Tíminn - 24.09.1959, Blaðsíða 9
t í MIN N, fimmtudagiun 24. september 1959.
@
>lYSE LITTKEn-
Syndafall
O
o
o
o
o
o
o
22
— Ekki skil ég hvers vegna
Lassi á aS fara á lögfræði-
skrifstofu, segir Mafalda nöldr
andi. — Það' er vafasamt fyrir
tæki.
— Það er ekkert vafasamt,
segir Karin örg. _ Það er
allt undir starfsmanninum
sjálfum komið.
— Eg hlakka til að komast
að hjá Till, segir Lars á
sinn rólega hátt. Hann legg
ur frá sér kaffibollann og
snýr aftur til bókanna.
— Það er aldrei, segir Maf
alda og horfir móðguð á eft
ir honum. Svo snýr hún sér
að Karinu:
— Þessi ungfrú Lönngren,
sem þú talar svo oft um, það
er nú meira kerlingarfíflið.
Það er hörmung að heyra allt
þvaðrið í henni um „betri
heim.“
— Þú ættir að vera henni
sammála, eins og þér er illa
við allt sem karlkyns er.
— Eg þoli ekki svona kven
réttindakerlingar. Þær standa
á öndinni af öskrum um betri
hei-m handa konunum, en eru
reiðubúnar að bíta nefið af
hverri einustu meðsystur
sinni.
— Er það svo slæmt?
— Já, þaö er svo slæmt, and
skotinn eigi þaö. Og hvað
karlmennina snertir, er aðeins
um tvo eiginleika að ræða: Hé
gómaskap og eigingirni.
— Er ekki að koma vor?
spyr frú Morenius til þess að
reyna að beina umræðunum
inn á aörar og heppilegri
brautir.
— Bara að maður ætti þá
eitthvað almennilegt til að
vefa í, nöldrar Mafalda.
— Þú átt gráu drgtina . . .
— Hún er frá þvi i hitti
fyrra . . .
_ Hún er samt samkvæmt
tizkunni í ár og fer þér prýö
isvel, segir Karin. — Og nú á
timum er ekki hægt að fá ný
föt á hverju ári.
_ Þú getur trútt um talaö,
sem kaupir þér fatahauga
bæði vor og haustí En það
eru ekki allir eins og þú . . .
__O, það kemur haust aft
ur fyrr en þú veizt af, og þá
getur þú aftur skrýðzt þinni
elskuðu úlsterkápu og brúna
pelsinum, segir frú Morenius
til málamiðlunar.
— Mínum ástkæra úlster!
Það er ekki mikið eftir af hon
um. ög pelsinn er orðinn eins
og í'otta með flösu . . .
— Já, ég veit ekki hvað við
eigum að gera við vorið, segir
systir hennar og andvarpar.
— Og ekki rneð haustið og vet
urinn heldur . . .
Bæði Karin og móðir hennar
eiga enga ósk heitari en þá,
að Mafalda hypji sig og það
sem snarast. En Mafaida sit
ur sem fastast. Og hvorug
þeirr fær af sér að biöja hana
að fara. Með stöðugu nöldri
og kröfum hefur henni heppn
azt að gera sig að ógnvaldi
hússins. Segi einhver eitthvaö
óviðurkvæmilegt við hana fér
hún skemmstu ’eið i rúmið og
hrærir sig hvergi. Og það er
það versta, sem fyrir getur
komið, því þá heimtar hún
alls konar beina sólarhring
inn út. Og hún borgar sína
vist eins og aðrir gestir.
Frú Morenius rís á fætur.
Hún verður að líta eftir ein
um dvalargestinum, sem er las
inn. Þegar dyrnar lokast á eft
ir henni, segir Mafalda:
— Bara ef Anna vildi hafa
svipaða umhyggju og ást á
mér og Lassa og hinum, sem
búa hér. Hún snattar fyrir þá
og dekrar svo manni liggur við
uppsölu af því að sjá það. Hún
hugsar ekki um annað en
græða. Karin hefur ekki
styrk fil.að hiusta á nöldrið í
Maföldu 'léngur. Þess vegna
bryddar hún upp á efni, sem
hún veit að Mafalda er veik
f yrir:
—Hvað aðhefst þú um þess
ar mundir? Skrifaröu eitt-
hvað?
