Tíminn - 23.07.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.07.1959, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, fimmtudaginn 23. júií 1959 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301,18 302,18 303, 18 305 og 18 306 (skrifst., ritstjómin og blaðamenn). Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 323 Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13 948 VÍÐSJÁ: Castró styrkir sig í sessi Ef landbúnaftarbylting hans heppnast, getur þa'ð haft mikilvæg áhrif í f Mií- og Súður-Ameríku Dómur aðalritstjórans NAUMAST verður því neitað, að stundum gæti æði mjkils ofstækis í stjórnmála baráttu okkar íslendinga. — Viil það jafnvel við brenna, að æruverðugir pólitíkusar teíji andstöðuflokka sína að miklum hluta skipaða full- komnum fáráölingum. Aftur á móti sé hina greindari þjóð félagsfeorgara fyrst að finna í þeirra eigin fylkingu. Því- líkur munnsöfnuður missir auðvitað algjörlega marks í augum alls sæmilegs fólks. Góðgjarnasta skýringin á honum er að sjálfsögðu skort ur á sæmilegu gáfnafari hjá þeim, sem viðhafa hann, því kæmi ekki sú afsökun til, væri undirrót hans annars eölis og lakara. . Segja má, að fyrst kast- aði þó tólfunum, þegar flokksforingjar fara að gefa í skyn, að greindarvísitala þeirra eigin flokksmanna sé góðan spöl fyrir neðan meðal lag. En einmitt það virðist háfa hent þá Mbl.-menn þessa dagana.. Óefað gerir ritstjórn blaösins ráð fyrir, að kaupendur þess séu yfir leitt sæmilega stautfærir á íslenzkt mál. Hins vegar virð ist hún ekki reikna með. því að þeir séu mikið að velta fyrir sér samhenginu í á- róðri blaðsins. í þeim efnum muni þeir láta hverjum degi nægja sína þjáningu. MJÖG verður að teljast vafasamt að þetta álit aðal- ritstjóra Mbl. og húskarla hans í höllinni við Aðal- stræti, á lesendum blaðsins, fái staðist. Ætla má þvert á móti að þessir lesendur minn ist þess mæta vel, að fyrir síðustu kosningar var það megin uppistaöan i málflutn ingi.Mbl. að þær snerust um flest mál fremur en kjör- dæmabyltinguna. Dag eftir dag og-viku eftir viku var á því alið í blaðinu ,að nú væri fyrst og fremst um það kosið hvort aftur ætti að mynda svonéfnda „vinstri stjórn" eða ,ekki. Það væri aðalmál kosninganna og atkvæðaseð- illinn ætti fyrst og fremst aö gefa í skyn afstöðu kjós- andans til slíkrar stjórnar- myndunar. Áþekk þessu var afstaða annara stjórnmála- bláða utan málgagna Fram- sóknarflokksins. Sá stjórnar flokkurinn, sem um stundar sakir kúrir í ráðherrastóhm um óg finnst sér þannig hafa veitzt dýrðin, þó að mátturinn sé annara, laeði á það megin áherzlu, að kos ið væri um ,.störf“ og „stefnu“ ríkisstjórnarinnar, vitandi bað að ef flokkurinn fenei ekki einhverja umbun fyrir „afrek“ sín nú þegar myndi innheimta launanna ganga erfiðlega síðar. Al- þýðubandalagið var ekki á þeim buxunum. frekar en aðrir flokkar kiördæmabvlt ingarirmnr. að kjósa ætti um hartu. RáXamönnum bar vQr það Ijóst, að landhelgismálið er máia vmsælast með þjóð- inni. Þeir hafa lagt á það verulegt kapp að télja lands mönnum trú um að Lúðvík Jósefsson og flokkur hans hafi gegnt einhverju sér- stöku forystuhlutverki við útfærslu landhelginnar og öðrum væri ekki til þess trú- andi, að standa þar í stafni. Hafa þeir við útbreiðslu þess áróðurs notið dyggilegrar að stoðar íhaldsins og er það næsta t.orskilin liðveizía við hagsmuni íslenzku þjóðar- innar