Tíminn - 28.07.1959, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.07.1959, Blaðsíða 4
’ÍTEMJAN Cirikur l'iggur hreyfingarlaus á jörðunni, og hrærir hvorki legg né *ið. og ekki heyrist stuna frá honum, Bn dauður er hann ekki, hann er að- eins að reyna að blekkja árásarmann sinn. En enginn hreyfir sig í áttina til hans, þvert á móti heyrir Eiríkur að árásarmaðurinn gengur burt frá hon- um og stelur hesti hans um leið. Eiríkur rís á fætur og hleypur ó eftir manninumi sem er einn af þjóf | > Fylgist meS unum þrem. Hann spennir boga sinn og miðar á manninn um leið og hann hrópar: — „Stanzaðu, eða ég drep þig, þú vesæli þjófur!“ tímanum, | iesið Tímann, TÍMINN, þriðjudaginn 28. júlí 195b. Benzínafgreiðslur í Reykjavík eru opnar í júlímánuði sem hér segir: Virka daga kl. 7.30—23. Sunnudaga kl. 9.30—11.30 og 13.-23. Þriðjudagur 28. júlí Pantaleon. 209. dagur ársins. Tungl í suðri kl. 7,51. Árdeg- isflæði kl. 12,31. Síðdegis flæði kl. 0,06. Skipadeiid S.Í.S. Hvassafell kom við í Kaupmanna- höfn 25. iþ. m. á leið til Reyðarfjarð- ar. Arnarfell er í Ventspils. Jökulfell er í Fraserburgh. Dísarfell losar á 'Norðurlandshöfnum. Litlafell fór í nétt frá Reykjavík áleiðis til Austur- latrdsliafna. Helgafell er í Boston. Hamrafell fór frá Hafnarfirði 22. þ. m. áleiðis til Batúm. SklpaútgerS ríkisins. Hekia fer frá Bergen í dag áleiðis íil Kaupmannahafnar. Esja fer frá Reykjavík kl. 20 í kvöld vestur um . land í hringferð. Herðubreið fer frá Reykjavík á morgun austur um land x, hringferð. Skjaldbreið fer frá Reykjavík síðdegis í dag vestur um jand til Akureyrar. Þyrill fór frá Bergen í gærkvöld á leið til Reykja- ' vikur. Skaftfellingur fer frá Reykja- vík i dag til Vestmannaeyja. Eitnskipafélag íslands h.f. JDettifoss kom til Raufarhafnar 26.7. frá Fl'orö. Fjallfoss fór frá Ham |)org 257. til Rostock, Gdansk og Rt- .-kjavikur. Goðafoss fór frá Reykja vík 227. til New York. Gullfoss fór frá Leith í gær 277. til Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá New York 22.7. til Reykjavikur. Reykjafoss fer frá Reykjavik 29.7. til New York. Sel- foss ikom til Reykjavíkur 25.7. frá .Gautaborg. Tröllafoss fer frá Rotte-r- 'dara 28.7. til Hamborgar, Leith og Reykjavikur. Tungufoss fer frá ■ Beykjavik í kvöl'd 28.7. til Siglufjarð- 4r, Norðfjarðar, Seyðisfjarða-r og Fá- skrúðsfjarðar og þaðan til London og Ödense. CJVWAV.V.V.V.WiW.W Macmillan ákveðinn að sitja fund æðstu manna fttircCRf) KIMSIVS ESJA ler til Vestmannaeyja í sambandi við þjóðhátíðina þar. Verður far- ið frá Eeykjavík kl. 14 fimmtu- daginn 6. ágúst og komið til Eyja um la'öldið. Verður farið þaðan aftur kl. 2 aðfaranótt sunmidags 9. ágúst og komið itl Reykjavíkur ií. 11 árdegis. Farpöntunum veiit íiþóttaka á fimmtudaginn og far- miðar afgreiddir jafnhliða, eftir því sem ástæður leyfa. Fólk sem Icaupir far fram og til baka með hóteldvöl í skipinu í Vestmanna-! cyjum situr fyrir fari. Nánari upp-1 íýsingar í skrifstofunni. NTB—Genf, 27. júlí. Ágrein- ingur Breta og Bandaríkianna á ráSstefnunni í Genf helzt óbreyttur. Vilja Bretar fund æðstu manna, hvort sem nokkuð gengur eða ekki, en Bandaríkjamenn eru því and- vígir og njóta um þetta stuðn ings Frakka og V-Þjóðverjpa. | Ráðherrar vesturveldanna rædd i ust við í dag einir sér og er kunnugt að þar var fyrst og fremst um það rætt, hvort leggja skyldi til að fundur æðstu manna yrði haldinn. Fót* til London Selvvyn Lloyd fór til London um helgina og ræddi við Macmill an. Segja fréttaritarar, að Lloyd hafi í dag eindregið lagt til að fallizt yrði á fund æðstu manna. Árangur ráðstefnunnar réttlætti slíkan fund. Bretar tækju gild lof orð Rússa um, að ekk. verði grip- ið til einhliða aðgeröa í Bcrlín meðan bráðabirgðasamkomulag er i giidi, eða samningar fari fraim. Bandaríkjamenn krefjast hins vegax einhverrar tryggingar fyrir fram fyrir því, að slíkar samkomu Iagsumleitanir leiði til viðunandi lsusnar frá þeirra sjónarmiði séð. Að loknum einkafundi vestur- veldanna sat Gromyko hádegis- verðarboð hjá Selwyn Lloyd, en síðan komu aliir ráðherrarnir saman til tedrykkju og leynilegra viðræðna. 