Tíminn - 21.08.1959, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.08.1959, Blaðsíða 9
(JÍ3IINN, föstudaginn 21. ágúst 1959. 9 MA - íOBERTS RINEHARTí -fóuarökh uqroi 'i uíLrunarLona 57. Það var hræðilega heitt í skápnum, og ég fór að fá að kenningu af sinadrætti. Eg var of veikburða til að rísa upp, en hugsun mín varö sí fellt skýrari. Eg reyndi að bérja á hurðina, en stöðugt var sama kveljandi þögnin fyr ir framan. Eg hætt um hríð og hugsaði mitt mál, og þá heyrði ég allt í einu eintthvað hljóð, langt í burtu. Það gat verið misheyrn, og þaö gat lika ve-rið einhver að koma upp stigann. Og brátt heyrði ég að svo var. Hljóðið nálgað ist mjög hægt, hvarf annað slagið en kom alltaf aftur. Það hrikti í brepum stigans, og brakaði i handriðinu. Skyndi lega hvarflaði það að mér, að morðinginn væri að koma aft ur, og varð erinin slíkri skelf ingu, að iafnvel nú, þegar ég skrifa þessár línur,- svitna ég af hræðslu. Að loknm náði þetta fóta- tak upp á briðiu hæð. Hinn ó- þekkti virtist staðnæmast við dyrnar um sinn eins og hlaup ari sem hmiir sig eftir hlaup. Svo kom hann inn í herberg ið og náio-aðist fataskápinn. Hann hlustaði um hrið, svo sneri hann U'klinum í skránni. Hvað skeði með mig? Var það örvæntinein, sem gaf mér þessa tröUskrafta? Eða voru eaðri máttarvöld að gefa mér siðasta tækifæri til að bjarga líiftórunni? Þegar ég heyrði lyklinum sm'nð reyndi ég að æpa, en raduhöndin voru ger samlega hli óðlaus. Eg veit ekki hlvaðan mér komu kraftar. Eg veit þaö bara, að begar lyklinum var snúið fleveði és mér á dyrnar með ofurmannlegum krafti. Hurðin fiaug upp og rakst harkalega á bann sem fyrir henni st.ðð. bví ég heyrði stunu, osr síðan dynk af falli einhvers hunErs. Eg féll næst um um bann sem lá á gólfinu, þegar éa baut út. Á næsta ahdartaki sveif ég niður stig ann, og bf'int á skammbyssu hlaupið hiá Patton lögreglu forihgja. — Herbergi Herberts, krunk a'ði ég, — fljótur, í herberg ihu hans Herberts! Þá, á sama blettinum og Hugo féll saman daginn áður, leið yfir mig aftur. Eg raknaði við í mínu eigin rúmi. Lögregluforinginn stóð við hliðina á mér. Frammi heyrðist fótatak nokkurra manna. Lögregluforinginn gr.etti sig og flýtti sér að loka hurðinni fram, en ég vissi vel hvað þetta fótatak þýddi, menn, sem báru börur á milli sín og gengu meö þeim óreglu iega takti sem skapast, þegar hugsað er um þaö eitt, að gæta þess, sem á börunum liggur. Þegar lögregluforinginn kom aftur að rúmi mínu framkall aði ég einhver óskiljanleg lrljóð í mínum bólgna hálsi. . — Reyndu ekki að tala. Hvernig líður þér? Ertu gang fær enn? Eg kinkaði kolli. * ■ — ís, kvakaði ég. — ís á hálsinn. Bólginn. Þá sá ég að lögreglumaður var á verði við dyrnar, því lögregluforinginn sendi hann eftir ís, og kom svo til mín aftur. — Eg má ekki vera hér leng ur, sagði hann. — Það er sitt hvað að gera, en ég get ekki farið án þess aö segja, að ég skulda þér heilmikið orðið, meðal annars lærdómsmesta atvik lífs