Tíminn - 20.09.1959, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.09.1959, Blaðsíða 5
-lUiiiiimiliiiiiititifiiifmttfiiiiiiiiiiiiiiKiiiiUiiiiiiiifiiifiitiiliiiiiiiiiiiiiiftiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiinininiiiHiiiniiniiiiiiiiiHiiiiMiHiiiinHiiiiiiiiiiiniuiiiiHiiiiiiiMiiiMiiiiiniiMiMiiTinniniiiiuiiininifTiimniMminiiiinmmifinnfHHiniiiitiniiiiiiiiMiiiiifiiiiiiiiiiniiiiiiMininmiiiiMiiiiiHMHimiiiiiiiiiiiiiiiimMiMininnHiiHHiiiiiiiiMiiiimniiiiiuHiTmiiiiii T í MIN N, sunnudagur 20. september 1959. gefur mestan mat | „GóSur þykir mér grautur méls*'. Grasættin GRÓÐURINN er undirstaða lífsins á jörðunni. Hann einn getur hagnýtt orku sólargeisl- anna til að vinna kolefni úr loftinu og breyta ólífrænum efnum í lífræn efnasambönd, sem menn og dýr geta síðan notfært sér. Ilin grænu blöð gróðursins eru í raun og veru furðulegar efna\rerksmiðjur. Menn og dýr lifa á gróðrinum bæði beinlínis og óbeinlínis. Jafnvel rándýrin eru háð gróðrinum, því að þau lifa á grasbítum o. fl. jurtaæt- Um. í 'sjónum eru örsmáir svifþörungar undirstaða sædýra- lífsins — og fjöldi sjávardýra leitar skjóls og ætis í þanginu og þaraskógunum í sjónum. Maðurinn er algerlega háður gróðurríkinu. Þaðan fær hann mat .sinn beint eða með aðstoð milliliða, þ. e. gróðuretandi dýra. Flest byggingarefni eiga " að einhverju leyti rót sína að rekja til gróðurins, jafnvel skeljasandurinn í .sementinu okkar! Mór kol og olía eru leifar eða unnin úr leifum gróðurs, sem óx á jörðinni fyrir hundruð milljónum ára. Lyfjavörur, öl, vín, spunaefni, kryddvörur, syk- ur o. s. frv. eru nokkur dæmi um inytsemd gróðurríkisins. Mannfjöldinn á jörðinni tak- markast í rauninni af hagnýt- ingu gróðursins. Geysilegur fjöldi gróðurtegunda er hagnýtt- ur á einhvern hátt. Hér á landi notum við t. d. mikið afurðir ýmissa jurta af grasaætt, hálf- grasaætt, krossblómaætt, ertu- blómaætt o. s. frv., og flytjum inn mikið timbur, aðallega barr- viði. Notaðir eru líka ýmsir gerlar (t. d. í mjólkuriðnaði), sveppir, þörungar, mosar, burkn ar og urmull blómplantna. Er talið að 99% allrar fæðu afli maðurinn úr ríki blómplantn- anna. Veiði þjóðir mega sín lít- ils í hlutfalli við akuryrkju- þjóðir hvað mannfjölda snertir. Um 80% af öllu ræktuðu landi jarðarinnar er talið notað til framleiðslu matvæla. Af yfir 200 þúsund tegundum plantna, sem kunnar eru, hafa um 3 þúsund verið hagnýttar til matar. En aðeins um 300 tegundir (auk afbrigða), eru al- mennt ræktaðar á stórum svæð- um víða um heim. Og 95% ár- legrar matvælaframleiðslu eru afrakstur aðeins um einnar tylft- ar jurtategunda. Þær eru: Hrís- grjón, hveiti, maís (o.fl. korn- tegunda), kartöflur, batatar, sykurreyr (og sykurrófur), Cas- sava (maniok), ertur og baunir, kókoshnetur og bananar. Sumar þessar jurtir eru aðallega not- 'aðar i heitum löndum, t.d. bat- atar og Cassavahnýði. Grasaætt- in ein leggur til um % allrar fæðu mannkynsins. Það eru að- allega korntegundirnar. Hveiti, hrísgrjón, hirsi, dúra og bygg voru þegar ræktaðar fyrir um 5 þúsund