Tíminn - 03.11.1959, Blaðsíða 7
T í SVIINN, þrigjudaglnn 3. nóvember 1959.
1
I.
Þá eru fvrstú kosningarnar af-
staSnar, þar sem kosið er eftir
hinni nýju kjördæmas'kipun. Strax
bólar á því, sem við andstæðing-
arnir bentum á, að flokksræðið
eykst við hina nýju skipan. í kjör-
dæmunum kom varla nema einn
snaður af hverjum lista til greina
£ kosningabaráttunni. Efstu menn
á helztu fylgislistunum voru varla
tiefnd .r, þeir sem höfðu fengið
náð hiá flokksstjórnunum að
6'kipa vissu sætin. Þeir voru sjálf-
sagðir fvrirfram.. án nokkurrar
baráttu, eins og nótt kemur á eftir
degi. Þar er ekki verið að tala um
frjálst \'al óbundinna kjósenda, né
þroska eða álit einstaklinga, sem
í kjöri eru. Hætt við að doði og
deyfð færist yfir áhuga manna, er
stundir líða, með þessari nýju
ikjördæmaskipan. Ýmsir aðrir ó-
fcostir fylgja þessu fyrirkomulagi,
svo sem; hve ósamstæð kjördæmin
esru og ekkert sameiginlegt fyrir
íbúana í þeim fremur en aðra ís-
lendinga. Einnig, hve erfið þau
eru, vegna stærðar þeirra og því
íítið og erfitt um kynningu fram-
bjóðenda og kjósenda, o. m. fl. er
að þessu kjördæmaflani, sem kom-
ið var í verk til að reyna að eyði-
leggja eða lama einn stjórnmála-
flokkinn, sem ólíklegt er þó að
takist.
II.
Blöð hinna svokölluðu „verka-
lýðsflokka'” hælast nú um þann
,jöfnuð“, sem sé nú kominn í at-
kvæðafjölda á bak við hvern al-
þingismann. Einu sinni var sú tíð,
að þessi blöð börðust fyrir hag lít-
ilmagnans og þeirra yfirleitt, sem
verri höfðu aðstöðuna í lífsbar-
áttunni. En nú eru þau hróðug
yfir að það skuli þurfa jafnmörg
atkvæði á bak við hvern alþingis-
mann í s'rjálbýlustu og ei'fiðustu
fjarlægum héruðum eins og t. d.
í höfuðstaðnum, sem hefur marg-
falt betri aðstöðu til áhrifa á
stjórn og löggjöf landsins vegna
aðstöðu sinnar sem höfuðstaður
og auk þess fjölda starfsmanna alls
landsins þar með heimilisfangi og
kosningarétti, sem eykur stórum1
sórréttindin fram yfir hinar strjálu
fjarlægu byggðir. Það mátti búast!
við svona yfirgangs- og óréttlætis-J
röddum frá mesta auð- og yfir-
gangsflokki landsins, en mörgum
finnst síður slíks von frá þeim,
sem þykjast vera eitthvað meiri
jafnaðarmenn.
| III.
Auðvitað var sjálfsagt að lag-
færa dálítið kjördæmaskipunina,
án þess að leggja yfirleitt niður
gömlu héraðakjördæmin. En ein-
menningskjördæmi munu reynast
bezt. Þar fær manndómur einstak-
lingsins bezt að njóta sín. Með
þeim er líklegt að drægi til tveggja
flokka kerfis, þar sem annars' veg-
ar eru verkamenn, bændur, sjó-
menn, iðnaðarmenn og yfirle*itt
þeir, sem taka laun sín hjá öðr-
um og þsir sem reka sjálfstæða
eigin atvinnu með litlu eða engu
aðkeyptu vinnuafli. Hins vegar
væru kaupmenn, ríkir menn, allir,
sem eru með yfirstéttarhugsunar-
Ný snyrtivöru-
verzkn
SíSast liðinn föstudag var
cpnuð ný verzlun, snyrtivöru
verzlun, á Laugavegi 35, þar
sem áður var verzlunin Sól-
rún.
Verzlunin hefur á boðstólum
allar þær snyrtivörur, sem inn-
fluttar fást, og auk þess kven-
sokka og undirföt í miklu úrvali.
Karlmenn gætu einnig átt erindi
í þessa verzlun, því að þar fást
einnig ýmsir hlutir, sem karlmenn
nota til snyrtingar svo sem ,,01d
spice“.
