Tíminn - 25.08.1959, Side 10

Tíminn - 25.08.1959, Side 10
10 T í !VI IN N, þriðjudaginu 25. ágúst 19591, Islenzk knattspyrna hefur stórvaxið í áliti erlendis eftir landsleikina — Islenzku landsliísmennirnir komu heim á sunnudaginn eítir vel heppna^a keppnisför Aidrei tyrr hefur íslenzkt landsliS í knattspyrnu gert betri för til útlanda en það, sem keppti í Danmörku og Noregi í síðustu viku, og kom heim á sunnudaginn. íslenzk knattspyrna og knattspyrnu- menn hafa stórvaxið í áliti er- lendis eftir þessa leiki, og knattspyrnumennirnir eru nú fyllilega taldir samkeppnis- færir við landslið á Norður- löndum, en hingað til hefur! verið nokkur misbrestur á því að knattspyrnumenn okkar hafi hlotið viðurkenningu á Norðurlöndum. LeikurÍnn í Kaupmannahöfn, sem e'r einn skemmtilegasti leik- t;r og sá mest spennandi, sem undirritaður hefur nokkurn tíma séð, á mestan þátt i þessu. ís- lenzka liðið kom þar mjög á ó- vart, og þótt dönsku knattspyrnu- mennirnir sýndu betri knatt- spyrnu, munaði þó litlu að ís- lenzka liðinu tækist að sigra — og jafnteflið 1—1 var raunveru- legur sigur, þrátt fyrir allt. Það var einnig merkilegt, hvað áhorfendur að leiknum voru marg- ir, eða 26.400 með Friðrik Dana- konung í broddi fylkingar, þegar tekið er tillit til þess, að heims- meistarinn ' þungavigt, Svíinn Ingemar Johansson, keppti í Kaup mannahöfn gegn bróður sínum á sama tíma og landsieikurinn fór fram. Þetta er mesti áhorfenda- fjöldi, sem horfl hefur á lands- leik, þar sem ísland er annars vegar. Alit dómararma Hollenzki dómarinn, sem dæmdi leikinn í Kaupmlannahöfn, sagði icftir hann. — „Mér kom geta íslenzka liðsins mjög á óvarl. Ég hafði ekki búizt við miklu af því, cg svo var það nærri hirð að Helgi markvöröur faðmar Hreiðar Ársælsson, eftir að Hreiðar hafði bjargað á marklínu í leiknum i Kaupmannahöfn. .sigra jafn rótgróna 'knattspyrnu- þjóð sem Danmörku. Danir sýndu meiri leikni og höfðu betra út- liald, en leikur þeirra var ekki érangursríkur." Annar dómari — einnig alþjóða- dómari — Carl Fr Jörgensen tagði eftir leikinn: „Því skal ég lofa, að ég skal endurskoða álit mitt á íslenzkri knattspyrnu. Geta leikmanna var svo miklu meiri en ég hafði búizt við ... Og þannig var talað lofsamlega um íslenzka liðið af rnörgum, þótt einn og einn danskur blaðamaður (einkum Julle, sem skrifaði um táspörk íslenzku leikmannanna eftir leikinn hér heima) vildi meina annað og líkti þessum leik •vlð' tanle'kinn mivin «—0. við Svía í Kaupmannahöfn fyrr í sum ar. Julle sagði t.d. „það sem skc-ði hér í kvöld var eins og á móti Svíum. Ekki vitund betra.... Frábærir leikmenn ísienzka liðið i heiíd sýndi góð- r.n leik — en tveir leikmannanna, Helgi Daníelsson í marki og Hörð- ur Felixson sem miðvörður, hafa aldrei leikið betur. Helgi varði hina ótrúlegustu knetti á auðveld- asta hátt — og Hörður átti létt með alla háa knetti, sem komu fyrir markið, auk þess, sem hann hafði mjög góð tök á miðjunni. Þáttur Sveins Teitsson.ar var einn- ig mjög góður og ótrúlegt livað iiann vann, sem bezt sést á því, rð hann skoraði mark okkar í leiknum — og aðeins broti úr sekúndu munaði, að hann kæm- ist i veg fyrir Enoksen og bjarg- aði markinu, sem Danir fengu jafnað úr. En sem sagt: Allir leik- mennirnir stóðu sig vel, og það ! kom því mjög á óvart og vakti talsverða óánægju að gerð skyldi ein breyting á liðinu, sem leika átti gegn Noregi. Óheppnir í Noregi Leikurinn í Noregi jafnaðist á tngan hátt við fyrri leikinn. ís- lenzka liðið var óheppið og kom þar einkum tvennt til. að það’ s'graði ekki í leiknum. í fyrsta lagi tapaði Ríkarður Jónsson hlut kestinu fyrir Þorbirni Sveins- syni, sem varð til þess, að ís- Jenzka liðið varð að hafa mjög sterka sól í augun fyrri hálfleik- mn — en sólarinnar gætti hins vegar ekki í síðari hálfleiknum. Og í öðru lagi urðu leikmenn fyrir meiðslum. Fýrir leikinn var samið i:m það, að skipta mætti um einn leikmann í fyrri hálflejik frammi á vellinum, en markmann allan tímann. Og strax í byrjun leiks meiddist Þórólfur Beck, bezti sóknarleikmaðurinn frá leiknum í Kaupmannahöfn. Sveinn Jónsson kom í hans stað og lék miðherja — en það er staða, sem hann hefur ekki leikið áður. Hörður Felixson meiddist einnig lítilsháttar í fyrri hálfleik Vel heppmsð Færeyjaför handknatt- leiksflokka úr Knattspyrnufél. Val Tveir flokkar úr handknattleiks deild Vals, 12 stúlkur