Tíminn - 24.09.1959, Síða 3

Tíminn - 24.09.1959, Síða 3
X í MIN N, fimmtudaginn 24. september 1959. a Byggði leirkofa í steinaldarstí Skrifaði drengjabók 19 ára íslendingar kannast við danska rithöfundinn Mart- in A. Hansen, sem ritaði m. a. merka ferðabók frá ísiandi. Það var síðasta bókin, sem hann skrifaði . . Enn fetar sonur hans í fót- spor föður síns. Hér segir danskur biaðamaður frá heimsókn til unga manns- ins. SKÁLDABÚGARÐUBINN SALUM stendur við All- erslev og er einkar fag- ur í sólskininu, umgirtur rauðum múrum. í kringum búgarðinn er stór og imikill blómagarður þar sem gróa allskyns jurtir, og i skóg- arjaðrinum liggur steinaldarþorp- ið þar sem leirkofarnir standa í þyrpingu, inn í þá er smogið gegn- um þröngar dyr á gafli. Yfir túnið ganga tvær mann- eskjur, hún er klædd baðfötum, en hann er búinn dátabúningi — það eru börn skáldsins Martin A. Hansens, Mette-Lise, sem er 16 ára og Hans-Ole sem er 20 ára. Þau búa nú á gamla prestsetrinu þar sem Martin A. Hansen ól aldur isinn og ritaði sínar bækur. Hans-Ole er farinn að feta í fót- spor föður síns. Frumraun hans á bókmenntasviðinu er „Leirhúsin í Hér sfást Hans-Ole og Mette-Lise fyrir framan einn leirkofann, sem Hans-Ole byggði og skrifaði siöan bók um. Lejre ‘, en þá bók skrifaði hann um kofana, sem hann hafði sjálfur byggt í steinaldarstíl og þykja svo frábærir, að skólar og félagasam- tök heimsækja staðinn í hópum til að skoða hann. „Þess vegna datt mér í hug að skrifa bók um leirhúsin," segir Hans-Ole, ,,og úr því varð drengja- bókin „Leirhúsin í Lejre,, sem Gyldendal gaf út.“ 19 ára rithöfundur Fyrst eru mér sýnd bæjarhúsin og systkynin ungu gerast leiðsögu- menn mínir. Við lítum inn í „sal- inn‘, sem Martin A. Hansen byggði sjálfur hörðum höndum ásamt konu sinni, það er stór stofa með langborði fyrir miðju og fallega máluð bændahúsgögn setja svip sinn á hana ásamt geysistórri tjald- rekkju í einu horninu. Systkinin segja mér, að faðir þeirra hafi sjálf ur smiðað þar alit úr járni og tré, en móðir þeirra ofið og saumað alla dúka og vefnað. Síðan er gengið inn í vinnustofu skáldsins, þar sem per-sónurnar hafa birzt honum og fengið á sig form á papírnum. Veggirnir eru blámálaðir og á miðju gólfi er þungt og viðamikið vinnuborð í baroksstíl. Þrír veggj- anna eru huldir bókaskáþum frá gólfi til lofts. Þar er hver hlutur nákvæmlega í þeim skorðum, sem Martin A. Hansen skildi við þá. Síðan er gengið inn í stofu þá, sem Vera kona hans hafðist við, þar stendur stór flygill. Þar næst al- menningur, þar eru fábrotin, smekkleg húsgögn, rauðmálað loft með svörtum bjálkum strámottum á gólfi. Þar er mér fagnað af Bodil, unn- ustu Hans-Ole og ömmu hans, sem stendur fyrir búi, því Metta-Lise gengur enn í skóla. ★ Sonur Martins A. Hansens fetar í fótspor föður síns ★ Þar næst setjumst við inn í stofu og uphefjum rabbið við Hans-Ole. Hann ritaði bókina sína í fyrra- isumar, 19 ára gamall. „Það byrjaði allt með því, að ég hafði orð á því við mömmu, að gaman væri að byggja sér hús úr leir í líkingu við kofa steinaldar- manna. Mömmu þótti strax hug- myndin hreinasta afbragð, og svo lét ég hendur standa fram úr erm- um þegar ég hafði fengið vilyrði fyrir jarðarskika hjá nágranna obkar. Fyrstu húsin gerði ég al- einn.“ Það er ekki nema eðlilegt, að sonur Martin A. Hansens hafi strax frá bernsku haft mikinn áhuga á lifnaðarháttum og sögu forfeðr- anna. „Ég hlustaði altaf á þegar pabbi rabbaði við vini sína um fornöld Danmerkur,*'1 sagði hann, og þegar ég var í skóla, gat ég unaö tímun- um saman inni hjá pabba og hlust- að á hann segja frá. Þá sýndist skólabræðrum mínum og kunningj um ég vera fremur undarlegur ná- ungi og sérvitur, en ég lifði og hrærðist í veröld fortíðarinnar, ólst upp við hugmyndir föður míns og varð fyrir áhrifum af hugsanagangi hans og sjónarmiðum. Fortíðin var mér eins raunveruleg og eðlileg Og nútiminn. Þó að faðir minn væri allur, dofnaði ekki áhugi minn á þessurn efnum, og andi hans lifði áfram í huga mér. Þannig datt mér í hug að byggja