Tíminn - 25.04.1959, Page 8

Tíminn - 25.04.1959, Page 8
3 TÍMINN, Iaugardaginn 25. apn'l 1959. K RI íMAMALIÐ (Framhald aí 7. síöui ræðis gefst þá tækifæri til að halda því að fólki, að lýðræði sé óframivæmanlegt. Margir reyn- ast veikir fyrir áróðri af þessu tagi. Stjórnarskráin þarf að vera þannig gerð, að hún styrki lýðræð iS en veiki það ekki. Kosningafyrirkomulag á Norð- uriöndum, sem vitnað hefir verið til máli þessu til stuðnings, er ekki að öllu leyti hliðstætt þvi, sem löggilda á samkvæmt þessu frv. í SVíþjóð er kosið til efri deildar þingsins með sérstöku fyr- irkomulagi. í Noregi eru engin uppbótarþingsæti og þar kýs höf Uðborgin aðeins 13 þingmenn af 150 o. s. frv. Á það er skylt að benda, að hlutfallskosningar eru engan veg ioa full trygging fyrir því, að meiri hluti þingmanna í kjördæmi sé kjörinn af meiri hluta kjós- eada, því valda hin svonefndu dauðu atkvæði, sem alltaf eru einhver og stundum mörg. Fram- boðsiisti getur hlotið svo mörg at kvæði, að nálega nægi til þess að fá þingmann kjörinn, en takist þó ekki. Líkur fyrir stærðfræðilegu óréttlæti af þessu tagi eru því meiri, sem flokkar eru fleiri. — Þetta ber auðvitað ekki að skilja syo, að hlutfallskosning auki lík- ur fy.ir því, að minni hluti kjós- enda fái meiri hluta þingmanna. Em slíkt getur hæglega komið fyr ir, þótt hlutfallskosning sé við- höfð, og hlýtur það að draga úr kustum hennar í augum þeirra, sefn fyrst og fremst óska sér og ge. a sér von um, að hægt sé að tryggja stærðfræðilegt réttlæti í köshíngum. Sérstök ástæða er til þess að vekja athygli á því, að ýmsir þeirra, sem beita sér nú fyrír hlut fallskosningum til Alþingis, eru mótfallnir þeirri kosningaaðferð í stéttarfélögum launþega. Er það þó kunnugt, að þar eigast oft við sömu flokkarnir og í alþingiskosn ingum, a. m. k. í hinum stærri félögum. Þar eru þess þæmi, að einn flokkur fái kjörna 20—30 fuUtrúa, en annar engan, þótt hann hafi litlu færri atkvæði. Þetta bendir til þess, að þeir, sem kuaaugastir eru stéttarfélögunum, hafi í því sambandi gert sér grein fyrir einhverjum þeim göllum á hlatfallskosningafyrirkomulaginu, sem geri það óæskilegt fyrir fé- lögin. Ber hér áð sama brunni og hjá bændurn, sem stefnt hafa að því að smækka kjördæmin við kosningar til búnaðarþings og koma upp einmenningskjördæm- raa. — Svipað er að segja um ýmis önnur félagasamtök, að þar tíðkast ekki hlutfailskosning, þótt kjðrnir séu margir menn í senn til starfa. — Á þessu og fleiru má sjá, að menn virðast á ýmsum sviffum hliðra sér hjá þessu kosn- ingafyrirkomulagi, jafnvel þar sem það sýnist eiga við, þ. e. þeg ar kjósa skal marga í senn. Breyíing þing- ræðisins Sú breyting að taka upp marg- menniskjördæmi með hlutfalls- kosningu í stað persónulegrar kosningar eins eða tveggja full- tráa skapar út af fyrir sig nýjan grundvöll þingræðis, þar sem hún er gerð, hvort sem þau kjördæmi, sem hlut eiga að máli, eru gömul eða ný, hvort sem þau eiga sögu- legan uppruna eða ekki. Þingmað- ur, sem kosinn er persónulegri kosningu, einn í kjördæmi, ber c- tvírætt ábyrgð, sem ekki verður á aðra lögð eða skipt að vild til hagræðis. Þessa áhyrgð ber hann persónulega, bæði að því er varð- ar meðferð mála fyrir kjördæmið og afstöðu