Verzlunin er smekkTega innrétt-
uð og hin vistlegasta. Eigendur
hennar og verzlunarstiórar eru
Fríða Jónsdóttir og Valdís Krist-
jánsdóttir.
Vigfús Guðmundsson:
SI1II1
hætti og svo ves'alingar, sem sí-
fellt eru tilbiðjandi þá, sem ríkir
eru og berast mikið á með margs
konar ytri glans og tildri.
Með tveggja flokka kerfi er
varla að efa að þingræðið styrk-
ist, en meðan búið er við þinræði
er hin mesta nauðsyn að styrkja
það og bæta. En margir flokkar
auka ókosti þess, s'em vel getur
gert það óhæft, a. m. k. stundum
mjög lélegt,
Sennilega verða mikil vonbrigði
hjá mörgum, sem gerðu sér vonir
um að eyðileggja Framsóknar-
flokkinn með kjördæmavansköpun
„þríflokkanna“. Líklega hefur
nckkuð háð vexti hans undanfar-
ið, hve kröftugur málsvari hann
hefur jafnan verið strjálbýlisins
og hinna fámennu s'taða úti um
land. Auðvitað er vonandi að hann
verði áfram öruggur málsvari
fyrir að ísland verði byggt áfram,
þar sem það er byggilegt, en nú
verða þeir, sem halda upp á Fram-
sóknarflokkinn ennþá meira en
áður knúðir til að reyna að auka
fylgi hans í þéttbýlinu — og þar
er líka víða jarðvegur fyrir hann
cg mikil þörf á að hann vaxi, fólk-
inu, sem þar býr til heilla.
Þar sem Framsóknarflokkurinn
hefur jafnan verið sverð og skjöld-
ur strjálbýlisins, síðan hann var
stofnaður fyrir meira en 40 árum,
þá hafa íbúarnir þar fengið sívax-
andi traust á honum og falið hon-
um því að fara með umboð fyrir
sig á Alþingi. Einmenningskjör-
dæmin úti í strjálbýlinu voru ekki
nema þrjú orðin eftir undir rán-
fuglsmerki íhaldsins, þegar kjör-
dæmaflanið hófst. Þau voru V.-
Skaftafellssýsla, A.-Húnavatns-
sýsla og N.-ísafjarðarsýsla. Allir
þingmenn þeirra gerðust talsmenn
þess að leggja þau niður. íbúar
þessara strjálbýliskjördæma hafa
r.ú launað þeim það með því að
fella þá alla frá þingsetu. Þetta
eru þó allt vinsælir menn heima
í héraði sínu — og auk þess er
einn þeirra einn af ritstjórum
stærsta blaðs landsins' og að ýmsu
leyli vinsælasti og geðþekkasti af
ritstjórum þess blaðs.
Fáeinir bændur náðu kosningu
af listum Framsóknarflokksins. En
einn trúr Morgunblaðsþjónn í
bændastétt slysaðist inn sem upp-
bótarmaður í skjóli tveggja vin-
sælla manna, sem voru efstir þar
á kaupmannalistanum. En báðir
aðalmenn klofnings bændastéttar-
innar drógu sig í skjól, eftir að
vera búnir að vinna sín „þarfa-
verk“.
IV.
Við, sem höfum fvlgzt af nokkr-
um áhuga með öllum Alþingis-
kosningum nú í meira en hálfa
öid, minnumst tæplega eins mál-
efnasnauðrar kosningabaráttu eins
og í þetta sinn. „Allir „þríflokk-
arnir“ skömmuðu Framsókn sí og
æ eftir beztu getu — og viti. En
höfðu lítið annað fram að færa.
Framsókn hnippti aftur á móti
talsvert í Sjálfstæðisflokkinn, en
lét hina flokkana að mestu leyti
eiga sig í friði með sitt nart.
Illutdrægní í útsvarsálagningu i
Reykjavík, þar sem áberandi var
hlífðin við forustumenn Sjálfstæð-
isflokksins og vildarvini þeirra,
var eitt aðal ásökunarefnið á hend-
ur þeim flokki. Einnig hlutdrægni
og áníðsla í garð bændastéttarinn-
ar og sá fádæma hringlandaháttur
í flokknum í allri hans málafærslu
í því máli.
