Tíminn - 21.08.1959, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.08.1959, Blaðsíða 1
staðreyndir alþjóða- stjórnmála, bls. 6. 13. árgangur. Reykjavík, föstudaginn 21. ágúst 1959. Dýrasta mynd Danmerkur, bls. 3 Æskulýðssiöan, bls. 5. Kjöt og baunir, bls. 7 íþróttir, bls. 10. 177. blað. „Ísland áfrýjar til almennings um allan heim” heitir forsíðugrem í dönsku biaði eftir danskan blaðamann, sem hér dvaldi og kynnti sér fiskveiðideiluna Khöfn, ?0. ág. — Danska Maðið Aktaelt flytur í dag á- jberandi forsíðugrein með myndum og teikningum eftir fréttaritarann Robert Kjæld- gard, og fjallar greinin um fiskveiðideiluna við ísland. Yfirskriftin er: ísland áfrýjar 'íyggjan a Hóimavík .'Mxjrgunblaðið hefur gert sér nokkuð tíðrætt scinustu dagana um brj’ggjuna á. Hólmavík, og mun. ástæðan sú, að einn af nitstjórum blnðsins, Sigurð'ur Bjarnason, hefur nýlega verið þar á ferð. Sannleikurinn í þessu bryggjumáli er sá, að á llólma vík er gömul trébryggja, sem er nokkurn veginn búinn að endast þann tíma, sem til er ætlast af slíkum bryggjum. Við gerðii' á henni hafa verið minni að undanförnu en ella vegna þess, að fé hefur verið veitt á fjárlögum til að byggja nýjá bryggju, sein ætlað er að ljúka við í tveimur áföngum. Fyrri áfanginn er þegar hafinn og verður væntanlega iokið á þessú ári. Astæðulaust er því fyrir um ræddan ritstjóra Mbl. að tala .með vandlætingu uin þessi mál enda hefur byggð eyðst með slík um hætti í hinu gamla kjör- dæmi hans, að liann ætti af öllu fremur að stá.ta en áhugá fyrir framkvæmdum í strjálbýl inu. Framfarastefna vinstri stjórnarinnar hefur hins vegar orðið fyrrv. kjördæmi hans til viðrétting'ar, enda játaði annar ritsjóri Mbl., Bjarni Bencdikts son það nýlega, að „lifnað hafi yfir á ný“ i Bolungavík í vaidatíð hennar. 'fyPfyyf'''' Þeir kveöja ættlandiö Sala íslenzkra hesta til útlanda er mikil i sumar og er hver hóp- urinn fluttur út af öðrum. í gaer fór t. d. stór hópur meö Trölla- fossi, 48 hross, fil Þýzkalands. Þarna var margf frítt hross á hafnarbakkanum, ótti í augum, titrandi nasir, stapp og ókyrrð. Einn af öðrum voru hestarnir settir í meisinn, og vinda skips- ins lyfti þeim hátt og lét síðan síga niður í lest. — Á efri mynd- inni sjást fríðir fákar bíða þess að fara um borð, en á hinni neðri geispar foli gríðarlega og til hlið ar sést hvar hesti er lyft. Ljósm.: JHM Akureyringar vilja fá fieiri togara Aukinn floti nautSsyn til þess aí nýta til fulls vinnslumöguleika í landi Bæjarstjórn Akureyrarkaup- rtaðar og Útgerðarfélag Akur cyringa h.f. leita um þessar mundir fast eftir því við ríkis stjórnina, að Akureyringum verði úthlu.tað einum og helzt tveimur hinna nýju togara, sem keyptir verða til landsins, auk togara þess, sem Guð- mundur Jörundsson útgerðar maður fær Útgerðarfx ]ag Akureyringa á nú íjóra togara, og hefur langmestur hluti afla þeirra veið unránn í haðfrystihúsi félagsins. Hefur ckki gert betur en sá afli nægði til að halda hraðfrystihúsinu gang r.nd. Auk þcss á félagð fullkomna caltfiskverkuparstöð, sem hefur verið að mestu levti ónotuð vegna hráefnisskorís. Ekkert af afja tog- aranna á þessu ári hefur verið saltað og aðeins lítið hengt upp, cnda þótt mikið hjallapláss sé fyrir