Tíminn - 20.09.1959, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.09.1959, Blaðsíða 12
Allhvass eða hvass sunnan og suð- vestan, skúrir. Reykjavík 10 st., annars staðar á landT inu 9—15 st. Sunmulagurinn 20. sept. 1959. iFlokksstarfiö í bænum Kosningaskrifstofa B-listans er í Framsóknarhúsinu í II. hæð og er opin frá ki. 9,30—18,30 alla virka daga. Áríðandi er aS stuðningsmenn listans athipgi eftirfar- ? | andi: V 1. Hvort þeir séu á kjörskrá. 2. Tilkynni ef þeir verða fjarverandi á kjördag, eða aðrir sem þeir þekkja. 3. Gefi upplýsingar um fólk er dvelur erlendis, t.d. námsfólk. 4. Hafi samband við skrifstofuna varðandi starf á kjördag. Sími: Vegna kjörskrár 12942 _ _ Annarra uppl. 19285 T _ _ _ 15564 B-LISTINN Miðstjórnarfundur hefst klukkan 2 e. h. í dag í Framsóknarhúsinu. KLUBBFUNDUR FRAM- SÓKNARMANNA Klúbbfundir Framsóknar- manna í Reykjavík hefjast á mánudaginn kemur, og verða í Framsóknarhúsinu uppi kl. 8,30. Fundir þessir hafa undanfarna vetur verið mjög vinsælir og oft fjölsótt- ir og þar rædd ýmis mál. Nú er fyrir hendi betra og stærra húsnæði en áður, og því er ástæða til að hvetja Framsóknarmenn til að sækja fundina. Þúsundir á ferð Á Reykjavikurflugvelli sitja aiokkrir menn í fimmtán fermetra herbergiskytru og stjórna alþjóðlegri flugumferð um norðanvert Atlantshaf. Blaðið átti erindi í flugturninn einn daginn og hitti þá Valdimar Ólafsson, vaktstjóra að máli. Sagði hann, að oft væru fleiri þúsund manns á flugi í einu á umsjónarsvæði þeirra, en svæðið nær austur á 1. gráðu vesturbreiddar og vestur að austurströnd Græn- lands. Takmörk umsjónarsvæðisins að norðan er heimskautsbaugur- inn en 61. gráða að sunnan, nema á kafla, þegar kemur austur undir Grænland; þar nær svæðið suður á 59. gráðu, unz þvi lýkur. A þessu sést, að ísland er orðinn veigamikill aðili í flugmálum, þótt sleppt sé sjálfri flugvélaútgerð landsmanna. Nú er verið að reisa nýjan flugtútn á Reykjavíkurflugvelli, og mátti það vart seinna vera, þar sem vinnuskilyrðin í gamla turninum eru hvergi nærri full- nægjandi, miðað við þá þjónustu sem þar er veitt „gestum og gangandi1' landa í milli, þótt á hinn bóginn flugturninn sé búinn góðum tækjum og ekkert sé út á öryggið að setja. Myndin hér að of an er úr útsýnisrangaia turnsins og sér þar ekki út nema á þrjá vegu. Myndin við hliðina er af uppgöngunni í turninn. Hún er kannski ekki sem árennilegust, en þetta stendur allt tii bóta, þeg ar nýi turninn kemur. Krustjoff heim- sækir Hollywood NTB—New York 19. sept. Krustjoff forsætisráðherra Sovétríkjanna flaug í gær frá New York til Hollywood. Til- lögum hanc um afvopnun. er hann flutti á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstu- dagskvöld hefur verið tekið með varúð á Vesturlöndum. Herter utanríkisráðherra Banda ríkjanna sagði að sér virtist, að Krustjoff hefði aðeins endurtekig fyrri tillögur Rússa um afvopnun. Krustjoff hefði ekki haft orð um það, hvernig eftirlit með afvopn unni yrði framkvæmt, en afvopn unafmálin hefðu ætíg strandað á samkomulagi um nægjanlega