Tíminn - 15.09.1959, Page 12

Tíminn - 15.09.1959, Page 12
MJÓLKURHYRNUR KOMA í BÚÐER Lögregluþjónn iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiii sem Ijósmóðir Selfossi í gærkveldi. — í gærkveldi bar svo við, að Jón Guðmundsson, lögregluþjónn hér á Selfossi, var beðinn að koma með sjúkrabíl sinn nið- ur í Sandvíkurhrepp að sækja sængurkonu, er flytja skvidi í sjúkrahús til fæðingar. Kom Jón á bæinn um kl. hálfellefu, en þá stóð svo á, að konan var að fæða barnið, en ljósmóðir ekki komin. Jón varð því að búast til að taka á móti barn- 1 inu í stað þess að ílytja kon- una, og vcn bráðar fæddist barnið, sem Jón tók á móti og veitti konunni nauðsynlegustu fæðingarhjálp. Gekk fæðingin vel og fæddist 16 rnarka drengur. Ljósmóðirin kom hálfri stundu eftir fæðingu hans. Jón hefur lært einföld- ustu fæðingarhjálp, en þetta er í fvrsta sinn, sem hann tekur á mót. barni. Sala að hefjasf á mjólk og rjóma í pappaumbúðum Á morgun hefur Mjólkursamsalan sölu á mjólk og rjóma í pappaumbúðum. Verður mjólk seld í lítraöskjum og pela- öskjum, en rjómi í pela- og decilítraöskjum. Áfram verður séld mjólk á lítra og hálfslítraflöskum en pelaflöskurnar verða alveg teknar úr umferð. Lítrinn af mjólk í öskjum verður 20 aurum dýrari en flöskumjólk, en verð á pela af rjóma og mjólk stendur í stað. Decilítrinn af rjóma mun kosta 4.00 kr. Öskjurnar hafa lögun tetraeders með fjórum skörp- um hornum og mættu því kallast hyrnur. Færir Eisenhower líkan af hamri og sigð Krustjoff kemur til Washington í dag Það hefur verið lengi á döfinni hjá Mjólkursamsölunni að hefja sölu á mjólk í pappaumbúðum og á undanförnum árum'hafa oft kom ið fram óskir neytenda um slíkar umbúðir í stað glerflasknanna. Slík ar umbúðir og vélar hafa verið dýrar. Fyrir nokkrum árum komu vélar á markaðinn í Svíþjóð, sem fylltu pappaumbúðir á einfaldari og mun ódýrari hátt en áður þekkt ist og hafa þessar vélar máð mik illi útbreiðslu í heiminum og reynzt vel. Vélar þessar nefnast „Tetra-Pak‘ og hefur Mjólkursam salan fengið þrjár slíkar vélar, eina fyrir hverja umbúðastærð (Framhald á 2. síðu) einn ltr., einn fjórða ltr. og einn tíunda Itr. Umbúðirnar dauðhreinsaðar Efnið í umbúðirnar er sænskt eins og vélarnar. Er pappírinn vax borinn og á innra borði lians er plasthimna. Vélin dauðhreinsar pappírinn með ultrafjólubláu ljósi, en myndar síðan úr honum hólk, sem mjólkin rennur í. Vélin lokar síðan hólknum með vissu millibiil og klippir sundur og að síðustu renna hyrnurnar frá vélinni ofan í kassana. Vélin, sem pakkar í lítraumbúðir skilar frá sér 3.600 hyrnum á klst. en hinar minni 4.500 hyrnum á klst. Aðeins litlu magni af lítrahyrn um verður því dreift um búðirnar og þar af leiðandi ekki mikið á markaðnum. Mjólkurkjörbúð TJm leið og sala á hyrnumjólk hefst verður opnuð ný mjólkurbúð í Austurveri við ’Miklubraut og verður þar eingöngu seld hyrnu- mjólk. Mjólkin og mjólkurvörurn ar verða geymdar í stórum kæli klefa, sem er þannig gerður, að viðskiptavinirnir eiga auðvelt með (Framhald á 2. síðu) Sauðárkróki í gær: — í gær kom nýtt 250 smálesta austur þýzkt togskip til Sauðárkróks. Hefur því verið gefið nafnið Skagfirðingur. Skipið verður gert út af sam- NTB-Moskvu og Washing- ton, 14. sept. — Viðræður Eisenhowers forseta og Krust joffs forsæ*isráðherra Sovét- ríkjanna munu hefjast aðeins um 5 klst. eftir að sá síðar- nefndi kemur til Washington, en það verður siðdegis á morg un samkvæmt íslenzkum tíma. Talið er, að aldrei hafi í sög- unni verið gerðar aðrar eins öryggisráðstafanir 1 iI verndar nokkrum manni á erlendri grund en við komu Krust- joffs