Tíminn - 03.11.1959, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.11.1959, Blaðsíða 9
TÍMIN N, þriðjuðaginn 3. nóvember 1959. 9 | gefna og hlédræga um of. En | nú verð'ur þú að komast í | alveg nýtt umhverfi, og því | vil ég að þú farir til Ash- i bourne. Þú hefur bara gott af | því. | i — Ef þú endilega vilt, skal | ég fara, en ég get ekki sagt, | að mig langi til þess. |) —Gott. Þá er það ákveðið Í mál. Ég hef pantað tíma fyrir | þig hjá Cosimo og þegar þú I hefur lokið þér af þar, förum | við í hádegisverð til Dóróþeu 1 Lindsay. Síðan verðum við I að fara út og kaupa þér föt. II — Hvílík leikskrá! Hún í gerir mig að einni tauga- | hrúgu! .......................................................................„i,ii, vel. Ágústmánuði ætlaði hún að eyða í sumarleyfi hjá móð ur sinni, en í september yrði hún að fara að leita fyrir sér um starf . Hún heyrði móður sína koma inn, og hljóp fram í for stofuna og kastaði sér upp um hálsinn á henni. — Hugsaðu þér bara, ég fann þig ekki, sagöi Klara. — Ég skil ekki, hvernig það gat átt sér stað. En svo kom í ljós, að henni höfðu orðið á þau mistök, að aka til Viktoríustöðvarinnar í stað Waterloo, þrátt fyrir það að Júlia hafði skrifað henni og sagt með hvaða lest hún kæmi. —Það var agalega bjána- legt af mér, sagði Klara, — en nú ert þú að minnsta kosti komin heim, og það er aðalatriðið. Lofáðu mér að horfa almennilega á þig! Nú ertu orðin fullorðin stúlka, Júlía. Komdu nú með mér inn í stofuna, og svo skal ég segja þér, hvað ég hefi hugs- að fyrir þér í sumar. Samkvæmt því sem Júlíu virtist, var móðir hennar eins ungleg og falieg og áður, og er hún settist á stólarm og hreyfði annan fótinn lítils háttar, veitti dóttirin því at- hygli, að fótleggir hennar voru grannir líkt og á ungri stúlku. Prudence kom inn með kaffi og kökur, og Klara sagði: — Því miður verð ég að byrja með þvi að valda þér vonbrigðum, Júlía. Við getum ekki tekið fríið saman, þyí að ég verð að fara í ferða- lag. — Það getur þó ekki verið uauðsynlegt, mamma! Jú, ég á ekki annarra kosta völ — en ég hef skipu- lagt fríið fyrir þig. Þú býrð á Ashbourne hjá Violettu Dix on. Það verður í ágúst. — Get ég ekki heldur verið með þér? —Nei, þú veizt vel sjálf, að slíkt kemur ekki til greina. — Þá vil ég heldur byrja að vinna þegar í stað. — Geturðu ekki séð, að það er vonlayst, meðan sumar- leyfin standa yfir? — Ég get vel byrjað ein- hvers staðar sem kennslu- kona. Aðeins tilhugsunin um að búa hjá frú Dixon gerir mig hrædda. — Ertu hrædd við Violettu? — Ekki við hana sérstak- lega, en við lífernið þar í heild. Ég kynni miklu betur við mig í félagsskap nokkurra barna. — En þú getur ekki eytt öllu lifinu innan um börn, Júlía! Þú verður að vera skynsöm! Þú verður að kynnast öðru fólki og lífinu í heild. Þú mátt ekki vera hrædd við til- veruna. Á þínum aldri er mað ur nauðbeygður til að skemmta sér dálítið, og ég get með engu móti leyft þér að loka þig strax inni í ryk- ugri skólastofu. Eg vil að hún kynnist þér og láti sér þykja vænt um þig líkt og mér. Þú hefur alltaf haft tilhneigingu til að einangra þig, en það get ur auðveldlega gengið of langt. Þú verður að gera þér ljóst, að þú ert aðeins átján ára. — En sjálf hefuröu þó sagt, að ég yrði að sjá fyrir mér sjálf. — Þú færð tíma til þess seinna, og þessi dvöl kostar þig ekkert. Það kemur örugg- lega til með að fara vel um þig, því Violettu geðjast vel að þér og kallar þig eftirlæt- isgúðdóttur sína. — En mér stendur ógn af Valeriu. Hún er svo agalega fin. Valería var dóttir frú Dix- on og nokkrum árum eldri en Júlia. — Þá er enn mikilvægara fyrir þig að fara þangað og yfirvinna þennan hlægilega vott af minnimáttarkennd. Þú átt aldrei að hræðast nokk uð eða nokkurn. Valeríu hef- ur verið stórspillt með eftir- læti, en að því frátöldu er hún eins og fólk er flest, og sjálf ertu engu óglæsilegri en hún. — Þú óttast víst engan, mamma? — Nei, trú mér til! —Þá vildi ég, að ég væri líkari þér. — Ég vildi gjarnan skipta við þig, Júlía. Að