Tíminn - 28.07.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.07.1959, Blaðsíða 6
6 TIMINN, þriðjudaginn 28. júlí 1959. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINH Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur 1 Edduhúsinu við Lindargðta Símar: 18 300,18 301, 18 302, 18 303, 18 305 og 18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn). Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 32S Prentsm. Edda hf. Sími eftir M. 18: 13 S4S Strikað yfir stóru orðin ÞAÐ hefur ekki vantað, að forystumenn Sósíalistaflokks ins lýstu yfir því mjög sköru- iega, að þeir væru á móti her setu í landinu og vildu úr- göngu íslands úr Atlantshafs bandalaginu. Þeir hafa talið það höfuðmál íslenzkra stjórnmála að vinna gegn hersetunni og brottför ís- iands úr Atlantshafsbanda- laginu. í umræðum þeim, sem hafa orðið um þessi mál, hafa málgögn Sósíalista- flokksins bent á einn mann sérstaklega sem höfuðprest hersetustefnunnar, sem þeir hafa kallað svo, og þátttök- unnar í Atlantshafsbanda- laginu. Þeir hafa og stimplað hann öllum öðrum fremur sem undirlægju Bandaríkja- manna. Þessi maður hefur verið Bjarni Benediktsson. FYRIR þá lesendur Þjóð- viljans, sem minnast fyrri skrifa hans um Bjarna Bene diktsson, hlýtur það að hafa komið meira en lítið á óvart, er allir þingmenn Alþýðu- bandalagsins greiddu Bjarna atkvæði sitt sem forseta sam einaðs þings á dögunum. Síð an Jón Sigurðsson skipaði það.sæti, er það í augum þjóð arinnar virðulegasta embætti þjóöarmnar. Því hefur og verið talið vel við eigandi, að þettá sæti skipaði ein- hver sá maður, sem getið hafi sér gott orð í sjálfstæðis baráttu þjóðarinnar. í þetta embætti finna kommúnistar nú engan verðugri en „her- námspostulann" og „Banda- rikjadindilinn“ Bjarna Bene diktsson. Er hægt að strika öllu bet- ur ýfír Öli stóru orðin í her- setumálinu en hér er gert? Vitanlega lætur enginn blekkjast af því, að þetta hafi verið gert vegna kjördæma- málsins, því að það kemur alls ekki til umræðu í sam- einuðu þingi. EN sagan er ekki öll sögö enn. í hinni nýloknu kosn- ingabaráttu, lögðu tals- menn Alþýðubandalagsins ekki áherzlu á annað meira en aö forkólfar Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins væru ótryggir í landhelgis- málinu. Hvert er svo eitt fyrsta verk þingmanna Al- þýðubandalagsins, þegar á þing kemur? Það er að kjósa þá Bjarna Benediktsson, Ól- af Thors, Björn Ólafsson og Emil Jónsson í utanrikismála nefnd og votta þeim þannig eins konam traust fyrir frammistöðuna í landhelgis- málinu! Ekki verður þetta réttlætt með kjördæmamál- inu, því að vissulega verður það ekki lagt fyrir utanrík- ismálanefnd sameinaðs þings. ÞANNIG vinna nú leiðtog ar Alþýðubandalagsins að því að strika yfir öll sín stóru orð í hinni nýloknu kosninga baráttu um hermálin og land helgismálin. Þjóðin hefur hér glöggt fyrir augum, að ekk- ert er að marka orð og yfir- lýsingar þessara manna. Hins vegar verður hlutur íhalds- leiðtoganna sízt betri. Enn muna menn lýsingar Bjarna Benediktssonar á því, hvern- ig Einar Olgeirsson hefði rek ið út úr sér tunguna fram- an í þingheim, þegar rætt var um Ungverjalandsmálin á Alþingi. Nú telur Bjarni sig ekki finna annan mann verðugri