Tíminn - 03.11.1959, Blaðsíða 1
43. árgangur.
Þeir vildu ólmir .... bls. 3
Eftir kosningarnar, bls. 7
íþróttir, bls. 10 ]
237. blað.
Reykjavík, þriðjudaginn 3. nóvember 1959.
r~11 1 ------------------
✓
A skoíspónum
★ ★ fhaldsstúdentar sendu
háskólastúdenfum fyrir
stúdentaráðskosningarnar
nafnlaust dreifibréf, og
hvöttu „sanna vinstri stúd-
enfa til þess a® skila auðu.
Bréfl'J undirrifuðu ílialds-
piltamir: „Nokkrir hemáms
andstæðingar“.
★ ★ Ríkisútvarpið er nú að
mestu fxutt í hin nj j a hú.;u-
kynni sín við Skúlagötu, og
þaðan fer nú meginhluti alls
úfvarps fram með nýjum
tækjum.
★ ★ Talið er að farangur
„Ballets USA“ hafi verið um
5 smálestir að þyngd —
mest megnis fatna'ður keypt
ur í Evrópu.
L _________________________j
Chessman áfrýjar
til hæstaréttar
NTB—Washington, 2 nóv. —
Caryi Chessman hefur sent á-
frýjunarbeiðni til hæstaréttar,
samtals 325 véiritaðar síður.
Chessman, sem var dæmdur tíl
Um hádegisbil í gær varð harður árekstur á
Hafnarfjarðarvegi við vegamót Reykjanesbrautar.
Rákust þar saman tvær Volga-bifreiðir, önnur úr
Grindavík, en hin frá rússneska sendiráðinu, og
var stjórnandi hennar rússneskur. Sá rússneski
var á leið suður Hafnarfjarðarveg og ók greitt að
sögn sjónarvotta. Sem hann kom í nánd við
Reykjanesbrauf, gaf hsnn stefnumerki til vinstri út
á Reykianesbrautina, þar sem Grindavíkurbíllinn
var að koma í átt til Reykjavíkur. Tók hann
stefnumerkið trúanlegt og ók hægt út á Hafnar-
fjarðarveginn. Skipti þá engum togum, að Rúss-
inn hætti við að fara eftir gefnu merki og hélt
áfram, með þeim afleiðingum að hann skall fram-
an á Grindavíkurbílinn, kastaðist frá honum og
skáhallt yfir Hafnarfjarðarveginn, rakst þar á
götustein og hvolfdi. Slys varð ekki á mönnum.
Er þetta í annað sinn á skömmum tíma, sem
starfsmaður rússneska sendiráðsins lendir í á-
rekstri hér. — Ekkert lát er á umferðarslysunum
hér í Reykjavík og nágrenni. Og varla dregur úr
þeim, nú þegar vetur konungur tekur völdin í sín-
ar hendur með hálku og snjó.
Krökuðu 180 vín-
daúða fyrir 11 árum fyrir nauðg-
un o. fl„ hefur alltaf heppnazt
að fá dauðadómnum frestað. í á-
frýjunarskjalinu segir, að fella
verði dauðadóminn úr gildi, þar
eð sakborningur hafi sætt
„grimmdarlegri og óvenjulegri
refsingu", sem s'é í andstöðu við
stjórnarskvá og mannréttindi
Bandaríkjanna.
flöskur út um gat
Tveir ungíingar játa a1$ hafa stoiií töluver’Su
af Sherrý úr geymslu Afengisverzlunar ríkisins
í Rúgbrau’Ösger'Sinni
Upplýstur var fyrir nokltru
töluverður þjófnaður á áfengi,
sem var í eigu Áfengisverzlunar
ríkisins. Tveir unglingspiltar
voru handteknir og ákærðir fyrir
þjófnaðinn. Þeir hafa játað á sig
sökina.
Áfengisverzlunin geymir allmikl-
ar vínbirgðir í húsi Rúgbrauðs-
gerðarinnar við Skúlagötu. Pilt-
Stúsisgitarálskðsningar féru fram á tiiugar
daginn var
Stúdentaráðskosningar fóru
fram síðastliðinn laugardag.
Fjórir listar voru í kjöri.
Vaka, félag íhaldsstúdenta,
sem haft hefur meirihluta í
Stúdentaráði undanfarin ár
missti nú meirihluta í ráðinu,
fékk 4 menn kjörna, hafði
áður fimm.
Á kjörskrá voru 817. Atkvæði
greiddu 566. Úrslit urðu þessi:
A-listi (Jafnaðarmenn) hlaut 68
atkvæði og 1 mann kjörinn, B-listi
(Félag Frjálslyndra stúdenta, Fél.
róttækra stúdenta og Fél. Þjóð-
Framhald á 2.' síðu.
arnir höfðu verið á vakki við hús-
ið, snuðrað þar oft og lengi og
uppgötvuðu loks gat á vegg vín-
geymslunnar. Útbjuggu þeir sér
læki til að kraka flöskur út um
gatið. Afraksturinn af þessari þol-
inmæðisiðju þein-a var 180 flösk-
ur og var það aðallega sherry sem
kom á færið hjá þeim fiskimönn-
um.