míns, og þau eru mörg lærdómsrík í lífi lögreglu manns. Eg sagði þér einu sinni að á lögreglustöðinni hefðum við hóp af ösnum, sem kalla sig leynilögreglumenn. Eg er asni asnanna. Allt sem ég get, er að þakka guði fyrir, að ekki skuli hafa hlotizt enn verra af litla ungfrú. — Hver var þetta? krunk- aði ég enn. Varir mínar voru enn bólgnar, og tungan stóö ■upp á rönd í munni mínum. AuÖvitað þurfti lögreglumaður inn frannni á ganginum að nota einmitt þetta tækifæri til þess aö koma með isinn á hálsinn á mér. í sama bili hringdi síminn ákaflega niðri í forstofunni. Einhver svaraði og kallaði upp: — Lögregluforingi! Síminn! Það virðist liggja mikið á. — Hver er það. — Henderson segist hann heita. Lögregluforinginn þaut af stað og fór í loftköstum niður stigann. Eg skreiddist fram úr og fór út á stigapallinn. Þar tók ég traustu taki á hándrið inu, liallaði mér fram yfir og hlustaði. Lögregluforinginn var við símann, útidyrnar voru galopnar, úti fyrir stóðu nokkrir menn og bak við þá glampaði á svartan sjúkrabíl lögreglunnar. — Hvað er að Henderson? Hverju Henderson svaraði, heyrði ég auðvitað ekki. —Hvað er langt síðan hróp aði hann svo. — Góði guð, ertu vitlaus maður! Farðu og brjóttu glugga! Eg verð kom inn eftir andartak! Hann gaf fáeinar fyrirskip anir, svo sá hann mig á stiga brúninni. — Hvernig líður þér núna? Ertu með i smáferð? Þú þarft ekki að tala. Eg kinkaði kolli og ætlaði að ná mér í yfirhöfn, en þá kallaði hann aftur: — Komdu strax, ef þú ætlar. Við megum engan tíma missa. Síðan þaut hann út um dyrnar og niður þrepin. Eg fylgdi honum eftir beztu getu og hafði varla komizt inn í vagninn, hvað þá að ég hefði lokað hurðinni, þegar hann tók af stað og þeysti áleiðis. Eg hef aldrei áöur farið rneð slíkum hraða, og væri alveg ósárt, þótt það endurtæki sig ekki. Lögreglumaður á mótor hjóli skaut einhvers staðar upp kollinum og fór fyrir okk ur með vælandi sírenum tii þess að ryðja veginn. Við þut um fram hjá umferðaljósum i og vegfarendum, sem birtust okkur sem rák undrandi and- lita, og alla leiðina talaöi lög regluforinginn aðeins einu sinni. — Það er Paula Brent, sagði hann, án þess að líta af veginum. — Eftir því sem Henderson sagði, er hún lok uð ini í bílskúrnum og anzar honum ekki. Mér til undrunar komst ég að því, aö ég gat talað, þótt ekki væri röddin falleg. — Lokuð inni! Hún hefur þó ekki reynt að fremja sjálfs morð? — Eg held frekar, sagði hann hægt, — að einhver hafi reynt að gera það fyrir hana. Og það verður Henderson að þakka, ef það hefur ekki bor ið árngur. Það er ekki útséð um þaö enn. — Hvernig var þetta gert? — Kolsýringur. En bílskúr inn er stór. Það er veik von . . Hann þagnaði og beygði inn í trjágöngin heim að Brents húsinu. Það var auðvelt að finna það sem við leituðum að. Með fram húsinu var bílskúr, og í uppljömuöum dyrum hans gaf að líta fólksþyrpingu, er beindi athygli sinni að ein- hverju þar á gólfinu. Áður en við komumst út úr bíln