kl. 2.30 e.h. Gjaldkeri félags- ins, Árni Egilsson var settur fund arstjóri í fjarveru formanns, Krist ir.s Vilhelmssonar Tómas A. Tómas son ritari skýrði frá starfsemi klúbhs'i'ns á áranu. Síðan las gjald- ikeri upp reikninga, og voru þeir samþykktir. Þá fór fram stjórnar- k.jör og voru kosin í stjórn: Tómas A. Tómasson formaður og fram- kvæmdastjóri, Ragnar Tómasson, gjaidkeri, Guðbjörg Jónsdóttir rit ari. Meðstjórnendur: Jón Páll Bjarnason og Þórarinn Ólafsson. í varastjórn: Árni Scheving og Gunnar Morgensen. Endurskoð- endur: Pálmi Lðrenzson og Hrafn Pálsson. Einn skemmtifundur mun verða haldinn áður en þessu starfs ári lýkur og mun þar m.a. koma i fram tríó Rristjáns Magnússonar. < Margrét Englandsprinsessa Hinn 96 ára gamli Damon Lee getur horft um öxl yfir farinn veg, og sagt að líf hans hafi veriS hreinasta ævintýri. Hann fæddist á plantekru í Alabamafylki í Bandaríkjunum og fyrstu ár bernsku sinnar vann hann þar sem þrælt. í dag er hann hins vegar margfaldur millj- óneri. Á meðan þrælastríðið geisaði, tókst föður Damons að strjúka úr þrældómi, og ganga í lið með Norðurríkjamönnum, en drengur- inn vann áfram ásamt móður sinni á plantekrunni, og' gekk svo í nokkur ár — jafnvel eftir að frið- ur hafði verið saminn. Gleymska eigandans Eigandi þeirra mæðgina gleymdi nefnilega að kunngera þeim að stríðið væri búið og þau frjáls. Það var ekki fyrr en nokkrum ár- um síðar, að herdeild frá Norður ríkjunum kom til hinnar afskektu planteki-u og tilkynnti þrælunum að þeir væru frjálsir og mættu fara hvert á land sem væri. Damon tók samt þann kost- að dveljast áfram hjá húsbónda sínum fyrr- verandi þar sem hann hafði haft það betra en almennt gerðist með þræla. Þess heldur fékk hann nú af og til nokkra peningaupphæð fyrir störf sín. Launn voru ekki há, en nægðu samt tii þess að hann var ánægður. Heppnina me3 sér Damon dvaldist á plantekrunni þangað til hann hafði með spar- semi aurað' saman nægilegu fé til þess <að geta tekið búgarð einn í nágrenninu á leigu. Hann bjó þar um hríð en fluttist þá til Birm ingham i sama fylki og vann þar. Þar kvnntist hann konu sinni, Lee, og i félagi keyptu þau litla verzl- ■un, sem með tímanum þróaðist í að verða stórverzlun. Damon lagði gróðann af verzluninni í önnur arð bær fyrirtæki og bankainnstæða hans óx fr'á ári til árs. Hann var ákveðinn i því að komast áfram í lífinu og hafði þess heldur 'heppnina með sér. Kona Damons var einnig þræll á sínum tíma. Hún lézt þegar hún var 85 ára að aldri, en Damon talar enn um hana eins og hún væri lifandi. Hjónahand þeirra var sérlega farsælt. Þau eignuðust 5 syni og í dag á Damon 12 barna- 'bör,n og 11 barna-barnabörn. Þrátt fyrir auðæfi sin lifir harm af ýtr- ustu sparsemi og bvr enn í iitlu húsi, þar sem upphaflega verzlun ir; var til húsa.Iiann drekkur ekki, spiiar ekki og eini munaðurinn sem hann hefur veitt sér um dag- ana er Cadillac bíll af dýrustu gerð. „Ég vil gjarnan að fólk beri virðingu fyrir mér og fjölskyldu minni“', segir hann. „Fólk kallar ekk ókvæðisorð á eftir negrum, sem aka í Cadillae!“ Damon hefur skjTÍngu á reiðum höndum, varðandi hvernig hann hefur náð svo háum aldri og auðg ast sem raun ber vitni. „Ég er orðmn svo gamall, vegna þess að ég hata engan. Ég er orðinn rikur vegna þess að ég hefi alltaf verið hamingjusamur: Ég er hins vegar ekki hamingjusamur af þeirri á- stæðu að ég hefi orðið ríkur. Jafn vel lífið er ekkert annað en spegil mynd af hjarta manns!“ „Fólk hrópar ekki ókvaeðisorð á eftir negrum í Cadillacl''

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.