Tíminn - 22.05.1959, Blaðsíða 7
r í M I N N, fostiulaginn 22. maí 1959.
7
Séra Páll Þorleifsson, Skinnastað:
Lyðræði og kjördæmabreyting
Lýðrœði eða demókratí á sér
Janga og merkilega þróunarsögu
meða-1 vestrænna þjóða, en þar
Ihefur þetta stjórnarform fyrst og
fremst náð að festa rætur.
Hugsjónin sem að baki liggur er
aö allir eigi óskoraðan rétt til
að njóta gjafa lífsins, innan vissra
siðferðiðiegra marka og fólkið
sjálft, þjóðin eigi að stjórna og
kjósa fulltrúa til að fara með um-
!boð sitt á þjóðþingum.
Hér er um að ræða einn dýr-
asta ávöxt vestrænnar menningar.
Rætur þess trés síanda víðum rót
iim, svo sem í grískri og róm-
verskri menningu og í gyðingleg
um iog kristnum dómi.
Orðiö demókratí er af grískum
toga, þýðir demos þjóð og kratos
xegla. Meðal Grikkja og Rómverja
var þátttaka almennings í stjórn
imiklii beinni og krókaminni en
nú. Borgir voru þá smærri og þarf
ir almennings og afskipti þess op
inbera af högum manna minni en
nú.
í þessum fornu þjóðrikjum var
hver borgari beinlínis skyldur að
mæta og taka þátt í löggjafarstarf
inu og greiða atkvæði. Þetta var
auðveldara vegna þess að allir ó-
tfrjálsir menn stóðu hér ut'angátta
og voru útilokaðir frá þátttöku.
IIér cr um milliliðalaust' lýðræð
isform að ræða. Öli þjóðin stóð
í einni fylkingu að bafci samningu
laganna eða svo virtist, fulltrúakerf
ið enn óskapað. Dimmur skuggi
hvíldi yfir slíku lýðræðisþjóðfé-
lagi, jþað var sú þrælkun, sem
mikill hluti vinnandi fólks var í
hneppt. Striíið eitt voru þess lög.
Ens og kunnug er, kom að því
að fólk þetta var leyst undan þessu
þunga oki. Stjórnarbyltingin mikla
á Fraíkkl-andi kom með sín fleygu
orð um frelsi, jafnrétt'i og bræðra
lag.
Nýtt lýðræðisform var í deigl
unni, þróun þess vart enn lokið.
Skipting landa í kjördæmi er
einn þáttur þess stjórnarfyrir-
íkomulags.
2.
Hér eins og í öðrum löndum
fór slík skipting fram um leið og
Alþingi hið forna var endurreist.
Fylgt var í höfuðdráttum sý.slu-
mörkum. Komu þar t'il greina
landafræðilegar ástæður, einnig
forn rótgróin hefð.
Jafnframt var þing skipað nokkr
um konung.skjörnum þingmönn-
um sem eins konar 'kjölfestu eða
trygging þess að sjálfst'æðisþráin
brytist ekki fram með alltof mikl
um ærslum.
Nú er fyrirhuguð breyting á
þessum hefðbundu kjördæmum og
er hún svo rót'tæk að hún nálg
ast, fró sjónar.miði sumra, algera
hyltingu. Útlit e,r á, að í annan
tíma hafi ekki upp komið annað
eins hit'a- og baráttumál innan
þessa þjóðfélags, og er þá að vísu
langt jafnað. 1
3.
Það er hverjum Ijóst, sem alizt'
hefir upp í sveit, að hver sýsla er
lítill afmarkaður heimur fvrir sig,
stundum örlítið sér um málfar,
orðaforða, bús'kaipa'rhætti og fleira.
Á herðum fólks í sömu sýslu hvílir
margs konar sameiginlegur vandi,
jafnvel sér kvaðir. 'Sá vandi er
jafnan mikill í fámennum isem
fjölmennum sýslum og s'ízt þá
minni.
