Tíminn - 23.07.1959, Page 3

Tíminn - 23.07.1959, Page 3
TÍ IVUNN, fimmtudaginn 23. júlí 1959. Fred Astaire - endurminningar [ | I I Enginn sleikipinni - Með drísil í kroppnum - llla við rauðbeður - Leiðindafugl - Nefndur eftir keis- ara - Þolinmóður biðill - „Ég er mjög erfiður við- fangs fyrir blaðamenn og á tímabili var ég á lista með tíu fremstu yfir hina mest fráhrindandi leikara í Holly- wood, þótt mér fyndist ég gera allt sem ég gat til að hugnast ekki hvað síit BLAÐAKONUM, en ég gat ómögulega þolað spurninga- flóð þeirra." Þannig kemst Fred Astaire að orði í endurminnlngum slnum, „Steps In Time,“ sem kom út í New York í vor. Þetta er þykk og verkleg bók, telur 338 síður, ásamt mörgum myndum úr einka- lífi hans og kvikmyndum. Og hann virðist eftir þeirri bók að dæma, vera mjög hreinskilinn, hafa gefið sér tíma til að gagnrýna sjálfan isig og skoða frá flestum sjónar- hornum.. Niðurstaðan, sem hann kemst að, er hrífandi óg kemur á óvart, því flestir höfðu fengið allt aðrar hugmyndir um þessa léttúð- ugu hetju í Flying Down To Rio, Roberta, Top Hat, Shall We Dance og Let’s Dance, svo lítið eitt sé nefnt af þeim 31 kvikmyndum, sem hann hefur dansað síðastliðin 26 ár. — Mér er meinilla við að láta fólk verða fyrir vonbrigðum, en einstaka sinnum neyðist ég til þess, og ég er viss um, að meiri háttar m.isskilningur. er ríkjandi um það, hvers konar náungi ég eiginlega er. Fólk tekur mig áreiðanle.ga fyrir eins konar sleikipinna, sem dansar á rósum gegnum lífið, með fíflaglott á andlitinu, gefinh í'slak- ara lagi, og alltof léttfættur og létúðugur til þess að skilja, hváð um er að vera í kringum mig. „Vondur maður" 'En í rauninni er ég alls ekki svona. í raun og veru er ég jafn- vægislaus, óþolinmóðnr, erfitt -að gera mér til hæfis, gagnrýninn, og eins og James iGagney sagði við mig fyrir nokkrum árum: — Þér verðið að skilja það, að í yður er óstýrilátur drísill! Þér eruð í raun- inni ekki laus við að vera þorpári. — Þótt ég eigi á hættu að koll- varpa hugmyndum mann< um jnig, verð ég að viðurkenna, að ég þoli alls ekki pípuhatta, hví( Blifsi eða kjól og hvítt. Ég kem ævin- lega of seint í miðdegisverf arboð og fer ekki í smóking, þega ■ ég á að géra það, eða gagnstætt. Sömu- leiðis man ég aldrei, hvar og hve- nær ég á að koma í þessi boð.Ég set alltaf bletti á dúkinn, það er ekki alltaf mér að kenna, en þeir koma samt. Sérstaklega á ég leið- inlegar endurminningár Um rauð- foeður. Andlaus og illa klæddur Nei, dömur og herrar. Hinn kærulausi, ólastanlega klæddi heimsmaður Fred Astaire er ekki til. Hattar minir eru of litlir, jakk- inn er of stuttur, ég geng ekki, ég ráfa. Gallarnir eru mun fleiri en kostirnir. Ég er gamansamur í eðli mínu, en það kemur sjaldnast upp á yfirborðið. Þegar ég gleðst, er það yfir hlutum, sem ég hefði átt að ergjast yfir og öfugt. Já, þið megið vera viss um það, að ég er leiðindafugl. Með þessum orðum lýkur hann skýr.slugerð um sjálfan sig, og ligg- ur við, að lesendur verði á „saua máli og síðasti ræðumaður." Eftir því, sem minningar hans ber fyrir augun, eina eftir aðra, magnast vissan um það, að hann er ekki lík-t því eins skem-mtilegur og hann virðist eftir myndum h-ans að dæma. Og ef helmingurinn af því, sem hann heldur fram, er sannur, er gersamlega -ómögulegt að um- ganga-st hann. Hann virðist hafa lifað erfiðu en arðbæru lífi, síðan hann sem smápa-tti lagði af stað út í heim. 