árum. Seinna kom fram: maís, hafrar, rúgur og sykur- reyr. Mest er ræktað af hveiti og hrísgrjónum. Hveiti er rækt- að víðar og á stærra svæði sam- anlagt, en hrísgrjónin gefa meiri uppskeru. æst í röðinni eru maís og dúra (Sorghum). Maís er aðallega Ameríkukorn, en dúra er einkum ræktað í Asíu *og Afríku. Sykurreyr er ræktaður í heitum löndum, en í svalara loftslagi kemur sykur- rófan í staðinn. Hafrar, bygg og rúgur eru all- mikið ræktað í Evrópu og víðar um lönd. Korntegundir eru líka mikið notaðar til fóðurs, ásamt mörgum öðrum grastegundum. Hér á landi og víðar er ,gras- rækt og beit á graslendi, undir- staða búskaparins. — — — Krossblómaættin er notadrjúg hér á landi. Til hennar teljast rófur og káltegundir o. fl. nytjajurtir. Miklu fleiri mann- eskjur í veröldinni lifa þó á af- urðum ertublómaættarinnar. Ýmsar baunir og ertur hafa verið ræktaðar í meira en 5 þús- und ár- í Egyptalandi og Asíu og síðar víðar um gervallan heim. Indíánar ræktuðu baunir fyrir 2 þúsund árum. Ertur og baunir eru auðugar af eggja- hvítuefnum eins og kunnugt er. Sojabaunir eru t. d. helzti eggja hvítugjafinn í fæði Iíínverja o.fl. Austurlandaþjóða. Þjóðir, sem lifa aðallega á hveiti, hrís- grjónum, maís, kartöflum, ban- önum o.fl. kolvetnaríkum jurta- fæðutegundum, fá flestar aðal- eggjahvítuffæðuna til uppbótar einmitt úr ertum og baunum. Við borðum fisk og kjöt i stað- inn hér á íslandi. En megin- hluti mannkynsins býr við skort á kjöti og fiski.---— Sums staðar í hitabeltinu eru bananar, Cassavahnýði og batat- ar aðalfæðan, og kókoshnetur á ströndum og eyjum. Döðlur í vinjum sandauðnanna. Við borð- um korntegundir (í brauði og grautum) og kartöflur, rófur og kál; — það er okkar kolvetna- fæða — og drekkum mjólk þjóða mest. „Matur er manns- ins megin.“' — ----- Jurtalækningamenn hafa ver- ið til frá alda öðli,-og enn er fjöldi lyfja framleiddur úr jurt- um: t. d. kínín, belladonna, ópí- um, myglulyfin frægu o.fl. o.fl. ýmis „gerviefnalyf" ryðja sér þó einnig til rúms í seinni tíð. Fjölmargar nautna- og munað- vörur fást úr jurtaríkinu. t.d. tóbak, vín, öl, kaffi, tel, o.s.frv. Við notum ull talsvert til fatnaðar. En meginhluti mann- kynsins gengur í fötum úr baðm ull o.fl. jurtaefnum. Hör, hamp- ur, júta, ramie o.fl. vefnaðar- jurtir eru alkunnar. Ýmis gerviefni, sem notuð eru í seinni tíð mjög mikið til vefn . aðar, eru af jurtatæi, sum t.d. unnin úr kolum og olíum. Ógrynni jurta og trjáa eru not- uð til margs konar iðnaðarþarfa. Pappír t. d. aðallega unnin úr barrtrjám. Gúmmí, sem nú er notað í margvislegustu hluti, er að meginefni trjákvoða gúmmí- trjánna, sérstaklega paragúmmí- trésins. Unglingarnir „jórtra“ afurðir tyggigúmmítrésins. Svona mætti lengi telja.