Tíminn - 21.08.1959, Blaðsíða 6
6
TÍMIXN, föstudaginn 21 ágúst 1959.
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302,18 303, 18305 og
18 306 (skrifst., ritstjómin og blaðamenn).
Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 323
Prentsm. Edda hf. Síml eftir kl. 18: 13 948
Met í skattpíningu
MEÐAN vinstri stjórnin sat
aö völdum, skrifaði Mbl. um
fátt meira en hinar ægilegu
skatítaálögi?r, sem lagðar
væru á þjóðina. Menn áttu
svo. sem aö halda, að nokk-
uð annað. yröi upp á teningn
um, ef Sjálfstæðisflokkurinn
kæmist að nýju til valda,
Þá yrði ekki látið dragast aö
lækka skáttana og tollana.
Sjálfstæðisflokkurinn er
nú búinn að fara meö stjórn
ina á annaö misseri, því þótt
Alþýðuflokkurinn sé hand-
hafi hennar að nafni til, þá
er það Sjálfstæðisflokkurinn
sem ræður.
• Það ætti aö mega ætla, ef
nokkuð væri að marka skrif
Mbl. í tíð vinstri stjórnar-
innar, að Sjálfstæðisflokkur-
inn hefði notað þetta hálfa
annað misseri til þess að
lækka skattana og tollana.
Fyrir það fyrsta hefði átt aö
mega vænta þess, að fyrstu
skrefin hefðu verið stigin í þá
átt.
HVAÐ segir svo reynslan?
Staöfestir hún það kannske
ekki, að Sjálfstæðisflokkur-
inn,hafi staðið við stóru orðin
um að lækka tollana og
skattana? Er hún ekki fagur
vitnisburður um þaö, aö ó-
hætt sé að treysta því, sem
Sjálfstæðisflokkurinn segir
og lofar?
Reynslan-er í fáum orð-
um sagt þessi:
Undir forystu Sjálfstœð-
isflokksins hafa allir þeir
ríkistollar og rikisskattar,
sem fyrir voru stjórnarskipt
in, vertfi framlerigdir og svo
bœtt við nokkrum nýjum
tollaálögum, t. d. á bifreiS
um, áfengi og tóbaki.
Undir forystu Sjálfstœðis
flokksins hefur Reykjavikur
bær stórhœkkað ýmsar á-
lögur á þessu ári, eins og t.
d. fasteignagjöld, rafmagns
skatt og vatnsskatt. Upp-
hœð útsvaranna hefur ver
vs stórhœkkuð.
Undir forystu Sjálfstœðis
flokksins íiafa svo. útgjöld
ÚtflutningssjóSs verið stór
hœkkuð, vegna aukinna nið
borgana og uppbóta, án
þess að séð hafi verið fyrir
tekjum á móti. Afleiffingin
Sjálfstæðismenn
ÍHALDSblöðin halda því
nú fram af miklu kappi, að
Framsóknarmenn hafi beitt
sér fyrir því, að samvinnufé-
lög'byggju við annan og meiri
rétt í skattamálum en einka
fyrirtæki.
Sannleikurinn er sá, að
það var eitt af seinustu verk
um Eysteins Jónssonar sem
fjármálaráðherra að beita
sér fyrir lagasetningu um
skattamál félaga, þar sem
kaupfélög sitja við nákvæm-
lega sama borð og hlutafélög,
hvað skattlagningu ríkisins
snertir.
Hins vegar má telja, að
verður sú, að nœsta Alþingj
vertíur að gera einhverjar
nýjar ráösetafanir til a&
afla tekna til þess að mœta
þeim halla, sem hér er fyr-
irsjáanlegur, og verður þaö
ekki gert, nema með aukn
um álögum í einu eða öðru
formk
ÞAÐ, sem hér hefur verið
rifjað upp, sýnir það og
sannar, að Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur á því hálfa öðru
misseri, sem hann hefur
stjórnað, ekki aðeins fram-
lengt allar skatta- og tolla
álögur verulega, heldur aukið|
þær á mörgum sviðum. Hann
er m. ö. o. búinn að setja al
gert met í skattpíningu, svo
að notað sé orðalag íhalds-
blaðanna.