Mafalda réttir úr sér og
svarar leyndardómsfull:
— Eg er byrjuð á nýrri skáld
sögu. En þú mátt ekki minn
ast á þaö við neinn. Hvorki við
asnann hann Bengt né Önnu.
— Eg skal þegja, lofar Kar
in. — Hvaö fjallar hún um?
•— Hvað fjallar hún um?
— Allt, sem ég skrifa, er byggt
á innblæstri. Hugmyndum.
Umhverfis hugmyndir og inn
blástur læt ég persónurnar
hópast og taka á sig mynd.
— Fyllir þú söguna með þín
um eigin hugmyndum?
Um leið og hún lætur þetta
út úr sér, skilur hún hve
heimskulega spurningin
hljómar. Enda kemur það
glöggt fram í svip og svari
Maföldu:
— Heldur þú, að rithöfund
ur geti fyllt bækur sínar með
annarra hugmyndum?
—Nei, ég meinti bara, að
hugmyndir þínar eru venju-
lega neikvæðar og svartsýnar.
— Sagan verður auðtvitað
tætt niður, ef hún verður gef
in út, segir Mafalda þungbú
in. — Eg ætla að lýsa því,
hvernig fegurstu eiginleikar
konunnar eru hagnýttir út í
yztu æsar: Aðlögunarhæfileik
ar, sjálfsfórn, undirgefni, kyn
þokki, tryggð, umhyggja. Allt
frá upphafi alda hefur kven
kynið eýðilagt karlkynið meö
þessum eiginleikum og ekkert
hlotið fyrir nema erfiði og á-
i lag. Á þann hátt er konan
1 sinn eigin böðull. Allir karl
ar eru hégómlegir í eðli sínu
og vilja ekki vera undirgefnir.
Þeir vilja ekki setja sig inn í
sálarlíf konunnar. Þeir þurfa
þess heldur ekki. Þeir fá vilja
sínum framgengt án þess . . .
og mæöur þeirra styðja þá og
kenna þeim frá blautu barns
beini, bara að taka og taka,
heimta og heimta . . .
— Þú getur ekki gert þannig
upp á milli kynjanna . . .
— Ert þú kannske bók-
menntagagnrýnandi? spyr
Mafalda snögg upp á lagiö.
— Nei, en góðum og slæm
um eiginleikum er nokkurn
veginn jafnt skipt milli allra.
— Já, en ég er að reýna aö
útskýra hvernig hinir góðu
eiginleikar konunnar eru mis
skildir og útnýttir. Eg er ekki
að halda þvi fram, að karlinn
sé í eðli sínu verri konunni.
Eg er bara að reyna að koma
henni í skilning um, að það
er heimska að láta gernýta sig
þannig. Konan á að beita
sömu aðferð og karlinn: Halda
fast í virðingu sína. En hún
getur það ekki, því guð lagði
einu sinni þessi álög á hana:
Undirgefni og umhyggju, að
lögunarhæfileika og þolin-
mæði.
Þegar guð skapaði konuna
var hann illur. Hann lagði á
hana syndafall. Syndfall í
þeim skilningi, að hún liggur
á hnjám fyrir karlinum og
biður hann að éta með sér á
vöxtinn af skilningstré góðs
og ills. Þess í stað hefði hún
átt að láta hann krjúpa og
biðja hana um hann. Þá hefði
syndafall og knéfall ekki ver
ið bundið jafn órjúfanlegum
tengslum.
— Eitthvert misferli hljóta
að vera í sögunni?
— Eg ætla að lýsa hjóna-
bandi. Karlinn kann ekki að
taka á móti og varðveita þau
ómetanlegu' verðmæti, sem
kona hans í allri sinni undir
gefni og ást hefur og vill gefa
honum. Þar fyrir utan er ekk
ert aö honum að finna. Hann
er alúðlegur, vel gefinn, góð
ur, vel uppalin, traustur og
skyldurækin. En skortir með
öllu þann hæfileika, sem allt
stendur og fellur með: Hæfi
leikann til þess að skilja sál
annarra og viðbrögð. Með öðr
um orðum: Hann er stór-
glæpamaður, glæpamaður af
þeirri gerð, sem þjóðfélagið
morar af.
_ Og hún?
— Hún er gáfuð — í vinnu
— heims í einkalífi. Hún er af
þeirri gerðinni, sem án þess
að vita það örfar hina leyndu
hégómagirnd mannsins. Hún
aðlagar sig, breytist og elskar,
svo það er bæði synd og
skömm.
