Tíminn - 21.07.1959, Side 5
TÍMINN, þriðjudaginn 21. júlf 1959.
Sigurjón Jónsson:
Orðið er frjálst
Flórgoðar í ríkisfyrirtæki
í sögnum og þjóðsögum er það
oft vinsæll þáttur, sem tileinkaður
er gorturum og stórlygurum. En
því aðeins verða sögur slíkrar
manngerðar reglulegt hnossgæti,
að frásögnin hafi raunveruleikablæ
og verði að listrænni lygi. En það
vill oft sannast, að í hópi þeirra
ihöfunda, sem þá grein skáldskapar
iðka, eru margir kallaðir, en fáir
útvaldir.
Ámátlegt dæmi um getuleysi
slíkra náunga, var fréttatilkynn-
ing frá einu ríkisfyrirtæki, birt í
Útvarpinu siðastliðið mánudags-
kvöld. Þar var ólistrænu gorti og
yfirlæti blandað saman við raka-
laus lygi af svo dæmalausri grunn-
hyggni, að íurðulegt má teljast, að
opinber aðili skuli senda frá sér
þess háttar þvætting út í ljósvak-
ann.
Fyrirtæki það, sem hér á hlut að
mála, er Ríkisskip í Reykjavík. Og
uppistaðan í fréttatilkynningunni
er sú, að stofnunin hafi á 20 mín-
útum á mánudagsmorguninn selt
alla farseðla með Esjunni í næstu
hringferð skipsins.
Þarna hafa hendur staðið heldur
betur fram úr ermum, og er undur,
hvað .sumir geta gert skoplegt grín
að sjálfum sér — an þess aö ætlast
til, að þjóðin skilji, hvar hundur-
inn liggur grafinn. Og þessi reyf-
arahöfundur segir að lokum, að
eðlilegt sé, að þeir, sem ekKi náðu
sambandi við skrifstofuna þennan
örlagaríka stundarþriðjung, eigi
erfitt með að átta sig á þessum
firnaafköstum! Og þá má sja hann
í anda, eitt gleidaarmat frá hæl
að hnakka, dillandi ems og púki
á kirkjubita, laundrjúgur og sjalf-
glaður, búandi yiir leyndarmali,
þannig vöxnu þo, að bezt hefði
verið fyrir hann sjálfan að vekja
ekki athygli á því. i
Verður gerð her nokkur ritskýr-j
ing við umrætt frettahandrit:
Það er nú rúmur mánuður síðan
undirritaður hringdi í skrifstofu
Ríkisskip og óskaðt upplýsinga um
fyrirhugað'ar hringferðir Esjunnar
á þessu sumri. Elskuleg stúlku-
rödd varð fyrir svorum, og svór
hennar voru greið og skilmerkileg,
þar fór eigi neitt milli mála:
. „Skrifstofan tekur ekki a móti
farmiðapöntunum, nema með viku
fyrirvara,“ sagði röddin í síman-
ivm.
■Þá var að gera sér það að góðu,
bíða bara með vonina, vera á varð-
bergi, þegar söludagarnir rynnu
upp í stofnuninni. Það verður að
vísu að teljast dálítið ónærgætnis-
legt af ríkisreknu fyrirtæki, að
hafa afgreiðslutímann þetta knapp-
an, ef eftirspurn eftir fari er meiri
en svo að sinnt verði.Því geta nefni
lega fylgt ýmis óþægindv fyrir þá
vonbiðla, sem veroa a hakanum og
þurfa að teita á aðrar leiðir til að
eyða isumarleyfinu. En í þessu efni
hafði stofmmin sett sér reglurtil
að vinna eftir, eins og sjaltsagt er
og nauðsynlegt. —
Dagarnir siluðust áfram. Hugur-
inn tók sálina einstaka sinnum á
eintal í þögulli spurn: hvort tak-
ast mundi að hreppa farseðil í
kapphlaupinu, sem Ríkisskip efndi
til með viku fyrirvaranum. Og sál-
in var bjartsýn, rétt eins og í ver-
öldinni væri ekki vottur af klækj-
um, snobbi og baktjaldamakki.
En einn kunningi spurði, hvart
íetti að halda í sumarieyfinu.
„Hringferð á Esjunni," var
svarið.