til ríkisheildarinnar. Sjálfur hlýtur hann að finna glöggt til þessarar persónulegu ábyrgðar og láta hana hafa áhrif á meðferð umboðs síns. Það er fráleitt, að slikur þingmaður geti leyft sér að virða að vettugi vilja og óskir í héraðsmálum. þótt þar kunni • að eiga í hlut kjósendur, sem ekki hafa greitt honum at- kvæði. Eftir kosningu skoðar hann sig að jafnaði, a. m. k. að því er snertir staðhundin mál, fremur sem þingmann kjördæmis en flokks, þótt hvort tveggja komi til greina. — í margmenniskjör- dæmi með hlutfallskosningu eru fyrst og fremst flokkar í fram- boði. Þar er í miklu rikara mæli en í einmenningskjördæminu kosið milli flokka, en ekki manna. Hin persónulega ábyrgð breytist í flokksábyrgð. Það þingræði og það ríkisvald, sem áður hvíldi á herðum persónulega ábyrgra manna, tekur að hvíla á herðum flokka. í stað samvizku m'anns kemur ópersónulegt sjónarmið flokks, þegar dæma skal um rétt og rangt. Ný sjálfstæðis- barátta Islenzka þjóðin er því vön að þurfa að heyja baráttu fyrir sjálf- stæði sínu. í þeirri baráttu tókst þeim því miður oft ekki öllum að standa saman, sem saman áttu að standa, en þó yfirleitt það mörgum, að vel dugði. Innanlands verða hin sögulegu þróuðu byggða kjördæmi nú að heyja sína sjálf- stæðisbaráttu fyrir sínum lands- réttindum, sem ýmsir neita að virða og vilja með öllu af þeim taka. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn, sem slíka sjálfstæðis- haráttu þarf að heyja í héruðun- um. Snemma á þessari öld (1905 —07) voru upp á Alþingi tillögur um að leggja kjördæmin niður. Að þeim tillögum stóðu ýmsir mætir menn, sem sennilega hafa ekki ætlað sér að draga úr áhrifa- mætti héraðanna, en höfðu. hrif- izt af erlendum nýjungum, sem þá voru lítt reyndar, en kenndar við mannréttindi. En í kjördæm- unum um land allt voru menn yfirleitt á verði og tóku í taum- ana með þeim árangri, að tillög- urnar voru felldar á Alþingi. Nálega aldarfjórðungi siðar var enn gerð hríð að kjördæmunum, og fengu flokkar því þá ráðið, að þeir voru í stjórnarskránni við- urkenndir sem aðilar við þing- kosningar og þeim fenginn nýr réttíúr, þ. e. réttur til að fá út- hlutað sér til handa sérstökum þingmönnum, sem ekki höfðu náð kosningu í kjördæmi. En kjör- dæmin héldu þó rétti sínum til að kjósa sér fulltrúa. Árið 1942 heimtu flokkar enn aukinn rétt sér til handa með því að knýja fram hlutfallskosningar í tvímenningskjördæmum. Gat flokkur þá fengið frambjóðanda á þing úr slíku kjördæmi, þótt fleiri kjósendur í kjördæminu vildu fremur eiga þar annan full- trúa. Þá var það, sem gefin var af hálfu Sjálfstæðisflokksins skorinorð yfirlýsing um, að kjör- dæmin skyldu aldrei lögð niður með hans atbeina, og létu margir sér það vel líka. En reyndin er önnur. Nú er það ráðið milli þriggja þingflokka, undir forustu Sjálfstæðisflokks- ins, að hið takmarkaða sjálfstæði hvers kjördæmis, sem felst í rélti þess til sérstaks fulltrúa á Alþingi, skuli hrotið á bak aftur, hvað sem hver segir. í stjórnar- skrárnefnd var lýst yfir því berum orðum af hálfu stuðningsmanna þessa frv., að samkomulag um, að kjördæmunum yrði þyrmt, kæmi ekki til mála, jafnvel þótt til boða stæði að auka fulltrúatölu í þéttbýli til rnuna og halda nú- verandi