Tíminn - 21.07.1959, Side 6
T í M I N N, þriSjudaginn 21. júií 1939,
6
i—WhMiam-—
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Kitstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 305 og
18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn).
Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 323
Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13 948
' -----------
Þjóðarviljinn fékk ekki að njóta
sín í kosningunum
í REYKJAVÍKURBRÉFI
Mbl. á sunnudaginn var, er
íjokkuð minnzt á störf auka-
þingsins, sem byrjar fundi
sína í dag. í ummælum Mbl.
kemur það fram, að þingið
eigi að vera stutt, enda liggi
ekki annað fyrir en að stað-
festa möglunarlaust stjórnar
skrárbreytinguna, er sein-
asta Alþingi samþykkti, því
að % hlutar kjósenda hafi
lýst fylgi sínu við hana í ný-
loknum þingkosningum.
fíér skal síður en svo vera
mælt á móti því, að reynt
sé að hafa þinghaldið stutt.
Hitt er hins vegar fjarri lagi,
að kosningarnar hafi leitt í
ljós nokkurn glöggan þjóðar
vilja, er réttlæti tafarlausa
samþykkt stjórnarskrárbreyt
ingarinnar.
MEÐAN á kosningabar-
áttunni stóð, lögðu Fram-
sóknarmenn réttilega á það
höfuðáherzlu, að fyrst og
fremst ætti að kjósa um
stjórnarskrárbreytinguna, —
enda þingið rofið og efnt til
kosninganna vegna hennar,
samkvæmt beinum fyrirmæl
um stjórnarskrárinnar. — Af
hálfu ailra hinna flokkanna
fjögurra var hins vegar lagt
höfuðkapp á að andmæla
þessum málflutningi Fram-
söknarmanna og því haldið
hiklaust fram, að hér væri
aðeins um venjulegar kosn-
ingar að ræða og því ætti
ekki síður að kjósa um önn-
ur mál en kjördæmamálið.
Það var ekki heldur látið við
þetta sitja, heldur búin til
ýmis vigorð til þess að reyna
að draga athyglina frá kjör-
dæmamálinu að öðurm mál-
um. Þannig var t.d. aðalher-
óp Sjálfstæðismanna í kosn
ingabaráttunni: Aldrei aftur
vinstri stjórn. Af hálfu Al-
þýðubandalagsins var lögð
megináherzla á að kjósa ætti
um landhelgismálið og kaup-
lækkunarlögin. Alþýðuflokk
urinn lagði mikla áherzlu á
að auglýsa störf ríkisstjórn-
arinnar og reyna þannig að
draga athyglina frá kjör-
dætnamálinu. Þjóðvarnar-
flokkurinn ræddi einkum um
hermálin og svo flest mál
önnur en kjördæmamálið.
TIL þess að varpa nokkru
Ijósi á það, hvernig mál-
flutningi andstöðuflokka
Framsóknarflokksins var hag
að, þykir rétt að birta hér
ummæli úr forystugrein Mbl.
16. júní s,I. Þau eru á þessa
leið:
)VKjördæmabreytingin er
mikið mál, en þó aðeins eitt
af því, sem nú er kosið um ...
Allir, ekki síöur Framsóknar
menn en aðrir, gera sér og
grein fyrir því, að vonlaust
er, að Framsókn fái nægt
þingfyigi til að stöðva mál-
ið. Þeir, sem greiða Fram-
sókn atkvæði,. gera þaö því
ekki vegna kjördæmamálsins
heidur af þv'í, að þeir kjósa
yfir sig á ný sams konar
stjórnarfar og hér ríktl á
v-stj órnarárunum".