„Ertu búinn að tryggja þér far-
ið?“, spurði kunninginn.
„Nei“.
Og þá breiddist vorkunnlátt glott
yfir andlit kunningjans, sem þótt-
ist þó nokkuð lífsreyndur, og sagði
dæmisögur. Þar fengust skýringar
á því fyrirbæri, hvernig menn
„tryggja sér far“, áður en skrif-
stofan tekur á móti farmiðapönt-
unum.
Helvíti getur kunninginn stiind-
um verið illkvittinn!
Svo rann upp fimmtudagurinn í
síðastliðinni viku. Hringi í skrif-
stofu Ríkisskip til að hafa járnin
í eldinum.
„Farmiðapöntun ekki veitt mót-
taka fyrr en á mánudag,“ sagði
röddin í símanum. Ojæja, þarna
var þá fyrirvarinn orðinn bara
fimm dagar. Þessi nýja regla sjálf-
sagt reist á fenginni reynslu og
æfingu, sýnt hefur þót-t, að takast
mætti að ganga frá farmiðasölunni
á 'skemmri tíma en sex virkum
dögum.
En nú fór að grafa um sig
lúmskur grunur í sálinni — var
eitthvað óhreint í pokahorninu,
flugufótur fyrir dæmisögum ná-
ungans?
Þegar komið var fram á laugar-
dag var hringferðardraumurinn
orðinn mjög draumórakenndur. Og
þá var leitað eftir einhverju hálm-
strái til að hanga í næstu tvo sólar-
hringa. Þekki ég enga starfsmenn
hjá Ríkisskip? Jú alltaf tvo. Hringi
um hádegið. Annar í sumarleyfi —
hinn á sínum stað. Bið hann að
gera mér mikinn greiða, koma á
framfæri fyrir mig farmiðapöntun,
þegar farið verði að selja í hring-
ferðina. Svo fór ég úr bænum og
naut sumars og sólar austur á Þing-
völlum yfir helgina.
Á mánudagskvöldið kom í út-
varpinu fréttatilkynning frá Ríkis-
skip. Efni hennar hefur áður verið
rakið í megin dráttum. Svo líða
nokkrir dagar, komið fram á
fimmtudagskvöld. Þá kemur í út-
varpinu ný tilkynning frá sama fé-
lagi:
„Farseðlar í hringferð EsjUnn-
•ar austur um land 18. þ. m. eru
þegar uppseldir.“
Takið þið eftir orðalaginu: Þeg-
ar uppseldir!!!
Hvernig á að skilja þetta-? Eftir
orðanna hljóðán mætti ætla að
loksins á fimmtudag hafi sölunni
verið lokið. Þetta er bókmennta-
perlan í lygasögunni um 20 mín-
útna söluna?
Um nokkurt skeið hafa verið
gerð gáfnapróf á skólabörnum í
landinu. Það virðist full þörf á
því, að höfundur þessara tilkynn-
inga yrði sendur til slíks sérfræð-
ings. Fálkahátturinn segir að vissu
leyti til sín, án rannsóknar, svo að
um það verður varla efazt, að
hann eigi heima í ríkisstofnun, eii
bara á allt öðrum stað, þar sem
dvalargestum eru ekki búnar vald-
ar virðingarstöður og ábyrgðar-
störf í þágu almennings.
Það væri að minnsta kosti í alla
staði fróðlegt, að hann gengi undir
próf í því ,að taka á móti farmiða-
pöntunum í síma. Og sjá hvað
hann afgreiddi margar á 20 mín-
útum! Það mætti segja mér, að
hann yrði ekki tiltakanlega stór-
virkur, því að það er allt annað að
I i
fara með raupsögur eða vera röskur
til verka. Svo hefur nú viðskipta-
vinurinn sína hentisemi á hinum
enda símans, fer sér að engu óðs-
lega, segir til nafns, spyr um verð-
mismun á farrýmum, veltir fyrir
sér hvað eigi að velja, spyr hve-
nær eigi að greiða farseðilinn o. s.
frv., o. s. frv.
Og við skulum ganga út frá því,
að rikisstarfsmaðurinn sé ekk-ert
nema kurteisin, veiti lipra og góða
þjónustu, en þá er það ekki þægi-
legt fyrir hann að skrúfa mjög
stuttaralega fyrir talfærin á við-
skiptavininum.