Hjá Sjálfstæðisflokknum bar
næstum ekki á neinu kappsmáli,
nema að níða niður samvinnufé-
lögin og samband þeirra. Rógur-
inn snerist mest í garð þessarar
merkustu og sterkustu félagsmála-
hreyfingar, sem rutt hefur sér til
rúms á íslandi síðustu áratugina
og rétt hefur hag ótal smæjingja
og hjálpað þeim til sjálfstæðis,
velmegunar og vaxandi mennlng-
arlífs. Sérstakt kapp við þessa iðju
Mbl. virðast verk eins framkv.-
stjóra (nýkomnum úr íhaldsher-
búðunum) Suður á Keflavíkurflug-
velli.
Nú sezt hið nýkjörna Alþingi
bráðlega á rökstólana. Mikil þörf
væri á að það yrði röggsamt, því
margt er nú niður á við í þjóð-
fél-aginu: Fölsk kaupgeta, allur at-
vinnurekstur í syndandi fen., upp-
eldismálin í miklu ólagi, þar sem
m. a. fjöldi æs'kumanna ofurselur
sig æ meira með ári hverju eitur-
nautnum á vald. Óráðvendni og
allt upp í stórglæpi fara sívaxandi,
einkum meðal yngri manna o. s.
frv. Þótt margt böl komi fram hjá
yngri kynsióðinni, þá á þó sú eldri
þar mikla sök á, sem skal þó ekki
rakið hér. En skorlur góðra áhuga-
mála, verkefna, þjóðrækni og yfir-
leitt vöntun á stórum og göfugum
hugsjónum, veldur hér miklu um.
Þá má heldur ekki gleyma valda-
fíkn, eigingirni og yfirs'téttarlifn-
aði of margra þeirra, sem áhrifa-
menn eru taldir.
Þó að sjálfsagt sé að vona hið
bezta frá hinu nýkosna Alþingi, þá
eru þó sterkari vonir hjá okkur
ýmsum, að umbæturnar komi neð-
an frá eins og venjulegast — frá
hinu vinnandi og stritandi fólki,
sem finniir bezt af sinni eigtoi
reynslu hvar skórinn kreppir mest
að og mest er þörfin á úrbótum.
Væru fagrar og stói'ar hugsjónir,
ásamt ráðdeild og vinnugleði ríkj-
i andi, þá gæti bæði verið traust
velmegun og heillandi þjóðlíf hér
norður á þessari eyju okkar, þótt
stundum blási nokkuð svalt hið
ytra.
| En meðan sjálfstæðis- og þjóð-
ernis'kenndin er ekki meiri en það,
að ýms málgögn fólksins í þjóð-
málabaráttunni eru mest fóðruð á
gróða stórbraskara og erlendu
mútufé — og fá beztan byr —, þá
eru óneitanlega dimmir skuggar
á hinum ísl. stjórnmálahimni.
V. G.
erkt hjálparstarf Carol Coghiil
Fyrir skemmstu birtust hér ^
í blaöinu tízkumyndir frá
fréttaritara Tímans í París, i
Carol Coghill. Carol er lesend-
um Tímans ekki alveg ókunn,1
því fyrir rösku ári síðan birt-
ist þar við hana -viðtal. Þegar
landhelgisdeilan við Breta
hófst, kom hún hingað sem
fréttaritari Reuters og var
eina stúlkan í hinum fjöl-
menna hópi erlendra blaða-
manna, sem hingað voru
sendir.
En Carol var þá þegar með
fyrirætlanir á prjónunum um að
breyta til um vinnu, svo að hún
gaeti geflð sig að málefni, sem’ lá
henni þungt á hjarta. Hún var í
Austurríki þegar straumur ung-
verska flóttafólksins lá þ-angað og
starfaði að ýmsu því til liðsinnis.
Henni ofbauð sú framtíð, sem
hlaut að bíða margs þessa fólks',
að verða landlausir flóttamenn í
vonleysi flóttamannabúðanna, sjá
jafnvel börn sín fæðast þar og
eiga það eitt fram undan að lifa
á miskunn góðgerðarstofnana.
I Carol gerði meira en vorkenna
þessu fólki. í samstarfi við einn
starfsmann brezku utanríkisþjón-
ustunnar, Geoffrey MacBride, hóf
hún að undirbúa stofnun hús-
I gagr.^vorksmiðju í Austurríki,
sem ungverskir flóttamenn hefðu
af atvinnu.