og 15 piltar, undir fararstjórn Jóns Kristjáns- sonar og Vals Benediktssonar, fóru með Dr Alexandrinc til Fær- eyja 7. ágúst s.l. í boði Tveroyri Boltfelag, sem er elzta íþróttafélag Færeyja, stofnað 1883 í 15 leikjum flokkanna, sigraði Valur í 14, e neinn varð jafntefli (kvennakeppni). Fyrst var keppt í Þórshöfn, en þangað komu flokkarnir snemma á sunnudagsmorguninn 9. ágúst. Keppnin fór fram um kl. 3 um daginn. Frá Þórshöfn var haldið daginn eftir til Vestmanna á Norður- Straumey og dvalið þar í hálfan- annan sólarhring og keppt þar. Það an var svo aftur haldið til Þórs- hafnar og þar keppt þá aftur. En 13. ágúst var Þórshöfn kvödd og lagt af stað til Þvereyrar, þar sem gestgjafarnir voru. Til Þvereyr- ar er um 7 stunda sjóferð. Þver- eyri, sem er á iSuðurey, er næst- stærsti bær Færeyja. Daginn eftir komuna þangað, fóru fyrstu leik- irnir fram. Lauk þeirn með sigri Vals, fyrir karlaklokkinn með 14:4 en kevnnaflokkinn 5:1. Daginn eft- ir var aftur keppt þarna, og enn isijlfuðu1 Valf menn. Að.sókn að 1 leikjunum var mjög góð, en talið var að nær 600 .manna hafi horft á þá. Veður var óhagstætt, mikil rigning og nokkur stormur. Völl- urinn, sem var sá sami og B-lands liðið okkar tapaði á í sumar, var mjög erfiður. Hinn 17. ágúst var enn leikið, og voru það síðustu leikir Vals í þessari för, var það hraðkeppni, og .sendi Valur fram 2 karlaflokka, annan þeirra II. fl„ og enn voru allir flokkarnir sigur sælir, Hinn 18. ágúst var svo Þvereyri kvödd, og haldið til Vogs, en þang að er klukkustundar akstur í bíl, í veg fyrir Dr. Alexandrine og stigið þar á skipsfjöl og haldið heim til íslands, og gekk förin að ó.skum. Mjög róma þátttakendur allar móttökur í Færeyjum. Gestrisni Færeyinga á fáan sinn Kka og áhugi þeirra fyri,. auknum sam- skiptum færeyskra og íslenzkra íþróttasamtaka er mjög mikill. — í Færeyjum er mikill og vakndi íþróttaáhugi. Þar er handnattleik- urinn mjög í heiðri hafður t.d. er þrjú félög í Þórshöfn sem ein- göngu leggja stund á handknatt- leik, og við eitt þeirra félaga varð jafnteflisleikurinn, sem áður get- ur. — en lék þó allan leikinn og stóð sig með mestu prýði. En svo skeði það versta. í tyrjun síðari hálfleiks meiddist Sveinn Teitsson talsvert. Hann var ekki með I tíu mínútur, en kom þá inn á og lék á kantinum það sem eftir var leiks. En vegna meiðslanna gat Sveinn sama og ekkert tekið þátt í leiknum. Það er því mjög athyglisvert, að með níu heilum leikmönnum og tveim- ur meiddum, bar af annar mikið, skyldi íslenzka liðið eiga meira í Mynd þessa áttl að símsenda frá Osló s. 1. föstudag, en vegna slæmra skilyrða reyndist það ekki hægt. Dagbladet í Osló sendi Tímanum þá myndlna flugleiðis en hún sýnir er Helgl Daníelsson er að grípa knöttlnn eftir hættulegt, norskt upphlaup. Á miðri myndinni er hægri útherji norska liðs ins Björn Borgen, en Hörður Felixson er til hægrl. leiknum síðari hálfleikinn, og það sýnir, að það voru aðeins ytri að'- stæður, sem orsökuðu það, að liðið tapaði leiknum, og þó ekki nema með eins marks mun. í þessum leik stóð Helgi sig aftur frábærlega í marki, og í vörninni voru Árni Njálsson og Hörður mjög traustir. f framlín- unni var Ríkarður beztur, og fyrir liði Norðmnna, Þorbjörn Sveins- son, sagði eftir leikinn, að Rík erður hefði verið bezti maðurinn á vellinum. En það var þó einkum einn leikmaður, Garðar Árnason, sem kom á óvart í þessum leik, og að öðrum ólöstuðum var hann að margra áliti bezti maður is- lenzka liðsins. En þessir tveir leikir tilheyra r.ú sögunni, cn eitt er víst, að ís- lenzkir knattspyrnumenn hafa með þeim sannað eftirminnilega, að þeir star.da jafnlætis knatt- spyrnumönnum á Norðurlöndum og eftirleiðis verður reiknað með þeim sem verðugum mótherjum. —hsím. Fara utan til keppni I dag fara fjórir íslenzkir frjálsíþróttamenn utan til keppni í Svíþjóð. Þeir eru Börð ur Haraldsson, Hilmar Þor- björnsson úr Ármanni, Val- björn Þorláksson, ÍR og Þórö ur B. Sigurðsson, KR. Farar- stjóri verður Ingi Þorsteinsson. í Svíþjóð munu þeir hitta KR ingana Svavar Markússon og Kristleif Guðbjörnsson og' keppa með þeim á mörgum mót um í ýmsum borguin i Sví þjóð. Fyrsta keppni flokksins verður í Málmey föstudaginn 28. ágúst. Síðan verður keppt í Stokkhólmi, Gautaborg og við ar, en heim aflur kemur flokk urinn 11. septeinber.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.