Tíminn - 20.09.1959, Page 3

Tíminn - 20.09.1959, Page 3
T í M IN N, sunnudagur 20. september 1959. a llllllllllllllllltlItllIlllllllllllllllllllllllllllllllllltlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMIHIIIIIIIIIIIIIIimillllMlllltlllMIIII Athugasemd ir Undirritaður neyðist til þess að taka það fram. að i 1 „viðtal“ það við mig, sem birtist hér á 3. síðunni í 1 | gær, er meira og minna ósatt og rangt eftir haft, og 1 | greinin í heild óskiljanlegt bull, enda sett í blaðið al- | | gerlega án minnar vitundar. i | Sigurður Ólason f Þar sem ég rakst á viðtal í Tímanum, sem eignað § | er mér, vil ég taka fram eftiríarandi: I 1) Fæst þeirra orða, sem eftir mér eru höfð í f | nefndu viðtali eru mín eigin orð. i 1 2) Þau fáu orð, sem ég get gengizt við í þessu við- i | tali, eru svo úr lagi og samhengi færð, að nær væri í | að nefna ritsmíð þessa: Samtal blaðamanns við siálf- i I an sig. i | Kristján Arnason = ■■íiiiaiitiiaiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Gífurlegum fjárhæðum er varið til endurreisnar Berlínarborgar og götur borgarinnar hafa verið endurlagðar eftir nýtízkuaðferðum. Hér sést hvar ekið er af breiðgötum borgarinnar niður í göng neðanjarðar og gefur auga leið hversu slíkt fyrirkomulag flýtir allri umferð og gerir hana greiðari. I baksýn sjást skýjakljúfar, sem nýlega hafa verið teknir í notkun. — Það er þó bót í máli, að hann er ekki að flækjast úti á kvöldin. Danskir flugmenn heilaþvegnir Það eru engar smávegisi þrekraunir sem bíða 30 danskra flugmanna á næst- unni. Þær hefjasf á því að þeim verður varpað úr flug vél yfir Norður-Sjálandi, þar sem þeir verða hundeltir af herlögreglu, venjulegri lög- reglu, heimavarnarliðinu og öllum borgurum, sem óska eftir að taka þátt í leitinni að þeim, og handtöku. Svo rækilega er um hnútana bú- ið, að það er næstum ekk- ert tækifæri fyrir flugmenn ina að sieppa „lífs". Þeim eru gefnir þrír dagar til að verjast leitarmönum. Þeim er viljandi gert erfitt fyrir. Ætlunin með þessu er nefnilega SÚ, að handtaka þá og færa til yfirheyrslu, sem er svo ógnum þruirgin að hún minnir helzt á hinn fræga og ilræmda „heila- þvott. Bresta í grát Sérstakle.ga þjálfaðir flugfor- ingjar standa klárir að því, að taka við þeim þegar búið er að handtaka þá og yfirheyra með eins miklum píslum og möguleg er. Fangarnir geta hvenær sem þeir vilja, gefizt upp og látið hætta yfirheyrslum, en það er líka eini munurinn á æfingunni og raunveru leikanum. Annars er því haldið fram, að það hafi afar sjaldan kom- ið fyrir, að fangi hafi gefizt upp í þess konar æfingum. Þeir hafa brostið í grát, þegar að þeim var saumað, en aldrei gefizt upp. Vatnsfata í næturkulda Flugmennirnir mega ekki gefa' aðrar upplýsingar en nafn sitt og fæðingarstað. En verkefni yfir- heyrslumanna er að fá þá til að missa vald á tungu sinni og segja frá hlutum, sem þeim ber að halda leyndum. Þá má ekki beita líkam-j legum pyndingum af neinu tæi, en að öðru leyti er allt leyfilegt. Leyfi legt er, að beila öllum brögðum til að lama mótstöðuafl fangans og mennirnir búa yfir ótrúlegustu að- ferðum í því skyni. Það má láta fangann standa upp á endann tím- um