hugsa sér að vera aðeins átján ára og eiga allt lífið framundan! — Ég fæ ekki séð, að heim- urinn sé neinna hyllinga verður, svo að ég líkist pabba sennilega meira, eftir því sem þú hefur sagt mér af honum. — Hann var óvitlaus, og heila hans hefur þú tekið í arf, en þú veist, að gæfa og gáfur fara ekki ætíð saman. Þetta er ef til vill kuldalega mælt, en satt er það engu að síður. Gáfnaljósin hugsa allt of mikið. Ég hef alltaf verið yfirborðsmanneskja, og þess vegna lief ég sennilega haft meiri nytjar af lífinu en faðir þinn. Lífið er heillandi, og jafnvel harmar þess búa yfir vissu aðdráttarafli. En faðir þinn var hugsjónamaður og vildi ekki líta á mennina eins og þeir eru. Hann írnyndaði ' sér, að hann gæti betrað heim inn, og skildi ekki, að hinu | mannlegá eðli vei'Sur ekki breytt. Þess vegna varð hann smám saman ómannblendinn, 1 og ég kæri mig ekki um að þú verðir eins. Ef til vill hef- ur það verið heimskulegt af mér að láta þig sækja sama skólann þetta lengi, því það hefur máske gert þig alvöru- Klara fullyrti, að Cosimo væri bezti kvennahárskeri i London, og hafði átt viðskipti .við hann árum saman. j Nú sat Júlía í stórum stól, íklædd hvítum slopp, og , hlustaði á hann og móður sína rökræða útlit hennar. Cosimo stóð á bak við hana og hallaði undir flatt, en , Klara sat úti í horni, lítið eitt afsiðis. Hárskerinn kom með uppá- stungu, og hún' kinkaði kolli til samþykkis. I — Þetta er alveg rétt hjá þér eins og venjulega, sagði hún ánægð og stóð upp. — Ég kem aftur og sæki þig að ’klukkutíma liðnum, Júlía, og segi til um hvort þú átt að fara í handsnyrtingu á með- an þú situr undir hárþerrin- um. I Aðstoðarmaður þvoði Júlíu, og síðan lagi Cosimo hár hennar sjálfur, og fylgdist hún með því af athygli. Hann vann af kappi og talaði lítið. Er hann hafði staðsett hana undir þurrkarnum, fékk hann henni lestrarefni og gaf handsnyrtidömunni merki um að koma á vettvang. I Klara kom aftur á réttu augnabliki til að hindra, að hún léti lita neglur sinar blóð rauðar. — Nei, ekki þennan lit, Daphne! Notaðu heldur þenn- an bleikrauða. — Að sjálfsögðu, en ég hélt, að hún ætti að taka sama litinn og þér notið sjálfar, ungfrú Glamour. | — Nei, hann á ekki við aldur hennar. i Nú kom Cosimo inn og tók Júlíu út úr þurrkaranum, og hún starði áköf í spegilinn þegar hann tók af henni net- ið og tindi út nálarnar. i — Ungfrúin hefur óvenju- lega fallegt hár, sagði hann og hneigði sig. Júlía varð að viðurkenna, að hann hefði á réttu að standa, en hún var sannfærð um, að hann ætti að verulegu leyti heiðurinn af því. I 2. KAFU. i Hafi Dóróþea gert ráö fyrir, að Klara Gilmour kæmi til hádegisverðar í fylgd með skólastelpu, varð hún örugg- lega furðulostiri, er hún sá hina glæsilegu ungu stúlku, sem var í för með vinkonu hennar. Júlía hafði erft glæsi- .... ispariö yður hlaup A mllíi margra verzlauia! OÖkUtföl áii HíiOM! ^ - Austurstrseti Féiag austfirzkra kvenna 1 heldur sinn vinsæla I3ASAR í G.T.-húsinu miðvikudaginn 4. nóv. kl. 2 síðdegis. Margt góðra muna fyrir hagstætt verð. BASARNEFNDiN. ' mmmmunmnmnmnnnnmmmmmmnmmmmmmmmmnmmma Sendisveinn óskast fyrir hádegi eða allan daginn. ' "1 PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. 1 aðburður Ungiing vantar til blaðburðar í BALÐUR5GÖTU KÁRSNES STÓRHOLT Afgreiðsla TÍMANNS Þakka hjartanlega heimsóknir, gjafir, skeyti, hlýj- ar óskir og traust handtök, á sjötugsafmæli mína 26. október. Guð blessi ykkur öll og launi góða samfylgd. | Guðbjörg Kolbeinsdóttir. 1 Tilkynning frá innfSutningsskrifstofimni Veitingu gjaldeyris- og innflutningsleyfa er lokið á yfirstandandi ári, nema sérstakar ástæður séu fyrir henth, enda gildisthni leyfa bundinn við áramót. Umsóknum, sem berast fyrir n. k. áramót, verður því ýmist synjað eða frestað til næsta árs. i Reykjavík. 2. nóvenmber 1959. 1 nnf lutningsskrifstofan ] r^V.VANWAV.V.VAW.'AV.WAW.VA^V.VVWB . . . Ilmurinn indæll — og bragðið eftir því er ■ JúHNSDN & KAABER 7r (

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.