Á þessa leið var yfirleitt
allur- áróður Sjálfstæðis-
manna og annarra stuðnings
manna stjórnarskrárbreyt-
ingarinnar. Það var reynt að
draga athyglina að öðrum
málum meira en stjórnar-
skrárbreytingunni. Það var
reynt að láta líta svo út, að
raunverulega væri hún út-
rætt og afgreitt mál. Þegar
þessi málflutningur dugði
forkólfum Sjálfstæðisflokks-
ins ekki, var gripið til þess’
ráðs að beita ýmist sérstök-
um blíðmælum eða hótunum
við þá fylgismenn flokksins,
er álitnir voru eitthvað veik-
ir í trúnni.
AF ÞEIM ástæðum, sem
hér eru greindar, skiptu þeir
kjósendur áreiðanlega mörg
um þúsundum, sem kusu þrí
flokkana, þótt þeir væru and
vígir stj órnarskrárbreyting-
unni. Þeir létu blekkjast af
þessum mikla, samhljóða á-
róðri þríflokkanna, er yfir-
gnæfði málflutning Fram-
sóknarflokksins. Þess vegna
er varla hægt a‘ð hugsa sér
meiri rangtúlkun eða ljótari
meðferð á kjósendum en þeg
ar verið er að telja þessa kjós
endur sem stuöningsmenn
kjördæmabyltingairnnar.
Það fer þess vegna fjarri
því, að kosningarnar hafi
leitt í ljós hver þjóðarviljinn
er í kjördæmamálinu. Fjórir
flokkar sameinuðust um að
koma í veg fyrir, að kosning-
arnar snerust um kjördæma-
byltinguna og þeim heppnað
ist það alltof vel. Það er þó
nokkur vísbending um við-
horf almennings, að þrátt
fyrir þennan mikla áróður,
jók sá flokkur, er var and-
vígur breytingunni, fylgi sitt
verulega, einn allra flokk-
anna.
ÞETTA er forystumönn-
um þríflokkanna áreiðanlega
vel ljóst. Þeir eru ekki að
fara eftir neinum ákveðnum
þjóðarvilja, ef þeir knýja
kjördæmabreytinguna nú
fram með ofriki og aflsmun-
um. Ef þeir trúa raunveru-
lega, að þeir hafi þjóðarvilj-
ann með sér, eiga þeir að
sýna það í verki, með því að
fallast á, að betur verði geng-
ið eftir því, hver hann raun-
verulega er. Það á að vera
auðvelt, án þess að því fylgi
nein óeðlileg tímatöf.
Illu heilli höguðu þríflokk-
arnir þannig áróðri sínum í
kosningabaráttunni, að þús-
undir kjósenda létu blekkj-
ast og kusu því fremur um
önnur mál en kjördæma-
breytinguna. Forystumenn
þríflokkanna hafa enn tæki-
færi til að bæta fyrir það
brot, sem þeir gerðu sig seka
um með hinum ranga áröðri
sínum. Það tækifæri eiga þeir
að grípa á aukaþinginu. Þá
myndi hlutur þeirra batna
aö verðleikum.
iiiiimiiiiiimmiiiiiiimmiiiiimiiiiiiiiiiMiMiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiimmimiiiiiMimmiiiiiiitiiiiimiiiiiiiiiiiiiMiimiiimiiMiiiiii#
VIÐSJA:
Rússar vinna stórvirki í Asíu
segir Harriman eftir f er'ðalag sitt
BANDARÍKJAMENN hafa
ekki einu sinni heyrt minnzt á
lýðveldið okkar, sagði Dodok-
hudoev forsætisráðherra Tad-
zhikistans við mig í kvörtunar-
tón.
Tadzhik- ríki er eitt bezta
dæmið um það hvernig einræð-
isstjórn Sovétríkjanna hefur
tekizt með hjálp áætlananna að
koma á skjótri, féla.gslegri og
efnahagslegri þróun í afskekktu
landi.