saman og hella yfir hann úr fullri vatnsfötu i næturkulda þegar hann hefur fallið í yfirlið, og það er leyfilegt að láta hann liggja hálfan eða heilan sólarhring á hnjánum á hörðum stól og demba yfir þá spurningum, jafnvel alltaf sömu spurningunni. ! Hvað er hægt að þola? 1 Menn vita af reynslunni, að þann ig er farið að, þegar flugmenn eru teknir til fanga. Reynt er á hinn djöfullegasta hátt að brjóta niður siðferðisþrek fangans og lama manndóm hans og aðferðirnar, sem notaðar eru, eru á margan hátt mun verri líkamlegu ofbeldi. Pynd ingarnar eru sálrænar, ekki líkam- legar. Og nú á að prófa þessa 30 flugmenn. Æfingin er einn liður í umfangsmiklum heræfingum NATO, og það er gert ráð fyrir öllu, sem fyrir getur komið, menn þykjast hafa fyrir því fulla vit- neskju, að engin miskunn verði sem frekast á á hættu að verða tekið höndum og láta það ekki ganga að því gruflandi, hvað geti beðið þess í höndum óvinanna. En þaö verour líka að gera þessum hermönnum ljósan muninn á æf- ingu og veruleika. En hins vegar má ekki leggja of mikið upp úr þeim, því þetta er, þrátt fypit allt. Harkaleg yfirheyrsluaðferð — einn liður í heilaþvottinum. auðsýnd þegar út í hart er komið, og því bezt að vera við öllu búinn. Að æfingunni standa heæmenn, sem hafa verið sérlega þjálfaðir til að stjórna slíkum yfirheyrslum. Spurningin er einfaldlega þessi: Hvað getur einn maður þolað mik- ið af andlegum píslum? Þessari spurningu eiga þessir 30 flugmenn að svara, þ.e.a.s. ef þeim tekst ekki að sleppa úr greipum Látnir þola ógn og píslir - reynt að lama siðferðis- þrekið ★—□—★ æfingin stendur yfir. Og það er leitarmanna þessa þrjá daga, sem ekki gert ráð fyrir að þeim takizt það. Eltingaleikurinn er saklaus- ■asti liðurinn. Það er heilaþvottur- inn og það sem honum fylgir, sem þeir kvíða mest. Og það er beðið í ofvæni eftir úrslitunum á hærri sem lægri istöðum. Raunveruleikinn verri Auðvitað er ósköp barnalegt að ímynda sér, að pyndingum og písl- um af öllu tæi verði ekki beitt í stríði. Og vitaskuld er hárrétt að undirbúa það fólk í vamarliðinu, aðeins æfing en ekki blákaldur veruleikinn. Hins vegar er á galli á gjöf Njarðar, að þeir, sem gefast upp í æfingu sem þessari, verði svo al- teknir vanmetakennd, að þeir bug ist einnig þegar á hólminn er kom ið. íþróttamaður, sem æfir sig of mikið, svo að hann missir styrk sinn að einhverju leyti, hlýtur jafn framt að missa sjálfstraust sitt að meira eða minna leyti. Sama gæti komið fyrir þessa flugmenn. Og þá væri verr farið en heima setið. Heimsmeistarmn flýrundanskött um til Genfar NTB-Genf, 18. sept. — Inge- mar Johannsson heimsmeist- ari í hnefaleik, ætlar að setj- ast að í Genf, líklega til að forðast skatta. Ingemar var í Genf í da-g og umsetinn af blaðamönnum. Hann kvaðst hafa fengið sér íbúð í miðri horginni, en síðar myndi hann ef til vill byggja sér villu í útjaðri hennar. Ekki kvaðst hann myndi gifta sig á næstunni. Keppni hans og Pattersons myndi sjálfsagt fara fram á næsta ári í Bandaríkjun- um. Hann brosti og yppti öxlum, er fréttamenn spurðu, hvort hann væri að flýja undan sköttum til Genfar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.