til að gegna því sæmdarstarfi, sem föður hans var á sínum tíma falið sem virðingarmerki fyrir þátttöku hans i sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. Nýja „Iinan“ frá Moskvu RÉTT eftir kosnlngarnar skýrði Alþýðublaðið frá því, að Einar Olgeirsson væri farinn i austurför til að sækja nýja „línu“. Nú er Einar kominn heim og hefur Alþýðublaðið orðið sannspátt um það, að Einar hefur ekki farið neina erindisleysu í Austurveg. Fyrir kosningarnar lagði Þjóðviljinn á það megin á- her2áu að ganga þyrfti af Alþýðuflokknum dauðum. Hann var talinn mesta spill ingarafl íslenzkra þjóðmála. Því til sönnunar var m.a. haldið fram, að hann hefði þégið þjófstolið fé í stórum stíl og Alþýðublaðið væri nú gefið út fyrir mútur frá Bandaríkjastjórn. S.l. föstudag kveður hins vegar nokkuð við annan tón í Þjóðviljanum. Þar birtir Ein ar Olgeirsson grein undir fullu nafni. Aðalefni hennar «r fcað, að Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn þurfi að taka upp mjög náið sam- starf. Það sé nú mesta nauð synjamál íslenzkra stjórn- mála að koma á kosningasam starfi með flokknum, sem fyr ir mánuði síðan var óalandi og óferjandi glæpaflokkur! Svo mikil og alger eru þau veðrabrigði, sem hér hafa orð ið í Þjóðviljanum, að áreið- anlega dettur engum í hug, aö þau séu ákveðin af hér- lendum mönnum, er gera sér grein fyrir, hvernig ísl. kjós- endur muni líta á slíkan hringsnúning. Hér er hins vegar dyggilega fylgt þeirri „línu“, sem kommúnistaflokk arnir eru að taka upp annars staðar og fólgin er í stöðug- um samstarfsboðum til jafn aðarmanna. Ekkert sýnir bet ur, að Moskvumenn hafa nú aftur náð tökum á Alþýðu- bandalaginu og Sósíalista- flokknum. f ERLENT YFIRUT:.. Brezk nýlendukúgun aflijúpuð Hrein ógnarstjórn viríist ríkj a bæíii í Nyasalandi og Kenya ATHYGLí almennings í Bret | landi beinist nú lílið aS Genfar | ráðstefnunni eðu viðræðum | Krustjoffs og Nixons í Moskvu, | heldur fyrst og frenist vð um- | ræðum þeim, sem munu fara = fram þessa viku í brezka þing- | inu um nýlendustjórn Breta í i Mið-Afríku. Umræður þessar = munu leiða það í Ijós, hvort | brezka ihaldsstjórnin ætlar aið | styðja þar áfram yfirráðastefnu | sem virðist engu betri en sú, | er Rússar framfylgja í leppríkj- | unum, eðíi hvort hún ætlav að 1 snúa inn í frjálslyndari braut. i Bæði Verkamannaflokkurinn | og Frjálslyndi flokkurinn | munu gera hnrða hríð að stjórn | inni, ef .hún breytir ekki um 1 stefnu. = ÞAÐ hefur mjög vakið at- : hygli á þessum væntanlegu um i ræðum í brezka þinginu, að í | seinustu viku var birt skýrsla í sérstakrar nefndar, sem hafði i fengið þuð verkefni að rannsaka i atburði þá, sem gerðust í Ny- | asalandi síðastliðinn vetur, en i landstjóri Breta fyrirskipaði | þá neyðarástand og lét hand- | taka fjöldu manna vegna þess, i að hann taldi sig hafa fengið | fregnir af samsæri um að ráðo | brezka menn þar af dögum. — § Meginniðurstöður skýrslu | nefndarinnar, sem kennd er | við formann hennar, Devlin | dómaira, eru þessar : 1. Það er rangt, að fyrir hafi | legið nokkrar upplýsingar | um samsæri um að myrða hvita i menn. Hins vegí'r var ástandið j viðsjárvert og því réttmætt að i grípa til nokkurro varúðarráð- | stafana. 