Tíminn - 24.09.1959, Síða 7

Tíminn - 24.09.1959, Síða 7
T í M I N N, fimmtudaginn 24. scptcmbcr 1959. Kálbændur á kindavðku Rigningarkvöld í Reykjavík. Hráslagakuldi og skýin liggja á Ijósastaurunum. Klukkan er rúmlega hálf tólf. Samt stíg- um við inn í bílinn og segjum: Hafravatnsrétt. Bílstjórinn gefur okkur auga, eins og hann sé að gæta að því, hvort farþegar hans séu fullir eða bara vitlausir. Fljótlega kemst hann að raun um, að þeir muni aðeins vera vitlausir, ypptir öxl- um hið innra með sér og hugsar sem svo: — Jæja, það er þeirra mál. Ekki mitt. Svo beinir hann rauðum bjú- ikknum í átt til Mosfellssveitar. Hugsað á leioinni Óvíða hefur örnefnum verið mis þyrmt jafn grimmúðlega sem í MosfellssveiL. Fellið, sem rís norð- an Lambhagaár heitir því ágæta nafni Úlfarsfell. Fremsti hluti þess, sá sem næst liggur sjó, heitir hins vegar Hamrahlíð, en nú er svo komið, að varla meira en 1% þeirra, sem á annað borð láta sig noklcru skipta hvað þessi ójafna á yfirborði íslands heitir, hafa hugmynd um að hún heitir Úlfars- fell en ekki Hamrahlíð. Og Hamrahlíðin liefur numið land á báða bóga. í holtinu sunn- an Úlfarsfells. sem áður var kall- að Lambhagafjall, eru nú auglýst sumarbústaðalönd í „Hamrahlíð sunnan Vestarlandsvegar“. Norðan undir féllinu, undir svokölluðum Lágafellshömrum, var eitt sinn mýri og holt. Holtið hét Sauðholt og mýrin Sauðholtsmýri. Holtið vísu hefur sú saga gengið meðal yngri manna og aðfluttra í sveit- inni, að vökurnar stafi frá hersetu tímunum, en þá hafi hermönnum þótt svo illa farið með sképnurn- ar að loka þær matarlausar inni í gerðinu heila nótt, að þeir hafi hleypt þeim út af einskærri góö- mennsku, ef ckki hafi verið vörður við, en það mun þjóðsaga. Kyrrir vatn og vind Um leið og ég stíg út úr bílnum skellur framan í mig skjannabirta frá vasaljósi. Þessa nótt, nóttina fyrir réttardaginn, kemst enginn upp með neitt múður hér. Þess gæta þeir Arnaldur Þór, garðyrkju bóndi á Blómvangi og Ásgeir Bjarnason, garðyrkjubóndi á Reykjum. Enginn skyldi þó halda, að gest- um sé ekki vært í bragganum hjá þeim. Öðru nær, þeir eru hinir mestu höfðingjar heim að sækja, þótt auðvitað sé vökumönnum lítt gefið um „setulið“. Og sjá, þar sem Arnaldur stendur í dyrum braggans og býður okkur með sinni þrumuraust inn að ganga, hættir vatnið að streyma úr loft- inu. Braggi brauös og kaffis Bragginn er langúr, tviskiptur. í fremra hólfi, sem er mun stærra er sitt langborðið með hvorri hlið og bekkir meðfram. Þarna selur kvenfélagið veitingar á réttardag- inn. Innra hélfið er miklu minna, þar er eldhús. Eldavél stendur á miðju gólfi, borð og hillur með- fram veggjunum og örlítið fram með þilinu sitt hvoru megin. Olíu- lugt hangir n:'ður úr rjáfrinu, bekk að hrósa þeim. Þær eiga það líka skilið. Svo spyr ég: — Hvað er margt í gerðinu? — Ja, maigt??? Þeir líta hvor á annan. — Okkur var sagt, að það myndi geta orðið 8—10 þús. alls. — Er ekki allt komið? — Nei, það er ókomið úr Nesja- vallarétt og Húsmúlanum. — Og er vcn á því í nótt? — Já. Úr Nesjavallarétt. — Um hvert leyti? Arnaldur lítur á klukkuna. Hún Á víðavangi Frásöp og myndir Sigurftar Hreiöars Kristinn Guðmunrdsson á Mosfelli, sem hefur verið réttastjóri í Hafravatns- rétt meira en 20 ár. Þetta er bragginn, þar sem vökúmenn hafa aðsetur sitt og veitingar eru seldar. Állar þessar myndir eru teknar á réttadaginn. hefur nú verið lagt úndir bygging ar og hlotið nafn fellsins, sem'rís norðan þess og heitir Lágafell. Sauðholtsmýrinni vár. bréýtt í tún. Þá þótti mönnum óhaéía að kálla þann landsskika mýri iengur' og gáfu Sauðholtsmyrinni undír Lága íellshömrum nafnið Hlíðartún. Örnefnanefnd lætur þetta óáfaiið, Merkileg nefnd þessi , örngfna- nefnd. I • Rignir eins og hellf sé úr fötu ^ Nei, förin er ekki farin