Því e,r ekki undarlegt þó kjós
endur, sem um maxgt þera á-
ibyrgð á svo stórum hluta 'lands-
ins, vilji og þurfi að eiga fulltrúa
úí af fyrir sig, til að túlka viðhorf
sitt' þar til ýmis konar viðfangs
efna. Fulltrúair þeirxa hafa að
vis'su leyti sérstöðu. Þeir mæta
ekki eingöngu fyrir vissa kjósend
ur sem aðhyllast' ákveðinn stjórn
mátaflokk, heldur einnig fyrir
isvæði, sem stór hluti fjórðungs.
Og allf, sem hann fær áorkað fyr
ir kjördæmi sitt, kemur hverjum
að liði, sem þar býr, hvar sem
hann er í flokki og í rauninni
öllu landinu eftir ástæðum.
4.
Þegar minnzt var þúsund ára
stofnunar Alþingis á Þingvöllum
1930 mátti sjá .sérkennilegar fyik
ingar manna hefja. göngu til Lög-
bergs. Hver gekk undir sínum sér-
st'aka fána. Margir voru komnir
um langa vegu til að fylla þennan
flokk. Þaxna fór fólk frá sýslukjör
dæmunum víðsvegar um land.
Merkisberinn var gjarnan valinn
höfði hærri en fjöldinn og táknið,
sem hann bar, var ímvnd fólks og
héraðs hvers byggðarlags.
Ýmsa mun hafa gripið nokkur
metnaður, er hann 'sá þarna upp
risna einnig á völiunum búðir með
fornum nöfnum úr þingsögunni.
Gat þarna að líta Þingeyingabúð,
Eyfirðingabúð, Rangæingabúð o.s.
frv. Enn áttu héruðin höfðingja
til að skipa þessar búðir.
Halda menn að ailt í einu sé
hægt að þunrka út úr vitund al-
mennings slík söguleg tengsl sem
þessi? Ætlai menn á einum degi að
hlaupast á brott frá liðinni sögu
og senda hin mörgu ólíku merki
fornra kjördæma í eins konar
málmbræðsluofn og móta ný, sem
enginn hefur enn fylkt' sér undir?
5.
Fróðlegt er að athuga lauslega
hvernig þau hin fámennu kjör-
dæmi hafa verið þeim vanda vaxin
að senda fulltrúa á þing.
N-Þingeyjarsýsla er með fámenn
ari kjördæmum en enginn kotungs
bragur hefur verið á sumum þeim
sem þaðan voru sendir. Eg vil
nefna þrjá, sem nú heyra til lið-
inni sögu, þá Benedikt Sveinsson
sýslumann, Arnljót Ólafsson og
Benedikt Sveinsson yngra. Gáfur
þe'ssara manna og skörungsskapur
var S'lí’kur að minnir á aðsópsme.stu
höfðingja fyrr.i alda og allir voru
þeir stjórnmálamenn á heimsmæli-
kvaxða. Önnuí iítil sýsla, Dalasýsla
sendi á þing meðal annarra menn
eins, og Sig: Eggerz og Bjarna
Jónsson frá Vogi. Menn gerðu
sér tiðföru'lt upp í þing til að sjá
þá og heyra Benedikt Sveinsson og
Bjarna frá Vogi ekki sízt ef sjálf
stæðismálið var á dagskrá. Þá
Séra PÁLL ÞORLEIFSSON
höfðu menn ekki fundið upp
höfðatöluregluna, enda kannske
vafamál að ísland hefði nokkru
sinni heimt sjálfstæði sitt aftur á
ný, hefði- hún verið látin gilda,
þar sem aðal sjálfstæðishetjurnar
komu ekki sizt úr fámennum kjör-
dæmum.
Ungir rithöfundar og skáld áttu
sér ihauk í horni þair sem Bjarni
frá Vogi var. Ein minnsta sýsian
varð þannig fyrir tilstilli hans,
bjargvættur íslenzkra bókmennta
einna mesta hugsjónaheiðríkjan
kom úr þeirri átt inn í þingsalina.
6.