— Og svo fer hjónabandið
út um þúfur? spyr Karin
spennt.
_ Já.
— Hvers vegna?
í sama bili kemur frú Mor-
enius inn. Mafalda vill ekki,
að systir hennar fái pata af
því, hvað hún hefur fyrir
stafni og flýtir sér að skipta
um umræðuefni.
Þær sitja þarna um hríð og
skrafa saman. Um dvalargesti
hjá frú Morenius, um Lars,
framtíð hans og próf, um
sumaráætlun Curts og Karin
ar, um skömmtunarvandræði,
um verðhækkanir. Klukkan
verður tíu og Mafalda sýnir
ekkert fararsniö á sér. Hún
hringar sig á legubekknum og
notar hvert tækifæri til þess
að berja lóminn. Svo er að
heyra, sem tóbaksskömtunin
hafi rænt hana síðustu leifum
lífslöngunnar. Þessir smá-
munir sem skammtaðir eru,
draga engan neitt. Karin hefði
svo sem getað fengið sér tó
bakskort og gefið Maföldu.
Karin reykir ekki . . . Hefur
Curt heldur ekki tekiö kort?
.... ppariö yður Uaup
á milli margra. verzlanaí
•AV.V.'.V.V.'.V.V.V.WAV.V.V.V.V.VAWAV.V.'.W.V
í
Við bjóðum yður þetta frábæra kostaboð:
Þér fáið tvo árganga — 640 bls. — fyrir 55 kr.,
er þér gerizt áskrifandi að
Tímaritinu SAMTÍÐIN
sem flytur ástasögur, kynjasögur. skopsögur, drauma-
ráðningar, afmælisspádóma, kvennaþætti Freyju með
Butterick-tízkusniðum, prjóna- og útsaumsmynztrum,
mataruppskriftum og hvers konar holiráðum. — I hverju
blaði er skákþáttur eftir Guðmund Arnlaugsson og
bridgeþáttur eftir Árna M. Jónsson en auk bess úrvals-
greinar, getraunir, krossgáta, viðtöl, vinsælustu dans-
lagatextarnir o. m. fl
10 blöð á ári fyrir 55 kr.
og nýir áskrifendur fá einn árgang í kaupbæti, ef
árgjaldið 1959 fylgir pöntun. Póstsendið í dag eftirfar-
andi pöntunarseðil:
Ég undirrit . . óska að gerast áskrifandi að SAMTÍÐ-
INNI og sendi hér með árgjaldið 1959, 55 kr. (Vinsam-
legast sendið það í ábvrgðarbréfi eða póstávísun)
Nafn .
Heimili
Utanáskrift okkar er: SAMTÍÐIN, Pósthólf 472, Rvík.
'AVAV.VAV.VAV.V.VAVAAV.V.V.VAV.VAVAVAV
TERYLEN E
skyrtan
Fæst hjá okkur.
HERR A P E I LD
Austurstræti 14. — Sími 1-23-45.
ú ÖtlUM
HBUM!
-ALAstnrstrætá
WJVAVAV.VAVASV.VVAVAVA'A^V.VAWWASVAí
Kominn heim
JÓNAS SVEINSSON,
læknir.
VAVW.VAVAV.VAVAVAVAVAV.V.V.V.WAV.VAV
Tilboð óskast
í kranabifreið, dráttarbifreið, vt rubifreið og sendi-
ferðabifreiðir. Bifreiðir þessar verða til sýnis í
Rauðarárstígsporti við Skúlagötu þriðjudaginn 25.
þ. m. kl. 1—3.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorrí kl. 5 sama
dag.
Eyðublöð fyrn- tilboð verða afhent á útboðsstað.
Sölunefnd varnarliðseigna.
VWAAW.W.VAVWAV.V.VAW.WAWAW.WA
Innilega þakka ég þeim, sem sýndu mér vinarhug
á 75 ára afmæli mínu 16. þ. m. með heimsóknum,
gjöfum, blómum og skeytum.
Lifið heil. !•
Stefán Jónsson,
Hlíð.
Hugheilar þakkir öllum þeim, er sýndu mér hlý-
hug og vinsemd á sextugsafmæli mínu.
Lifið heil. t
-
I
Guðjón A. Sigurðsson,
Gufudal.
A1