'Hann er nú 59 ára. Upprun iog bernska Faðir hans var fæddur í Wien, en flutti til New York 1895 og hélt þaðan áfram til Omaha. Þar fékk hann vinnu við bruggunarstöðin-a Storz Brewing Co. Ári síðar giftist hann stúlku frá Omaha, og á til- settum -tíma kom dóttirin Adela, skírð ef-tir einni af persónum „Leð- urblökunnar“, næstur kom Fred- erick, hlaut nafn sitt eftir Frið- rik keisara. Hvorki móðirin né hörnin voru þó til frambúðar hjá föðurnum, því 4—5 árum eftir -tU- komu Freds, fór konan með börnin til New York. Adele hafði sýnt hæfileika til að dansa og hún átti -að fá tækifæri til að þroska þá gáfu. Fred var of lítill til þess fið skiljas-t við móður -sína. Þe-gar Adele koms-t í dansskólann, fylgdi Fred litli með. Uppeldi og æska Þannig komust þau í þannig komust þau hið allra fyrsta, se-m þau sáu, \ m söngleikurinn The Soul Kiss, með við sáum, og við fylgdumst með honum af gaumgæfni," segir Fred Föður þeirr-a gek-k mjög vel vi-nn •an, hann -gat sent fjölskyldunni sívaxandi fjármagn og 'kom sjálfur oft til New York. Á því var enginn vafi, að framtíðarhraut systkinanna skylcíi liggja yfir dansgólf, og þeg- ar þau voru 12—-13 ára, stóðu þau sjálf ' fyrir eigin dansflokki, sem þau hugöust ferðast með um landið. Gelgjuskeið , En tnú tók Adeile, sem var nokkru eldri en Fred, að vaxa og þroskast. En hann stóð kyrr í -------------------------------------- þroska, og þar sem aldursmismun-'parjg sv0 ósamsett, að enginn urinn var „ ekki í rétta átt,“ var| iFramhald é b. «Su Ungfrú ísland á Long Beach KVIKMYNDIR Skuggi íortíSarinnar Skuggi fortíðarinoar. — Banda- rísk mynd. — Aðalhlutverk: Ric- hard Egan, Dorothy Malone, Ca- meron Mitcheit. — Sýningarstað- ur Gamla Bíó. Söguþráður þessarar myndar getu-r vart talizt merkilegur að öðru leytj en því, að kvenfólks gætir þar blessunarlega lítið. Kúreki ein að nafni Wes (Rie’ha-rd Egan), er sakaður um að hafa skotið fé- laga sinn, eftirlýstan stigamann, -án þess að gefa honum tækifæri til heiðarlegs bardaga. Wes slepp ur við hengingu og fær auk held- ur peninga þá, sem settir voru félaga bans til höfuðs, en vill ekkert með þá hafa. L«g er samið um atburð þennan og texti við, og verður feyki vjnsælt hjá öllum öðrum en Wes, sem tekur sig upp og ferðast um und- ir föl'sku nafni. Inn í atburðarás- ina dragast ýmsir atburðir, til- raun til póstva-gnsráns og fleira, en að lokum foafnar Wes í smá- foæ einum, þar sem allt er í hers foöndum vegna nautgripareksturs, sem komið hefur frá Texas, en rekst-rarmenn láta ófriðlega í bænum. ,,Sýslumaður" er foálfgerð gunga, og það kemur í hlut Wes að hefja foann upp úr ræfildóminum, og um leið ljóstrar hann upp um sitt rétta nafn. Allt fer vel að lokum eins og búast mátti við, og skuggi fortíðarinnar hvílir nú ekki eins og ma-ra á Wes likt og áður, er hann er orðin hetja í bænum. — Fremur l'ítil spenna er í mynd