Ég veit ekkert um, hversu marg-
ir það hafa verið, sem eigi hafa
náð í skrifstofu Ríkisskip, fyrr en
skrifstofufólkið hafði unnið fræki-
legan sigur í hinni frægu 20 mín-
útna löngu Heljarslóðarorrustu nú
tímans. Sennilega eru það nokkuð
margir, ef marka má blæinn á
fréttatilkynningunni.
En það skulum Við öll, sem er-
um í þeim báti gera okkur full-
komlega Ijóst, að við höfum kom-
izt í tæri við fyrirtæki, sem lét
vísvitandi gefa rangar upplýsingar,
þegar við beindum til þess fyrir-
spurnum. Það, sem hér er mergur
málsins, er, að reglur, sem stofn-
unin sjálf semur og segir okkur
•að unnið sé eftir, eru þverbrotnar
af forráðamönnunum — likt og
vanmeta óartarskepnur éta sín af-
kvæmi!
Ef til vill eiga þeir, sem ábyrgð
bera á þeim vinnubrögðum, sem
hér liafa átt sér stað, eftir að senda
frá sér fallega greinargerð. Hversu
fögur, sem hún kann að verða á
yfirborðinu, verður botnlagið
blandið, því að þögnin ein sæmdi
þeim bezt.
Það segir gömul Gyðingasaga, að
Pontíus Pílatus hafi þvegið hendur
sínar. Venjulega vantar ekki til-
burði fyrirmanna til að þvo lúk-
urnar, þegar þeir hafa unnið af-
glöp — og þá eru þeir svo óskamm-
feilnir og dómgreindariausir, að
ímynda sér, að óbreyttur almenn-
ingur sjái ekki gegnum loddara-
gervið.
Pílatusi 'greyinu hefur verið virt-
ur handaþvotturinn til hræsni og
hálfvelgju — aumingjaskapur hans
er öllum svo auðsær.
Þá voru þó fremur töggur í hin-
um kauðanum, sem „skundaði út“.
17. júlí 1959.
Sigurjón Jónsson.
W.WJVVVWVVWVWWW
Tannlækninga-
stofa
mín að Njálsgötu 16 verður
lokuð í mánaðartíma.
Engilbert Guðmundsson
W
'
Ingóífur Ðavíðsson: Gróður og garðar
Einir
Um norðanverða Evrópu, Asíu
og Norður-Ameríku liggja
skógarflæmi mikil, sem kölluð
eru barrskógabeltið, því íið aðal
trjátegundirnar eru greni, fura,
lerki o.fl. barrtré. Smíðaviður
inn, sem fluttur er hingað til
lands- á aðilllega rót sína að
rekja tD þessara skóga. En
barrtré vaxa ekki villt á íslandi,
ut.rn ein tegund, harla lítils
verð. Hún skríður við jörð
og stingur ef við hana er kom
ið. Þetta er hinn alkunni einir
(zuniperus communis), sem.
viða vex hér í kjarri, í mólendi
og á k'utabörmum. Hann held-
ur sig við jörðina sem smá-
runni og nær sjaldan 50 cm.
hæð. En erlendis getur hann
sums staðar orðið allmikið tré
(a.m.k. viss afbrigði hans), a.Tlt
að 15 metra hár í Noregi, og
stofninn rúmir 2 m. að um-
máli.
BarrnálfA- á eini eru odd-
hvassitr mjög og geta orðið
3—7 ára gamlar. Einiviður er
harður og í honum harpix og
olíur sem ilma talsvert. Venju
lega er einirinn sérlýtisrunni,
þ.e. karl- og kvenrunnar. Á
kvenrunnunum myndast eini-
berin, sem eru tvö sumur að
þroskast. Þau eru í fyrst'u
græn á lit en dökkna og verða
kjötkennd þegar líður á seinna
sumarið, og fá um sig bláleittti
vaxhjúp að síðustu. Fuglar,
t.d. rjúpa, sækja í þessa ber-
köngla og verður gott af „aldin
kjötinu“ en fræin gtíiga ómelt
niður og dreifast þ'annig.