Forkólfar Sjálfstæðis-
flokksins kynoka sér hins
vegar ekki við það að látast
ekki vita staöreyndir. Þeir
treysta því meira að segja að
með nógu miklum áróðri og
blekkingum sé hægt að
dylja þær fyrir fólki. Því
kemur Mbl. til dyranna í
gær, eins og enginn viti neitt
um það, sem hefur verið aö
gerazt í landinu undanfar
ið og segir með miklum sak
leysissvip: Kjósið Sjálfstæð
isflokkinn í næstu kosning
um, þvi að það er trygging
fyrir því að dregið verður úr
skattpiningunni og skatt-
arnir og follarnir lækkaðir!
REYNSLA seinustu
mánaða ætti vissulega að
nægja til þess, að slíkur á-
róður gagni Sjálfstæðis-
flokknum ekki lengur. Göm
ul og ný reynsla sýnir það, að
enginn flokkur gengur lengra
í því að skattpína almenning
en einmitt Sjálfstæðisflokk-
urinn. Eini skatturinn, sem
hann hefur nokkuð beitt sér
á móti, er stóreignaskattur-
inn. Það er vafalaust rétt, að
hann yrði afnuminn, ef Sjálf
stæðisflokkurinn fengi völd
in. í staðinn yrðu skattaálög
ur á alþýðu manna auknar.
Þeir einir sem vilja stuðla að
slíkri öfugþróun, geta ó-
blekktir fylgt Sjálfstæðis-
flokknum og fylgifiskum
hans.
og velhiútvsarið
kaupfélög njóti nokkuö betri
aðstöðu en einkafyrirtæki
varðandi útsvarsálagningu,
einkum þó varðandi álagn-
ingu svokallaðs veltuútsvars.
En Framsóknarmönnum verð
ur ekki kennt um, þótt einka
fyrirtæki búi þar við óhæga
aðstöðu, því að þeir hafa ver
ið til viðtals um að afnema
veltuútsvarið i núv. mynd,
enda er það ranglátasti skatt
urinn,. sem nú er lagður á,
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
hins vegar ekki haft áhuga
fyrir því. Einkafyrirtækin
geta því fært veltuútsvarið á
reikning hans.
Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: ........í
|
Staðreyndir alþjóðastjórnmála j
Bandaríkjamenn og Rússar hafa mest valdift og þyngftu ábvrgðina
ÞEGAR Eisenhower forseti
heldur tii Evrópu, mun hann
ræða við þrjá forystumenn
bandamanna okkar hvern og
einn, fyrst við dr. Adenauer,
síðan við Macmillan og loks við
de Gaulle. Að því er virðist
verður enginn sameiginlegur
fundur þessara fjögurra höfuðs
manna vesturveldanna .Gert er
ráð fyrir, að sérfundirnir, sem
eru að kröfu de Gaulle, geri
heiminum það ljóst, að Eisen-
hower verður ekki sameigin-
legur milligöngumaður eða full
trúi hins vestræna heims, er
hann ræðir við Krustjoff.
Þetta hlýtur að líta svo út sem
það veiki istöðu forsetans, en í
rauninni styrkir það hana. Und
ir engum kringumstæðum
mundi Eisenhower óska þess að
gelra’ ei'nkavamit.inga við
Krustjoff um málefni banda-
manna okkar. Þeir vilja fjalta '.
um slíkt sjálfir og hve,- og
einn ráða samþykki sínu við
einstök atriði. En einmitt vegna
þess, að Eisenhower verður -
ekki sameiginlegur fullírúi vest
urveldanna, hefur hann frjáls
ar hendur til að kanna án hindr
ana allar leiðir til samstöðu.
Þetta verður miklu frjálsara en
í Genf, þar sem enginn frá
hvorugri hlið hafði framtaks
frelsi, þaðan af síður frelsi til
samninga.
ÞAÐ hvílir enginn leyndar-
dómur yfir mikilvægi fundar
Eisenhowers 05 Krusljoffs. Þar
fels't aðeins viðurkenning á
þeirri grundvallarstaðreynd
hinnar pólitísku heimsmyndar
i dag, að úrslitin um frið eða
stríð verða ráðin í Washington
og Moskvu. Bandaríkin og Sov
étríkin geta háð kjarnorkustríð,
og aðeins þau ein. Þess vegna
geía þau ein tekið þær úrslita
ákvarðanir, sem ráða stríði eða
friði. Þær úrslitaákvarðanir
geta þau ekki rætt við banda
lagsriki sín. Hvernig sem útlit
ið er annars, er sú staðreynd ó-
breytanleg.