16 ára piltur fremur morð NTB—Stokkhólmi, 24. júlí. 16 ára gamall piltur játaði í dag, að hafa myrt 38 ára konu í íbúð í Stokkhólmi s.l. þriðjudag. Pilturinn segist hafa brotizt inn í íbúðino til þess að stela pening- um. Hélt hann, að konan væri far- in í sumarleyfi. Komst hann inn með lykli, sem hann einhvern veg inn hafði náð hjá konu þessari. Er hann var að róta í hirzlum hennar, sá hann, að einhver hreyfði sig í rúminu. Greip hann þá rörtöng, sem hann hafði tekið með sér, og lamdi með henni í höf uð konunnar, og varð henni að bana. Hlæjum Breta úr íslenzkrilandhelgi „A good laugh a day keeps the robbers away“. Þegar ég heyri um hinn nýja hernað Breta á íslandsmiðum, „músíkhernaðinn“, finnst mér að- eins eitt að gera, og það er, að hlæja þá úr landhelginni. Ég sting upp á að alltaf'þegar ríkisútvarpið hefur í fréttum tilkynnt um stöðu brezkra togara og herskipa í ís- lenzkri landhelgi, þá sé spiluð kröftug hláturhljómplata. Við skul um á meðan á landhelgisstríðinu stendur, koma fram við brezka tog- arasjómenn og verndara þeirra, eins og illa uppalda stráka, því betra eiga þeir ekki skilið fyrir alla þá ósvífni, sem þeir þegar hafa sýnt okkur í landhelgismál- inu. Ætti einnig að spila hlátur- hljómplötu frá talstöðvum ísl. varð skipanna og hverju einasta ís- lenzku fiskiskipi þegar Bretar nálgast skipin.'Ef við gerum þetta, verður þessi ekki langt að bíða að við fáum vissu fyrir því, að „hálf- ur heimurinn hlær“ að Bretum og bjánalegri framkomu þeirra á ís- landsmiðum. D.P.S. Færeyjapeysur fyrir bræðslusíld Einkaskeyti frá Khöfn. Samningar hafa tekizt milli færeysku síldarverksmiðjunn- ar í Kollafirði á Straumev og stjórnar rússneska síldveiði- flotans við Færevjar um lönd un síldar til verksmiðjunnar. Samkvæmt saanningnum eiga Rússarnir minnst að landa 800 smá lest'um til verksmiðjunnar, en mest á magnið að vera 2 þús. lestir. — Atls hc.tfa Rússar landað 1 þús. lest um af síld til bræðslu í verksmiðj una. Greiðsla fyrir síldina verður í peningum eða prjónavörum, aðal lega sokkum og peysum. Færeying ar greiða 30 aura danska fyrir síldarkílóið. — Aðils. í — Það leið yflr hana áður en ég gæti sagt að þetta væri gervihaust. DENNI DÆMALAUSI Kennaranámskeid í og ensku Dagana 15.—26 sept. n.k. efnir fræðslumálastjórnin til 'kennaranámskeiðs í dönsku og ensku. Á dönskunámskeiðinu kenna mag. art. Ulla Albeck, lektor í stil- stik við Kaupmannahafnarháskóla, cand. mag. Erik Sönderholm, danskur sendikennari við Háskóla íslands og cand. mag. Ágúst Sig- urðsson. Ulla Albeck kennir dönsk sam- heiti og leiðbeinir um notkun þeirra við kennslu, einnig fer hún lítið eitt yfir stílfræði og hefur talæfingar með þátttakendum.Hún hefur tagt sérstaka stund á sam- heiti og hefur gefið út danska samheitaorðabók. Erik Sönderholm ræðir um danska hljóðkerfið og leiðbeinii- um notkun þess, og auk þess fer hann yfir nokkur atriði i danskri málfræði. Ágúst Sigurðsson mun hafa sýni- kennslu í byrjendaflokki og fram- haldsflokki. Haldnii- verða umræðufundir um kennsluaðferðir og kennslutæki (talfærakort, talfæralíkan og segul band). Á enskunámskeiðinu kenna dr. Lee, ráðunantur British Council í málvísindum, Mr. D. M. Brander, brezkur sendikennari við Háskóla ísiahds, og Heimir Áskelsson M. A., lektor við Háskólann. Dr. Lee mun halda fyrirlestra um nútíma aðferðir við ensku- kennsklu og um setningahreim. Á eftir fyrirlestrunum verða umræðu fundir. Heimir Áskelsson mun hafa sýni kennslu , byrjendaflokki og fram- ’haldsflokki. Kennslugreinar Mr. Brandei? verða ákveðnar síðar. , Haldin verður sýning á kennslu- bókum og uppsláttarbókum. Sýnd verður notkun kennslutækja (seg- ulbands, grammófóna, filmræma). Gert er ráð fyrir umræðum um þessi efni. Fyrirlestrar og æfingar miða -t við það að veita leiðbeiningrr, sem að gagni mættu koma vð dr.g- legt starf kennarans. Tilkynningar um þátttöka send- ist Fræðslumálaskrifstofunni fyr-r 20. ágúst n.k. Norsk gjöf til í Skálholtskirkju Hannyrðaskólinn að Voss í Nor- egi, Voss Husflidsskule, hefur sent biskirpi fslands forkunnarfagurt altariskiæði (antipendíum), sem er gjöf til Skálholtskirkju. Klæðið er unnið að öllu leyti í vefnaðardeild skólans og er hir.n ágætasti kirkjugripur. Með fylgdi bréf, undirritað af forstöðukon u skólans, Gertrud Berge og kennur- um, þar sem lýst er miklum hlýhug í garð Skálholts og áhuga á endur- reisn staðarins. kísmssssíssísímíímí^^ e i r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.