ÞAÐ HLÝTUR að vekja
hrifningu fólksins í hinum van-
þróuðu löndum Suður-Asíu, hve
vel hér hefur tek^zt til. Fólkið
í þessum hluta heims bíður
óþolinmótt eftir betri kjörum
og aðbúð. Mönnum verður því
skiljanlegt hve lýðræðið á
skæðan keppinaut í þessum
hluta heims.
Höfuðborg Tadzþikistans var
fyrir rúmum þrjátíu árum síð-
an lítill bær með nokkur þús-
und íbúa, sem bjuggu í leirkof-
um, skorti vatn, sjúkrahús og
skóla og stóðu á lágkúrulegu
menningarstigi. Eftir að léns-
veldinu hafði verið steypt og
hinir gömlu siðir og venjur
lögð niður, hóf sovétstjórnin
stórfellda fjárfestingu í land-
inu, byggði skóla, sjúkrahús,
endurbætti iðnað og landbúnað
og flutti inn stórvirk tæki.
STALINABAD er nú blómleg
borg með 200 þús. íbúa, og Do-
dokhudoev forsætisráðherra
fullyrðir að lýðveldið, sem hef-
ur tvær miljónir íbúa, standi
vel efnahagslega, og sé jafnvel
aflögufært.
Efnahagsferði Tadzhihistans
grundvallast aðallega á bómull
og bómullarvörum. Áður fyrr
var aðeins ræktuð snögghærð
bómull, sem aðeins gaf af sér
nokkur þúsund tonn á ári, en
nú hafa menn hafið framleiðslu
á síðhærðri bómull og fram-
leiðslan er nú sambærileg við
Kaliforníu o.g gefur ríkinu tvö
hundruð millj. dollara tekjur á
ári.
NÝIR STÍFLUGARÐAR og
áveituskurðir hafa verið byggð
ir, og stór flæmi af áður órækt-
anlegu landi hafa verið brotin
til ræktunar. Vísindamenn
landsins tala hlýlega um banda-
ríska verkfræðinga, sem hjálp-
uðu þeim við byggingu áveitu-
kerfisins.
VEFNAÐARVERKSMIÐJA í
Stalinabad framleiðir nú 40—
50 þús. metra af dúk á ári, og
það er reiknað með að búið
verði að tvöfalda framleiðsluna
árið 1964. Hve það gefur mikið
í aðra hönd, sést glögglega af
því, að framleiðslukostnaður
hvers metra er um 20 cent en
söluverð 70 cent.
Þeir menn, sem hafa byggt
upp efnahag landsins, hafa átt
við marga erfiðleika að etja.
Vísindamenn sögðu að stór
hluti áveitulandsins hefði verið
ónothæfur vegna þess hve jarð-
vegur var mengaður salti. Þeim
tókst þó að finna aðferð til að
skola saltið burt. Forstjóri vefn-
aðarverksmiðjunnar sagði mér,
að hann hefði þurft að mennta
3 þús. verkamenn til þess að
þeir gætu stjórnað spunavélum
og vefstólum verksmiðjunnar.
FYRIR ÞRJÁTÍU ÁRUM var
tæplega hægt að finna nokkurn
læk.ni í landinu, en nú er einn
læknir fyrir hverja 870 íbúa og
hjúkrunarkona fyrir hverja 242.
r----------------------------•>.
W. AVERELL HARRIMAN,
fyrrv. sendiherra i Moksvu og
London, og ríkisstjóri í New
York ríki, skrifar þessa grein,
sem hér birtist í lauslegri þýð-
ingu. Segir hann þar frá hinni
geysilegu tækni, iðnaðarlegu,
efnahagslegu og stjórnarfars-
legu framþróun, sem orðið hef
ur undir sovétstjórn í ríkjum
Mið-Asíu. Hann tekur alþýðu-
lýðveldið Tadzhikistan, sem
daemi um þetta, og telur að
þessi árangur Rússa hafi mjög
mikið áróðursgildi fyrir þá
gagnvart hinum vanþróuðu
löndum og getl það orðið vest
rænum lýðræðisríkjum óþæg-
ur Ijár í þúfu í baráttunni um
hylli þessara þjóða.
v-----------—________________i
Eg heimsótti annað barnasjúkra
húsið í Stalinabad. Það var
mjög fullkomið og hreinlegt og
læknar og hjúkrunarkonur voru
án efa mjög dugleg og vel slarfi
sínu vaxin.
