Tíminn - 20.09.1959, Blaðsíða 1
gerræði gegn bændum
— bls. 7
43. árgangur.
Reykjavík, sunnudaginn 20. september 1959.
Heilaþvottur bls. 3
Gróður og garð'ar bls. 5
Myndir úr vesturför Krustjoffs bls. fr
íþróttir bls. 10
------ 202. blaS.
Fáheyrt gerræðisverk ríkisstjórnar Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins:
LÖGBÝÐUR réttleysi heill
AR STÉTTAR UM EIGIN MÁL
Stjérn Stéttarsambands
ins mótmælir harðlega
Blaðinu barst í gær afrit af
cftirfarandí bréfi stjórnar
Stéttarsambands bænda til
rikisstjórnarinnar:
„Reykjavík, 18. sept. 1959.
Hr. forsætisráðherra
Emil Jónsson,
Eins og vður er kunnugt, hæst-
virtur forsætisráðherra hafa sam-
tök verkamanna. sjómanna og iðn-
aðarmanna lagt fvrir fulltrúa sína
í „sexmannanefnd“ að hætta þar
störfum. Þar með var ekki unnt
að ljúka á löglegan hátt við sarnn-
ing verðlagsgrundvallar landbún-
aðarafurða, hvorki með samkomu-
lagi né úrskurði yfirnefndar (sam-
anber 59. grein laga nr. 94 frá
1947), þar sem neytendur fengust
ekki til að tilnefna fulltrúa í
hana.
Stjórn Stcttarsambandsins og
Framleiðsluráð fóru bess á leit við
ríkissljórnina, að hún skipaði
mann í yfirncfndina, en á það
hefur stjórnin ekki failizt hingað
til. Hins vegar mun hún liafa
horfið að því ráði, að gefa út
bráðabirgðalög, er feli í sér, að.
verðlag á landbúnaðarvörum skuli
standa óbreytt, þrátt fyrir það, að'
útreikningur Hagstofunnar sýni
3,18% hækkun frá síð'asta verð-
lagsgrundvelli.
(Framhald á 2. síðu)
I dag er gangnasunnudagur, en þá má víða sjá menn á hestum halda inn úr byggð til
fundar við félaga sína í einhverjum leitannannakofanum, þar sem gist verður næstu
nótt. Dagana á eftir verður fé smalað af heiðum og réttað
Víða er búið að ganga afréttarlöndin og s.'átrun hefur staðið
yfjr í nokkurn tíma, en það skyggir ekki á þann hugblæ, sem yfir gangr.asunnudegi er og
þeim dögum sem á eftir koma.
Féð af heiðum
s Ríkisstjórnin gaf í gær út bráðabirgðalög um að lögbinda
Verðlag landbúnaðarvara þannig að það verði óbreytt til‘15.
des. n. k. Eru lögin birt í heild á öðrum stað hér í blaðinu.
— Með bráðabirgðalögum þessum hefuf ríkisstjórn Sjálfstæð
isflokksins og Alþýðufíokksins framið svo fáheyrt gerræði
og réttindasviptingu gagnvart annarri stærstu stétt landsins,
að þess eru ekki hliðstæð dæmi á síðustu áratugum. Er hér
blátt áfram lögleitt réttleysi heillar stéttar til ákvarðana um
eigin mál til jafns við aðrar stéttir. Hið helzta, sem bráða-
birgðalög þessi fela í sér, er í stuttu máli þetta:
1. Verðlagskafli framleiðsluráðslaganna er raunveru-
lega afnuminn og þar með aðalkafli þessarar merku
löggjafar, er veitir bændum svipaðan sjálfsákvörðun-
arrétt og öðrum stéttum.
2. Með lögunum er svikið algerlega það loforð stjórnar-
flokkanna, sem gefið var um leiðréttingu á misrétt-
inum s. I. vor.
3. Bráðabirgðalögin eru brot á viðteknum þingræðis-
venjum um útgáfu slíkra laga.
4. Bráðabirgðalögin eru lögbundin kúgun á einni stétt
og því um leið hatrömm árás á almennt réttaröryggi
allra stétta í landinu. þar sem fordæmið býður svip-
uðum ofsóknaraðgerðum heim gegn öðrum stéttum.