„Þegar einiberin eru full-
þroskuð, giftast stúlkurnar“
segir gamalt máltæki á Norður
löndum. Þegar karlrunnar ein-
isins blómgibt, myndast mikið
af gulu frjódufti. Einirinn vex
mjög hægt, en getui- orðið æva
gamall, jafnvel svo öldum skipt
ir. Einiber hafa verið notuð
sem krydd á Norðurlöndum í
aldinmauk, étið með kjöti. Er
þó m.a. í þeim terpentínai. Eini
ber eru líka notuð sem krydd
í brennivin og t.d. í hið hol-
lenska geneverrun og gui (þ.e.
zúniperusvín af vísindanafni
einisins). Seyði af eini var líka
notað til hreinsunfir og þvott'a
og reykurinn af eini þótti gera
kjöti fyrirtaks bragð. Þóttii
einnig sótthreinsandi og átt'i
að veita vörn gegn illum önd-
um og kynjaverum! Ofar á odd
bersins er þrístrent merki. Það -.
átti að vera þórshamar og síðar
krossmark. Eini var stráð á
gólfið við hátíðleg tækifæri og
hann er oft notaður sem jóla-
tfé á Grænlandi. Börnin
syngja „Göngum við í kringum
einiberjarunn". Sá siður mun
eiga fornar rætur, enda var
helgi á eininum til forna og_
mikil trú á honum. —1 Norski
grasafræðingurinn Schubeler
segir frá því að fyrir éihni Öld
hrifi flakkandi zigaunar gangið
í hjónaband á þann eihfakU»
hátt, að parið gekk sólarsinnis
kringum einirunna! En ef hjón
vildu skilja, gengu þau bOra
ílndsætis kringum runnann!
Einir þarf góða birtu, en
þríf'st í margs konar jarðvegi.
Hann vex tHlr,a barrviða hæst
upp í fjöll í norðlægum lönd-
um, jafnvel upp í 3500 metra
hæð í Alpafjöllum og 1700
metra yfir sjó í Jötunheimafjöll
um í Noregi. Klifrar ekkert
annað barrtré svo hátt. Einir
vex víðai um Evrópu og Asíu
og finnst einnig í Norður-
Afríku, Norður-Ameríku og á
Grænlandi. Til eru ýmsar eini-
tegundir erlendis. Eru ýmsar
þeirra ræktaðar þar í görðum
til skrauts. Viður amerískrar
einitegunde.tr, blýantstréð (í
Virgenía) hefur verið notað í
blíanta, utan um ritblýið. —
Blýantstréð verður allt að 30
m. hátt vestra. Mörgum er vel
við einibrúskanai og þykja þeir
fallegi,. og eitthvað hafa eini-
berin verið notuð hér á landi.
Einir hvassa barrið ber
byggir óðul fornra skóga.
Ævinlega samir sér,
sumar vetur, grænn hann er.
Einhvern tíma öðlumst vér
aftur lundi hærri nóga.
Einir hvassa biirriö ber
byggir óðöl fornra skóga.
Ingólfur DavíSsson
KveSja til Mývetninga og Húsvíkinga
ÓLÆTIN Á ÞiNGVÖLLUM hafa að
vonum vakið mikla athygli al-
þjóðar og .réttláta gremju. Geta
dátarnir og þeir ísl'endingar, sem
taka vilja þátt í skrílslátum,
ekki fundið sér einhvern ann-
an slað? Og hvernig má það
vera, að látið hefur verið óá-
tal'ið, að gildandi reglur um burt-
veru bermanna frá herstöðinni í
Iíeflavík eru þverbrotnar bæði á
Þingvöllum og á götum Reykja-
víkur. Hitt er svo annað mál, að
það eru ekki bara útlendingarn
ir, sem standa að ólátunum á
Þingvöllum og skömm þeirra ec
ekki minni, nema síður sé, þar
sem Þingvéllir eru þó hélgur
sögustaöur okkar þjó'ðar en-ekki
hínna.
ENDA ÞÓTT ÞINGVELLIR hafi
þannig komizt á tlagskrá og það
ekki að ástæðulausu, þá er margt
ábótavant við umgengni manna
á öðrum sögustöðum. Sannleikur
inn er sá, að það hvílir sérstök
skyl’da á herðum þeirra, sem
byggja sögustaði.