Malaría og trakóma (augn-
sjúkdómur) hafa herjað i Mið-
Asíu í aldaraðir og hafa verið
landlægar plágur í Tadzhikist-
an. Ef malarían hefði ekki verið
til staðar, þá hefði fjöldi fólks
dáið úr hungri vegna mann-
fjölgunar, sagði embættismaður
einn við mig. En nú er búið að
hefta malaríuna og trakómuna
og auk þess sjá fólkinu fyrir lífs
viðurværi. Stalinabad er ný-
tízku borg með breiðum stræt-
um og trjágörðum, og það sem
skilur hana frá flestum öðrum
borgum Mið-Asíu er það, hve
hreinleg hún er o.g þokkaleg.
Ryk og sót þýðir það sama hér
í þessu hálfhitabeltisloftslagi
og sjúkdómar, þess vegna verð-
um við að halda borginni
heinni, sagði embættismaður
einn við mig.
NÁMSÞORSTINN er mikill í
Sovétríkjunum, og hann hefur
breytt Tarzhikistan úr landi,
þar sem allir voru ólæsir og
óskrifandi, í lrmd þar 'sem að-
eins elzta kynslóðin er ekki læs
og skrifandi. 1929 voru þrír skól
ar í landinu, en nú eru 2600
skólar starfræktir þar.
Þessi ákafa leit eftir þekk-
ingu hefur borið ríkulegan á-
vöxt. Þegar ég var sendiherra
í Rússlandi, minntist ég oft á
það við Stalin marskálk, hvern-
ig hann hygðist leysa „minni-
um Mií-Asíu
hlutavandamálið “ í Sovétríkj- =
unum. Mér skildist á honum, =
að hann teldi heppilegast að |
skapa hinum einstöku ríkjum |
skilyrði til að þroska hina isér- |
stöku þjóðmennin,gu sína og |
arfleifð, þó svo að þeim yrðu \
settar allþröngar skorður til að i
skera sig um of úr. Þetta hefur =
rætz,t að miklu leyti. Þegar ég . =
heimsótti ballettinn . í Stalin- =
abad, furðaði mig á hinni sér- f
stöku og þjóðlegu túlkun þeirra . f
á ballettum og þjóðdönskum, f
svo og hinni sérstæðu tónlist f
þeirra. Við háskólana er haldið f
uppi víðtækum sögurannsókn- |
um um uppruna og sögu þjóð- =
arinnar. Margt fleira mætti tína |
til um hina sérstöku þjóðmenn- f
ingu, sem ríkir í landinu.
ÞAÐ TÓK EKKI nema þrjár I
kynslóðir fyrir hindúana að I
gleypa molbúana, sagði ei-nn 1
þarlendur embættismaður við \
mig. Þannig mun fara fyrir öll- f
um landvinningamönnum í |
Asíu. Bros hans gaf til kynna, |
að hann vonaðist til að sagan =
myndi endurtaka sig með þá |
frá Moskvu, svo að þjóðin fengi f
meiri sjálfstjórn. f
Gott dæmi um þessa þróun er f
vísindaakademían. Þegar aka- f
demían var sett á laggirnar fyr- f
ir 10 árum, voru flestir með- f
limirnir Rússar. Nú eru 70% |
meðlimanna Tadzhikar.
