Tíminn - 30.09.1959, Qupperneq 9

Tíminn - 30.09.1959, Qupperneq 9
T X MIN N, miðvikudagiuu 30. september 1950. 9 I: * > U i > ' > <> (> I > I > lYSE LITTKEínjS Syndafall 27 Með sjálfri sér hugsaði hún: Eitthvað verður að ske, áður en við hverfum héðan. Við getum ekki komið heim jafn tómhent og óhamingjusöm og við fórum. Dag nokkurn fami hún af- vikin stað á ströndinni. Þar lágu þau og sóluðu sig stund- arkorn. Hún laumaðist til þess að horfa á hann, smáa, aðeins íbogna nefið, mjúklegan munninn og ávala liökuna. Ó, Curt, ég gæfi glöð stóran hluta æfi minnar til þess áð fá þig aftur. Eg'er sjúk af þrá eftir þér. En upphátt sagði hún: — Curt, það er svolítið sem ég' þarf að tala um við þig . . . — Eitthvað sérstakt? spurði hann fjarhuga. — Já. Pinnurðu ekki eins og ég, að við getum ekki haldiö svona áfram aö þegja hvort annað í hel . . . daginn út og daginn inn .. . — Eg er nú bara svona gerð- ur, svaraði hann, — þótt ég skilji vel aö það samhæfist ekki þínu fjörkálfseðli . . . En við verðum að reyna fleira en gott þykir . . . — Þú varst ekki þannig. Og það er í sjálfu sér ekki þögli þín, sem fer í taugarnar á mér. Ef eitthvað hvílir á þér, þá þarftu ekki að gera þér upp neina kæti míu vegna. En þetta er annars eðlis. Eitthvað framandi hefur risið milli okkar, einskonar andlegur múr. Eg veit ekki hvernig né hvenær . . . Hann var aftur lagstur á bakið í sandinn. Augu hans voru hulin svörtum sólglerj- um. — Curt, hvíslaði hún. — Ættum við ekki að eignast barn? Víð frestuðum því til þess að hjálpa Lassa. En nú er þeirri hindrun úr vegi rutt. Hann haggaðist ekki. Eng- in taug hreyfðist í andliti hans. Hann sneri ekki einu sinni höfðinu, þegar hann svaraði: — Hvernig hefurðu hugsað þér að framkvæma það? — Það ætti ekki að vera svo flókið, svaraði hún glett- in. — Hvað vinnúna snertir er hún engin hindrun. Eg vinn eins lengi og ég get, svo tek ég frí. Þegar ég hef náð mér á ný eftir fæðinguna, náum við okkur í fyrsta flokks barnfóstru, og ég byrja aftur aö vinna . . . Þetta hafa þús- undir mæðra gert á undan mér * . . — Með hvaða árangri? — Ágætum árangri. Nú á dögum er þetta eina leiðin .. . fyrir þá, sem ekki geta ann- ast sín börn sjálfir . . . — Mitt viðhorf er allt ann- að. svaraði hann enn án þess að líta til hliðar. — Eg vil ekki íjölga mannkyninu bara til þess aö skemmta mér. Eg geri það ekki án þess aö hafa möguleika til þess að gera f.vrsta flokks heimsborgara úr börnum mínum. — Þú hlýtur þó að skilja að það er einnig minn vilji, þótt jég af mikilli sjálfselsku . . . jjá og hreinlega af líkamlegri þrá . . . þrái að eignast barn. Curt, geturðu ekki skilið, hversu óstjórnlega mig lang- ar að eignast barn? Eg verö næstum vitstola, þegar ég sé mæður með barnavagna. Og á sunnudagsmorgnum, þegar alls staðar úir og grúir af gull fellegum börnum að