Tíminn - 13.09.1959, Page 9
TÍMINN, sunuudaginn 13. september 1959.
@
ALYSE LITTKENS
Syndafall
i f
:
14
SV'O fóru þau á nokkrar lista-
sýningar.
Aftur fékk Karin þá til-
finningu, að eitthvað yrði að
ske. Jafnhliða þyrsti hana í
uppgjör, — gjarna deilu —
eða taara hvað sem var til
þess að komast út úr þessu
þrúgandi andrúmslofti sem
umkringdi þau, og samtímis
var hún hrædd.
Skömmu fyrir miðdegisverð
gengu þau inn i anddyri húss
þess við Strandgötu, sem
nef. Meðan hann óskaði Kar-
inu heilla horfði hann fram
hjá henni, og hún fékk þá
tilfinningu, að heillaósk hans
væri orðin tóm og allt sem
hana snerti þar á heimilinu
án innihalds.
Nú kom Ulla systir Curts
í fylgd með manni sínum,
Otto von Stiernman, undirliðs
foringja. Hann var af álíka
auöugri og virðulegri ætt,
sem hafði getið sér mikinn
orðstír meðai liðsforingja, og
hann reiknaði fyllilega með,
að því yröi haldið áfram.
Ulla var eitt leiðinlegasta
sem dreifði ilmi sínum um
allt herbergið.
— Borðið er svo tómlegt
án kerta, sagði frú Fallander.
Hún leit saknaðaraugum á
tóma kertastjakana á einu
hliðarborðinu. — Við hefðum
átt að hamstra ...
— Þú að hamstra! sagði
maöur hennar í létum tón. —
Eg hefði skilið við þig, hefð-
urðu komið heim með svo
mikið sem sardínudós.
— Já, ég þorði það heldur
ekki, svaraði hún í sama tón.
— Að hamstra er hlutur,
sem enginn sómakær maður
gerir, sagði Fallander og leit
snöggt til dóttur sinnar. Ulla
var niðursokkin í mat sinn.
Meðan súpan var borin inn
lyfti hæstaréttardómarinn
glasi sínu og bauð gesti vel-
Skrifað og skrafað
(Fraruhalcl af 7. síðu)
fleiri munu finnanleg. Útsvars-
greiðendu,. í Reykjavík spyrja:
fjölskylda Fallanders hæsta-
réttardömara hafði aðsetur
sitt f. Dyrnar opnaði gömul
þerna, sem var jafnópersónu
leg og enskur hirðmeistari.
Hún vísaði þeim inn í viðhafn
arstofuna, Karinu fyrst, Curt
á eftir.
Frú Fallander stóð á miðju
rósagólfteppinu, undir geysi-
legri fornrómverskri lj ósa-
krónu úr krystal. Bóndi henn
ar stóð rétt fyrir aftan hana.
Frú Fallander var lítil og
grönn, með fíngerða og dula
andlitsdrætti. Hún var i grá-
um kjól með tvöfalda perlu-
roð um hálsinn og i knipp-
lingsbryddu hálsmáli hennar
glytti í demantsmen, sem var
eins og blóm í lögun. Hún gekk
eitt skref til móts við son sinn
og tengdadóttur, rétti Karinu
höndina og brosti — fallegu
gerfibrosi. Karinu hafði aldrei
dottið í hug að faðma tengda
mömmu og þaðan af síður að
heilsa henni með kossi. Ekki
einu sinni, þegar hún kom í
fyrsta sinn út úr kirkjunni
sem frú Fallander.
Léttur titringur fór um
Karinu, þegar hún heyrði frú
Fallandei’ segja með áhyggju-
röm: — Ósköp líturðu illa út,
Curt minn!
__En mér líður í alla staði
prýðilega, sagði Curt með
rödd sem mótmælti orðum
hans.
Áreiðanlega í hundraöasta
smn fann Karin, hvernig gagn
rýnin lá að baki í orðum
tengdamóður hennar. Aum-
ingja litli sonurinn hennar
hefði ekki lent í nægilega góð
um höndum. Hún fann enn
einu sinni þessa þögulu bar-
áttu milli hennar og tengda-
mömmu. Báöar vildu þær eiga
hann heilan og óskiptan, þar
varð enginn millivegur far-
inn. Sterkara en nokkru
sinni íyrr fann Karin þessa
ómótstæðilegu þörf sína til
að segja eöa gera eitthvað,
sem gæti valdið hneyksli og
öngþveiti, gera uppreisn rnóti
þeim, móti kuldanum, sem lá
í loftinu, falsinu. En hún
stillti sig og þagði — nú sem
endranær.