Síðan Carol kom hingað í fyrra-
haus't, höfum við skrifast á og ég
hef fylgst dálítið með þeim mörgu
ferðalögum, sem hún hefur á sig
lagt til að vinaia iajð framgangi
málsins. Hún og McBride, félagi
hennar, hafa fórnað tíma og fé tli
að ferðast milli landa, hitta menn
að máli, fá gerðar kostnaðar- og
vinnuáætlanir og margt fleira.
Tveir af þekktustu húsgagna-
teiknurum Dana hafa leyft að
verksmiðjan megi smíða eftir
tcikningum þeirra. Austurrísk
síjórnarvöld segja, að þeim sé
kærkomið að stofnað verði til
framleiðslu á húsgögnum eftir svo
ágætum fyrirmyndum, því að hús-
gagnaiðnaður þar þurfi að fá nýj-
ungar. Danir segja, að vegna við-
skiptasamninga muni þeir aldrei
flytja húsgögn sem neinu ncmi til
Austurríkis og séu s'íður en svo
mótfallnir hugmyndinni. Nokkur
dönsk sem og ensk fyrirtæki munu
þegar liafa lofað að leggja fram
fjármagn til fyrirtækisins, en til
þess að koma framleiðslunni ör-
ugglega af stað, þarf 700 þúsund
danskar krónur í stofnkostnað og
launagreiðslur, þar til framleiðsl-
an fer að seljast.
Til þess að safna fé hafa þau
félagar gengizt fyrir stofnun al-
þjóðlegs félagsskapar, sem þau
kalla á ensku ,,Find your feet“,
sem þýða mætti á íslenzku „Á
eigin fótum“. Svo sem biskup ís-
lands hefur lýst fyrir skömmu, þá
er nú svokallað flóttamannaár, þ.
e. fjársöfnun til aðstoðar flótta-
rnönnum er hafin um allan heim.
Hafa þau Carol og McBride sam-
stillt sitt átak þess'ari almennu
söfnun. Félagsskapurinn verður
undir opinberu eftirliti samkvæmt
brezkum lögum og menn geta gerzt
styrktarmeðlimir og greitt tvö og
hálfst sterlingspund á ári.
I síðasta bréfi til mín s'egir
Carol:
Eins og þú veizt, þá er hug-
myndin um þessa húsgagnaverk-
smiðju í Austurríki orðin tveggja
ára gömul. í fvrstu var þetta mér
tómslundastarf, en hefur þróast í
mikið starf, s'em kostað héfur tíma,
fjármuni og erfiði. Þessi hugmynd
hefur ekki látið okkur í friði og
þar sem hún reynist framkvæm-
anleg, getum við ekki sætt okkur
við að gefast upn. Marg'r hafa líka
veitt okkur siðferðilegan styrk,
sem hefur örvað okkur þegar
kjarkinn ætlaði að bresta. Við
vonum, að nægur fjárhagslegur
styrkur fáis't einnig, áður en flótta-
mannaárinu lýkur, svo að hug-
myndin breytist í veruleika.
Carol er flutt til Parísar og
stundar þar blaðamennsku á eigin
spítur. Hún hefur lofað að senda
Tímanum greinar og myndir það-
an, svo að áður en langt líður
verður þessi geðþekka, röska
stúlka orðinn góðkunningí okkar
allra, s’am blaðið lesum.
Sigríður Thorlacius.
Togarar á bátamiðum
Neskaupstað, 31. okt. — Alltaf
er sama veðurblíðan hér. Nú róa
7—8 stórir bátar o,g auk þess all-
margar trillur. Ilafa báíarnir fisk
að allvel, fengið þetta frá 10 til
15 skippund í róðri. Þeir þurfa
ekki að fara langt, eða aðeins
um eins og hálfs tíma róður. —
Allmikið er af togurum á veiði-
svæði þeirra annað slagið, en þeir
hafa ekki gert neinn usla á veiðar
færum þeirra sem heitir, né gert
þ.eim annan óskunda. Á.M.