til Bandaríkjanna. Óskaplegt annríki var í Hvíta- húsinu í dag og utanríkisráðuneyt eiginlegu hlutafélagi þessara stofn ana: Fiskiðjuverið h.f., Fiskiðja Sauðárkróks og bæjarfólag Sauð- árkróks. Áhöfn verður 14 manns. Skipstjóri Grettir Jósepsson, 1. stýrimáður Jóliann Adolfsson og (Framhald á 2. síðu) inu til að leggja síðustu hönd á undirbúning að komu Krustjoffs, en með honum verður 100 manna föruneyti, þar á meðal kona han.s, dóttir, sonur og tengdasonur, Friður, friður Krustjoff hélt ræðu í Moskvu í (Framhald á 2. síðu) 8000 laxar í sumar Laxveiðitímanum lýkur 18. sept. n. k., og er þá á enua eitt bezta laxveiðiár í manna minnum. Á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár hef- ur veiðin verið bezt, enda er surn- arið næstbezt veiðisumar, sem þar hefur komið síðan ne‘aveiði hófst fyrir tæpum hundrað árum. Fram til 10. sept. höfðu veiðzt 7200 lax- ar í net í ÖUusá og Hvítá upp til Vörðuítlls. Er því sýnt;. að heild- araflinn verður ekki undir 8000 löxum, ef stangaveiði verður ekki minni en í fyrra. Aðeins eitt sum ar er vitað að meira hafi veiðzt, en það var 1932 og öfluðust þá 8639 laxar samkvæmt opinberum skýrslum. í fyrra var iaxveiðin á þessu svæði þriðjung' minni en hún er orðin nú. „Það er ekki hægt að þegja slíkt ,. m ■ Þótt leitað væri með logandi liósi í Morgunblaðinu á sunnu- dáginn, sást þar ekki ein ein- asta lína um útsvarsmál Ólafs Thors, Bjarna Benediktssonar og Gunnars Thoroddsen, og engin svör hafa fengizt við spurningun um um þaö, hvernig standi á hin um kynlegu útsvarsfríðindum þeirra og hinu öfuga hlutfalli milli tekjuskatts þeirra og út- svars. Reykvíkingar bíða því enn eftir svari. Hins vegar ræddi Alþýðublaðið mélið í forystugrein á sunnudag inn og tók svo rösklega til orða að full ástæða er til að vitna í ummælin. Þar segir m. a. mál í hel” „Þessar ákærur eru mjög al- varlegt mál. Ef þær eru byggðar á staðreyndum, þá er um að ræða reginhneyksli. Þess vegna verður Siálfstaeðisflokkurinn að svara þessum ákærum og þessir L menn að þvo hendur sínar, ef þeir eru saklausir. Það er ekki hægt að þegja slíkt mál í hel. Lands fólkið stynur undan skatta- og útsvarsbyrðunum og getur ekki þolað misferli eins og hér er gef ið í skyn." Nú er að vita, hvort íhaldsfor kólfarnir rumska, þegar sjáift stjórnarblaðið er komið í ákær endahópinn. 250 tn. togskip til Sauðárkróks V. KOSNINGASKRIFSTOFA Á AKUREYRI Kosningaskrifstofa á Akureyri. Framsóknarfélögin á Akur- 1 eyri hafa opnað kosningaskrif stofu í Hafnarstræti 95, og eru símar hennar 1443 og 2406. Þá hafa félögin efnt til 50 kr. veltú [ til fjársöfnunar í kosningasjóð, og er-u stuðningsmenn hvattir til að koma í skrifstofuna og taka þátt í veltunni. FRÁ HAPPDRÆTTINU Nú er rétti tíminn til að gera skil fyrir heimsenda miða. Skrifstoían er í Framsóknar- húsinu (uppi) Sími 24914. Reyndi að varpa konunni út um glugga á IV. hæð Blaðið liefur fregnað, að lög- rcglan hafi í gær vcrið kvödd til að skakka leik lijór.a í liúsi liér í bæ, einkmn að lækka rostann í eiginmanmnuin, sem liafi gerzt sekur um ofbeldi gegn konu sinni. Hafi maðurinn þó setið eins og brúða í stofu hjónanna, þegar lög- reglan kom, að vísu nokkuð drukk inn. Skömmu áður hafi þessi sami maður reynt að fleygja konu sinni út um glugga á fjórðu hæð. Þá hefur blaðið fregnað, að þetta válega rifrildi verði lagt fyr- ir Bæjarþing Reykjavíkur í dag sem hjónaskilnaðarmál, og mun ciginmaðurinn þá lcomast að raun um að hann getur skiiið við konu sína á löglegan hátt og þari ekki að kasta henni út um gluggann.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.