Tíminn - 24.09.1959, Page 6

Tíminn - 24.09.1959, Page 6
6 T IIVII N N, fimmtudaginn 24. september 1959. VÍÐSJÁ: 1111111111111111 ■ 11111! 1111111111111111111111111111111111111111111 ■ I ■ 111111111 ■ 1111111 ■ 1111111 ■ 1111 ■ 111111111111111111111 ■ 1111111111111111111 iiimiiiimmmiV Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINH Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Þórartna***. Skrifstofur í Edduhúsinu viB Lindargótu Símar: 18 300, 18 301,18 302, 18 303, 1830» «g 18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn). Augiýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 11SH Prentsm. Edda hf. Síml eftir U. 18: 11 Mg Málgagn Pritchards EFTIR að þeir atburðir gerðust á Keflavíkurflugvelli að starfsmenn flugþjónust- unnar urðu fyrir hinni mestu óvirðingu af hendi amerísku varðmanna, tók utanríkis- ráðherra þá ákvörðun að hætta öllum viðtölum við yf irmenn varnarliðsins. meðan Pritchard hershöfðingi væri æðsti maður þess. Sú á- kvörðun var fullkomlega rétt mæt og var ekki tekin vonum fyrr. Áreiðanlega hafa allir þjóðhollir íslendingar talið utanríkisráðherra fara hér rétt að. Svar íslendinga gegn yfirganginum á Keflavíkur- velli væri að sýna yfirmann inum, er bar ábyrgð á honum, kulda og fyrirlitningu og virða hann ekki viðtals með an hann væri hér. Með þeim hætti væri varnarliðsmönn um m. a. sýnt það, að íslend ingar ætluðu ekki að sætta sig víð neinn yfirgang af hálfu þeirra. ÞAÐ voru þó ekki allir, sem vildu styðja þessa afstöðu ut anríkisráðherra. Það reynd- ust vera til þeir menn, er vildu áfram sýna hinum er lenda yfirgangsmanni þjón- ustusemi og undirgefni, þrátt fyrir traðkið á starfsmönn- um flugþjónustunnar og of beldið við íslenzku lögregl- una. Hér fór fremstur í flokki varaformaður Sjálf- stæðisflokksins og aöalrit stjóri' Morgunblaðsins, Bjarni Benediktsson. Hann ákvað’ að mótmæla óbeint áð urgreindri ákvörðun utanrík isráðherra með því að senda einn af blaðamönnum sínum á fund Pritchards, eiga við hann langt viðtal og birta það síðan í Mbl. í viðtali þessu reyndi Pritchard á fremsta hátt að réttlæta það ofbeldi, sem ísl. lögreglan og starfsmenn flugþjónustunn- ar höfðu orðið fyrir á Kefla víkurflugvelli að undanförnu. Þetta tiltæki Mbl. gat ekki þjónað öðrum tilgangi en þeim að sýna amerísku stjórn arvöldunum, að til væru á- hrifamiklir aðilar á íslandi, er ekki vildu sniðganga hinn ameríska yfirgangsmann, heldur halda uppi a. m. k. ó beinum vörnum fyrir hann. Það er því vissulega ekki Mbl. að þakka, að hinn amer íski yfirgangsmaður var kvaddur héðan, heldur hef ur það gerzt, þrátt fyrir við leitni Mbl. til að koma í veg fyrir það. EN undirlægjuhátturinn, sem aðalritstjóri Mbl. hefur sýnt í sambandi við þessa at burði, hefur reynzt meiri en þetta. í stað þess að skrifa þá atburði, sem undan farið hafa gerzt á Keflavík urflugvelli, réttilega á reikn ing hinna amerísku yfir- manna, hefur Mbl. snúið vopnunum gegn hinum isl- lenzku embættismönnum þar og kennt þeim um. Sein ustu dagana hefur það verið aðaliðja aðalritstjóra Mbl. að kenna hinum íslenzku embættismönnum um þessa atburði, en hvítþvo hina amerísku yfirgangsmenn. Hér er á ferðinni riákvæm lega sami undirlægju- og skriðdýrshátturinn fyrir er lendu valdi, og kom fram hjá dansklunducíustu ísl,emting um