Tíminn - 20.09.1959, Qupperneq 6

Tíminn - 20.09.1959, Qupperneq 6
T í M I N N, sunnudagur 20. september 1959. Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINB Ritstjóri og ábm.: Þórarinn ÞórarinMoa. Skrifstofur í Edduhúsinu viB LindargAtn Símar: 18 300, 18 301,18 302,18 303, 18301 Og 18 306 (skrifst., ritstjómin og blaðamenm). Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 S22 Prentsm. Edda ht Slmi eftir kl. 18: 12 Ml Islendingar og herinn ATBURÐIR þeir, sem gerzt hafa á Keflavíkurflug velli nú undanfarið, hafa að vonum vakið mikið umtal, bæði í blöðum og manna á meðal. Stjórnmálaflokkarnir kenna hvérir öðrum um, eins og gengur, en um eitt virðast þó allir sammála: að koma verði í veg fyrir að slíkir á- rekstrar endurtaki sig. Frá því fyrsta að við ís- lendingar fórum að eiga í samningum viö aðrar þjóð- ir um varnarmál, hefur það ávallt verið grundvallar- skilyrði frá okkar hálfu, að hér yrði ekki her á friðar- tímum. Þetta var greinilega tekið fram í samningum við Bandaríkin 1941, í Keflavíkur samningnúm fyrri frá 1946 og er við gerðumst aðilar að Sameinuðu þjóðunum 1946 var það enn áréttað og tekið fram, að samtökin mættu aldrei sénda her til íslands nema með fullu samþykki okkar sjálfra. Og loks er við gengum í Atlantshafsbanda- lagið var þetta ýtarlega rætt og þriggja manna nefnd send til Bandaríkjanna til þess að ganga örugglega úr skugga um, hvaða skuldbindingar ís lendingar gengust undir með því að ganga í samtökin. Þá- verandi utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, skýrði fi;á þessum viðræðum vestra og niðurstöðum þeirra á Al- þingi og sagði þá m.a.: „í lok viðræðnanna var því lýst yfir af hálfu Bandaríkj- anna: 1) að ef til ófriðar kæmi, myndu bandalagsþjóð- irnar óska svipaðrar að stöðu á íslandi og var í síðasta stríði og að það myndi algerlega vera á valdi íslands sjálfs hvenær sú að- staða yrði 'látin í té, 2) að allir aðrir samnings aðilar hefðu fullan skiln ing á sérstöðu íslands, 3) að viðurkennt væri að ísiand hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her, 4) að ekki kæmi til mála, að erlendur her eða her stöðvar yrðu á íslandi á friðartímum.“ En árið 1952, á tím um Kóreustyr j aldarinnar, var talin svo mikil hætta á því að út brytist alisherjar- styrjöld, að samningur var gerður um að leyfa hér her stöðvar. í samningnum segir, að við getum sagt honum upp með 18 mánaða fyrir- vara. Á ÁRUNUM 1953—1956 fóru friðarhorfur mjög batn andi. Vopnahlé í Indó-Kína, friðarsamningar við Austur- ríki, Rússar lögðu niður her- stöð í Finnlandi, sáttafund- ur fjórveldanna í Genf. For- vígismenn Bretlands, Banda ríkjanna og Kasslands, töldu að friðarhorfur hefðu aldrei verið betri. Þannig var á- statt þegar hin margumtal- aða þingsályktun um upp- sögn varnarsamningsins var borin fram og samþykkt á A1 þingi 28. marz 1956. Var hún annars vegar byggð á þeim horfum, sem þá voru í heims málunum og hins vegar á end urteknum yfirlýsingum ís- lendinga um það, að hér skyldi ekki vera her á friðar tímum. Raunverulega gátu þeir einir verið andvígir þess ari tillögu, sem vilja að hér sé her, hvernig sem friðar- horfur eru. Að áliti Fram- sóknarmanna hefðu það ver iö svik við yfirlýsta stefnu íslendinga, að nota ekki þetta tækifæri til þess að óska eftir því að herinn hyrfi úr landi og beinlínis gef ið undir fótin meö það, að við værum tilleiðanlegir til að hafa hér her um aldur og ævi. EN HÉR var því miður, skjótari breyting á til hins verra en nokkurn óraði fyrir. Strax um haustið 1956 brut- ust átökin út í Ungverjalandi og um svipað leyti réðust Eng lands og Frakkland á Egypta land. Það mun sammæli allra ábyrgra manna að um langt árabil hafi hættan á heims- styrjöld ekki verið meiri en þessar dapurlegu haustnæt- ur 1956. Við leyfðum hernum hér landsetu vegna styrjald- arhættu 1951. Við gátum ekki haustiö 1956 fylgt eftir álykt uninni frá 28. marz, þegar ófriðarhættan var af flest- um eða öllum talin margfalt meiri, en þegar hernum var hleypt inn i landið. Afstaða Framsóknarmanna hefur þannig ávallt veriö í fullu samræmi við margendurtekn ar yfirlýsingar íslendinga. Þeir einir geta ásakað Fram sóknarflokkinn, sem sjálfir eru algerlega ábyrgöarlausir i þessum málum. GERA verður ráö fyrir því, þrátt fyrir allt, að allir íslendingar óski eftir því að herinn fari héðan sem fyrst. En flestir munu sammála um, að til þess að svo geti orðið, þurfi friðarhorfur að vera betri en þær voru þegar hernum var leyfð hér fót- festa. Hvort svo er í dag grein ir menn á um. En haldi á- rekstrum áfram, mun andúð in gegn hernum aukast og verða almennari. En á með an að herinn er hér, má hvergi slaka á þeim um- gengnisreglum, sem settar hafa verið, heldur fylgja þeim til hins ýtrasta og endurbæta. Við þurfum að fækka svo sem unnt er þeim, sem atvinnu þurfa að sækja í herstöðvarnar, svo að um skiptin verði sem minnst fyr ir fjárhagskerfi okkar þegar herinn fer. Og loks þurfum við að fylgjast sem bezt með í alþjóðamálum og nota fyrsta tækifæri, sem gefst til þess að losa okkur að fullu og öllu við herinn. Krustjoff vestan hafs Eisenhower milli Krustjoffhiónaina á leið til Hvíta hússins. Krustjoff í heimsókn á bandarískum tilraunabúgarði — rneð kalkúna í höndum. Til vinstri við hann er Ezra Ben- son landbúnaðarráðherra og að baki ráðherarns Cabot Lodge. Þegar Krustjoff kom til New York safnaðist þyrping r-.ks fyrir utan Commondore-hótel, þar sem liann átti að búa, með móímælaspjöld. .

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.