í þessari frelsisbaráttu hennar. Boðskapur Þjóðvilj- ans var því sá, að kjósa ætti um landhelgismáliö. ÞANNIG var tónninn í málgögnum þríflokkanna fyr ir kosningar. Sami söngurinn var kyrjaður af áróðursmönn um flokkanna á fundum og í viðtölum við menn um allt land. Yfirleitt fengust þeir ekki ótilneyddir til að ræða kjörd.málið. Svo langt var jafnvel gengið í því að mis- bjóða heilbrigðri skynsemi kjósenda, að þeim var bein- línis sagt, að um þetta mál þýddi ekki að ræða. Það væri þegar samþykkt af þremur þingflokkum og úr því hefðu háttvirtir kjósendur ekkert um það að segja. Auðvitað hafði þetta sín áhrif. Enginn skyniborinn maður efast um að með þessum látlausa á- róðri tókst að verulegu leyti að koma í veg fyrir að raun- veruleg afstaða þjóðarheild- arinnar til kjördæmabylting arinnar kæmi í Ijós í kosn- ingunum. EN hver er svo sónninn í þessum sömu mönnum nú að afstöðnum kosningum? Jú, úrslit þeirra voru ekki fyrr kunn en upp var kveð- inn sá Salómonsdómur, að rúm 70% kjósenda hefði tjáð sig samþykka kjördæmabylt- ingunni. Og sjálfur aðalrit- stjóri Mbl., höfundur og aðal talsmaður þeirrar kostug- legu kenningar að um kjör- dæmamálið ætti alls ekki að kjósa, heldur um vinstri stjórnina og fjárráð SÍS, seg- ir i blaði sínu s.l. sunnudag: „Önnur mál er óeðlilegt að taka fyrir á þingi, sem fyrst og fremst var kosið til vegna kjördæmabreytingar- innar“. Var þá eftir allt saman ekki kosið um vinstri stjórn ina og SÍS? Ætlar aðalrit- stjórmn að halda þvi fram, að hinn þindarlausi áróður hans og annara málpípna íhaldsins hafi verið algjör- lega áhrifalaus? Telur hann að lesendur Mbl. séu yfir- leitt skynvana og hugsunar laus múgur, sem ekkert átti sig á hvort þaö, sem sagt er í dag, brýtur í bága við boö- skapinn frá því í gær eða ekki? Sjálfsagt telur aðalrit stjórinn sig þekkja sína hiörð. En að óreyndu verður bví ekki trúað að dómur hans um söfnuðinn sé réttur. i Um SEINUSTU HELGI gerð- l ist sá atburður á Kúbu, að | byltingarforinginn Fidel Cast- | ró, sem brauzt þar til valda | um seinustu áramót, hótaði að | leggja niður starf sitt sem for- I sætisráðherra vegna ágreinings | við forseta landsins. Þegar | fregnir bárust af þessu, | streymdi strax mikill mann- | fjöldi til forsetahallarinnar, og | sá forsetinn það ráð vænzt, að j segja af sér og laumast út um | bakdyrnar. Castró féllst þá I á að gegna embætti for- § sætisráðherrans áfram, og 1 einn af nánustu samstarfs- | mönnum hans var tilnefndur | forseti. Þykir þetta sýna, að 1 Castró njóti mikilla vinsælda | hjá alþýðu manna. Erlendir | blaðamenn telja, að mikill f meirihluti þjóðarinnar dýrki | hann sem þjóðhetju. | ÞAÐ ER annars ekki ótítt í | eyríkjunum í Karabiska hafinu, I fremur en annars staðar í hinni = latnesku Ameríku, að fyrirferð- 1 armiklir byltingarforingjar hefj | ist þar til valda, njóti mikillar | lýðhylli um skeið, misnoti síðan i völdin og hrökklist að lokum | frá völdum við litla sæmd og | stundum höfðinu styttri. Svo | getur að sjálfsögðu farið, að | saga Fidel Castrós eigi eftir að | verða á þessa leið. Margt bend- | ir hins vegar til þess, að hann | sé af talsvert annarri gerð en | fyrirrennarar hans, og stjórnar | forysfca hans eigi ekki aðeins | cftir að reynast örlagarik fyrir | Kúbu, heidur jafnvel alla hina i latnesku Ameríku. 