Slíkt er viðhorfið á miðri tutt
ugustu öld og vegna þess verða
þessi tvö stórveldi að finna
salmkomulagsleiðiir, l>egar
kalda stríðið blossar upp í
harðar deilur. Það var þetta,
sem þau gerðu i Genf 1955,
þegar engin deila var leyst en
komið á fjögurra ára óbreyttu
ástandi í Þýzkalandi. Og það
verður enginn fastur samning
ur gerður, en leið getur fund
izt t:l að forðast árekstur um
Berlín.
Og ef slík leið finnst, þá er
þag vegna þe&s, að ráðamenn í
Moskvu og Washington hafa
komizt að þeirri niðurstöðu, að
þeir vilji ekki hlevpa af stað
heimsstyrjöld út af Berlín.
UM ÞETTA atriði rík r mis
skilningur erlendis, og þag er
Walter Lippmann
nauðsynlegt að leiðrétta hann
vegna almennra, pólitískra við
horfa. Misskilningurinn er sá,
að Bretar og Bandaríkjamenn
•— eftir að s’tjórnarstefna þeirra
hefir verig samræmd — séu
ekki eins staðfastir og hugdjarf
ir og Þjóðverjar og Frakkar
að horfast í augu við stríð við
Rússa. Þetta er svo mikil fjar
stæða að réttast væri að látast
ekki heyra hana, ef þessu væri
ekki sífellt lætt að. Sannleik
urlnn er-sá, að Frakkar og Þjóð
verjar eru svo vanbúnir að
vopnum, að þeir geta hvorki
sér í lagi eða sameinaðir látið
sér detta í hug að heyja stríð
við Rússa.
Höfuðmunurinn á viðhorfum
vesturveldanna er Gá ag dr. Ad
enauer og de Gaulle halda, að
Krustjoff sé með látalæti í
Berlínarmálinu. Ðretar líta ekki
svo á, og heldur ekki Banda-
ríkjamenn. Okkur virðist ekki
liklegt, að Krustjoff myndi gef
ast upp í baráttu sinni um Vest
ur-Berlín aðeins vegna þess að
við stimplum hana látalæti með
því að neita að semja við hann.
Hann myndi neyðast til þess
að aðhafast eitthvað, og illu
heilii er hann fær um sitt af
hverju. Hann cr t. d. fær um að
veita kommúnistayfirvöldunum 1
í Austur-Þýzkalandi full yfir i
ráð yfir samgönguleiðunum til i
Berlínar og láta þau herða tök i
in í skjóli yíirv-ofandi styrjaldar I
hæítu. |
Þerisi neitun myndi koma okk I
ur í koll, vegna þess að vest |
urveldin — einriig Frakkar i
og V-Þjóðverjar — eru ekki |
reiðubúin að opna veginn til §
Vestur-Berlína- með því að reka i
austurþýzka hermenn og lög J
reglusveitir brott’ úr Aus-tur- i
Þýzkalandi, og við höfum ekki 'i
í hyggju að nota kjarnorku- |
sprengjur til þess að hreirisa |
brott audurþýzka embættis- f
menn, hvaða illræði sem þeir i
aðhafast, ■ '|
ÞAÐ væri ákaflega heimsku i
legt að láta leiðast út í deilu J
um það, hvorir séu með meiri |
lá’talæti. j
Og það er annað sjónarmið í |
þessum tvéggja velda viðræð ,j
um, sem er nokkuð sárbeiskt. J
Það eru áhrif þessara. skipti- j
heimsókna á pólitiska flótta- i
menn í Ameríku og neðanjarðar j
starfsemina í Austur-Evrópu. i
Það liggur í augum uppi, 'að i
þessar heim.'óknir gæ’u ekki |
átt sér stað. ef það væri ákveð i
in stjórnardefna í Bandaríkj |
unum að hvetja til uppreisna í j
AusturEvrópii eða að slyðja j
uppreisnir, sem brjótast þar út. j
En þetta er ekki stefna okkar. j
Ifafi svo verið einhverntíma, j