hendi. Er því ljóst, að skortur er á hráefni til vinnslunnar, þ.e. fleiri logara þarf til að vinnslustöðv- arnar verði fullnýttar og um leið rnyndi skapast aukin atvinna. Einnig er þörf að hugsa fyrir end urnýjun flotans. Togarakaup eru mikið áhugamál Akureyringa Á skotspónum ★★ í Alþingi í vetur var samþykkt að skipa fimm manna nefnd til að ræða um handrita málið við dönsk stjórnarvöld. Nefndin skyldi þannig skipuð, að þingflokkarnir tilnefndu einn mann hver og norrænu deild liáskólans einn. Fram- sóknarflókkurinn hefur nú til- nefnt Sigurð Ólason hæstarétt- arlögmann, Sjálfstæðisflokkur- inn dr. Alexander Jóhannes- son, Alþýðubandalagið Kristin Andrésson magister og nor- rænu deildin Einar Óiaf Sveins ison prófessor. Blaðinu er ekki kunnugt uin, hver fulltrúi Al- þýðuflokksins verður. Nokkur hætta á skip að síldinni Ohagstætt veöur fyrir austan í gær. Afli óverulegur — Bræla var í gær á veiðisvæð i'num fyrir austan. en í gær- kvöldi virtist veðrið vera að verða hagstæðara, enda héldu þá mörg skip úr höfn. Nokk- ur skip munu vera farin að hugsa til heimferðar, svo sem Heimaskagi frá Akranesi, Ililmir frá Vestmannaeyium og Dúx frá Keflavík. í gærmorgun sást síld út af Bjarnarey, og örfáir bátar mumi hafa kastað þar. í fyrradag komu þrír bátar til Vopnafjarðar með 650 mál og í gær lcomu þangað 12 skip meft samtals 2000 mál í verk smiðjuna. í gær komu 6 iskip með slatta til verksmiðjunnar á Seyðisfirði, en síðdegis í gær komu 6 skip mefj slatta til verksmiðjunn ar á Seyðisfirði, ep síðdegis i gær komu engin skip þangað. í fyrradag sást síld 50—60 mílur út af Norðfjarðarhorni, en á þeim slóðum var alls ekkert veiðiveður í gær. Verksmiðjuþrærna,- á Seyð isí'irði voru enn fullar í gærkvöldi. og biðu þar um 4000 mál síldar löndunar í skipum í höfninni. til almennings um allan heim. „Brezku herskipin verða að draga sig til baka, annars geta alvarleg ustu hlutir skeð hvenær sem vera skal,“ segir Guðmundur Guðmunds son, utanríkisráðherra. Kjærgárd, sem ev einn þeirra norrænu blaðamanna, sem boðið var ti! íslands hefur meðal ann ars tekifj þátt í eftirlitsflugi 1-and helgisgæzlunnar við ísfand. Hann greinir nákvæmlega frá því sem fyrir hann bar og almannaáliti á íslandi varðandi deiluna. Einnig tilfærir hann orð Guðmundar í. Guðmundssonar utanríkisráðherra, sem segir að íslenzka þjóðin og stjórn landsins standi saman sem einn maður urn fiskveiðitakmörkin og rétt þjóðarinnar til að vernda þær greinar, sem hér um ræðir. Án fiskveiða getur íslenzka þjóðin ekki þrifist. Ræt við stjórnmálamep.n Kjældgárd kveðst hafa rætt mál ið við ýmsa fremstu stjórnmála- menn landsins. Hermann Jónas son, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði m. a. „Ef við fáum ekki að (Framhald á 2. síðu). Kristján Bene> diktsson formað- ur Menntamála- ráðs \S.l. þriðjudag kaus Mennta- málaráð sér formann, varafor- mann og ritara á fundi sínum. Formaður ráðsins var kosinn Kristjan Benediktsson, kennari, en varaformaður Magns Kjartans son, ritstjóri. Ritari róðsins var kjörinn Jóhann Frímann, skóla- stjóri. Kristján Benediktsson, hinn nýkjörni formaður Mennta málaráðs hefur átt sæti í ráð- inu s. 1. ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.