Frægir sögustaðir eru í þjóð
braut fjöldaris og sóttlr heim af
mörgutn. Það er hörmuleg að-
koma að koma á slíka staði,
kannske í fylgd með útlendingum
og sjá óhirðu og sóðaskap blasa
við augum svo að segja hvert
sem litið er. Slikt sæmir ekki
þjóð, sem kallast vill söguþjóð og
er það.
ÍSLENDINGAR hafa hug á því, að
gera land sitt að ferðamanna-
landi og margar stoðir renna und
ir þá skoðun, aö þar gæti ís-
land fyllilega verið hlutgengt
meðal annarra þjóða. Hér er mik
it og hrikaleg náttúrufegurð ó-
snortinnar víðáttu í riki fjalla og
óbyggða. Myndríkt og fagurt
landslag ógleymanlegt flestum
þeim, sem sækir landið lieim;
í þessu sambandi og öðru meg
um við ekki gleyma því, að kröf
urnar verðum við fyrst og fremst
að gera til sjálfra okkar. Ekkert
fæst án fyrirhafnar og fæstir sigr
ar vinnast án erfiðis. Ættum við
ekki að láta Þingvallaævintýrið
verða til þess að minna okkur
rækilega á skylduna, sem þvi fylg
ir að byggja Söguéyna.
Skallagrimur.
Með fáum orðum vildi ég mega
biðja blaðið að koma á framfæri
kveðju og þakklæfii til) bænda
þeirra í Mývatnssveit, sem senda
hingað á markaðinn framúrskar-
•andi ljúffengan reyktan silung
fyrir sanngjarnt verð. Auðfundið
er, að Mývetningar eru engir við-
vaningar í verkun á silungnum,
— mátulega saltur og reyktur.
Einnig sendi ég kveðju og
þakkir Húsvikingum þeim, er-
verka og senda hingað reyktan
Irauðmag.a, sem er ihreinasta
Friðrik vann
aðra skákina
Önnur skákin í einvígi Fri'ð-
riks Ólafssonar og Inga R. Jó-
. liannssonar var tefld í Lista-
mannaskálanuni í fyrrákvöld.
Friðrik hafði hvítt og vann í
32. leikjum. Eftir þessar tvær
skákir hefur hvor hlotið einn
vinning. — Þriðja einvígisskák-
in verður tefld í kvöld og hefst
kl. sjö í Listamannaskálanum.
HéraSsmái Fram-
soknarmaima
í V.-ísafjarðars.
Framsóknarmenn í Vestur-ísa
fjarðarsýslu halda héraðsmót
sitt á Suðnreýri 25. og 26. júlí
næst komandi. Nánar verður
skýrt frá dagskrá mótsins síðar.
hnossgæti. Hef ég sjaldan bragð-
að hann betri, — hvorki salt-
remma né beiskur reykur, sern
stundum er of áberandi í reykt-
um matvælum.
Ég uppgötvtiði þessi matvæli
fyrir nokkrum vikum í SÍS-verzI-
uninni í Austurstræti, spurði
hvaðan þau kæmu, og var mér
tjáð að þau kæmu frá Húsavík
og úr Mývatnssveit. Auðséð er,
að umræddir aðilar vanda Vöru
sína með afbrigðum vel, og kunn-
um við reykvískar húsmæður vel
að meta slíkt, og þykir mér
sjálfsagt, að þess sé geiið sem
ver er gert í framleiðslunni, en-
margt er það, sem sannarlega
mætti betur fara þar. Og vairr
betur, að ýmsir sem að matvæla-
framleiðslunni starfa, og virðart
ekki skilja nægjanlega vel lii5
mikilsverða hlutverk sitt, taki sór
til fyrirmyndar ofangreinda frar.i-
leiðendur.
Húsmóðir.
■ ■■■■■■■■■■■■
V.VAVi
Óskilahestor
Hjá lögreglunnl í Reykjavík
er í óskilum bleikskjóttur
’hestur, á að gizba 10 vctra.
Fannst dnni í Hvalfirði, er
meiddur á báðum framfótum.
Upplýsingar gefur Skúli Sveins
son, sími 16023 og Jónas Jóns-
son, sími 32861.
WVV.V.V.V.V.V.V.V.VAV