*1
A víðavangi
Kosningaúrslitin og
bréðabirgðalögin
f Reykjavíkurbréfi Mbl. á
sunnudaginn var er allmikið rætt
um kosningaósigur Sjálfstæðis-
flokksins og reynt að gefa á hon
um nokkrar skýringar. Ein skýr-
ingin er sú, að ýmsir hafa mis-
skilið afstöðu Sjálfstæðisflokks-
ins til bráðabirgðalaganna um
afurðaverSið. -
Vafalaust er það rétt, að af-
staða Sjáífstæðisflokksins, til
bráðabirgðalagar.na á.tti veruleg-
an þátt í tani hans. Hitt er liins
vegar rangt, að það hafi stafað
af nokkrum misskilningi að
menn yfirgáfu flokkinn vegna
þessarar afstöðu hans. Þessi af-
staða lians varð þvert á móti til
að cpna augu margra fyrir þeim
hringlandahætti og loddara-
mennsku, er mjög hefur einkennt
störf og stefnu Sjálfstæðisflokks-
ins síðan Jón Þorláksson hætti
að stjórna honum. Flokkurinn
Iæzt bæði vera með og móti í
ýmsum málum og þykist vilja
þjóna öllum stéttum, þótt hann
sé eindregnasti stéttarflokkúr
landsins, flokkur auðstéttarinn-
ar.
Þessi loddai'amennska hans
var sérstakíega augljós í sam-
bandi við bráðabirgðalögin. Þess
vegna tapaði hann á þeirri af-
stöðu hjá þeini, er ekki létu
blekkjast að þessu sinni.
ÚtsvarshneyksliS
Þá er viðurkennt í Reykjavík
urbréfinu, að Sjalfstæðisflokkur-
inn hafi tapað á útsvarsmálunum.
Þó er rcynt að breiða yfir hina
raunverulegu orsök þess, að þau
mál ui-ðu flokknum réttilega til
fylgistaps. í Reykjavíkurbréfhiu
segir, „að þar (þ. e. í útsvarsmál-
unum) varð úrelt kerfi til þess,
áð gera misendismönnum mögu-
legt að vekja tortryggni gegn
heiðarlegum andstæðingum sín-
um“.
Hér er hlutunum snúi'ö við eins
og endranær. Það, sem gerðist
í útsvarsmálunum, var einfald-
lega það, að úrelt kerfi var not
að til að veita forkólfum Sjálf-
stæðisflokksins sérstök útsvars-
fríðindi. Þessu gátu hvorki niður
jöfnunarnefnd eða viðkomandi
nienn borið á móti. Þessir aðilar
höfðu engin rök til að réttlæta
útsvarsfríðindin. Einu rök þeirra
voru að stimpla þetta róg og
reyna á seinustu stundu að skapa
sér skálkaskjól með því að veita
vissum andstæðingum sínum
svipuð hlunnindi, þótt í minni
stíl væri! Þctta nægði þó ekki
til að blekkja íiema fáa. Margir
liéldu þó tryggð við flokkinn,
þótt þeir gerðu það sáróánægðir
og reiðir út í foringjana. Aðrir
töldu rétt að veita þeim rétta
refsingu fyrir þetta og yfirgáfu
því flokkinn. Um það fylgistap
geta foringjar flokksins ekki
kennt öðrum en sjá.lfum sér.
Flokksstjórnirnar og
framboðin
í Reykjavíkurbréfi Mbl. er
reynt að halda því fram, að
flokksstjórn Framsóknarmanna
hafi beitt ofríki við framboðin.
Þetta mun sagt til að breiða yfir
það, sem átti ekki minnstan þátt
í tapi Sjálfsæðisflokksins í
Reykjavík, en það var ofbeldi
flokksstjórnarinnar varðandi
skipan framboðslista flokksins
þar. Tveimur mætum mönnum,
sem liöfðu veriS ofarlega á list-
anum, Ásgeiri Sigurðssyni skip
stjóra og Sveini Guðmundssyni
forstjóra, var bolað í burtu og
óþekktur Heimdellingur, Pétur
Sigurðsson, scttur á listann í
staðinn, ásamt Birgi Kjaran.
Þetta ofríki flokksstjórnarinnar
mælist mjög illa fyrir innau
fiokksins og átti sinn þátt í ó-
sigri lians.
Þá er ekki meðferð flokks-
stjórnarinnar á Jóni Pálmasyni
' til neins sóma. Enginn hcfur
' þjónað flokksstjórn íhaldsins
| dyggilegar en Jón Pálmason.
Verðlaunin eru þau, að hann er
Framhald á bis.. 8.