1 ÁSTÆÐAN til þeirra at- 1 burða, er gerðust á Kúbu um | seinustu helgi, og áður er | minnzt á, var einkum ágrein- | ingur milli Castrós og forsetans, i Urrutia, um skiptingu stórjarða, i sem stjórn Castrós byggst nú | að framkvæma. Forsetanum 1 þótti Castró ganga þar oft rót- I tækt til verks og vildi ekki for- | dæma nógu harðlega þá, sem | héldu því fram, að þessar ráð- | stafanir nálguðust það að vera : kommúnismi. Urrutia er maður i íhaldssinnaður, en hafði unnið 1 sér orð sem réttlátur og frjáls- 1 lyndur dómari. Vegna íhalds- | samra skoðana sinna, mun hon- | um hafa litizt miður vel á | stefnu Castrós í jarðeignamál- | inu, og reyndi því heldur að | hamla gegn henni. Þetta þoldi i Casferó ekki, og losaði sig því I við hann. Fleiri af fyrri sam- | starfsmönnum Castros hafa yfir | gefið hann af þessum ástæðum, | m. a. maður, sem um stund | var yfirmaður flughersins, en | hann hefur nú leitað hælis í | Bandaríkjunum og rekur þar I þann áróður gegn Castró, að I hann sé kommúnisti. ÞVÍ virðist hins vegar fara fjarri, að hægt sé að flokka stefnu Castrós í jarðamálinu undir kommúnisma, því að meg- intilgangur hennar er að skipta stórjörðum milli smábænda og koma þannig upp sjálfstæðri og sæmilega bjargálna bændastétt. Fram að þessu hafa landeignir á Kúbu aðallega verið í hönd- um tiltölulega fárra stórbænda eða aitðhringa. Steína sú, er Castró beitir sér fyrir, er vafa- laust rétt, en hún er hins vegar erfið í framkvæmd. Það er hætt við, að hún hafi í för með sér verulegan samdrátt fram- leiðslunnar fyrst í stað, m. a. vegna þess, að ýmissi vélavinnu verði ekki komið eins vel við á smábúum og stórbúum. Það tekur líka sinn tíma að koma upp vel hæfri bændastétt, þar sem margir hinna nýju bænda hafa aðeins stundað verka- mannsstörf áður, og hafa því ekki vanizt á stjórnsemi. Castró reynir að bæta úr þessu með því að hafa samvinnurekstur um ýmsa vélanotkun, sölu af- urða, innkaup o. s. frv. Þrátt fyrir það, má búast við því, að lafidbúnaðabyilting Castrós leiði til nokkurs samdráttar um skeið, enda munu andstæðingar hans torvelda framkvæmd henn ar eftir megni. Heppnist hún hins vegar vel að lokum, getur hún haft hin mikilvægustu áhrif í flestum löndum hinir latnesku Ame- ríku. FLESTUM þeim erlendum blaðamönnum, sem hafa heim- sótt Kúbu undanfarið, kemur saman um, að stjórn Castrós sé eina stjórnin, sem þar hafi nokkurn tírna verið, er reynir Fldel Castró að starfa heiðarlega. Það hafi = þegar orðið furðulega vel á- j gengt í því að uppræta margs j konar fjármálaspillingu, sem j ýmsum auðmönnum og hring- I um hélzt uppi áður. Laun ráð- i herra og annarra háttsettra = starfsmanna eru stórum lægri = en áður, og mjög hart er tekið á | öllum misfellum í atvinnu- = rekstri. Ilins vegar hafa þær j breytingar, sem verið er að i gera, valdið nokkurri trufíun á j ýmsum sviðum, og því sé t. d. = atvinnuástandið tæpast eins = gott og áður. Þetta elgi hins í vegar að geta staðið til bóta. j Það getur oltið mjög á af- | stöðu Bandaríkjanna, hvernig j Castro kemur til með að farn- j ast. Kúba er mjög háð viðskipt- j um við Bandaríkin. Bandaríkin = kaupa mikið af útflutningsvör- I um, sem Kúbubúar framleiða. i Ýmsar ráðstafanir Castrós | mæða hart á Bandaríkjamönn- = u-m t.d. þeim, sem eig-a jarðeign = ir á Kúbu. en samkv. jarðeigna- j löggjöf hans, mega engir út- j lendingar eiga landeignir þar. j Afturhaldssöm öfl í Bandaríkj- j unum reka líka mjög harðan j