fyrr á tímum, þegar þeir stóð.u við hlið danskra kaup manna gegn íslenkum emb- ættismönnum, er reyndu að halda á rétti landa sinna. Út lenda valdið skal sýknaö, ís- lenzku embættismennirnir sakfelldir. VIÐLEITNI Mbl. til að hvítþvo hina amerísku yfir gangsmenn, en sakfella hina íslenzku embættismenn, fell ur hins vegar fljótlega um koll, þegar litið er á stað- reyndirnar. Þeir íslenzku embættismenn, er hér ræðir um, tóku við störfum á sviöi varnarmálanna, þegar Bjarni Benediktsson hafði skilið við þau í fullkomnustu niður níðslu. Engar hömlur voru þá á ferðum varnarliðs manna út af flugvellinum, enda voru skemmtistaöir höf uðborgarinnar að verða hrein spillingarvSíti. Hundíruð ísl. verkamanna áttu vanborgað kaup hjá hinum erl. verk- tökum. Hvers konar árekstr ar milli íslendinga og Amer íkumanna voru daglegt brauð. Nú seinustu árin hef ur ástandið verið gersamlega breytt. Hömlur hafa verið settar á ferðalög hermann- anna, ágreiningur um kjör mátt heita úr sögunni og á rekstrar verið 'mjög fátíðir. Hinir ísl. embættismenn, er hafa stjórnað þessum mál- um, hafa komið á röð og reglu, sem hefur vakið at- hygli erlendis og þótt til fyrir myndar. Slíkt hefur kostað mikið starf og festu og verð ur seint ofþakkað. '.j HVAÐ er það, sem þá veld ur því, að nú virðist sem þessi ágæti árangur um- ræddra embættismanna sé að fara forgörðum? Er það kannske sök þeirra? Vissu lega ekki. Það, sem hefur gerzt er það, að eftir sein- ustu stjórnarskipti hafa yf irmenn varnarliðsins hagað sér á allt annan veg en áður. Þeir virðast bersýnilega gera sér vonir um, að hinir gömlu, góðu tímar frá utanríkisráö herraitíð Bj arna Benedíkts sonar séu að hefjast að nýju, þar eð Sjálfstæðisflokkurinn er aftur orðinn aöalstjórnar- flokkur landsins. Þeir megi nú aftur haga sér að vild sinni, eins og þá. Undirlægjuskrif Mbl. veikja þá vissulega ekki í þeirri trú. Blaöið, sem gekk á fund Pritchard og bað um viðtal við hann eftir að ut- anrikisráðherra hafði ákveð ið að hundsa hann, er ber- sýnilega amerískara en sjálft utanrkisráðuneyti Banda- Stefnuhvörf Rússa gagnvart Ungverjalandi Tvær merkar bækur um byltinguna í Ungverjalandi NYLEGA KOMU ÚT BÆK- UR um atburðina í Ungverja- landi og Póllandi 1956. Þykja bækur þessar mjög vel skrifaðar og gefa glögga mynd af þeim atburðum, sem áttu sér stað í þesum löndum kommúnism- ans. Tibor Meary ritar bókina „Thirteen Days that shook the Kremlin" (Múrar Kremlar skulfu þrettán daga) og Flora Lewis ritar bókina „The Polish Volcano" (Pólska eldfjallið) um atburðina í Póllandi. Fer hér á eftir útdráttur úr grein, sem birtist í „The Scots- man“ um þessar bækur. ATBURÐIRNIR í Ungverja- landi og Póllandi eru mjög mik- ilvægir til skilnings á þeirri stefnu, sem Rúsar reka í Evr- ópu. Bók Tibor Meray um bylt- inguna í Ungverjalandi er mjög góð lýsing og greinargóð um þann harmleik, sem átti sér stað í Ungverjalandi 1956. Hún •er rituð með næmri og skilnings ríkri samúð um lykilpersónu ungversku byltingarinnar, Imre Nagy, og bregður ljósi yfir það, hvers vegna honum mistókst. 