Tíminn - 24.09.1959, Side 12

Tíminn - 24.09.1959, Side 12
Hinn nýi sendiherra Ítaiíu herra dr. Guido Colonna di Paliano, afhenti i dag {miSvikudaginn 23. september 1959) forseta íslands trúnaðarbréf sitt vi3 hátíðlega athöfn á Bessastöðum. að viðstöddum utanríkisráðherra. A3 athöfninni lokinni höfðu forsetahjónin hádegisverðarboð fyrir sendiherrann Fimm ára telpa deyr í bílslysi Frá blaðamanni Tímans, Eg- ilsstöðum í gær. Það hörmu- lega slys varð á Jökuldal í fyrradag, að fimm ára gömul telpa festist í kaðaltrossu á bílpalli og dróst niður milii stýrishúss og palls og lézt nær samstundis. Rússnesk þota í Keflavík 'Rússnesk þota kom við á Kefla- víkurflugvelli í gærkveldi á leið sinni frá New York til Moskva. Með henni voru tíu rússneskir diplómatar meg fylgdarliði. Fóru þeir ekki út úr véiinni, sem hafði ekamma viðdvöl. Slys þetta varð að Hákonarstöð- um á Jökuldal. Hafði verið unnið að því að setja grindur á vörubíl, sem átti að sækja fé inn á afrétt. Kaðaltrosisa lá á pallinum og þeg ar billinn ók af stað, lafði annar endi kaðalsins niður á milli húss og palls, en þar var nokkurt bil á milli. Skiptu það engum togum, að kaðallinn byrjaði að snúast ut an um drifskaft bílsins og drógust telpan og bróðir hennar fram pall inn flækt í kaðlinum. Gerðist þetta með svo snöggum hætti, a’ð faðir barnanna, sem var hjá þeim á pall inum, gat með naumindum hrifið son sinn til sín áður en hann lenti niður milli hússins og pallsins. Telpunni, Önnu Jónu Þórðardótt- ur, varð aftur á móti ekki bjarg- að. JHM. Flokksstarfið í bænum Framsóknarvist, dans Framsóknarvistin í Framsóknarhúsinu hefst í kvöld kl. 20,30. Stjórnandi Markús Stefánsson. GÓÐ VERÐLAUN Dansað verSur á eftir til kl. 1 e. m. Aðgöngumiðar afhentir í Framsóknarhúsinu eftir hádegi í dag og miðapantanir teknar í síma 1 2 9 4 2. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. FRAMSÓKNARFÓLK í VOGAHVERFI Heimahverfi og Langholti efnir til skemmtunar í Framsóknarhúsinu uppi, laugardaginn 26. sept. kl. 8,30. Einar Ágústsson, lög- fræðingur, flytur stutta ræðu, þá verður sýndur skemmtiþáttur úr nýrri revíu Bingó og Dons. Allir stuðningsmenn B-listans í áðurnefndum hverfum vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Drengur hleypur berfætt ur bæjarleið í nærfötum Fólk sSapp nauðulega úr brennandi bæjarhúsum að Hamri í Torfulækjarhreppi Blönduósi í gær. — Svo bar við um klukkan 2 s.l. nótt, að tólf ára drengur kom að bæn- um Ásum i Torfulækjarhreppi á nærfötum einum og berfætt ur. Var hann frá Hamri, sem er næsti bær og kvað bæinn standa í biörtu báli. Bað hann um skjóta bjálp Hafði drengurinn komizt út um glugga ásamt konu með ungbarn, en þau þrjú voru ein heima. Á Hamri var timburbygging og sum bæjarhús úr torfi. Þar býr Þor- steinn Sigurjónsson með ráðskonu og ungu barni hennar. Einnig er á heimilinu tólf ára drengur, sem fyrr segir, bróðursonur Þorsteins. Þorsteinn va,- ekki heima, staddur á Blönduósi. Fólkið mun hafa vaknað, er bær inn var oröinn alelda og ekki varð komizt út um dyr, Konan braut þá rúðu og kornst þar út með barnið, og drengurinn sömuleiðis. Voru þau öll fáklædd upp úr rúmun- um. Konan fór í fjós skamnit frá en drengurinn hljóp sem fyrr seg ir að Ásum um þriggja km. leið. Brugðu menn fljótt við á Ásum og fóru á jeppa að Hamri. Var bærinn þá brunninn með öllu, sem innan stokks var. Fólkið sakaði ekki, nema konan skrámaðist á höndum. Þykir þag rösklega gert af drengnum að hlaupa berfættur og nær kiæðlaus þessa leið til að sækja hjálp. SA. AÍþýðubanda- lagið krefst - þingboðs í útvarpinu í gærkvöldi var lesið bréf frá formanni þing- flokks Alþýðubandalagsins til fo.rsætisráðherra, þar sem þess er krafizt, að Alþingi verði kvatt sainan vegna ástands þess, er skapazt hefur vegna bráðabirgða laganna uni landbúnaðarverðið. Vegna bréfs Ingimars Óskars- Vsonar, gr.gsafræðings, um flugu- fsyeppa, hefnr Hákon Bjarnason, i'éÍíSgrgekfarstjóri, skýrt blaðinu 'sí'p fráhann hefði ség flugu- sveþpa f Vaglaskógi frá því hann fýittt man til, einnig í skógum á