Tengdapabbi hneigði sig
kurteislega og tók hlýja hönd
Karinar milli beggja sinna
smáu, köldu, og leið og hann
óskaði henni til liamingju.
fyrirbrigði, sem Karin þekkti.;
Hún var þriggja barna móðir,
en virtist vera jafn hrein,
barnaleg og fávís og mad-
donna á málevrki eftir Rafael.
Heimur hennar var svo miklu
æðri en hversdagsheimur
Karinar, að hver minnsti
möguleiki fyrir samstöðu
þeirra var gersamlega útilok
aður. Ulla hafði ekki áhuga
á öðru en heimili sínu og
kunningjum, sem að sjálf-
sögðu voru úr sömu hágöf-
ugu stétt. En auðvitað hafði
Curt allt aðra skoðun á syst
ur sinni.
Nokkrum mínútum eftir
komu Stiernmanhj ónanna,
heyrðist stutt hringing dyra
bjöllunnar.
— Við buðum henni Birgittu
litlu von Stiernman, sagði
tengdamamma í skýringar-
skyni og sneri sér aö Karinu.
— Það er bróðurdóttir Ottos
. . . Faðir hennar á Stjernberg
á Smálandi . . . Hún býr nú
hjá Ullu.
— Hún er í húsmæðraskóla.
Óvenju aðlaðandi stúlka,
sagði Ulla.
Dyrnar lukust upp, og ung
frú von Stiernman hélt inn-
reið sína. Hún var há og fall-
eg, björt yfirlitum, örugg í
fasi og vingjarnleg. Karin gat
næstum ekki haft augun af
henni. Hún fékk skilið af orða
skiftum hennar og Curts, að
þau hefðu hitzt áður — hjá
Ullu.
Hvers vegna hafði hann
ekki minnzt einu orði á þessa
fegurðardís? Hann var þó
vanur að vera fljótur til þess
að ræða við Karinu um þær
konur, sem hann kynntist.
Stofustúlkan lauk hljóð-
laust upp dyrunum að mat-
salnum. Hæstaréttardómar-
inn bauð Karinu kurteislega
annan arminn og Ullu hinn,
undirliðsforinginn hneigði
sig niður í gólf fyrir frú Fall-
ander og Curt fyrir Birgittu.
Karinu lá við aö hlægja upp-
hátt að þessari fjölskyldu, sem
var þess megnug að viðhalda
slíkum kreddum innbyrðis alla
daga. Þótt hún hefði bjargazt
allsnakin upp á eyðieyju,
hefði hún safnazt um kókós
hneturnar á sama virðulega
hátt.
Húsgögnin í matsalnum
Hvernig er stjórn bæjarins varið?
Er þag viðtekin regla, að hlí'fa
forystumönnum Sjálfstæðisflokks-
ins við eðlileg útsvör, en láta aðra
greiða fyrir þá? Útsvarsgreiðend
ur í Reykjavík þurfa ekki annað
en líta á skatt- og útsvarsseðla
sína og sjá, hvort þeir eiga sama
hlu'tfalli milli tekjuskatts og út-
svars að fagna.
| Hér er um að ræða hneyksli,
sem ekki verður þaggað niður, og
það hefur þegar valdið nokkrum
úlfaþyt innan Sjálfstæðisflokksins
I og þykir óbreyttum flokksmönn-
, um nóg um þetta.
Samtímis því, sem slíkt ger-
: ist, haldn Sjálfstæðismenn uppi
| gengdarlausum árásum og rógi á
samvinnuhreyfinguna, kalla SÍS
auðhring og neita að leggja á
það útsvar, samkvæmt lögum og
reglum til þess að „sanna“ skatt-
frelsi Sambandsins.