30. október höfðu Rússar gengið svo langt, að gefa út yfir lýsingu, þar sem í höfuðatriðum var gengið að kröfum Ungverja um að mynduð yrði stjórn allra flokka. Rússar kölluðu heim her lið sitt í Ungverjalandi og Ung- verjaland gengi úr Varsjár- bandalaginu. Þeir voru sann- færðir um að „þeim framförum, sem náðst höfðu undir komm- únismanum yrði ekki spillt“ og andkommúnistísku ríki mundi ekki verða leyfðar herstöðvar í Ungverjalandi. Mikojan og Su- slov gerðu sér ferð til Búdapest til að staðfesta vináttu og skiln- ing Sovétrikjanna. Enginn Ung- verji efaðist um einlægni Mi- koyans. Pravda og Moskvuút- varpið studdu stjórn Imre Nagy. En Mikoyjan og Suslov voru ekki fyrr komnir heim, en rúss neskar hersveitir tóku að streyma inn í Ungverjaland. ÞAÐ VIRÐIST ENGUM vafa undirorpið, að Rússar hafa skyndilega breytt stefnu sinni gagnvart Ungverjalandi. Þeir hefðu auðveldlega getað kæft byltin.guna í fæðingunni, sett leppstjórn á laggir í landinu og komið þannig í veg fyrir að þeir stæðu berskjaldaðir gagnvart heiminum sem kúgarar smáþjóð- ar. En þeir viðurkendu rétt Ung verja og lýstu opinberlega stuðn ingi sínum við stjórn Nagy, og játuðu kröfur stjórnar hans sem þjóðarrödd Ungverjalands. Það er ekki auðvelt að gefa skýringu á hvers vegna Rússar sýndu Ung verjum svo mikla linkind í fyrstu, en það er auðvelt að skýra það, hvers vegna þeir sneru við blaðinu. ÞEGAR RÚSSAR höfðu við- urkennt kröfur Ungverja, tóku strax að heyrast háværar kröf- ur frá öllum hinum leppríkjun- um, nema að sjálfsögðu Pól- landi um „andbyltingu“ og „fas- isma‘'.‘. Kommúnistaleiðtogar hinna leppfíkjanna voru gripn- ir hræðslu um að þjóðir þeirra mundu rísa upp og heimta sams konar réttarbætur. Stjórninni í Kreml fór ekki að verða um sel, þegar hún skyggndist nánar eft- ir hverjar afleiðingar tilslakan- irnar við Un.gverja myndu hafa. Ef Ungverjar gengju úr Varsjár bandalaginu, myndu Pólvcrjar o,g Tékkar einnig krefjast úr- göngu úr bandaiaginu. Efnahags hjálp frá Vesturveldunum — Bandaríkin höfðu þegar boðið 20 millj. dollara efnahagsaðstoð — myndi gera Ungverjaland að landi góffra lífskjara, og það gæti haft óheppileg áhrif á aðr- ar þjóðir, sem lifðu undir stjórn arkerfi kommúnismans. HERSHOFÐINGJAR MEGA § ■sín ætíð miklis, og hafa sterk | áhrif á stefnu heimsvelda. Valda | barátan milli leiðtoganna í § Kreml stóð enn yfir og skoðun | hershöfðingjanna, að ekkert f gæti réttlætt það að láta af = hendi þá hernaðaraðstöðu, sem 1 Ungverjaland veitti, réð úrslit- = um. 1 Krustjoff hafði ekki -enn að- | stöðu til að móta utanríkisstefn | una. Molotov og félagar hans f gátu sagt, að þetta væri áfleið- f ing and-Stalinisku línunnar, sem = Krustjoff hafði flutt á 20. flokks = þinginu. Það reið á fyrir Krust- | joff, að Molotov og hershöfðingj | arnir, sem voru í slagtogi með I honum snerust ekki gegn hon- f um, teningunum var kastað og f rússneski herinn hélt yfir ung- = versku landamærin. Atburðirnar í Póllandi voru á i margan hátt svipaðir og í Ung- \ verjalandi, en tóku þó á sig aðra i mynd vegna þess, að Gómúlka | setti ekki fram aðrar kröfur en I þær, sem sterkar líkur voru á, I að Rússar myndu verða við. Pól f land gat ekki gengið úr Varsjár f bandalaginu. Herseta Rússa í = Austur-Þýzkal. tryggði landa- | mæri Póllands að vestanverðu. | Gómúlka var reyndari og harð- f snúnari baráttumaður en Nagy, | og hann vissi, að ef hann spennti f bogann of hátt, þá væri innrás | Rússa vís. Gómúlka heldur enn | velli og nýtur án efa, djúprar i virðingar Krustjoffs engu .síður = en