þessa leirkofa, og byggði þá með sömu verkfærum og tíðk- uðust á steinöld — steinexi og barkarflísum. sem þá voru notaðar í stað nagla. Fyrir fx-aman .húsið reisti ég fórnarsteininn, og þegar húsið var risið af grunni, var kveikt ur eldur í hlóðunum. Ég svaf ásamt kunningja mínum á leirgólfinu fyrstu nóltina, það var nokkui’s konar vígsla. Þorp úr leirkofum Þegar fyrsta húsið var fullbúið, hafði áhugi minn aukizt til muna og kunningjar mínir vildu nú ólmir vera með. Ég fór aftur á fund mömmu og spurði hana hvort hún gæti fætt tíu stráka þann tíma, sem það tæki að byggja langhús. Mamma tók strax málaleitan minni vel og varð hrifin af hugmynd- inni, ekki sízt af því að ég og fé- lagar mínir gátu nú tekið okkur eitthvað skemmtilegt fyrir hendur í sumarleyfinu. Svo hófumst við handa. Við gengum í búningi steinaldarmanna og -sváfum umhverfis varðeld á nóttunum — ekkex-t tilheyrði nú- 'tímanum nema þær eitt hundrað og fimmtíu máltíðir, sem mamma framreiddi handa okkur, auk ó- teljandi mjólkurglasa og tebolla. Það var opið hús jafnt nótt sem dag, meðan á byggingunni stóð. Við unnum til skiptis eflir því hvernig á stóð. Við mynduðum flokk eða æltbúlk, sem við nefnd- um: „Stóru hendurnar“, eftir merki, sem til er frá steinöld, það er útrétt hönd. Ég var kjörinn goði, en hann var íorin.gi fiokksins. Þessi flokksmyndun hefur tengt bræðraböndin milli okkar og gef ið leirkofunum aukið gildi í hug- um okkar allra ... Ilans Ole lýkur herskyldu sinni bráðlega, og ætlar þá að halda nám- inu áfram, hann ætlar sér að taka magísterspróf í sagnfræði. Unn- usta hans, Bodil, ætlar að verða kenndukona. Þau hafa hug á að giftast innan skamms og ætla að Hans-Ole var kjörinn goSi „Stóru handanna." Hér er hann skrýddur, og hefur kailað Mette-Lise og Bodil fyrir sig. búa fyrsta árið í Kaupmannahöfn. Metta systir hans ætlar að leggja stund á vefnað eins og móðir þeirra. Hún ætlar sér til Frakk- lands að ári, og ætlar síðan á List- iðnaðarskólann að læra að vefa. Þau eru ákveðin í skoðunum og vita upp á hár hvað þau vilja, syst- kinin. Herskylda vekur umhugsun „Við höfum lært margt síðustu árin,“ segir Hans-Ole, „það var örðugt að fylgjast með hægu dauða stríði pabba, mánuðum saman var hann að tærast upp. Eftir dauða hans reyndum við að hughreysta mörnmu eins og hægt var. Mamma og pabbi voru óvenju samhent og sérstæð að mörgu leyti. Þau höfðu sérkennilegar skoðanir á lífinu, og við systkxnin höfum erft eiginleika þeirar að miklu leyti. Ég verð þeim alltaf þakklátur. Ég veit, að án þessa arfs hefðum við ekki getað þolað það reiðarslag þegar mamma dó skömmu síðar. Við höfum aldrei kært okkur um meðaumkvun fólks. Ég hafði þó Bodil, eftir að mamma dó en Metta var einmana, það hafði alltaf verið innilegt samband milli hennar og mömmu. Hún var bara 15 ára þegar pabbi dó.“ Það hlýtur að vera ánægjulegt fyrir ykkur að fá að halda búgarð- inum? „Já, ég veit að ég er ólíkt betur settur en pabbi á mínurn aldri. Hún er af bláfátæku fólki komin, og varð að leggja hart að sér. Hann lifði í xnesta basli í mörg ár þar til hann eignaðist búgarðinn. Þessar myndir á veggjunum eru eftir pabba, hann hafði mikið yndi af að mála, og einnig hafði hann gaman af að skera út í tré. Það hef ég einnig frá honum. — Og rithöfundarhæfileikana? — Að minnsta kosti löngunina, ég veit ekki hvort hæfileikamir eru nokkrir. Ég er byrjaður á drengja- bók og ætla mér að Ijúka við hana við fyrsta tækifæri. Strax og ég er laus frá herskyldunni. Mig dreymir um að skrifa alvarlega bók, bók um æskuna í dag og vandamál hennar. Herþjónustan hefur opnað augu mín fyrir ýmsum hlutum. Þarna stendur maður allt í éinu og á að læra hvernig fljótvirkast og hent- ugast er að ráða fólk af dögum, og hvernig morðtólin reynast bezt. Þetta fékk mikið á mig. En þótt mig langi til að skrifa bók um æsk- una, er alls ekki víst að ég sé fær urn það. Kannski hef ég bara erft frásagnargleði föður síns en skki skáldgáfuna. Það er munur á þessu tvennu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.