hefir henni verið hafnað fyrir j
löngu. Við blönduðum okkur i
ekki í uppreisnir í Austur-Þýzka j
landi, Póllandi og Ungverja j
landi, og auðvitað höfum við i
fallizt á það sjónarmið. — þó i
ekki opinberlega — að leið i
frelsisins í Evrópu sé ekki bylt i
ing eða uppreisn, heldur þróun. =
ÞETTA er raunhæf, heilbrigð j
og mannleg stjórnarstefna, því j
að hið gagnstæða, áeggjun til i
uppreisna, getur aðeins leiít til j
blóðugra ófara eftir hetjulegar j
mannfórnir. Hin leiðin er j
betri — að reyna ag slaka á j
h;num þanda streng alþjóða |
stjórnmálanna milli Rússa og' |
Bandaríkjamanna. Það myndi i
einnig lina tökin á fólkinu í i
Austur-Evrópu, og frelsið þar i
— eins og frel-si alls staðar —■ =
ná mestum viðgangi í andrúms i
lofti friðar. Eg er sannfærður j
um það, að þetta er líka álit I
hinna vitrusfu föðurlandsvina j
mcðal vina okkar í A-Evrópu. j
Þing samb. íslenzkra sveitarfélaga
6. landsþing Sambands ísl.
sveitarfélaga lauk sunnudag-
inn 17. ágúst í veitingahúsinu
Lído. Þingíð sóttu um 90 full-
trúar auk gesta, og nokkrir
erlendir fulltrúar sátu þingið.
Formaður sambandsins var
endurkjörinn Jónas Guð-
mundsson með almennu lófa-
taki.
Aðrir í stjórn voru koisnir Tómas
Jónsson borgarlögmaður, Stefán
Gunnlaugsson, bæjarstjóri í Hafn-
arfirði, Hermann Eyjólfsson, odd-
viti í Ölfushreppi, og Björn Finn-
bogason, oddvili í Garðahreppi.
Helztu samþykkiir
. Ýmsai* samþykktir voru gerðar
á þinglnu. Taldi þingið æskilegt,
að 'tímarit þess, Sveitastjórnarmál,
yrði fjölbreyttara afS efni eftirle.ð-
is en verið hefur. Þá voru álykt-
anir gerðar um gatnagerö í kaup-
túnum, um innkaupastofnun sveit-.
i arfélaga, og um frekari útbreiðrla ,
sambandsins, þannig að öll sveitar-1
félög landsins yrðu aðilar að því.
Fagnað var fyrirhugaðri endur-,
, skoðun sveitarstjórnarlaga, og sam
þykkt gerð. um Bjargráðasjóð ís- i
; lands. Þá voru sa.nþykktir gerðar!
um launamál. ,
Þingslit
í þinglok fluitu erlendir gestir
; ávörp, fulltrúi Danmerkur, S. Hjar-
1 sö, forstjóri, fulRrúi Finnlandi,
. Sarjala, fjármálaráðherra og full-
’ trúi Sviþjóðar, Sven Jördler, for-
stjóri Fulltrúi Finnlands færði
sambandinu að gjöf verðmæta bók.
Eftir ávörpin voru leiknir þjóð-
söngvar landanna, Að lokum sleit
formaður sambandsins landsþing-
inu og árnaði fundarmönnum og
gestum heilla. Um kvöldið sáu full
t.rúar og gestir kvöldverðarboð
bæjarstjórnar Reykjavíkur.
Um síðustu hel.gi hélt Kirkju-
kórasamband Austurlands söngmót
í Egilsstaðaskógi í tilefni af 15
ára afmæli sambandsins. Sungu þar
illir 6 kórar sambandsins sameig-
inlcga undir stjórn Eyþórs Stefáns-
sonar frá Sauðárkróki. Hver kór
söng auk þass þriú lög út af fyrir
sig undir st.iórn heimamanna. Fjöl
menni var á söngmóti þessu og
söngnum ágætlega tekið, ekki sízt
samsöng allra kóranna. Var í ráði
að endurtaka sönginn á Reyðar-
firði. Heillakveðjur bárust kóra-
.sambandinu frá biskupi íslands.og
söngmálastjóra þjóðkirkjunnar.
ES. ,