í Norðra 1895 er einn fyrsti palla
dómurinn. Merkileg ekki sízt eru
ýmis ummæli þar, um bændur á
þingi. Um Jón á Gautlöndum segir
meðal annars: ,,Hann er hinn fríð
asti og snoturmannlegasti af bænd
um. Raústin er há og skír og
hreimmikil og allt í fari hans ex
hi'ð einarðlegasta og hann hefur
til að bera náttúrlega mælsku, sem
varla getur hjá farið að verði hin
fegursta og áhrifamesta, er hann
æfist. Hann er framfaramaður
hinn mesti og gefur eins atkvæði
•sitt fyrir nauðsynlegu máii þó til
'kostnaðar virðist horfa fyrir stétt-
armenn han,s.“
Þeir Suðursýslumenn áttu eftir
að senda fleiri menn á þing, sem
eft'ixtekt vöktu og urðu all fyrir-
ferðamiklir í sölum þings. Áhuga
mál þeirra sumra voru svo stór-
brotin að 'tugi ára þurfti til að
opna augu manna fyrir gildi
þeirra. Nú á að dæma sýslu þessa
til útþurrkunar sem sjálfstælt kjör
dæmi, þrátt fyrir rismiMá pólití'ska
sögu.
Ef til yill er það ek'ki aðalatrið
ið hvort kjördæmi eru smá eða
stór, heldur hitt hvort þeim tekst'
að senda til þings menn, sem eru
starfi sínu vaxnir. En sagan sýn-
ir að það hafa litlu sýslukjördæm
in engu síður gert en hin. Höfða
tölureglan er handhæg að grípa
til en fleira þarf að koma til greina
svo sem ýmis konar aðstöðunninur
þéttbýlis og strjálbý'lis. Kjósandi
í víðáttumiMu héraði á erfitt með
að koma skoðunum sínum á fram
færi fjarri blöðum og öðrum sýsl
ungum. Kjósendum í bæ má aftur
blása saman á svipstundu til fjölda
funda og fá þar gerðar samþykktir
sem þegar fylgir mikið pólitískt
vald.
7.
J. V. Hunkin biskup i Trúró
í Cornval er óvenju víðsýnn mað
ur og frægur rithöfundur. í bók
sinni The Gospel for to morrow
ræðir hann meðal annars um vissa
hættu er lýðræðisforminu geti staf
að fá því, ef menn beri ekki gæfu
til fyrst og fremst að velja fulitrúa,
sem séu hæði heiðarlegir og rétt
látir, en það sé í rauninni aðalatrið
ið. Hann segir meðal annars: Sem
leiðtoga og stjórnendur þurfum
við fyrst og fremst að fá þá
menntuðustu, þá óeigingjörnustu,
hina beztu menn í öllu tilliti. Og
'hirðum ekkert um hvaða stét'tum
þeir tiíheyra, né hvaðan þeir eru
annars komnir. Þannig farast hon
um orð. Eg hygg að það sé mjög
erfitt að vinna kosningasigur í
'hinum fornu og tiltölulega fá-
rnennu kjördæmum út um 'land, án
þess að hafa einhvern þeirra höf
uðkosta, sem þarna eru upp taldir.
Því víðáttumeiri sem kjördæmin
verða, og mannfleiri og því rninni
skil, sem hver kann á framhjóð
endunum, því erfiðara verður að
t'ryggja nokkunn þessara mikils-
verðu eiginleika.
í því liggur þjóðfélagsleg hætta.
Páll Þorleifsson.
Týnd hugsjón — gleymd stefna
iMenntamálaráðherra Gylfi
Þ. Gfslason, brást undairlega
við, þegar Framsóknarniaður,
að gefnu tilefni frá Alþýðu-
flokksmanni í útvarpsumræð
um eldhúsdagsins, sýndi fram
á, að forsprakkar Alþýðuflokks
ins hefðu svikizt frá Umbóta-
bandalaginu, sem Framsóknar-
flokkurinn og Alþýðuflokkur-
inn mynduðu með sér árið 1956
og Iiafið var með samstöðu
flokka þessara í alþingiskosn
ingunum það ár. Með þessu
bandalagi átti „að brjóta blað
í íslenzkum stjórnmálum“, eins
og' segir í „Stefnuskrá umbóta
flokkanna“, sem þeir gáfu sam
eiginlega út vorið 1956.
