Tíminn - 03.11.1959, Blaðsíða 8
B
TÍMINN, þriðjudaginn 3. nóvember 19o9.
Hirðing tanna
Til eru í ævafornum indversk
um ritum lýsmg á hirðingu
tanna og munns. Þar er skýrt
frá notkun tannbursta, sem
menn gerðu sér úr viðarlágum
með því að tyggja enda þeirra
þar til trefjarnar losnuðu ;sund
ur og mynduðu þannig eins kon
ar bursta. Við burstun var not-
að duft eða krem til að auð-
velda hreinsun. Þessi rit eru
frá 4000—3000 f. Kr.
Ekki eru samt liðnir nema
fáir áratugir frá því að vest-
rænar þjóðir hófu að leggja
áherzlu á hirðingu munns og
tanna. Og nú er svo komið, að
mörgum þykir hirðing munns-
ins ekki síður mi-kilvæg en al-
mennt hreinlæti. Þó ber svo
við, að í einum af skólum höf-
uðstaðarins, sem valinn var af
handahófi, áttu aðeins 4 af
hverjum tíu börnum í 7 ára
bekk tannbursta og aðeins einn
af tíu burstaði tennur sínar
reglulega. Því eru líkur til
þess að enn vanti nokkuð á að
þessa sjálfsagða hreinlætis sé
gætt sem skyldi hér hjá okkur.
Hafi Indverjar hinir fornu
fundið hjá sér þörf til þess að
halda tönnum sínum hreinum,
þá er okkur, sem nú lifum nauð
syn á því, vegna hinnar miklu
neyzlu á sykri og fínmöluðu
korni, sem að langmestu leyti
veldur tannskemmdum.
Sjúkdómar í tönnum og tann
holdi munu nú hrjá að minnsta
kosti 99 af hundraði manna á
■tvítugsaldri og fara vaxandi.
Viðgerðir og viðhald tanna er
orðinn stór útgjaldaliður hjá
flestum, sem vilja halda þeim;
aðrir vanrækja tennur sínar,
lýtast við það í andliti og stofna
heilsu sinni í hættu.
Með réttri hirðingu tanna
má að verulegu leyti draga úr
tannskemmdum, tannsteins-
myndun og tannholdssjúkdóm-
um. Það er því ekki úr vegi
að lýsa í fáum orðum þessari
sjálfsögðu hreinlætisráðstöfun.
Á. G. Á. eldavéf
A.G.A eldavél í góðu lagi til sölu. Verð kr. 3.500.00.
Upplýsingar í síma 16 B, um Brúarland.
Tennur skal bursta eins fljótt
og unnt er að máltíð lokinni.
Ein tegund af bakteríum í
munni breytir sykri og mjöl-
efnum í sýru á nokkrum mínút
um, en sýran leysir upp gler-
unginn, sem er yzta varnarlag
tannarinnar. Því fyrr sem slík-
ar fæðuleifar eru hreinsaðar
burt, því minni líkur eru til
að tannskemmdir hljótist af.
Við burstun ber að gæta
þess að hár burstans nái inn
milli tannannia í skorur og
ójöfnur á öllum flötum þeirra
og fjarlægi leifar, sem þar
kunna að leynast. Ein aðferð
er sú, að leggja burstann þann-
ig að tönnum þeim, sem hreinsa
skal, að hár hans beinist að rót-
um þeirra og leggjist skáhallt
að tannholdinu, en dragist síð-
an niður eftir því og eftir yfir- j
borði tannanna í átt að bitfleti'
þeirra. Þannig eru tennur efri |
góms burstaðar niður, en neðri 1
tennur upp á við; bitfleti skalj
bursta fram og aftur.
Þess skal gætt við burstun
jaxla að utan, að munnurinn
sé hálflokaður, þá slaknar 8
kinnum og auðvelt er að beits
burstanum rétt; hætt er við að
ekki fáist svigrúm fyrir burst
ann ef munnurinn er galopinn
og varir og kinnar þandar. j
Tannbursti á að vera nægi-
lega lítill til þess að auðvelt
sé að koma honum að öllum
flötum tanna að utan og innan.
Burstunarflötur hans skal vera
beinn og hárin stinn. Bezt er
að eiga tvo bursta, nota þá til
skiptis, hreinsa þá og láta þorna
vel milli notkunar. j
í góðu tannkremi er sápa, er:
auðveldar hreinsun tanna. Enn 1
fremur eru í því bragðbætandi1
efni. Varast ber að leggja of,
mikinn trúnað á ýktar tann-1,
kremsuglýsingai'. Verði fundið
upp tannkrem með sannanleg I
um eiginleikum til varnar tann
skemmdum, mun tannlæknirinn
segja sjúklingum sínum frá
þvi. En eigi má gleyma því að
burstunin sjálf er aðalatriði
við hirðingu tanna, en val tann
krems síður mikilvægt. I
Gagnlegt er að hafa þessar
reglur í huga: . !
að bursta strax að máltíð lok
inni, og umfram allt að sofa
með hremar tennur,
að bursta hverja færu, sem
burstinn tekur yfir minnst
tíu sinnum,
að draga hár burstans eftir
yfirborði tannar í átt frá
tannholdi til bitflatar.