Vesturveldanna. | HVAÐA LÆRDÓM MÁ svo | draga af þessum atburðum? Þar I sem leppríki Rússa geta ekki i vænzt nokkurrar hjálpar frá f Vesturveldunum, mega Vestur- i veldin ekki gefa þeim í skyn, að = þau muni koma til hjálpar. Það = sem Vesturveldin geta gert, er, i að komast að samkomulagi við f Rússa um að le.ggja erlendar f herslöðvar niður. Því skal hins f vegar ekki gleymt, að hagsmunir f Vestur-Þýzkalands og leppríkj- f anna rekast mjög á og eru flækt f ir. Og þegar allt kemur til alls, f þá er stefna Vestur-Þýzkalánds 1 urn að sameining Þýzkalands | verði gerð að skilyrði fyrir sam- f einingu, mjög hagstæð Pólverj- i um, þvi meðan Þýzkaland er f klofið, þá eru þeir óhultir fyrir f landakröfum Þjóðverja. iiiiiiiii,,,,iiiiiii,iii,*,i*,**,,i,iiii,i**iiiii,iii,iiiiiiiii*i,,i,,iiiii,*,,,,,,,,,,,*,**,,|,**,**,,,,,iii Hvert er uppeldisgiMi írímerkjasöfnunar? Um nokkurra ára bil undan- farið hafa börn og unglingar hér a iandi verið mjög hvött til þess að safna frímerkjum og koma sér upp sem stærstum og fjölbreytlustum söfnum. Hafa þau í útvarpsþáttum feng- ið leiðbeiningar um söfnun og varðveizlu frímerkja og átt rlkjanna, er lét kveðja hann heim. Ef Sjálfstæðisflokkur inn fær aukin völd i næstu kosningum, er það eins víst og nótt fylgir degi, að yfir- gangur varnarliðsmanna mun fara vaxandi, því að honum mun þá ekki lengur neitt viðnám veitt. Um það getur enginn efazt, er man stjórn varnarmálanna í utan ríkisráöherratíö Bjarna Bene diktssonar og lesið hefur skrif Mbl. seinustu dagana. þess einni" kost að kaupa prent aða leiðbeiningapésa um þetta. Og ónotuð frímerki geta þau fengið kevpt eftir vild og getu í ýmsum bókaverzlunum — inn lend og útlend frímerki og dýr- ar bækur eða blöð í bókarformi til að gevma í frímerki. Svo mikill er áhugi þessara safnenda sumra hverra, að hann er orðinn að ástríðu, sem leitt hefur til mjög óheiðar- legra tiltekta í frímerkjasöfnun, eftir því sem fregnir herma. Flestum börnum á skóla- skyldualdri áskotnast nú á tím- um nokkurt fé mánaðarlega fyr ir vinnuhjáln eða sem smágjaf- ir. Og nurgir foreldrar og upp- alendur hvetja börn sín til að geyma og ávaxta þetta fé í banka eða sparisjóði til þess síðar meir að nota það til kaupa á verðmæti, er eigand- anum mætti þá verða til nyt- semdar og skemmtunar. Nú er þessu fé af mörgum að mi’klu leyti eytt í frímerkja- kaup og það, sem þeim fylgir. Er nokkui trygging fyrir því eða jafnvel nokkrar líkur til þess, að sú fjárhæð, sem börn og unglingar hafa varið til frí- merkjakanpa, sé ekki að mestu leyti glatað fé, þar sem verzlun arþekking barna er engin og verðgildi frímerkja síbreyti- legt? Þess er vænzt, að þeir, sem mjög hvet.ja börn til frímerkja- söfnunar, skýri fvrir foreldr- um og öðrum uppalendum, hvaða uppeldisgildi þetta hef- ur. Fávís uppáiandi. Heyfengiu í met$allagi Þykkvabæ, 23. sept. — Heyskap er hér að mestu lokið, þótt 'tíðar- farið hafi mjög tafið fyrir honum. Ileyfengur er ekki ýkja mikill, en mjög sæmilegur að gæðum. Spretta var ágæt í vor en hefur ekki nýtzt sem skyldi vegna veðr- áttunnar. Sýnir það sig nú, að alltof fáir hafa hjálpartæki, súg- þurrkun og votheysturna. — Slátr un er nú að hefjast í Miðkoti. Virðast dilkar vera heldur rýrari en undanfarin ár. S.G.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.