Áuéturfá'ödi og víðar. Sagði skóg- ræktarstjóri, að sveppurinn myndi (Framhald á 2. síðu) Krustjoff vel fagnað í lowa^ Viöræður þeirra Eisenhowers hefjast á morgun Erfitt tíðarfar í sum- ar - heyfengur misjafn Réttum loki<$ í Vatnsdal, fé sæmilega fram gengií NTB—Des Moines 23. sept. Nikita Krustjoff forsætisráð- herra Ráðstjórnarríkjanna var í gær á ferðalagi um maís ræktarhéruðin í Iowafylki. Ók Krustjoff um 120 km vega- lengd, og kom víða við, en lengst dvaldist honum á bú- garði bónda eins, sem áður hafði verið gestur Krustjoffs í Sovétríkjunum. Fjöldi fólks safnaðist samjnn á stöðum þeim, þar sem Krustjoff hfði viðdvöl og var Krustjoff ágæt lega fagnað. Á föstudag ræð- ir Krustjoff við Eisenhower forseta í Camp Davis. í gærkveldi flutti Krustjoff ræðu í veizlu í Des Moines og var honum prýðisvel tekið, var hann kampakátur, enda móttökur hinar ágætustu í Iowa. í ræðunni lofaði hann Bandaríkjamenn fyrir dugn- að í landbúnaði og sagði: Við skul- um framleiða meira af korni og kjöti, minna af sprengjum. Þótti pylsan góð Krustjoff skoðaði í gær kjöt- vinnslustöð og þáði þar heita pylsu, bragðaðist honum hún svo vel ajj hann bað um aðra. Einnig heimsótti hann Iowa-háskóla og skoðaði tilraunastöð háskölans. Áhugamaður um maísrækt í gær fór Krustjoff um maís- ræktarlönd Iowaríkis, en Krust- joff er mikill áhugamaður um maís rækt. Ók haun um 120 km. vega- lengd, kom víða við og var honum hvarvetna vel fagnað. Lengst dvaldist forsætisráðherrann hjá bónda einum, sem hafði verið gest ur hans í Ráðstjórnarríkjunum. Á morgun í Camp David Á föstudag liefjast viðræður lians við Eiseniiower forseta að nýju og fara þær fram á sveita- setri forsetans í Camp David. Eisenhower hefur rætt við alla helztu ráðgjafa sína til undirbún- ings viðræðunum. Herter og Gro- myko munu einnig taka þátt í við ræðufundum þeirra Krustjoffs og Eisenhowers. Vatnsdal í gær. — Tíð hef- ur verið hér heldur stirð til heyskapar í sumar og votviðri mikil. Hefur þannig rignt flesta daga þennan mánuð, þótt að vísu kæmu nokkrir sæmilegir þurrkdagar um miðjan mánuðinn. Náðu menn þá yfirleitt upp síðustu heyj- um. Spretta var hér geysimikil í vor og er heyfengur orðinn allmikill að vöxtum en sýnu minni að gæð um, heyin bæði úr sér sprottin og nokkuð hrakin. Göngum lokið Lokið er fyrri göngum og fyrri réltum, en á mánudag verður far- ið í síðari göngur og stóð rekið af fjalli. Stóðréttin stendur svo að Undirfelli 1. okt. Það er mönnum gleðiefni að fé virðisf nú vera vel heilbrigt og virðist óvenju fátt aðkomufé hafa farið yfir varnar- girðingar í sumar. Sauðfjárslátrun hófst á Blöndu ósi fyrir viku. Þar cr slátrað 1200 Blönduósi í gær. — Það slys varð að Ásum í Torfulækjarhreppi í gær, að dráttarvél valt og varð ungur piltur, Hreinn Ingvarsson, 19 ára undir henni og sat þar fastur. Verið var að vinna við drátt með vélinni í hliðarhalla og var sleipt og blautt. Tvei,. karlmenn voru heima, er þetta bar við, og gekk fjár á dag, og er áæflað að heildar slátrunin muni nema um 36 þús. fjár. Dilkar eru mtsjafnlega fram gengnir, og virðist meðal fall- þungi ætla að verða í rýru meðal- lagi. G.J. Pritchard fór í björgunarvél Pritchard hershöfðingi á Kefla víkurflugvelli hélt heimleiðis aifarinn kiukkan rúmiega sex í gærkvcldi. Engin sérstök kveðjuathöfn fór frani, liann kom aðeins með nánustu sam- starfsmönnum pínum og fjöl- skyldu til brottfarar og steig upp í björgunarflugvéi liersins, sem liélt með hann vestur um haf. Muccio sendiherra Banda- ríkjanna hér, sem nýkominn er liingað hcim eftir alllanga dvöl vestan liafs. kom þó suður eftir til að kveðja hershöfðingjann. mjög illa að ná manninum undan vélinni. Varg að grafa undan lienni til þess. Var Hreinn síðan fluttur í sjúkra körfu til sjúkrahússins á Blöndn- ósi, og kom í Ijós, að hann var síðu brotinn, handleggsbrotinn og mar inn á baki. Liður honum effir at- vikum sæmilega og er mildi, að liann skyldi sleppa lífs. — SA. Urðu a5 grafa manninn undan dráttarvélinni

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.