, Arásin á hagsmuna-
samtök almennings
! Rógurinn gegn samvinnuhreyf-
ingunni hefur magnazt mjög á
þessu ári, og hann er raunar eng-
jin ný bóla. Hins vegar hafa verið
; nokkur áraskipti að því, hve hann
er hatrammur, og sé litið yfir
farinn veg, skýrist málið nokkuð.
Það kemur í ljós, að þegar íhaldið
hefur verið sterkt, og þykist hafa
bolmagn til valda, magnast þessi
rógur gegn samvinnuhreyfing-
unni. Þegar flokkurinn veikist,
dregur úr fylgi hans og hann
þykist standa höllum fæti að kjör-
fylgi og þingfylgi, dregur úr þessu.
Þá er látið undan síga af ótta við
almenningsálitið.
Um síðustu áramót, er íhaldið
náði samtökum við kommúnista
og Alþýðuflokkinn um kjördæma
breytinguna og eygði þar með
aukinn þingstyrk, færðist sam-
vinnurógurinn að sjálfsögðu í auk
ana á ný, og hefur haldið áfram
síðan. Þegar íhaldið þykist hafa
næga valdtryggingu til varnar
auðkýfingum og sérhagsmuna-
mönnum, verður því fyrst fyrir að
hefja herferð gegn sterkustu hags
munasamtökum almennings í land
inu, samtökum og stofnunum,
sem við hlið verkalýðsfélaganna
geía ein reist skorður við efna-
. hagslegri kúgun auðkýfinga og
' aughringa. Þetta er ofur skiljan-
legt, en það er nauðsynlegt að
þjóðin geri sér ljóst, að forystu-
menn einstaklingsgróðans og
auðkyfinganna, sem vilja hafa
rúmt athafnasvæði til þess að fé-
fietta almenning og vilja ekki hlíta
íslenzkum lögum og dómum um
fjármál sín, ráðast því aðeins á
samvinnuhreyfinguna með slíku
offorsi, að þeir telja hana mestari
þránd í götu sinni. Af þessum
Hann var virðulegur, herða- voru í fornum, þungum stíl.
rýr maður, magur í andliti, Silfrið gljáöi á borðum, dúk-
langt mjótt nef, hvítt hár og urinn hvítur damaskdúkur,
hvítt skegg. Samkvæmt gam þung kristalsglös stóðu við
alli tízku klemdi hann nef- hverja servíettu, og á miðju
klemmur á sitt garnla og rýra borði trónaði blómaskrúð,
■toga eru ofsóknirnar sprottnar, og
j er það góður vitnisburður um
Lsamvinnufélögin, og staðfesting á
því, að þau eru með réttu samtök
■ hinna mörgti gegn fáum auðhyggju
i mönnum. Auðhringur er hins veg
ar samtök fárra gegn almenningi.
Þáttur kLrkjimnar
Rödd haustsins
Þú hlustar í kyrrð morguns
á rödd haustsins, sem hvíslar í
blænum við votar rúður. Him-
inninn er grár og nepjan flögr-
ar um fölan geim fjarlægðar-
innar. Dauf angan deyjandi
blóma berst að vitum þér. Óm-
þýtt kvák kveðjandi lóu berst
einstakt líkt og líkhringing frá
stórum hépi, sem flögrar þög-
ull með dularfullum þvt fram
hjá. Sumarið kveður. Grasið
visnar, blómin fölna, þegar
dauðinn gengur hjá. Sinfónía
haustsins ómar í vitund með
óteljandi blæbrigðum, adt frá
dýpstu þögn til drynjandi
hljóma storms og þrumna.Rödd
haustsins. Rödd dauðans. En
við vitum, að rödd haustsins
boðar aðeins þáttaskil í hinni
miklu verðandi tilverunnar,
meðan náttúran bíður enn
meiri dýrðar frá ný.ium himni
nýs vors.
Gæti rödd dauðans boðað
það sama? Gæti hún verið kall
frá engli lífsins, sem í dular-
klæðum gengur um og hvíslar
í sjálfum haustblænum og frá
þögn síðustu rósar sumarsins
um aðra æðri tilveru?