2. Dr. Bandi', foringi sjálf- i stæðishreyfingarinnar, liafði I ekki neinar fyrirætlanir um of i beldisaðgerðir, en það hafði | nýlendustjórnin gefið honum I að sök og því fangelsað hann. | Hins vegar gerði hann I sér tæplega næga grein fyrir = því, hve æstir ýmsir fylgis- \ menn hans voru. i 3. í Nyasalandi ríkir nú full- I komin lögreglustjórn, sem á i ekkert skylt við rétt'arríki. — i Hundruðum nu'nna er búið að i i halda í fangelsi mánuðum sam- Í an, án þess að mál þeirra hafi § verið tekin fyrir rétt. í 3æði Verkaimannaflokkurinn i og Frjálslyndi flokkurinn telja 1 þessa atburði þannig vaxna, að | stjórnin verði að víkja frá § landsljóranum í Nyasalandi, | Armitage, og jafnframt verði i Lennox-Boyd nýlendumálaráð- I herrai að segja af sér, þar sem í hann hafi -lagt blessun sína I yfir framferði landstjórans. f Þetta séu fyrstu sporin, er f þurfi að stíga til aið endurvinna f aftur tiltrú Afríkumanna til I Breta eftir atburðina í Nyasa- f landi. Einnig munu þessir flokk I ar krefjast þess, að dr. Banda ] fái að fara frjáls ferða sinna. !ÖNNUR rannsóknarskýrsla, sem birzt hefur nýltga), hefur Lennox Boyd — verður hann l'átinn víkja? líka orðið til að hella olíu á eld inn og herða sókn Verkamanna flokksins og Frjálslynda flokks ins gegn Lennox-Boyd nýlendu málaráðherra Þessi skýrsla fjallar um þann atburð, er ellefu Mau-Mau-menn voru barðir til dauða s.l. vetur vl afr'könskum fangavörðum í Hola-fangabúðunum i Kenya. F.ngar þessir höfðu verið barð ir til ólífis eftir vð hafa neitað að vinna nauðungarvinnu. Af skýrslunni verður ekki séð, að yfirmenn fangubúðanna, sem eru brezkir, geti hreinsað sig af ábyrgð á þessum atburðum, en samt hefur enn ekkert verið gert af hálfu brezku nýlendu- stjórnarinnar til að refsa þeim fyrir Þtferli þeirra. Slíkir atubrðir auka að sjálf sögðu ekki vinarhug til hvítra rnanna í Afríku. JAFNFRAMT því, sem áður greindar umræður í brezka þinginu, munu beimist að þess um atburðum, munu þær einn- ig snúast um framtíð hins fyrir hugaða sambandsríkis Mið- Afríku, en visir að því var myndaður fyrir sex árum síðm með þvi að setja þrjár brezkar nýlendur, S-Rhodesíu, Norð- ur-Rhodesíu og Nyasaland und ir eina ríkisstjórn. Ætlunin þá var að stefna að því, að þettai nýja ríki öðlaðist fullt sjálf- stæði 1960. Forsætisráðherra þes-s, Roy Welensky, er nú í London til að undirbúa endan- legt samkomulag um þettai. Síðan ríkisstofnun þessi komst á laggirnar, hefur andúð blökkumanna 1 Norður-Rhodes- íu og Nyasakindi gegn henni farið sívaxandi, þar sem þeir hafa talið, að hún yrði til þess að tryggja alræði hvítra manna í hinu nýja ríki, líkt og í Suður Afríku. Alveg sérstaklega hafa þeir þó andmælt sameiningunni við Suður-Rhodesíu, en þar eru hvítir menn langflestir. Bretar haifa hins vegar óltazt, að Suð- ur-Rhodesía kynni að sameinast Suður-Afríku, ef ekkert yrði af þessari sameiningu. ATBURDIRNIR, sem urðu í Nyasalandi á síðastl. vetri, áttu mjög rætur að rekja til and- stöðu manna þar gegn innlim- uninni í þetta fyrirhuguða ríki. Andstaðan i Norður-Rhodesíu hefur einnig stöðugt færzt í aukana. Brezki Verkamanna- flokkurinn og Frjálsl>mdi flokk urinn hafa þvi mjög hvat-t til þess að hér yrði farið að með allri