leik, ligg ur mér við gráti af því að hafa ekki fengið að nota lík- ama minn til þess að skapa nýtt líf. Þú mátt ekki neita mér um að eignast barn, Curt, þú mátt það ekki . . . — Eg hef velt þessu fyrir mér æ ofan í æ, sagði hann þreytulega. — Fyrst eftir að við giftumst, langaði mig jafn mikið og þig' a'£. Jjígnast barn. Og endruni:.aðvi'i^;var- ég sár garmur yfir-þvír'áð þú skyldir vera neydd til að halda bróö- ur þínum uppi. Hvers vegna í fjandanum gerði Bengt ekk ert? Eg var ekki svo rudda- legur að ég léti þig verða vara við þessar hugsanir mínar. En nú, þegar Lars er búinn, get ég sagt þér það . . . — Nú er það um seinan og þú vilt ekki eignast barn . . . Rödd hennar skalf af niður- bældum gráti. Curt hlustaði ekki á hana. Hann hélt áfram að rekja sinn hugsanagang: — Einu sinni spurði ég móður þína, hverj- um augum hún liti á hjálp þína til Lars. Hún varð furöu lostin og svaraði því til, að Sven hefði enga möguleika til að hjálpa, þar sem hann hefði fjölskyldu á framfæri sínu, og sama væri aö segja um Bengt. — Það var líka rétt, sagði Karin snögg upp á lagið, kom in í varnarstöðu um leiö og vegið var að fjölskyldu henn- ar. — Það er líka að sumu leyti hægt aö segja um þig, ég tala nú ekki um, ef þú hefðir átt barn. — En það er enn ekki of seint. Eg er bara þrítug og þú fertugur. — Kannske ekki, en við megum ekki rasa um ráð fram. í fyrsta lagi finnst mér óréttlátt gagnvart barninu að láta það vera einbirni. Þrjú er lágmark. Og hvernig ætlar þú að anna þinni vinnu með svo mörgum börnum? — Það bjargast allt . . . — Kannske. Heldur þú, aö þú gætir annast bæði börn og vinnu fullnægjandi? — Svo sannarlega, já, svar- aði Karin af. þunga. — Óhugsandi. Og það myndi ganga út yfir börnin. Meðan þau eru lítil þarfnast þau móður sinnar. Það er glæpur að leigja framandi manneskju til þess aö hugsa um börn sín. En við erum ekki svo vel stæð að við getum tek ið þeim aukaútgjöldum, sem barn hefur í för með sér„ ef þú hættir að vinna. Eg sætti mig alls ekki við að ala mitt barn upp undir erfiöum kring um stæðum — í þröngu hús næöi við fjárhagslegan skort. Eg held, að erfiöar húsnæðis ástæður séu orsök alls konar vesældar. Þar að auki hefur þú sennilega ekki íhugað, hve skammt ein laun hrökkva til þess að framfleyta fjögurra til fimm manna fjölskyldu. Karin var gráti nær: — Æ, það snýst allt fyrir mér . . . Þetta er eins og nornadans ... eins og hjól, sem snýst og snýst . . . nær aldrei neinu takmarki . . . stöðvast aldrei ... Hún velti sér á grúfu og grét niður í hvítan sandinn. — Stilltu þig, kona, sagði Curt. — Þú ert þreytt. Þú munt sjá allt í bjartara ljósi, þegar við komum til bæjar- ins aftur . . . i vinnu . . . í okk ar eigin íbúð . . . Hún hlustaði ekki á hann. Hún varö að gráta út, gráta burt mestu taugaspennuna. Ilún rétti út höndina og fann kinn