Frá Tannlæknafélaginu.
Bíladella
til meðferðar mál ungra bræðra,
sem léku sér að því að ,,kaupa“
bíla án þess að greiða nokkurn
hluta andvirðisins við móttöku og
skila þeim aftur, þegar seljendur-
kröfðust greiðslu. Bílunum óku
þeir á stolnu benzíni og komust
yfir varahluti á sama hátt. Einnig
kom í ljós, að drengirmr sváfu í
þessum bílum sínum um nætur og
sluppu þannig við húsaleigu.
Söngkór verka-
lýðshreyfingar-
innar
Föstudaginn 23. okt. var hald-
inn aðalfundur Söngfélags verká
lýðsfélaganna í Reykjavík að Aðal
stræti 12 í Reykjavík. Fundinh
sóttu um 40 félagar. Formaður
flutti skýnslu um störf kórsins á
síðasta starfstímabili. A síðastá
starfsári var m.a. flntt kantatan
Þjóðhvöt ef'tir Jón Leifs undir
stjórn dr. Hallgríms Helgasonar,
sem nú hefur verið ráðinn stjórn
andi kórsins, og var hann mættur
á fundinum. Kórinn tekur til
starfa að nýju upp úr mánaðarmót
unum, og verða æfingar í Eddu
húsinu á mánudögum og fimmtu-
dögum og hefjast kl. 20,30 e. h.
Söngfélagið vill gjarnan íjölga fé
lögum, svo að þeir verði ekki
færri en 60—70. Á þessu starfs-
ári á kórinn 10 ára starfsafmæli
og vill helga því starf sitt að ein-
hverju leyti. Starfsemin verður
mjög fjölþæt't. Meðal annars verð
ur kórfélögunum gefinn kostur á
að læra nótnalestur og fá tilsögn
í raddþjálfun.
Þeir, sem hafa hug á að gerast
félagar, mæti á næstu æfingardög
um í Edduhúsinu kl. 20,30—22.
Á víðavangi
íFvamha)d af 7 síðu)
á. gamalsaldri settur í vonlaust
sæti. Svo ber höfundur Reykja-
víkurbréfsins sér á brjóst og
þykist geta sakað stjórnir ann-
arra floklca um ofríki við frarn-
Tilsýndar gæti skyrtan
hans verið hvít
Hann nálgast. .
hún sýnist hvít
Jú þegar hann er kominn, geturðu
séð, að hún er OMO hvít'
Faríseinn
í UPPHAFI Reykjavíkurbréfs
Mbl. á sunnudaginn segir svo:
„Yfirburðir Sjálfstæðismanna
fram yfir aðra eru cinniitt fyrst
og fremst í því fólgnir, að þeir
reyna aldrei að blekkja livorki
sjálfa sig né aðra. í þessu sem
fleiru fer þeim mjög ólíkt og
bæði kommúnistum og Fram-
sókn.“
Minnir þctta ekki á persónuna
í biblípnni, sem þakkaði Guði
fyrir, að hann væri ekki eins og
aörir menn?
3. síðan
Flugmaður Ohkavélarinnar átti
að vera í sprengjuvélinni.. þangað
til skotmarkið færi að nálgast, þá
átti hann að klifra vfir í Ohkavél-
| ina. Þegar hann hafði miðað á
' skotmarkið, gaf hann áhöfn
: sprengjuvélarinr.ar merki, þrýsti á
handfang og framundan var nokk-
urra mínútna einstefnuflug.
j Mennirnir, sem flugu Ohkávól-
unum voru þjálfaðir í sex mánuði
undir þetta stutta flug.
Bréfaskriftir
Þegar þú athugar
nákvæmlega, veiztu að ...
Biátt
hvítastan þvott i heimi
Jafnvel óhreinustu föt verða fljótt hrein í frevðandi Bláu OMO
löðri. En allur þvotturinn er hreinni, hvítari en nokkru sinni
fyrr. Þú sérð á augabragði, að OMO gefur hvítastan þvott í heimi.
— Og OMO skilar mislitum þvotti björtustum
Harry Vilhelmsson
Kjartansgötu 5
Sími 18128.
í þýzku, ensku, sænsku,
dönsku, bókfærslu og
reikningi byrjar 1. októ-
ber. Einnig námskeið.
Harry ®Vilhelmsson
Kjartansgötu 5
Sími 18128.