tit’þess að skammast yfir misþj’fmdum ör- nefnum. Þess vegna höldum 'við áfram upp yfir „Hamrablíð su-nn- an Vesturlandsvegar“ fLámbhaga- fjall) og austur mco. „Hamrahlíð" (Úlfarsfelli). Rigningin er s,vo ofsaleg, að liún myndar ógogn- sæjan vegg í bílljósunum. Vegur- inn er sundurgrafinp af vatni og seinfarinn, en um síðir náum við leiðarenda: Bragganum Við Hafra- vatnsrétt. - , Síðan réttaböllin lögðust. niðúr. á grundinni við Hafravafnsrétt, hef ur verið vákað vfir s»íninu. Að ir og borð svigna undan .matar- birgðum kvenfélagsins, sem á mórgun munu hverfa eins og dögg fyrir sólu í svanga réttargesti. Á gafli eru tveir gluggar og dyr út. Eitt sinn brann þessi gafl og náðhúsið, sem hallar sér upp að honum utanverðum, en þau bruna göt hafa nú verið bætt fyrir löngu. Heimabakaðar kökur — Það er blaðamaðurinn, hróp- ar Arnaldur Ásgeiri til varnaðar, þegar við komum inn. Ásgeir býð- ur okkar í innra hðlfinu með ljúf- mannlegu brosi og lætur sér hvergi bregða. Okkur er boðið j kvenfélagskaffi og kvenfélagsbrauð j sem við að sjálfsögðu þiggjum. Bílstjórinn spyr Ásgeir, hvort hér séu veitingar á réttardaginn. — Já. Kvenfélagið selur hér | heitar pylsur, gos, kafíi og með j því o. s. frv. — Þær baka sjálfar, blessaðar, skýtur Arnaldur inn í. — Finnst ykkur þetta ekki góðar traktering- ar? Við keppumst margraddað uin er að ganga eitt. — Ja, það get- ur bara farið að koma. Þeir lögðu af stað kl. 6 að austan. — Arnaldur er búinn að vera vökumaður nokkuð lengi. — Jú, víst ein 10 ár, svarar Ás- geir. — 10 ár! Uss, miklu rneira, miklu meira, segir Arnaldur. — Nei, ekki miklu meira. 13 mínus 2 ár. — Ha? Já. 13 mínus tvö. Það passar. — Sem sagt 11, skýt ég inn í og jþykist góður í reikningskúnstinni. — Já, ég hef vakað 11 sinnum, en það eru 13 ár síðan ég vakti fyrst. Reimt er í réttunum — Er ekki stundum kenndirí í réttunum? spyr bilstjórinn. Arnaldur hlær, svo luktin dans- ar í spotta sínum neðan í rjáfrinu. — Jú, það kemur fyrir. En það kemur okkur vökumönnunum ekki við. Það er bara reimleikinn, sem truflar okkur yfir nóttina. — Já, vel á minnzt, segi ég. — Hvernig farið þið að því að verj- ast draugaganginum? — Ég fékk mér spesíal vasaljós, segir Arnaldur og hlær aftur. í þetta sinn eru það tómu flöskurn- ar undir borði, sem hristast. Og í sama bili skellur ljósgeislinn framan í mig aftur og ekki nóg með það, því að nú fylgir honum hávaði, eins og 100 skellinöðru- eigendur þeyttu horn farartækja sinna samtímis. Þessi flauta, sem er innbyggð í vasaljósið, er svo hljóðsterk, að eitt sæmilegt hljóð- merki úr henni að kvöldi hlýtur að bægja öllum draugagangi frá næturlangt. Að loknuin þessum vasaljósstón- leikum fer Arnaldur með okkur út í dyr og lætur ljósgeislann leika yfir fjárhjörðina í gerðinu ofan við réttina. Glampa slær á augu kindanna, sem kúra kyrrar, þótt Arnaldur þeyti draugafæluna sem mest hann má. Réttarfor ng háhæla skór — Er nokkur ágengni hér á nóttunni, svo nauðsynlegt sé að vaka yfir safninu? — Ilingað kemur alls konar lýð ur, en hann liefur ekki sýnt okkur árcitni sem heitir, svarar Arnald- ur, sem vakað hefur yfir safninu í 13 mínus 2 ár. — Einu sinni „vöknuðum“ við þó við það, að hér var kominn bíll með ákaflega fínt fólk, en vel fullt. Ein stúlkan var komin inn í gerðið, rennblautt og forugt. Þetta var glæsileg stúlka, vel klædd á háhæla skóm. Þarna ráfaði hún um og sagði: — Me-me, blessaðar skepnurnar, me-me. Hún var ekki alveg eins glæsileg, þegar við hjálpuðum henni út fyrir girðinguna aftur, t. d. var hún búin að týna öðrum skónum. Strákgreyið, sem var með henni, mátti fara að ösla þarna um forina til þess að leita að hon- um. „Kristilega kærleiksblómin spretta kring um hitt og þetta" En þú mátt geta þess, heldur Arnaldur áfram, — að þetta starf