gát og ekki rasað neitt um ráð fram. Þetta nýja ríki ætti ekki nð setja á laggirnar nema í fullu samráði við blökkumenn þar. Á þetta vilja hvítir menn í þessum nýlendum ekki fall- ast, heldur vilja ganga frá end anlegri ríkisstofnun sem fyrst. Muemillan og Lennox-Boyd hafa aðhyllzt þetta sjónarmið en hafa nú nokkuð látið undan síga vegna áróðurs Verkai- mannaflokksins og Frjálslynda flokksins. Macmillan leggur nú til, að sérstök nefnd verði skip uð til að íhuga þettEJ mál, en samkomulag hefur enn ekki náðst um skipun hennar. — Ágreiningurinn snýst um það, að Verkamannaflokukrinn tel ur ekki nægilegai séð fyrir því, að blökkumenn eigi fulltrúa í henni. VAFALÍTIÐ munu áður- nefndar umræðu,- í brezka þing inu ekki aðeins vekja athygli í Bretlandi heldur víða um heim. Ef Lennox-Boyd og land stjórinn í Nyíisalandi halda á- fram embættum sínum og ekk- ert verður refsað fyrir fanga morðin í Hola-fangabúðunum, taka MacmillTin og brezkir í- haldsmenn ábyrgð á kúgunar- stefnu og grimmdarverkum, sem mjög minna á framkomu Rússa og Kínverja- í leppríkjun um. Fyrir saimbúð hvítra manna og svartra í Afriku yrði þetta og mjög skaðlegt. Hinu má þó ekki gleyma, að hér kemur fram einn meginmunur á stjórn arháttum í lýðræðisríki og ein ræðisríki. í Sovétrikjunum hafa engcir hlutlausar skýrslur verið birtar um aðfarir Rússa í Ung verjalandi ,og í rússneska þing inu eru engir stjórnarandstæð- ingEJr til að gagnrýna gerðir stjórnarvaldanna, líkt og for- ýistumenn Verkamannaflokks- ins og Frjálslynda flokksins gera nú í brezka þinginu. Þ. Þ. Skástrikin sýna hlnar þrjár ný- lendur í Mið-A fríku, sem ráðgert er aS sameina í eitt ríki. iiiiiiiiimnmiiiimniiiiiiiiuiiiiMiiimiiiiii»»iiimiiiiiiiiiiiiimiiuiiiiiimmmi»'*niiiii iiiiiiiiiimmimimimiiiiiii!IIIImimimmiimiiiiimiimiiiimmiimiiiimiiiiiiimiiiimimiiiiiiimmi Fyrstu tónleikar Schippers í Vín Vínarboi-g 2. júní. Fyrstai sinfónía Shostakovitsh afl aði honum samstundis heimsfrægð ar. Hún var frumflutt í Leningrad 1926, ári seinna stjórnaði Bruno Walter verkinu í Berlín, en mesta ; hylli hefur tónskáldið, sem samdi ; hana 19 ára að aldri, áunnið sér í í Bandaríkjunum,, þar sem Stokow- ski kynnti hana 1929. Enn þann dag í dag er Shostakovitsh vinsæl ast tónskálda þessarar aldar í 1 Bandaríkjunum. Það er því senni- lega engin tilviljun, að verk hans virðast vera sjálfkjörin á efnisskrá bimdarískra hljómstjóra, sem hing að koma. í byrjun maí heyrði ég Fílharmóníuhljómsveitina leika 5. sinfóníu hans undir stjórn Eugene Ormandys, og 16. ágúst er Bern- stein væntanlegur til Snlzburg með hljómsveit sína, sem einnig mun leika það verk. í kvöld stjórnaði Thomas Schippers, kornungur Bandaríkjam-iður, 1. sinfóníunni •með sýnilegri alúð og ,,innlifun“'. Fjórði pianókonsert Camille SaintJSaens er ef til vill beztur þeirra allrai fimm, sem tónskáldið kynnti sjálft á tónleikaferðum sín um. Ekki er ég ýkja hrifin af verk inu, en því verður ekki neitað, að einleikarinn, Robert Casadesus, gerði því mjög prýðileg skil, aið mér fannst það vaxa mjög að verð leikum. En einhverra hluta vegna orkaði hinn aldni píamóleikari brjóstumeknnanlega á mig, án þesa (Fraatí». á 9. -oíðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.