------ V'ið íslendingar lifum að miklu leyti á fiski og kjöti. Búféð okk- ar lifir á jurtum og fiskarnir á örsmáum svifgróðri í sjónum — eða einnig á smádýrum, sem lifa á sníkjujurtunum. Bæði bú- féð og fiskarnir eru þannig eins konar „milli liðir milli okkar og gróðursins. Allt ber að sama brunni. Og geislar sólarinnar flytja orkuna gróðrinum til handa. Við borðu mlíka allmik ið af jurtafæðu — flytjum inn kornvörur, sykur o.fl. o.fl. — og ræktum talsvert af kartöflum, gulrótum, kálk tómötum, gúrk- um o. fl. ingóifur Davíösson. Tónlistarslcól! Arnessýslu [ £ verður settur 1. október n.k - Kennslugreinar: Píanó, orgel, fiðlu, klarin'ett og trompetleikur. Skriflegar umsóknir sendíst Tónlistarskóla Ár- nessýslu, Selfossi, fyrir 30. september. Skólastjóri Svefnsófi til sölu. —— Upplýsingar í síma 36167. ásnjnttarsiiHi l'IMANS ' Z3-2. r Isienzkar hljómpiöt- ur til Álasunds Eins og kunnugt er af frétt- um gaf Akureyrarbær vinabæ sínum í Noregi, Álasundi háa peningaupphæð á 100 ára af- mæli bæjarins. Gjöf þessi var notuð til að stofnsetja ís- lenzka hókadeild við íiæjar- bókasafnið í Álasundi. All- margar bækur er þegar búið að kaupa cg var það gert í Það bezta Segja má að allt það bezta se.i til er af ísl. lögum, sungið af .efnv. söngvurum og kórum hér.-veröV til almennra afnota í bæjarbókv safninu í Álasundi. Plöturnar hatí að geyma tæplega 200 lög. Þesi' má geta að þetta er í fyrsta sinv sem norskt bókasafn gefur almeii"'1' ingi kost á að lána plötur. j". samráði við Guðmund G. Hagalín, bókafulltrúa ríkisins. Ólafur Gunnarsson, sálfræðing- ur, heimsótti Álasund í júlímánuði s.1. Þá fór forseti bæjarstjórnar Álasunds, Dagfinn Flem, ritstjóri, þess á leit við Ólaf að hann legði á ráðin varðandi bækur um ísland og skrifaðar af íslendingum á Norð urlandamálum. Ólafur varð við þessari beiðni, auk þess sem hann stakk upp á því að bæjarbókasafn ið þar keypti til útláns íslenzkar hljómplötur og lánaði þær eftir sömu reglum og bækur. Var þessi uppástunga samþykkt og einnig veitt fé til kaupanna. Var Ólafi falið að annast kaupin. Vel tekið Ólafur Gunnarsson leitaði, er heim var komið, aðstoðar hjá Dr. Páli ísólfssyni um val á plötunum og ísl. nótum. Hljóðfærahúsið i Reykjavík lét flestar ísl. nótur með afslætti og Fálkinn hljómplötur með mjög góðum kjörum. Plötu- sendingin verður send til Noregs í dag og mun Flúgfélagið sjá um þessa brothættu sendingu. í Osló mun Haraldur Guðmundsson am- bassador, taka á móti sendingunni og geyma hana þar til hún verður afhent Álasundsbúum. Iþróttanámskeið á Bíldudal og Grindavík í Axel Andrésson sendikennan' ÍSÍ hefur lokið tveim námskeiðuir á Bíldudal og Grindavík. Námskei * ið á Bíldudal stóð yfir frá 1. ágús:* til 26. ágúst. Þátttakendur vorv alls 110 á aldrinum 4ra il 20 árr Kennt var bæði úti og inni. Síð ustu daga námskeiðsins voru haid. ar þrjar sýningar á Axels-keríur um. Áhorfendur voru margir : öllum sýningunum og skemmf. sér með ágætum vel, Námskeiðið í Grindavik stós yii ir frá 31. ágúst til 16. sepxember Þátttakendur voru alls 107 á altí inum 5 til 21 árs. Námskeiðið fó fram inni eingöngu vegna ótíðár" Sunnudaginn 13. september fór ' fram tvær sýningar á _Axels-ker: unum í iþróttahúsinu. Áhorfendu: voru margir og skemmtu sér prýr lega vel. Kúsíre^far- £ xieóri hæÓinni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.