hans. Hönd hennar veitti honum mjúk atlot með an hún hvíslaði: — Curt, get ur ekki all't orðið gott aftur? j Eg elska þig meira en nokkru j sinni fyrr . . . — Reyndu nú að vera róleg,: Karin mín, svaraði hann vin gjarnlega, eins og rakari róar lítinn snáða, sem er hræddur við klippurnar. — Við skulum tala vandlega saman — ein- f hvern tíma þegar við erum: komin heim aftur . . . Síöustu daga sumarleyfis- ins notaöi Karin til þess aö ihuga þetta samtal þieirra. Hún velti því fyrir sér nótt með degi. Nú, þegar hún vissi, að Curt vildi ekki verða faðir barna hennar, vissi hún einn ig, að þau myndu aldrei fæð ast. En hið innra með sér sætti j hún sig alls ekki við, aö jafn .sjálfsögð hamingja skyldi ekki verða hennar hlutskipti. ! Hvað sagði Curt ekki forð- um hjá Elísabetu, þegar þau urðu ástfangin hvert af öðru? „Hendur konunnar eru skap- aöar til þess að hlúa að lífi . . . “ Þessi orð fundu endur- óm í sál hennar. En þau voru því miður ekkert annað en falleg orð, innantóm, án sam hengis við lífsviðhorf hans og skoðun. Orðagjálfur hans var jafn innantómt og hjal Elísa betar og jafn eindæma rugl- .ingslegt og hjá Maföldu. I Ef einhverjum var í raun og veru annt um að bæta heim- inn, hvers vegna þá ekki að byrja á sínum nánustu í stað jþess að sóa tímanum með því að hrúga saman innantóm- um málsháttum og fallegum orðum? Stundum espaöi hún sig upp í einhvers konar reiði við Curt, en sú reiði hvarf eins og dögg fyrir sólu um leið og hann kom í nánd við hana. Strax og hún heyrði rödd hans eða sá hann, brauzt fram i henni ástarbylgja. Þá fyrirgaf hún allt, reyndi að skilja allt, þá var hún móðir og hann barn. Síðasta daginn sem þau flat möguðu á ströndinni sneri Curt sér að henni, reis upp á olnboga, starði á hana og sagði: - - Það er eitt. Karin. .... Spaiið yður idaup á miHi margra veralanaí «í)L li ÖLtUM WíWM! Ausuurstrseti VNWWAWAVAW.VUVJV.V.V.W.-- •■.V.'A'WVWM Auglýsing um frambosSslista í i Reykjaneskjördæmi vib Alþingiskosningarnar 25. og 26. okt. 1959. A. Listi Alþýðuflokksins 1. Emil Jónsson, forsætisráSherra, Kh'kjuvegi 7,_ Hafnarfirði 2. Gnðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra, Brekkugötu 13, Hafnarfirði. 3. Ragnar Guðleifsson, kennari, Mánagötu 13, Keflavík. 4. Stefán Júlíusson, rithöfundur, Brekkugötu 22, Hafnarfii-ði 5. Ólafur Hreiðar Jónsson, kennari, Xinghólsbraut 28, Kópavogi. 6. Ólafur Thordersen, forstj. Grænási, Ytri- Njarðvík. 7. Svavar Ámason, oddviti, Borg, Grindavík. 8. Ólafur Vilhjálmsson, oddviti, Suðurgötu 10, Sandgerði. 9. Ólafur Gunnlaugsson, bóndi, Laugabóli, Mosfellssveit. 10. Guðm. Gíslason, Hagalín, rithöfundur, Silfurtúni F. Garðahreppi. :!l J5 % e. B. Listi Framsóknarfiokksins 1. Jón Skaftason, héraðsdómslögmaður, Álfhólsvegi 24, Kópavogi. 2. Valtýr Gnðjónsson, forstjóri, Suðurgötu 46, Keflavík. 