Gatið sem piltarnir náðu áfeng
inu út um var nánar tiltekið í
Framhald á 2. síðu.
Merkisatburíir í samgöngumálum Norílendáiga:
Yöíiduð sjúkrafíugvél kom frá Ameríka
cg nýr fíóabátur frá Noregi
Frá fréttaritara Tímans á Akura;'ri i gær.
Það mátti segja að jólin bæri upp á páskana í samgöngu-
| málum Akureyringa, Eyfirðinga og nágranna þeirra í gær
: því að þann sama dag kcm þangað nýtt farþega- og íiutn-
ingaskip og ný flugvél, er tekur fimm menn, ætluð til
I sjúkraflugs og annarra mannflutninga.
! F’ugvélin renndi fyrr í hlaðið
og kom hingað beina leið frá Ame-
líku og var síðasti áfanginn frá
Syðri-Straumflrði á Grænlandi. —
Flugvélin lenti hér kl. 10 í gær-
kvöldi.
Eins og kunnugt er fórst sjúkra
flugvél Akureyringa í vetur, og
var eftir það efnt til nýri'a sam-
taka um flugvéiakaup. Standa
að því Rauða kross-deildin á Akur
eyri, Slysavamadeild kvenna þar
og Tryggvi Helgason, flugmaður,
sem verður flugstjóri vélarinnar.
Vönduð vél
Voru fest kaup á 4 farþega
Tiger Apache vél, mjög vandaðri,
vestur í Ameríku. Fyrir skömmu
fóru þeir vestur að sækja vélina
Tryggvi Helggison ílugmaður og
Aðalbjöm Kris'tbjarnarson, flug-
stjóri. Lögðu þeir af stað frá flu-g
velli norðan við New York og
flugu síðaa heim í fimm áföngum
og voru alls 23 klst. og 55 mín.
á lofti. Flugvélin er tveggja
hreyfla.
Framhald á 2. .síðu.
2 nýir bátar
til fsafjarðar
Vænfanlegir um næsfu mánaðamóf — Verða
gerðir úf frá Isafirði í vetur
Von er á tveim nýjum bát-
um til ísafjarðar um næstu
mánaðamót. Munu þeir báðir
verða gerðir út frá ísafirði. Er
hér um myndarlega aukningu
á skipastóli ísfirðinga að ræða
og verður að henni góð at-
vinnubót.
Annar báturinn er smiðaffur í
Vestur-Þýzkalandi, og er úr eik.
Eigandi hans er hlutafélagið
Hrönn á ísafirði. Það átti einn
bát fyrir, m.b. Guðbjörgu. Sá bát-
ur verður nú skírður upp og
nefndur Hrönn, en nýi bturinn,
sem er 80 lestir mun bera nafnið
Guðbjörg. Skipstjóri á nýja bátn-
um verður Ásgeir Guðbjartsson og
er hann farinn utan ásamt vél-
stjóranum Kristni Arnbjörnssyni
til að sækja bátinn. Fram-
kvæmdastjóri Hrannar h.f. Guð-
mundur Guðmundsson, hafnsögu-
maður, mun sigla bátnum hingað
upp, en hann er væntanlegur um
næstu mánaðamót.
90 Iesta stálskip.
Hinn nýi báturihn er 90 lesta
stálskip, smíðað í Austur-Þýzka-
landi. Eigandi hans e,. nýtt hluta-
félag, Kögur h.f., en framkvæmda
stjóri þess er Matthías Bjarna-
son.
Skipstjóri á bátnum, scm verð-
ur skírður „Straumnes”, verður
Haukur Helgason. Báturinn er
væntanlegur til landsins um miðj-
an desember.
Bátarnir verða gei'ðh' út frá fsa-
firði í vetur. Verða því gerðir út
fleiri bátar frá ísafirði í vetur en
marga undanfarandi eða alls um
10 bátar og er undirbúningur ver-
tíðarinnar hafinn og róðrar munu
hefjast í næstu viku.
---------------------------------
Það þarf engin blómarós að kvíða
vetrinum, klædd í þessa flík.
Þetta er hin fræga Heklupeysa.
Hún er falleg og skjólgóð, enda
sýnilegt, að Edda Jónsdóttir
kann prýðilega við sig í peys-
unni. Edda er ein af sýningar-
stúlkunum, sem koma fram á
tízkusýningu Rúnu, Brynjólfs og
Elínar Ingvarsdóttur í Lidó á
föstudagskvöldið. Fleiri myndir,
nánari fréttir á bls. 2.