uppbótum flokka að mestu Við atkvæðagreiðslu í deildinni mun á það reyna, hvort þingmenn eru svo bundnir við þá hernaðar- áætlun, sem hér er um að ræða, að þar verði engu um þokað. Verður þá að halda áfram sjálf- stæðisbaráttu kjördæmaaína á öðrum vettvangi, Sjötíu og fimm ára: Stefán Kristjáns- son, verkstj&i, Oiafsvík Stefán Kristjánsson, vegaverk- stjóri í Ólafsvík varð 75 ára í gær. Hann hefir í meira en 30 ár ver- ið verkstjóri vegagerðar ríkisins á utanverðu Snæfellsnesi. Þannig hefir hann greitt götur fleiri j manna vestur þar en flestir aðrir. Steíán er af hinni kunnu bænda-1 ætt frá Hjarðarfelli í Miklaholts-1 hreppi. Albróðir hans var bænda- höfðinginn Guðbjartur á Hjarðar- felli, sem látinn er fyrir nokkirn. Bæði faðir hans og móðir voru tvígift og eru systkini Stefáns mörg. Ég kynntist honum fyrst 1923, er ég fluttist til Ólafsvíkur og gerðist kennari barnaskólans þar. Þá átti hann sæti í skólanefnd- inni og hefir verið það lengst af síðan, oft formaður henanr. Ég minnist þess enn, þegar Jón Proppé kaupmaður kynnti Stefán fyrir mér. Mér varð starsýnt á þennan myndarlega, svipmikla, en fríða mann. Enn meiri athygli mína vakti hann, er farið' var að ræða skólamálin. Hann hafði svo skarpan skilning á málunum, greindi vel milli aðalatriða og aukaatriða, sagði kost og löst á hlutunum, sýndi einbeittan áhuga á uppeldismálunum og var frjáls- lyndur en einbeittur í tillögum. Þetta var fyrir 35 árum og alla tíð síðan hefir mér reynzt hann þannig. Þessir meginkostir Stefáns end- urspegluðust í heimilisháttum þeirra hjóna á Uppsölum. Þó ætla ég að hin myndariega og vel gefna kona hans, Svanborg Jóns- dóttir, hafi ekki átt minni hlut í þeim menningarblæ, er einkenndi heimili þeirra og vakti ' athygli manna. Eldri börn þeirra hjóna Stefáns og Svanborgar voru nemendur mínir í barnaskóla. Öll reyndust þau meðal efnilegustu nemend- anna. Þar fór saman góðar gáfur, eins og þau áttu kyn til, sam- vizkusemi við námið og áhugi og eftirlit foreldranna um það, að þau ræktu námið vel. En ekki var við þetta látið sitja. Börnum sín- urn komu þau hjón til meira náms síðar og hafa börnin ekki valdið foreldrum sínum vonbrigðum á námsbrautinni. Sigríður, elzta dóttir þeirra, er kennari við barnaskóla Ólafsvíkur. Fríða Eyfjörð er íþróttakennari við Menntaskólann í Reykjavík. Þorgils er kennari við barnaskóla Akraness. Alexander er kaupfélags stjóri í Ólafsvík. Gestheiður er húsfreyja í Ólafsvík. Erla er kenn- ari við barnaskóla Reykjavíkur. Nærri má geta, hvort systkinin muni ekki á þessum tímamótum föður síns minnast þess veganestis, er foreldrarnir bjuggu þeim, þótt ekki væri auðnum fyrir að fara á Uppsölum. Ef ég þekki Stefán rétt, þá held ég, að hann telji sig nú stóreigna- mann, þrátt fyrir það að hann lagði aldrei kapp á að safna venju legu „góssi“. Eignir hans eru börn in, hæfileikar þeirra, manndómur þeirra og hlutverk þeirra á sviði i menningar í þjóðfélaginu. Að j þessu marki kepptu þau hjón í uppeldi barna sinna og árangurjnn er mikill. Næst þessu hlutyerki Stefáns má nefna forustu hans í málum samvinnuhreyfingarinnar í Ólafs- vík. Astandið í verzlunarmálum og atvinnumálum í Ólafsvík fyrir 40 árum var ekki með neinum glæsi- brag, Öll einkenni