um kom maður frá hópnum, það var auösjáanlega Hender son. — Við höfum hringt á sjúkrabíl, lögregluforingi. Hann hlýtur að koma á hverri mínútu. — Hún lifir þá? — Já. — Guði sé lof! Hverjiv eru þarna inni? — Foreldrar hennar og kon an mín. Einn lögreglumaöur er þar líka, en hann er nýkom inn. Það var konan mín, sem hringdi á sjúkrabílinn. Hann var stoltur af konunni sinni, það fór ekki milli mála. Eg fór út úr bílnum og inn i bílskúrinn. Paula lá þar á steingólfinu. Hún lá grafkyrr og andar- dráttur hennar varð varla greindur. 28. kafli. Sá grímuklœddi. Hún lá aftan við litla sport bílinn sinn og þegar hópur inn kringum hana tvístraðist sá ég heilmikið af verkfærum liggjandi á gólfinu, eins og hún hefði verið að gera við hann, þegar hana þraut ör- endið. Eg kraup niður og rannsak aði hana, en þar sem ég hafði sama og enga reynslu í kol sýringseitrun, gat ég mjög lít ið aö gert. Eg stakk upp á þvi, aö gerðar yrðu lífgunartilraun ir á henni, þar til sjúkrabíll inn kæmi. Lögreglumaðurinn af mótorhjólinu tók það að sér, þar sem ég var enn of veikburða til þess. Lögregluforinginn fylgdást áfjáður með. — Sér nokkuð á henni? Er hún meidd? — Eg skal ekki segja. Hún hefur kúlu á hnakkanum, en hún gæti stafað af falli. WWWVAWA5V.V.V.VA%V.V.,,W.V.VAV.VASWWVI ÍUT IOGT Mótið að Jaðri um næstu helgi. 7r1j Laugard: kl. 4 Tjaldbúðir reistar. ■— 5 Mótið sett. — 9 Skemmtikvöld. Söngvari með hljómsveitinni. Sunnud.: kl. 2 íþróttakeppni. Þekktir drengja- — 3 Guðsþjónusta. — 4 Dagskrá með skemmtiatriðum. •— 5 Framhald íþróttakeppninnar. •— 8,30 Kvöldvaka og dans. Forsala miða að skemmtikvöldunum verður í Góð- templarahúsinu í kvöld kl. 7—9 Ferðir að Jaðri frá Góðtemplarahúsinu báða dagana. íslenzkri ungtemplarar V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V/.V.V.V.V.V.VA «Skipu!agning garða GarðbygglWg Viðhald, Tnrðing Sala. Trjá- og blómaplðniur Gróðrastöðin við Miklatorg. — Sími 19775. \ .v.vvv.v.vv.v.vvvvv.v.v.v.v.vv.v.vv.vvv.v.vv.v.v Starí íorstjóra Innkaupastofnunar Reykjavíkurbæjar er hér með auglýst laust til umsóknar. — Laun samkvæmt launasamþykkt fastra starfsmanna Reykjavíkur- bæjar. Umsóknum skal skliað í skrifstofu borgarstjóra, Austurstræti 16, eigi síðar en 15. september n.k. Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík 19. ágúst 1959 WAVftVVVVVV'AVVVVVVVVVV/.VV.VV.VVVVVVVVVVVVVVI Útboð Tilboð óskast í smíði yfirbyggðra aftanívagna úr stáli, á gúmmíhjólum. Útboðslýsing og teikningar verða afhentar á skrif- stofu Rafmagnsveitu Reykjavíkur, verkfræðideild, Hafnarhúsinu 3. hæð, gegn 100,00 kr. skilatrygg- ingu. Rafmagnsveita Reykjavrkur VVWVVVVVVVVVVVV.VVVVVVVVVVVVVWAV.V.WA/WVVV 1 ■ .v.vvvvvvv. Hnappagöt gerð t * og tölur festar á. Framnesvegi 20A MELAVÖLLUR í kvöld kl. 8 er úrslitaleikur 2 deildar. Akureyri — Vestmannaeyjar Dómari: Guðjón Einarsson Línuverðir: Hörður Óskarsson og Jón Baldvinsson Mótanefndin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.