Tíminn - 21.08.1959, Blaðsíða 10
10
T í M I N N, fiistudapinn 21. ágiist 1959,
L A w Ð
LANDSLEIKURINN
i kvolcl
Engin breyting vitanleg á ísl. liðinu
Sambugur og sigurvil ji í norska liðinu
Hvernig Danir jöfnuðu...
.... Ríltarður Jónsson var sá sem ég gætti. Ég vissi írá
reynslu minni í Reykjavík, a'ö liann varð að stöðva, þegar
hann einu sinni var kominn á rás. Ég náði knettinum
með mér og ég kom auga á Tornniy Troelsen og sendi til
hans. Og svo skeði það — og guði sé lof. Ég lief
aldrei fyrr lent í öðrum eins taugaspenningi, sem í þess-
um leik. Við höfðum rétt á að jafna en mínúturnar liðu.
Og við litum af og til örvæntingaraugum til klukkunnar
yfir áhorfendapöllunum.
Það er Erik Jensen, sem þannig lýsir aðdragandanum
að markinu, sem Danir skoruðu er níu mínútur voru til
leiksloka.
.. . . og svo fékk ég knöttinn, heldur Tommy Troelsen
áfram frásögninni. — Ég var langt frá því að vera frír,
þar eð íslenzki framvörðurinn (Garðar Árnason) var við
hlið mína, en mér lánaðist að verja knöttinn með likama
mínum og ég komst framlijá íslendingnum. Og ég koni
auga á Enoksen, þar sem liann var við það að hlaupa sig
frían frá mótherja sínum, og ég spyrnti, — já — og það
lilýtur að liafa verið góð sending. Sending sem Enoksen
gat tekið með sér á ferðinni.
.... Sendingin gat ekki verið betri, sagði Enoksen —
þegar Tonuny var komin framhjá íslendingnum, vissi ég
hvað liann myndi gera við knöttinn og hvernig hann myndi
senda hann til mín. Og það er eimitt þetta sem ég vil
að þið takið eftir. Tækifæri eyðileggjast alltof oft fyrir
það að leikmennirnir þekkja ekki hvern annan til hlítar,
og geta því ekki ályktað livað samherji ætlar sér með
knöttinn. Ég þaut á eftir knettinum, var hrint, en lánaðist
þó að skjóta, en markmaðurinn gat stungið fæti við knett-
inum. Knötturinn hrökk aftur til mín, og ég var staðinn
upp aftur, en annar íslendingur sótti að mér. Ja, ég gat
rekið vinstri fótinn fram og knötturinn valt í netið. En
það má segja að það hafi verið einskær heppni að mér
lánaðist að skora úr hinni erfiðu aðstöðu....
(Ekstrabladet — Lausl. þýtt.)
----------------------------------—-----------------------—
í kvöid kl. 6 heyr ísland
sinn 25. landsleik í knatt-
spyrnu. Leikurinn fer fram á
Ullevalleikveliinum í Osló og
mætir íslenska landsliðið þar
hinu umdeilda norska lands-
liði, sem gerð voru nokkur
skil hér á íþróttasíðunni í
gær.
Eftir hina frábæru frammi-
stö(Su íslenzka J/andsliðsins móti
Dönúm á þriðjudaginn var, er
ekki að efa að íslenzka liðiru er
almennt spáð sigri. Er það mjög
eðlijegt, því Danir eru virtir knatt
spyrnumenn og danska lanusliðið
hefur um árabil verið í flokki
sterkustu áhugamannaliða í heim-
inum, meðal annars náð þriðja
sæti í knattspyrnukeppni Olymp-
íuleikanna.
Árangur íslenzka landsliðsins
hefur í sumar verið betri, en hinir
tojartsýnustu hafa þorað að vona.
— En höfum það í huga að lið
ckkar er ungt . — Og spennan
i leiknum við Dani hefur áreiðan-
lega tekið mjög á hinar óreyndu
taugar margra landsliðsmanna
okkar, sem eru ungir að árum
og. sumir hverjir ekki búnir að
ná fullum líkamlegum þroska.
Það hefur tekið okkur langan
tíma að byggja þetta landslið upp.
Og áreiðanlega verða flestir
þeirra, sem nú skipa landsliðs-
ílokk okkar, menn framtíðarinn-
•ar, — sem /eiga eftir að bera
hróður lands vors um hinn víða
heim knattspyrnunnar, á kom-
andi árum.
Leikir novska landsliðsins í ár
liafa vakið norsku knattspyrnu-
forystuna upn af vondum draumi.
Forystan, sem og allir knatt-
spyrnuunnendur þar í landi hafa
orðið að horfast í augu vio það,
að róttækra breytinga vær! þörf
'■ landsliði þeirra. Þar í landi sem
annars st.aðar eru menn ekki á
sama máli, er ráða þarf fram úr
slíku vandamáli, og því margar
og ólíkar skoðanir komið fnam
vm hvaða leiðir skuli farnar. En
einnig þar er vandanum komið á
kerðar fárra valinkunnra n.anna,
sem vegna áhuga síns og vissu
um að knattspyrnan sé fögur og
þroskandi íþrótt hafa gefið sig í
hið vandasama starf.
Með hliðsjón af þeim tímamót-
um sem eru að myndast hvað
vorska knattspyrnu snertir, hef-
ur norska landsliðsnefndin geng-
ið frá vali sínu. Og sjaldan eða
r.idrei hefur val norska landsliðs-
ins vakið jafn miklar og grimm-
Fyrir leikinn komust Danirnir að
þeirri staðreynd, að Helgi Daníels-
son getur stokkið hátt í loft upp.
ar deilur og þetla val landsliðs-
hefndarinnar. Almenningur, svo
og þeir sem í blöðin skrifa, virð-
ast vera þrumulostnir yfir sumum
þeim breytingum, sem nefndin
hefur gert á liðinu. Og niðurstað-
rn verður því sú, að flestir telja
að landsliðsnefndin hafi gengið of
langt í gjörðum sínum, og að val
hennar sé um of tilraunakennt.