öfl ugt og tryggt eftirlit. Herter sagði, að ekki mundi standa á Bandaríkj unum til að afvopnast, ef tryggt væri um alþjóðlegt eftirlit. Selwin Lloyd utanríkisráðherra Breta, sagði, að tillögur Krustjoffs væru í aðalatriðum hinar sömu og hann hefði flutt á Allsherjarþing inu á fimmutdag. Bretar vildu framkvæma afvopnun í þremur á- föngum eins og Rússar. Eyðilegg ingu allra kjarna- og eldflaugna vopna og niðurskurð á almennum vopnum og fækkun herafla í al gjört lágmark. Ræðir við filmstjörnur Krustjoff flaug til Hollywood í dag og mun ræða þar við ýmsar kunnar kvikmyndastjörnur svo sem Frank Sinatra og Marlyn Monroe. hreinsunar Engin skýring fæst enn á út- svarsfríðindum Ólafs Thors, Gunn ars Thoroddsen og Bjarna Bene diktssonar og fleiri gæðinga ihaldsmeirihlutans í Reykjavik. Menn eru jafnnær eftir kattar þvott niðurjöfnunarnefndar. Eng inn veit, hvaða „sérástæður" hún hefur tekið til greina, og bæjar stjórnaríhaldið neitar að beina þeim tilmælum til nefndarinnar, að hún skýri frá, hvaða sérástæð ur til útsvarsivilnunar hún met ur gildar. Nefndin ber því við, að hún megi lögum samkvæmt ekki gefa upplýsingar um framtöl einstakra manna. Látum svo vera. En ein leið er þó til fyrir hina hátt- settu forkólfa Sjálfstæðisflokks- ins til að hreinsa sig af áburði. Hún er sú, að þeir mælist sjálf ir til þéss við nefndina að hún gefí uppjýsingar um framtöl þeirra og þær reglur er hún hef ur farið eftir við álagningu út- svarsins í þeim sérstöku tilfell- um. Þar með er nefndin leyst frá þagnarskyldu laganna og sakf bomingar-ttreinsast ef efni standa til. 'Útsvarsjjréiðendur í Reykjavík spyrja: Hvenær koma þessi til- mæli frá Ólafi Gunnari og Bjarna?: Vilja þeir hreinsa sig eða kjósa þeir að játa hneykslið rrteð þögn? s J* ur í Eyjum Framsóknarflokkurinn efnir til almenns kjósendafundar í Vestmannaeyjum annað kvöld (mánudag) kl. 8;30 í samkomubúsinu. Frummælendur á fund- inum verða Eysteinn Jóns- son, alþm., Helgi Bergs, verkfr., Óskar Jónsson, al- þm. og Sigurgeir Kristjáns- son, lögregluþjónn. Ekkivon heldur örugg vissa NTB—Moskva, 19. sept. — Á fundi rússneskra vísinda- manna í Moskvu var það stað- liæft, að ferðalag manna til (Framhald á 11. síðu) Þýzkir hrossakaupmenn í göngum og réttum Akureyri í gær. — Þessa dagana eru hér tveir Þjóðverj ar á ferð í hrossakaupum. Ætla þeir að kaupa hér nyrðra 25 hesta. í gær keyptu þeir 5 hesta, og var verðið 3—3500 kr. Hestarnir eiga allir að vera tamdir, og í hópn um nokkrar liryssur og einn stóð- hestur. Þegar hrossakeupin hafa verið gerð, ætla Þjóðverjarnir að ríða vestur í Skagafjörð á vit Páls Sigurðssonar, fara með honum í göngur og réttir, m. a. í Vatns- dalsrétt. Er annar mannanna ljós- myndari og blaðamaður og hyggst taka myndir margar og góðar, bæði af stóði og sauðfé. Að göngum loknum ætla hinir þýzku hestamenn að ríða suður um fjöll til Reykjavíkur og flytja hesta sína með sér út. Báðir hafa menn þessir dvalið á hrossarækt- arbúinu í Kirkjubæ. E.D. Opin leið til

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.