okkar hér er eitt kristilegasta kær leiksstarf, sem um getur. Mér finnst að prestarnir ættu að geta okkar sérstaklega úr slólnum. Sko, við erum báðir kálbændur og ger- um ekki annað allt sumarið en elt- ast við þessar skjátur, sem eyði- Framhald á bls 8 Hérna eru kindurnar komnar upp á bilinn, sem flytur þær frá réttinni og gægjast þar út á mili rlmla. Afurðasalan og Þjóðviljinn ÞJÓÐVILJINN skammast mjög, yfir því í gær, að milliliðakostn- aðurinn við sölu alndbúnaðaraf- urða sé alltof mikill. Þessi kostn- aður, sem Þjóðviljinn k allar ; milliliðakostnað, er að langsam-; lega mestu leyti vinnulaun þess.ý fólks, er vinnur við flutninga1 vörunnar, vinnslu í mjólkurbú- um, sláturhúsum, frystiliúsum og í sölubúðum, en þetta fólk skipt- ir sennilega orðið þúsundum. Þetta fólk hefur sömu laun og aðrar hliðstæðar stéttir. Það er því algerlega rangt að vera að tala urn einhvern óeðlilegan miUi- liða kostnað í sambandi yið laun þess. Þá skammast Þjóðviljinn yf'.r því, að hið nýja mjólkurbú á Sel- fossi sé of dýrt. Þettá bú, sem &'• að tryggja neytendum bætta vöru vöndun og þjónustu, mun þó sennilcga ekki reynast öllu dýr- ara en eitt eða tvö verzlunar- stórhýsi, sem kominúnistar þ'afa átt þátt í að leyfa gróðamönnmn liöfuðstaðarins að byggja. Mtm Reykvíkingum það þó ólíkt meira hagsmunamál að mjólkurvinnsl- an sé sem fullkomnust og gæði mjólkurinnar sembezt tryggð. eu að verzlunarliúsnæði sé aukið í miðbænum. Ef aðstandendur Þjóðviljans vilja af einlægni snúa sér gegu miliiliðabákninu, er það áreiðaa- lega að finna annars staðar en lijá sölusamtökum bænda og því fólki, sem vinnur við þau. „Baráfta" Alþýðuflokksins ALÞÝÐUBLAÐIÐ er á góðmu vegi að verða enn broslegra blað en Spegillinn. Það lýsir nú dag- lega með mikluni fjálgleik bár- áttu ríkisstjórnar Alþýðuflökks- ins gegn verðbólgunni. Hofuð- einkenni þessarar baráttu. eru þau, að engin ríkisstjórn hefpr gengið lengra í því, að liækka framlög til útflutningsuppbóia og niðurgreiðslna. Með þessu er vitanlega vandalaust að uafa stöðvun í bili. Annað verðuf íns vegar uppi á teningnum, pegaf kemur að því, að afla tekna , ogna liinna auknu niðurgreiðsiua ag uppbóta. Þá verður óhjákvfemi- legt að stórhækka álögur ;öa gera aðrar neyðarráðsiaiauir, sein liafa svipaðar afleiöúigar fyrir almenning. „Baráttá" ais- stjórnar Alþýðuflokksins . v iiu ö. o. fyrst og fremst t'óigia í því, að reyna að leyna fraía ýi'ir kosningar hinni óhjákvænmegu verðbólguskriðu, sem nloóast mun af því, að miklu ínin ar nú eytt en aflað. Emil og Krýsuvíkurbúio EMIL JÓNSSON forsæu . úð- herra heldur því nú fraui, að bændur séu svo miklu beuir -.0110 aðir er aðrar stéttir lanasii..-) að rétlátt sé að gera ráðstatami il að taka af þeim kaupna :.kmU. sem aðrar liliðstæðar stéiiu iiara fengið fyrir ineira en ári oioaíi. Það er eklci nýtt, að Emi: i.afi þessa ofsatrú á ofháun: ... u- um bænda. Fyrir nokkrmu ur- um, hugðist Emíl láta liaínar- fjarðarbæ hefja stórbuskap í Krýsuvík og slá með þv i .wVtt5í* flugur í einu höggi, kouiti ..pp nýpum tekjustofni fyrir lia. ,.ai- fjarðarbæ og tryggja Hamiiið- iuguni ódýrari landbunao..öar- vörur. Hvernig væri, að /vipyöa- blaðið tæki sig nú til og Scgði lesendum sínum frá Krysuv.Kar- búskap Emils. — Gæti þaö akki verið gott innlegg í þairn .nál- fiutning Emils, að bændur uui uú við betri kjör eu aðrar s.uuir? Hvað segði Sjómannafeidg ð? HVAÐ Myndu forráðameHn.ájó mannafélags Reykjavíkur s.g.a, ef félag þeirra ætti í kauþáoiía við atvinnurekendur, sem íu iraði að semja við þá, og ríklsstxrnm notaði sér synjun þeirr.i > ..ú setja bráðabirgðalög um ■ £ kaup og kjör. Myndu þ> v ..ia þessu vel? Það ofríki, sen - iís- stjórnin liefur beitt bæn .;r alveg liliðstætt þessu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.