Við hér heima getum myndað
okkur nokkra skoðun á liðinu, er
við höfum til hliðsjónar orð þess
manns, sem við þekk.ium bezt
meðal norskra knattspyrnumanna,
fyrirliða norska landsliðsins Thor
björns Svenssens. Fáir knatt-
spyrnumenn, sem leikið hafa hér
á landi með erlendum liðum hafa
náð jafn einlægum vinsældum,
sem þessi norski knattspyrnumað-
ur, sem í kvöld leikur sinn 85.
landsleik fyrir Noreg. Reynsla
hans er því ótvíræð og þar sem
við vitum að liann er orðvar mað-
ur, þá er óhætt að ganga út frá
því sem vísu, að sannleikann sé
að finna í áliti lians á vali nefnd-
arinnar.
Thorbjörn telur að valið hafi
tekizt vel. Hann segir að hinir
ellefu útvöldu séu tvímælalaust
þeir beztu af þeim tuttugu sem
valdir vor í landsliðsflokkinn.
Hinn reyndi fyrirliði gerir sér
Ijóst, að hann ‘fer mleð óreynt
lið út á völlinn í kvöld, — en
hann veit einnig að liðið er skip-
að beztu knattspyrnumönnum Nor-
egs í dag. Norska landsliðið sem
mætir íslandi í kvöld er fyrst og
íremst skipað ungum og friskum
mönnum. Nefndin hefur í vali
sínu gert sér far um að velja
menn gædda hinni réttu skap-
gerð og keppnislund. Menn með
líkan skilning á framkvæœd ár-
angursríkrar knattspyrnu og ekki
hvað sízt menn sem ráða yfir ó-
bifanlegurr) viljakrafti og metn-
aði á gildi landsleikja.
Hver staða í norska landsliðinu
sem ísland mætir í kvöld er því
vel skipuð.
Markmaðurinn Asbjörn Hansen,
er okkur enn í fersku minni frá því
í sumar. Frammistaða hans sann-
aði okkur enn á ný (hann lék hér
einnig í landsleiknum 1957) að hin
ir 39 landsleikir, sem hann hafði
•þá leikið höfðu :sett mark kunn-
áltumannsins og meistarans á allar
gerðir hans, enda af mörgum tal-
inn i flokki fremstu markvarða í
heiminum. Harald Hennum er okk-
ur einnig minnisstæður frá í sum-
ar. Álit dönsku pressunnar var fyr-
ir skömmu, að Ilennum væri bezti
miðherji Norðurlanda, en landar
hans settu við það itpphrópunar-
merki. Af því má ef til vill draga
þá ályktun að þar sé ástæðuna að
finna fyrir því að Hennum er nú
•settur í útherjastöðu. Enginn ef-
ast um gildi hans fyrir liðið enda
með 35 landsleiki að baki sér.
Ef „sóknar-tríóið“ er eitthvað
líkt úthcrjunum Hennum og Björn
Borgen, þá er ekki að efa að fram-
lína liðsins er mjög sterk, með flýti
og snjalla knattleikni sem höfuð
kosti. Björn Borgen er okkur einn-
ig minnisstæður frá því í sumar.
Hann á 15 leiki að baki sér. Fyrir-
liðann Thorbjörn Svenssen þekkj-
um við öll.
Við skulum ekki láta deilur um
val norska landsliðsins blekkja okk
ur og villa okkur sýn hvað styrk-
leika liðsins snertir. Gagnrýni er
•góð og hefur oft fullan rétt á sér,
en við þurfum ekki að leita langt
yfir skammt til þess að komast að
raun um að hún getur farið út í
öfgar.
Höfum orð Thorbjörns Svenssen
í huga. Landsliðið er skipað ellefu
beztu mönnum Noregs. Að vísu er
liðið, 'óreynt og því ekki að vita.
hvört;Tiíðið,,nær strax .saman. Það
verðuF'íandsieikurinn að bera um.
iIsreiÉra"“Tándsliðið er einnig
ungt og óreynt lið. Auk þess sem
þeir eru að koma frá hinum erf-
iðasta hildarleik sem islenzátt knatt
spyrnulið nokkru sinni hefur lent
í. Það er gefið mál að liðin imunu
ekki leijia'þennan leik með þeirri
von að -,goður árangur færi þeim
RómarEorð að sigurlaunum. En aft
ur á ntóli mun norska landsliðið
hafa fúJlÍm ‘hug á ,að sanna gildi
sitt og.hver maður að festa sess
sinn i! hiriu nýskipaða landsliði.
Enginn; þiá'rf heldur að efast um
það að;ísitenzka liðið hafi ekki hug
á að sanna það fyrir íslendingum
sem öðium, að knattspyrnan hér á
íslandi er langt frá því að vera
frumstæð. Þeir munu og keppa að
því að sanna að hinn góði árang-
(Framháld á 11. síðu)
FRÁ LEIKNUM VIÐ DANI
Tommy Troelsen tekst a3 komast framhjá GarSari Árnasyni og gefa knött-
inn fram til Enoksen.
Til allrar hamlngju, seglr danskurinn, er ekki ástæða tll aS hafa þessa mynd stærri. í 81 mínútu — þar til Enoksen lánaSist aS skora mark
Danmerkur — var hún sögulegur viöburSur. — Á myndinni sést danski landsliSsmarkmaSurinn Per Funch Jensen gera tilraun til aS verja
skot Svelns Teltssonar.