selstöðuverzlun- ar voru þar furðu lífseig, fram- leiðslutækin frumstæð og aðstaða öll til hagnýtingar auðugu fiski- miðunum hin bágbornasta. Þegar Finnbogi G. Lárusson, kaupmaður, lét af verzlunarstörf- ■ um í Ólafsvík, greiddi hann fyrir 'því, svo sem verða mátti, að sam- vinnufélag tæki við. E^ forystuna í þessum málum hafði Stefán Kristjánsson. Enginn einn maður mun hafa átt meiri þátt í því, að þá var stofnað kaupfélagið Dags- brún. Þá hafði sonur hans, Alex- ander, lokið verzlunarnámi í Sam- vinnuskólanum. Var hann þegar ráðinn kaupfélagsstjóri og hefir hann gegnt því starfi síðan, eða í 16 ár af hinum mesta dugnaði og myndarskap. Stefán var kosinn stjórnarformaður kaupfélagsins og hefir verið það síðan. Mun það ekki ofmælt að vakinn og sofinn beri hann hag kaupfélagsins fyrir brjósti. Þeir, sem bera saman Ólafsvík iím 1920 við Ólafsvík nú, hljóta að viðurkenna, að þróunin þar nálgast byltingu. En hæst af öllu rísa framfarirnar í verzlunar- og atvinnumálum. Þar er kaupíélagið Dagsbrún afkastamest, glæsilegast og traustasti grunnurinn að áfram haldandi velsæld íbúanna. Þetta hlýtur að vera mikið gleðiefni Stefáni, forystumanni samvinnu- hreyfingarinnar þar, þetta er ann ar mesti sigur hans, er við hon- i'm blasir, þegar hann lítur nú til baka. Stefán Kristjánsson ann mjög tónlist. Hann er söngvinn vel og var þátttakandi í kirkjukór Ólaís- víkur áratugum saman. Það hefi ég séð hann glaðastan utan heim- ilis, þar sem hann var í hópi söng- félaga sinna. Þá Ijómuðu augun og þá brosti hann stundum blítt til þeirra Dóru, Stínu, Guddu o.fl., enda fékk hann brosið rikulega endurgoidið og mun svo vera enn. Stefán var lengi forystumaður Framsóknarmanna í Ólafsvík. þótt nú hafi Alexander sonur hans tek ið við því hlutverki. Framsóknar- flokkurinn hefir því margt hon- um að þakka á undanförnum ára- tugum. Um það skal hér ekki frek ar rætt. Við Stefán áttum lengi samstarf lim margs konar viðfangsefni. Er rú margs að minnast frá þeim löngu liðnu árum. Sendi ég hon- um hugheilar þakkir fyrir alla þá snmvinnu. Að slðustu árna ég og íjölskylda mín Stefáni Kristjánssyni allra heilla á sjötíu og fimm. ára afmæli hans og sendum við honum, konu hans og bömum innilegar þakkar- kveðjur. Sigurviu Einarssou. 307 á knattleikja- námskeiði á Selfossi Axel Andrésson sendikennari Í.S.f. og fræðslumálaskrifstofunn- ar, hefur lokið 3 vikna námskeiði hér á Selfossi frá 1. til 20. apríl. Þáttakendur voru úr barna- og miðskólanum og ennfremur frá LTmf. Selfoss. Piltar voru 160 og stúlkur 147. Síðustu daga námskeiðsins fóru fram 6 sýningar í íþróttahúsinu á Axelskerfinu. Voru sýningarnar vel sóttar. Tókust þær allar prýði lega. Skemmtu áhorfendur sér með ágætum. Áhugi nemenda og árangur var góður á námskeiðinu. Það er ósk nemenda að Axel komi sem fyrst aftur hingað. Miimingaror(S (Framhald af 4. sfðu) giftur danskri konu. Þegar heima vis'tarbarnaskólinn í Reykholti ('hér í sveit) var byggður, sótti juðjón um skólastjórastöðuna á ióti mörgum mikilsmetnum kenn .rum, sem slðan hafa geng.