áróður gegn Castró. Stjórn j Bandaríkjanna hefur þó fram ? að þessu forðazt að sýna honum = nokkra óvinsemd. Slíkt gæti 1 líka reynzt Bandarikjunum j hættulegt, því að frjálslynd öfl j í latnesku Ameríku standa yfir- j leitt með Castró, og þau virð- j ast nú hvarvetna í mikilli fram- | sókn. Sumir stuðningsmenn = Castrós láta líka óspart í það | skína, að hann myndi leita lið- | sinni-s Rússa, ,ef, Bandaríkja- | menn sýndu honum fjandskap. j EF stjórn Oastrós heppnast j sæmilega vel, mun fordæmi | hennar vafalaust hafa ’mikil | áhrif í allri hinni latnesku § Ameríku, eins og áður segir. | Þó er líklegt, að áhrifin frá j henni geti orðið sterk í næstu j nágrannaríkjunum, þ. e. í Haiti j og Dominikanska lýðveldinu. = Afturhaldssamar einvaldsstjórn 1 ir sitja nú að völdum í þessurn j löndum. Þegar hefur kastazt j mjög í kekki milli Castrós og j Trujillos, einræðisherrans í = Dominikanska lýðveldinu, en = hann á nú orðið lengri valda- | feril að baki en nokk.ur annar j einræðisherra í þessum hluta j heirns. Trujillos hefur verið j talinn mjög sterkur í sessi, en | andstaðan gegn honum hefur = mjög magnazt síðan Castró kom = til sögunnar. Það sýnir -bezt, að I áhrif Castrós ná nú langt út j fyrir Kúbu, enda má með mikl- j um rétti segja að hann sé nú j svipaður merkisberi frelsis- j hreyfingar alþýðu í latnesku | Ameríku og Nasser er merkis- = beri arabisku þjóðernisstefn- = unnar. Þ.Þ. = lllllllllllllllllllllllllllllllllllll•llllllllllllllllllllllllllllll^lll,,l,,•*,,,,,,,,,,,,•,,,,,,,,*,,,,,,, iiiiiiimiimiimimimmiiiiimiiiiiiiiimmimmiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiimmi Bréf frá Vínarborg: Hermann Prey — nýr Diskau? Þegar Hermann Prey söng fyrir Reykvíkinga í september 1957, heyrðust einstaka/ nafnlausar radd ir láta í Ijós þá skoðun, að hann ætti eftir að verða Fischer-Diskau ofjarl. Á söngskemmtun hans í Bn/hm-s-sal tójnlistarvinafél-aglkins í kvöld heyrði ég prófessor við óperudei-ld tónlistarakademíunnar segja við þýzkan gagnrýnanda: „FischerJDiskau hefur hljómþýða og hrífandi fallega, lyríska rödd. En engu að síður stendur hann Prey að baki, því að rödd hýns býr ekki yfir (sama ótæm^ndi fjölda blæbrigða og söngur Her- manns Preys. Nú eru sem sagt til tveir Diskauar — eða er mér ekki óhætt að segja: einn Hermann Prey?“ Listamaðurinn ungi heillDði mig enn meira með söng sínum nú en heima í Reykjavík, enda hefur honum eflaust farið mikið -fram undanfúrið, þótt' góður væri þá. Tilfinningarík túlkun hans er svo sannfærandi, að auðfundið er, að þessar tilfinningar búa raunveru- lega hið innra með honum. Lögin á efnisskránni voru eftir Beet- hoven og Schubert. „An die Hoffn ung‘", „Adelaide”, (sem hann söng sem aukalag í Reykjavík forð um) „Neue Liebe, neues Leben“. „An die ferne Geliebte" (störkost leg meðferð sérstdklega í píaniss imó-köflunum). Á eftir Sehubert lögunum „Sehnsucht" og „Die Hoffnung" kom n.k. „>sensation“ kvöldsins tónsmíð Schuberts við eitt víðfrægt kvæði Schillers, „Die Biirgschaff'. Þetta tónverk er lít- ið þekkt, enda verður það vart nefnt annað en tilraun, þótt fróð- leg sé. En þaið orkar sundurlaust, rezitativ-stíllinn kemur í veg fyrir að heildaráhrif kvæðisins haldist. En flutningur söngvarans á þessu erfiða viðfangsefni var með a'f- brigðum. Á eftir Schiller-lögunum ÍFramh *> >1 «íðul

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.