Gangur þessa máls hefur
verið rakinn hér í blaðinu og
komið fram í greinargerðum,
sem birzt hafa, og bréf stjórn-
ar Stéttarsambands bænda er
birt á öðrum stað í blaðinu í
dag. Þarf því ekki mikilla skýr
inga við. Augljóst er, að með
þessu tiltæki er framið fá-
heyrt gerræðisverk, sem þeir
bera sameiginlega ábvrgð á,
Alþýðuflokkurinn og Sjálf-
stæðisflokkurinn, og þó hinn
síðarnefndi meiri, þar sem
hann er stærri aðili í stjórnar-
samstarfinu ^
Lögin um framleiðsluráð er svip-
uð rétlindalöggjöf bændum til
handa og verkalýðsmálalöggjöfin
til handa verkamönnum. Hvor
tveggja á að tryggja frjálsan samn-
ingsrétt þessara stétta um eigin
mál. Réttur bænda var þó minni
í lögunum. Þeir höfðu isjálfir geng-
izt undir það, að lögskipaður gerð-
ardómur gerði út um verðlagið, og
þar með kaup þeirra, ef ágrein-
ingur yrði í sex manna samninga-
nefnd neytenda og framleiðenda.
Slíkt gerðardómsákvæði búa aðrar
stéttir ekki við.
Þegar sex manna nefndin
varð óstarfhæf átti gerðar-
dómurinn að taka við. Vildu
hinir tilteknu aðilar neytenda
ekki skipa mann í hann eftir
ögunum, hsfði það verið eðli
leg lögjöfnun, að ráðherra
(Framhald á 2. síðu)
Bráðabirgðalögin
„Forsetí íslands hefur í dag,
að tillögu landbúnaðarráðherra
sett bráðabirgðalög, samkvæmt
28. gr. stiórnarskrárinnar, um
verð landbúnaðarafurða.
í úrskurði forseta segir:
Landbúnaðarráðhcirra liefur
tjáð mér, að vegna sérstaks á-
greinings fulltrúa neytenda og
framleiðcnda hafi ekki tekizt
að ákveða söluverð landbún-
aðarafurða á innlendum mark-
aði á þann liátt, sem lög nr.
94/1947 um framleiðsluráð
landbúnaðarins, ve> ðskráningu,
verðmiðlun og sölu á landbún-
aðarvörum o. fl„ gera ráð fyrir.
Landbúnaðarráðherra hefur
enn femur tjáð mér, að til
þess aö iiyggja efnaliagsjafn-
vægi og atvinnuöryggi í land-
inu þangað til Alþingi getur
fjallað nm þessi mál að afstöðn
um kosningnm þeim, sem fram
eiga áð fara 25. og 26. október
n.k., og meðan kaupgjald í
landinu liclzt óbreytt, sé nauð-
synlegt að verð landbúnaðar-
afurða hækki ekki- Fyrir því
eru hér meö setl bráðabirgða-
lög, samkvæmt 28. gr. stjórn-
arskrárinuar, á þessa leið:
1. gr.
Heildsölu- og smásöluverð
þáð á sauðfjárafurðum, mjólk
og mjólkurvörum, nautgripa-
kjöti og Iirossakjöti, sem kom
til framkvæmda 1 marz 1959
samkvæmt auglýsingu Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins 28.
febrúar 1959, skal gilda óbreytt
á tímabilinu 1. september til
15. desember 1959.
Sumarverð á kartöflum skal
niður falla eigi síðar en 25.
september 1959. Á tímabilinu
frá því að niðurfePing sumar-
verðs á sér stað og til 15. des-
ember 1959 skal gilda óbreytt
heildsölu- og smásöluverð það
á kartöflum, er kcm til fram-
kvæmda 1. marz 1959. sam-
kvæmt auglýsingu framleiðslu-
ráðs landbúnaðarius 28. febr-
úar 1959.
Sumarverð á gulrófum skal
niður falla eigi siðar en 25.
september 1959. Á tímabilinu
(Framhald á 2. síðu)