Það var hugsjón þeirra, sem
fyrir stofnun bandalagsins
gengust af fullum heilindum,
eins og Framsóknarmennirnir
gerðu, að bandalagið yrði
„þriðja aflið“ í íslenzkum
stjórnmálum, er leysti þau úr
læðingi minnihluta öngþveitis
fjögurra flokka baráttunnar og
öfgaþróunarinnar til hægri og
vinstri.
Ekki drógu bandalagsmenn
dul á að vel gæti farið svo, —
og töldu raunar sín í milli
mjög líklegt, —að bandalagið|
þyrfti að ganga í geg'n um endj
urteknar kosningar áður enj
það næði því fylg'i að fá nægi I
lega sterkan meirihluta á Al-j
þingi.
Nú sagði Gylfi Þ. Gíslason í ■
útvarpsræðu sinni — rétt einsj
og liann væri segulband, semj
búið er með nýju iagi að má
fyrra lagið af — að Umbóta.j
bandalagið hefði í rauninni
st"ax verið lokið eftir kosning-
arnar 1956, af því að það hefði
ekki þá náð meirihluta, og end
anlega hafi því að sjálfsögðu
verið að fullu lokið með því,
að Hermann Jónasson baðst
lausnar fyrir ráðuneytið 4.
desember síðastliðinn.
Þarna talaði Gylfi Þ. Gísla.
son þannig, að hann virðist al.
gjörlega hafa týnt sinni stjórn-
málalegu hugsjón frá 1956.
Auðvitað gat Umbótabanda-
lagið haldið áfram og átti að
gera það samkvæmt uppliaf,
legri stefnuskrá sinni, þótt ein
ríkisstjórn þess, sem byggð
hafði verið — upp á von og ó-
von — á samstarfi við þriðja
flokkinn, yrði að beiðast lausn
ar eftir lýðræðis. og þingræðis
reglum. .
Umbótabandalagið gat starf
að áfiam fyrir hugsjón sína
og stefnu t. d. innan þjóðstjórn
ar um stund eða unnið saman
utan ríkisstjórnar.
Þá fór Gylfi í ræðu sinni að
gera upp tölulegan ávinning
flokkanna í síðustu kosningum
af bandalaginu. Var á honum
að skilja að Alþýðuflokkurinn
hefði aðeins „grætt“ á banda.
laginu 2 þingmenn, en Fram-
sóknarflokkurinn 4 þingmenn.
Hann sagði: „Á síðasta kjör-
timabili áttu 6 Alþýðuflokks.
menn sæti á Alþingi. Þcim
fjölgaði um 2 í síðustu kosning
um, án efa m. a. vegna kosn-
ingasamvinnunnar.“
Hér sést að stefnan er ekki
aðeins gleymd, heldur vill próf
essorinn líka láta það vera
gleymt, að Hannibal Valdimars
son og hans lið var ófarið úr
flokknuni þegar kosnir voru
6 menn flokksins, er sátu á
þingi á síðasta kjörtímabili, og
H. V. var einn af þcim.
Sannleikurinn er sá, að
nokkuð almenn mun sú skoð.
un vera meðal þjóðarinnar, að
vafasamt sé að Alþýðuflokkur-
inn hefði komið nokkrum
manni á þing 1956 án kosn.
ingabandalagsins. Um það skal
að sjálfsögðu ekkert fullyrt
hér. Allir, sem fylgjast með
þessum málum vita samt að
miklu fleiri Framsóknarmenn
studdu Alþýðuflokkinn í kosn
ingunum 1956, en svo að gagn
kvæmt væri.
íFramhald 6 P
* 1
A víðavangi
Samtal við prest
Blaðamaður frá Tímanum var
fyrir stuttu á ferðalagi noyðan.
iands. Hann kom þar m. ii. á
veitingastað mitt í fögru héiaði.