Samt er rödd haustsins áhrifa
ríkur predikari. Hún minnir á
mynd, sem ég hef einhvern
tíma séð og heitir
Lífið og dauðinn
Þar sást á eitt hornið á
kirkjugarði í stórri borg, en í
baksýn voru há og tíguleg fjöl-
býlishús. í kirkjugarðshorninu
var nýtekin gröf. Kransarnir
voru ekki visnaðir enn þá. Borð
arnir lágu þarna rennvotir og
krypplaðir. Ofurlítið snjóföl
huldi þetta allt, líkt og þunn
og gagnsæ slæða.
Klukkan hlaut að vera eitt-
hvað um sex leytið síðdeg:s.
umferðin var svo mikil. Slrætis-
vagn eða járnbrautarvagn þ-'it
þarna framhjá garðinum full 'r
af fólki, sem hló og veifaði ú-.
um gluggana.
Vagnljósin vörpuðu skinandi
1. arma fram á veginn, þai' var
líkt og unnt væri að bey.’i
skrölt í hjólum og stunur I vél.
í einu vetfangi væri vagninn
horfinn með allan sinn hávaða,
allt sitt afl. Aftur myndi snjó-
korn haustkvöldsms sáldrast
hljóðlaust í kyrrðinni yfir leið-
ið í garðinum.
Óhugnanlegur veruleiki
myndarinnar orkaði svo sterkt
á mig, að hún mun ekki mást
úr vitund minni. Lífið. sem
þaut fram hjá með hraða og
glaumi vagnsins og þessu lif-
andi, hlæjandi og hjalandi
ferðafólki. Og — inni í garðin-
um hvíldi hinn látni. Hann
heyrði ekki ysinn og hláturinn,
sönginn og hrópin framar.
Hver myndi sakna hans þarna
inni í borginni? Var hann
kannske flestum gleymdur
meðan blómin ilmuðu enn í
visnandi blómsveigunum á leiði
hans?
Lífið og dauðinn. Enn þá sitj
um við í vagninum En svo —
einn daginn — kannske verð-
ur það um haust — hvílum vað
þarna í kirkjugarðshorninn —
en.n af öðrum verður þangað
hcrinn — æ, það ei svo ójkilj-
arlegt -----
Getur rokkuð Vcrið J». ■ m
Iecra í rödd haustsms en ti’nn
s;erki grunntónn, sem 'ma’
i.’ar frá vörum hans, sem gaf
tf.‘ 'unni í Nain d’engi.nn sinn
a.iur, svo að bros henna: skein
gegnum tárin? Hann sannað'
, i.i að til er sú kærleiksxúnd,
ítm ræður lífi og dauða, og
horfandi á sína eigin gió*
kvaddi hann vini sína með orð-
unum:
„Ég lifi og þér munuð ]i!a“.
Sé hlustað á þessa rödd ijóm .
ar Ijós æðra lífs vfir leiðxn' • |
kii-kjugarðshorninu, og rödd |
haustsins, hver einstakur ;ónn
frá kveðjandi lóu, eða deyj’ tú’
blómi fær nýjan hreim frá |
englaröddum eilífs lífs.
Árelíus Níelsson.
I
«1»
'AW.V.V.V.tVV.V.'.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.WAV.V
KVENFÉLAG HÁTEIGSSÓKNAR «j
KAFFISALA
í Sjómannaskólanum í dag. Hefst kl. 3. Safnaðar-
fólk og aðrir Reykvíkingar fjölmennið og drekkið
síðdegiskaffið í Sjómannaskólanum.
Nefndin.
VW.V.’.SV.V.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V.’.V.VAD
Nokkrar íbúöir lausar
í húsi því, sem B.S.F. Framtak er að hefja upp-
steypu á. Uppl. í síma 19703 á skrifstofu félagsins,
Flókagötu 3, frá kl. 13—17 sunnudag og 20,30—
22 mánudagskvöld og þriðjudagskvöld.
Þið, vinafjöld, fjær og nær, sem á margvíslegan
hátt fylltu hugi okkar og hjörtu gleðigeislum og
blómaangan, gullbrúðkaups okkar og brúðkaups*
dag elzta sonarsonarins.
Hjartans þakkir. Guð blessi ykkur öll.
Þórdís og Bjarni Benediktsson
frá Húsavík.
Maðurinn minn
Þórhallur Sigtryggsson,
fyrrverandi kaupfélagsstjóri,
andaðist í Landspitaianum 11. þ.m.
Kristbjörg Sveinsdóttir.