þessari, en leikur allsæ-milegur. —H.H. — Blaðinu barst eftirfar- andi bréf frá Rhuna Emery, 5046 Elm Ave, Long Beach, Kaliforníu, sem er blaðafull- trúi ungfrú Sigríðar Þorvalds dóttur, fulltrúa íslands á feg- urðarsamkeppninni á Long Beach: Sigríður Þorvaldsdóttir, ljós- hærð og brúneyg, þriðji fulltrúi Œslands í Miss Universe keppninni á Long Beach, er komin þangað ásamt sæg af keppinautum frá -Bandaríkjunum og fleiri þjóðum. það __W Réu reislÆ , ferðaiJ ^eð V>'^ “■hvar 1 l»l v, L . «RTr alUal HOZ. mer V „ wola ray*- , I velhirVan Y.o\\ \oma ' . «ir hala -n Þrjár fegurðardísir: ungfrú Ítalía, nngfrú Belgía og ungfrú Tyrkland -misstu af ferð vegna inflúenzufar- aldurs, en vomast til að ná í tæka tið til þess að taka þátt í þessari árlegu samkeppni, þar sem 80 full- -trúar veika kynsins keppa um titil- inn Miss Universe, fegursta stúlka heims. Um komuna til New York, konist Ungfrú ísland svo að orði: — Hús- in ná upp i himininn, og ég varð fyrir mikium áhrifum af heimsókn minni itil Bandaríkjanna, hinum mörgu gjöfum s-em við fengum, m. a. gullarmband með vemdar- grip, sem tákn-ar lykilinn að New York-borg. En mest þótti 'mér þó gaman á Broadway, þar sem hin miklu leikrit eru sviðsett. Það er ekkert undarlegt, þar sem ungfrú ísland ætlar að halda áfram för sinni á leiklistarbrautinni. Sigríður og Perry Como Ásamt fleiri stúlkum .kom hún fram í nokkrum sjónvarpssýning- um í New York, m. a. með einum vinsælasta skemmtikrafti i Ame- ríku, Perry Como. Þegar stúlkurnar komu til Long Beach, var tekið á móti þeim af fjölda -aðdáenda, herskara frétta- manna, Ijósmyndara og sjónvarps- manna, auk þeirrar, sem titilinn hreppti síðasta ár, fegurðardrottn- ingar Bandaríkjanna og fram- kvæmdastjórum keppninnar. Stúlk urnar komu fram í þjóðbúningum heimalanda sinna. Sk-autbúningur Sigríðar vakti -geysimikla -athygli. Ailir keppinautarnir eru hýstir og nærðir undir einu þaki, í einu af vönduðustu gistihúsum 'Löngu Fjöru, þar sem lögreglu- menn gæta þeirra nótt og nýt- an dag, og vandlega útvaldar þjón- ustustúlkur veita þeim beina. í skemmtigarðinum Fyrsti dagurinn á Löngu Fjöru fór í skráningu, mátun baðfata, endalausar ljósmyndanir og viðtöl hjá sundlaug gistihú-ssins, heim- sóknir og því um lík-t, en ungfrú ísland og tvær aðrar, notuðu tí-m ann til þess að fara í hinn fræga skemmtigarð Pike Amusement Park, og reyna þar hin ýmsu skemmtitæki. Þegar þær sneru- svo aftur til gistihússins, voru þær með föngin full af verðlaunum, sætindum, höttu'm, og hver um sig með stóran Teddýbjörn (bangsa). Síðar um daginn var farið með stúlkurnar í hringferð um horg- ina. Var ungfi'ú ísland þreytt, að loknurn fyrsta degi á Löngu fjöru? Ekki minnstu vitund. Hver getur leyft sér að vera þreytt strax? Enn eru eftir 9 erfiðir dagar. En hin elskuleg-a Sigríður er mjög áköf í að reynas-t verðugur full- trúi fyrir sitt litla land í þessari miklu alheimsfegurðarsamkeppni. Hún sendir sínar beztu kveðjur heim og lætur í ljósi þakklæti sitt fyrir a'ð fá tækifæri til að taka þátt í keppninni af íslands hálfu. Long Beaeh, 16. íúlí 1959.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.