Fátt gesta var þar á ferli ifnda
árla dags og umferð lítt byj-jno
um hina fjölförnu þjóðleið.. ViS
borð eitt í veitingasalnum saí.
einn af merkisprestum héraðs-
ins. Presturinn og blaðamaður-
inn eru góðkunnihgjar óg tóku
þegar tal saman. Barsl tal þeirra
brátt að því umræðuefni, sem nú
er mest rætt um gjörvalla lands.
byggðina: kjördæmabxeyting-
unni. Sá prestur á hénni bæði
kost og löst en taldi þó ókostina
án allra tvímæla bæði fleiri og
stærri. - ' '
Furðuleg firra
Mjög kvað hann þá firru bylt-
ingarmanna furðulega, að neita
því, að með frumvarpinu yrðu
liin gömlu kjördæmi Iögð niður.
Nú í dag væru átta kjördæmi á
Norðurlandi. Eftir tillögum bylt
ingarmanna ættu þau að verða
tvö. Hvernig gætu þau verið
bæði tvö og átta? Hvað þýddi
t. d. að segja Skagfirðjngum og
Húnvetningum það að þeir héldu
sínum kjördæmum jafnt eftir
byltinguna og áður? Hinum fjór.
um kjördæmum á „Norð-Vestur.
landi“ ætti að steypa í eitt,
þurrka út þau takmörk, sem nú
væru milli kjördæmanna og þar
með að sjálfsögðu að leysa þau
«PP.
Tregða byltingaimanna á að'
viðurkenna þessa augljósu stað.
reynd byggðist að sjálfsögðu á
því, að þeim væru ljósar vinsæld
ir og kostir núverandi skipunar
og legðu því kapp á að telja
mönnum trú um að hún héldisfc
eftir sem áður. Vonlausara verk
hefði þó aldrei verið reynt a'ð
vinna, svo augljós falsrök væru
þetta.
Þar skyldi sízt aS vegið
Þá þótti presti það hláleg tií-
laga að Reykvíkingar, sem hefðu
Alþingi og allar helztu opinber-
ar stofnanir þjóðarinnar heima
hjá sér, skyldu beita sér fyrir
því, að fækka þingmönnum Aust
firðinga, einmitt þess hluta þjóð
arinnar, sem fjarstur væri þing
staðnum og erfiðast ætti með að
reka sín erindi þar sem flestu
væri til lykta ráðið: í Reykjavík.
Væri sínu nær sanngirni að
bæta Austfirðingum upp aðstöðu
muninn með því að auka við þá
þingmanni í stað þess áð svipta
þá fulltrúa.
MáliS til þjóSarinnar
Á hinn bóginn taldi prestur að
ekki hefði til lengdar verið hjá
því komizt, að taka kjördæma-
skipunina til endurskoðunar og
breyta henni í ýmsu frá því, sem
nú er. Þær breytingar ,sem fram
hefðu farið til þessa hefðu veriJi
kák eitt og með þeiin aðeins
tjaldað til einnar nætur þótt foi
mælendur þeirra hef'ðu á síiumv
tima talið þær réttláta og .eðli
lega frambúðarlausn. Allt benti
til þess, að enn væri stefnt i
sama foraðið. Á þessari vlausn“
sem nú væri fyrirhuguð, væru
svo margir gallar og aúðsæir, aö
vart yrði komizt hjá, að'umbylta
kjördæmaskipaninni á nýjan
leik að nokkri m árum liðnum,
enda sennilega að því stefnt. Lýð
veldið væri nú orðið hálfs ann
ars áratugs gamalt. I upphafi
hefði öllum þótt sjálfsagt, að því
yrði sett ný. stjórnarskrá, enda
annað ekki sæmandi. f því Skyni
hefðu verið skipaðar fjÖlmennar
nefndir en árangurinn af Störf-
um þeirra enginn sézt. Væri nú
frammistaða öll ekki vansalaus.
Svo virtist sem þingflokkarnir
gætu ekki valdið þessu verkefni.
Þar sýndist sitt hvérjum. Jafn.
vel þrífíokkarnir skömmuðii
hvor anuan út af augljósum göll-
uin þeirrar „Iausnar“, sem nú
væri boðuð. Hvernig væri að
taka málið úr höndum flokkanna
og fá það þjóðinni sjálfri til úr-
lausnar. Málið væri í eðli sínu
iFVamhaló ft 8. síðu)