FORSETI AKADEMÍUNN- |
AR, sem er prófessor í eðlis- f
fræði, sagði mér stoltur frá því, f
að hann væri ættaður frá litlu f
þorpi í norðurhluta landsins og f
hefði misst báða foreldra sína |
sem drengstauli. Þegar hann =
hafði lokið barnaskólanámi, var =
hann svo heppinn að komast til =
Thaskent, þar sem hann lauk f
undirbúningsnámi sinu. Síðan f
komst hann til Leningrad og I
lauk námi sínu í eðlisfræði. f
Nú telur akademían þrettán |
stofnanir, sem rannsaka hag- |
nýt verkefni fyrir landið. Jarð- =
fræðistofnun heldur uppi víð- =
tækum rannsóknum og leit I
eftir málmum. Landbúnaðarsér- 1
fræðingar bæta búfjárstofninn, \
auka jarðabætur og áveitukerfi. f
Með flu.gvélum er sáð fræi yfir f
kleltana til að auka kvikfjár- f
beit, en 90% landsins er klett- I
ótt. =
TADZHIKISTANS er aðeins |
dæmi um þróunina í löndum \
Mið-Asíu. Þau stórvirki,. sem f
sovétstjórnin hefur gert í hin- f
um vanþróuðu löndum Asíu. f
Rússar hafa unnið sér hylli f
þessara þjóða með umbótum i
sínum. Hin vestrænu lýðræðis- i
ríki verða að gera sér ljóst, að i
,,styrjaldir“ framtíðarinnar =
verða háðar á vettvangi efna- f
hagsmála, og þá fyrst og fremst f
efnahagsaðstoðar við vanþróuð f
lönd. Lýðræðisríkin ættu að f
auka til muna efnahagsaðstoð i
sína við þjóðir Asíu og tryggja i
þeim framfarir og velmegun — =
og síðast en ekki sizt frelsi.
7iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.iiih;iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii> iimiiiiiiiiiiimiiniiiimiMiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiHiiiiniiiiiiiiiiimiiniimniiniiuii
Ný bók um íslenzk íbúðarhús
Út er komin hjá. Almenna bóka-
félaginu bók mánaðarins fyrir
júlí. Nefnist hún íslenzk íbú'ðar-
hús og hafa þeir Hörður Bjarna-
son, húsameistari ríkisins og Atli
Már annazt útgáfuna að öllu leyti.
íslenzk íbúðarhús er 168 bls. að
stærð, en af því eru 110 mynda-
síður. Eru þar sýnd 31 íbúðar-
hús, frá smáíbúðarhúsum upp í
fjölbýlishús, utan- og innanhúss-
myndir ásamt teikningu af grunn-
fleti húsanna og skýringum
Enn fremur eru í bókinni tækni
legar greinar og fylgja flestum
þeirra nákvæmar skýringarmynd-
ir. Þessir eru höfunda geinanna:
Hörður Bjarnason, sem skrifar all
langan formála, er hann nefnir
Bókin og byggmgarnar. Fjallar sú
g.rein m. a. allýtarlega um hlut-
verk arkitektsins við byggingu
hússins. Helgi Hallgrímsson, hús-
gagnaarkitekt, skrifar um eldhús-
innréttingar, Sveinn Torfi Sveins-
son, verkfræðingur, um einangr-
un og upphitun húsa, Jón Á.
Bjarnason, verkfræðingur, um lýs
ingu íbúða og dr. Jón Sigurðsson,
borgarlæknir, um hollustuhætti í-
búðanna. Loks er þýdd grein, er
nefnist Litir og litaval.
Ljósmyndirnar hafa þeir Pélur
Thomsen og Andrés Kolbeinsson
tekið, setningu leturs hefur ísa-
íoldarprentsmiðja annazt, en að
öðru leyti hefur Lithoprent unnið
bókina, og er fráigiangur allur
hinn smekklegasti.
Bókin hefur verið send til um-
boðsmanna Almenna bókafélags-
ins um land allt, en félagsmenn
í Reykjavík vitji hennar í af-
greiðslu félagsins að Tjarnargötu
16.