3. Guðmundur Þorláksson, loftskeytamaður, Tjarnar- braut 5, Hafnarfirði. 4. Guðmundur Magnússon, bóndi, Leirvogstungu, Mosfellssveit. 5. ÓIi S. Jónsson, skipstjóri, Túngötu 6, Sandgerði. 6. Jón Pálmason, skrifstofumaður, Ölduslóð 34, Hafnarfirði. 7. Hilmar Pétursson, skattstjóri, Sólvallagötu 32, Keflavík. 8. Jóhanna Jónsdóttir, frú,Hlégerði 12, , Kópavogi. | •, 9. Sigurður Jónssoii, ' •. [.» - kaupmaður, Melábráút 57. Séltjarnarnesi. " ’"T 10. Guðsteinn Eiuarsson, útgerðarmaður, Yztafelli, Grindavík. D. Listi SlálfstæSisfíokksins 1. Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, Garðastræti 41, Reykjavík. 2. Matthías Á. Matliiesen, alþingismaður, Hringbraut 62, Hafnarfirði. 3. Alfreð Gíslason, bæjarfógeti, Mánagötu 5, Keflavík. 4. Sveinn Einarsson, verkfræðingur, Borgarholtsbraut 21 E, Kópavogi. 5. Sr. Bjarni Sigurðsson, bóndi, Mosfelli, Mosfellssveit. 1 6. Stefán Jónsson, framkvæmdastj óri, Hamarsbraut 8, Hafnarfirðl. 7. Karvel Ögmundsson, útgerðarmaður, Bergi, Ytri-Njarðvík. 8. Einar Halldórsson, bóndi, Setbergi, Garðahreppi, 9. Þór Axel Jónsson, umsjónarmaður, Álfhóls- vegi 33, Kópavogi. 10. Guðmundur Guðmundsson, sparisjóðsstjóri, Suðurgötu 6, Ketlavik. F. Llsti ÞjóAvarnarflokks íslands 1. Sigmar Ingason, verkstjóri, Grundarvegi 15, Ytri-Njarðvík. 2. Kári Arnórsson, ’kennari, Tjarnarbraut 29, Hafnarfirði. 3. Jón ur Vör Jónsson, rithöfundur, Kársnesbr. 32, Kópavogi. 4. Kristján Gunnarsson, skipstjóri, Miðbraut 6, Seltjarnarnesi. 5. Ari Einarsson, húsgagnasmiður, Klöpp, Miðneshreppi. 1 6. Jafet Sigurðsson, verzlunarmaður, Birkihvammi 4, Kópavogi. 7. Eiríkur Eiríksson, bifreiðarstjóri, Garðavegi 3, ! Keflavík. ! 8. Jón ÓI. Bjarnason, skrifstofumaður, Hringhraut 8, Haf narfirði. 9. Bjarni F. Halldórsson, j kennari, GrundaTvegi 16, Ytri-Njarðvík. 10. Hafsteinn Guðmundsson, prentsmiðjustjóri, Lindarbrekku 1A, Seltjarnarnesi. r G. Listi Alþýóubandaiagsins 1. Finnbogi R. Valdimarsson, bankastjóri, Marbakka, Kópavogi. 2. Geir Gunnarsson, skrifstofustjóri, Suðurg. 73, Hafnarfirði. 3. Vilborg Auðunsdóttir, kennari, Kirkjuvegi 11, Keflavík. 4. Sigurbjörn Ketilsson, skólastjóri, Þórustíg 7, Ytri-Njarðvík. 5. Magnús Bergmann, skipstjóri, Heiðarvegi 12, Keflavík 6. Ólafur Jónsson, bæjarfulltrúi, Hlíðarvegi 19, Kópavogi. 7. Lárus Halldórsson, skólastjóri, Tröllagili, Mosfellssveit. 8. Ester Kláusdóttir, frú, Ásbúðartröð 9, Hafnarfirði. 9. Konráð Gíslason, kompásasmiður, Þórsmörk, Seltjarnarnesi. 10. Hjörtur B. Ilelgason, kaupfélagsstjóri, Uppsalavegi 6, Sandgerði. "Nl 1 Hafnarfirði, 24. september 1959. Yfirkjörstjórnin í Reykjaneskjördæmi 24. september 1959. 1 Guðjón Steingrímsson, Björn Ingvarsson, Asgeir EinarssOD. Árni Halldórsson, Þórarinn Ólafsson. - \WAV.WAV.V.Y.VV%%Y/.V,V.V.%WAVAVW.WUVaj

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.