ö til egs og virðlngar innan kennara- iéttarinnar og eru þjóðkunnir :enn. Góðar og þakklátar minn- igar sveitunganna frá fyrra kenn .nastaa-fi hans, iriðu baggamun- ,’n, að honum var veitt skóla,- tjórastaðan, og þó ekki að allra jskum, eins og gengur. En nú urðu örlagarík þáttaskil lífi Guðións. Svo fer einatt, að yfir þær jörtu vonir, sem fylla líf elsk- ndanna við stoínun hjúskapar, jggst fölvi hversdagsleikans, er erður stundum að dimmum kugga, sem ekki reynist unnt að areifa. Svo fór fyrir Tjarnarhjón- unum, og þess vegna slitu þau samvistir. Næstu tvö árin festi Guðjón ekki yndi, sem hóndi á Tjörn, en gekk að annarri vinnu og leigði jörðina, en átti þar heimili, enda orðinn oddviti hfeppsins þá. Árið 1931 setti hann aftur saman bú á jörð sinni, og réðst þá <til hans ung kona úr Dölum vestur, Guð- rúri Lýðsdóttir, ásamt kornungri einkadóttur hennar. Þessi lcona hefir staðið fyrir húi með Guð- jóni, alla stund síða,n, af miklum myndarskap, áhuga og búhyggind um. Litla stúlkan, Erna, varð sól- argeislinn á heimilinu, dugleg og ibúhne.gð. Hún giftist fyrir all- mörgum árum Guðjóni Gunnars- syni frá Gilsfjarðarmúla, og' hafa þau búið á Tjörn síðan, en Guð- jón Rögnvaldsson rekið þar all- stórt fjárbú. Eining Tjarnarheim- ilisins hefir verið mikil og ham- ingjusöm. Guðjón var gestrisinn í hezta lagi. Frjór og skemmtilegur í við- ræöum, svo ,að gestinum dvaldist oft lengur en hann ætlaði, þegar hann kom. Framanaf búskaparárum Guð- jóns, hélt hann sig fjarri sveitar- og félagsmájum. En sveitungarnir undu því ekki. Þeir vissu, að þar sem Guðjón fór, var sveitarfor- ingjaefni. Þeir byrjuðu á að kjósa hann í skólanefnd, sem maklegt var. Næst var hann< kosinn í hreppsnefnd og átti þar sæti meira en aldarfjórðung og oddviti í 21 ár. Hann sat í skattanefnd í 23 ár og var mjög lengi safnaðar- iulltrúL Guðjón var trúr í stgrfi, trúr sjálfum sér og öðrum. Ég leyfi mér að segja, að svik voru ekki fundin í hans munni. Hann var sjálfstæur í -skoðunum, sótti og varði mál sitt af kappi og lét ekki hlut sinn að óreymdu. Sum- um fannst hann stundum dálítið svartsýnn og íhaldssamur. Þegar því brá fyrir, var það helzt í efnahagsmálum og var það í rauninni varfærni, gætni. Eldri menn, sem ólust upp í örbirgð, og einhver töggur var í, settu sér það takmark að standa traustum fótum fjárhagslega. Þtað gerði, Guðjón og vildi láta aðra lifa eftir þeirri reglu. En hugsjóna- málin stóðu lionum, ’njarta nær. Fyrir þeim talaði hann af s'inni alkunnu, le.iftrandi mælsku, hjart sýnn, svo að sumum fannst nóg um, og brennandi í andanum. Þannig var Guðjón, heill og ó- skiptur í hverju máli. Þennan skapgerðareiginleika má sjálf- sagt rekja til karlmennsku hans. Hann vár óvenju mikið karlmenni. Hann har þjáningar allra manna bezt, þeirra, er ég hefi þekkt. Karlmennskan var honum í blóð borin, en studd af mikilli og ein- lægri guðstrú. Ha<nn var strangur trúmaður, öðruvísi gat það ekki yerið. Þannig var skapgerð hans. í éljagangi lifsins, sótti hann í guðstrúna þann styrk, sem studdi hann, og Ijós, sem lýsti honum fram á leið. Hann talaði við drottin sinn. Og nú er hann genginn á guðs síns' fund. Heirn- koman mun vera honum hæg og góð og gleði hans mikil, er hann sér dýrð himnanna. Við þökkum honum langa og góða samfylgd og gifturíkt starf fyrir þessa sveit, fyrr og seinna. Þorsteinn Sigurðsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.