Tíminn - 08.11.1959, Side 5

Tíminn - 08.11.1959, Side 5
F Í M I N N, sunnudaginn 8. ndvember 1959. Kveðja til Bjarna Ben. | Athugasemd Kíví-fuglinn Á frímerki einu, sem gefið hefur verið út í Nýja-Sjálandi, er mynd af kynlegum fugli, sem er alveg vængjalaus og er klæddur fiðri, sem fljótt á litið minnir á togmikla uil. Þetta er hinn svo nefndi Kíví, en svo er hann kallaður á meðal frumbyggja Nýja Sjálands. Af Kíví-ættinni eru til aðeins 6 tegundir, er allar eiga heima á Nýja Sjálandi og hvergi ann- ars staðar í heiminum. Þessir fuglar eru tiltölulega smáir vexti, í mesta lagi um 70 sm að lengd. Búkurinn er mjög ával- ur, stundum allt að ,því kúlu- laga fljótt á litið. Hálsinu er stuttur og gildur og höfuðið fremur lítið, en er með löngu og mjóu nefi. Fremst á nef- inu eru svo nasaholurnar. Augun eru afar lítil, og er blik- himnan í þeim nálega horfin. Aftur á móti er fuglinn mjög lyktnæmur, en það er meira en hægt er að segja um flesta aðra fugla. Fuglinn hefur enga venjulega vængi; þó er húð strengd á milli upphandleggs- beinsins og olnbogabeinsins. Bcr það vott um. að forfeður Kiví-fuglanna hafi getað flogið, enda hafa þeir flugfjaðrir, 13 að tölu, með sterkbyggða stafi, en allar eru þær ónothæfar. Stél vantar. Fæturnir eru stuttir og sterklegir, og hafa þeir 4 tær, snúa 3 fram og svo er ein lítil afturtá. Allar eru tærnar útbúnar með sterkum klóm. Innri bygging er að ■ýmsu leyti frábrugðin því sem er á öðrum fuglum, t. d. vantar alveg bringubeinsskjöldinn; og í beinagrindinni er sama sem engin loftfylling. Sú tegund af þessum fuglum, sem bezt er þekkt, heitir á vís'- indamáli Apteryx australis, og er það því aðallega hún, sem ber Kíví-nafnið. Er átt við þessa tegund í því, sem hér fer á eftir. Á okkar tímum hittist Kíví- fuglinn nær einvörðungu j skóglendi á Svðriey. 'langt f.iarri mannabyggðum. i bvggðu héruðunum er búið að útrvma fuglinum fyrir löngu. Kív-í er mjög styggur fugi, og því mjög erfitt að komast í námnnda við liann eða veiða hann. Á daginn felur hann sig í hoium. seni hann hefur grafið, s'ér í lagi niður með trjárótum. Þsgar dimma tekur fer hann á kreik til veiða, er fæða hans skordýr og ormar en auk þess fræ og alls konar mjúkar jurtir. Og svö hijóðlegá gengur hann um, að til hans heyrist ekki fremur en ánamaðkur væri. Þesar hann nemur staðar, dregur hann háisinn að sér og hniprar sig þannig saman, að hann verður nær því hnattlaga. Ef félagar hans eða einhverjar aðrar skepnur gera honum ónæði í þessum stellingum, verður hann ókvæða við, rétt'r snögglega úr sér og gefur að- komudýrinu ósvikinn iöðrung með fætinum. Kíví-fuglinn lifir í einkvæni Kvenfuglinn er greiiiilega stærri en karlfuglinn. Eigin- leg hreiðurbygging fer ekki fram, heldur grei'ur fuglinn sór ofurlitla holu undir ein- hverju trénu og verpir í hana 1 eða 2 mjallahvítum eggjum, sem eru hlutfallslega stór, vega sem næst 450 grömmum, það er í kringum 1/5 tj' þyngd fuglsins. Kvenfuglinn situr á, og á hann fullt í fangi með að hylja eggin, svo stór eru þau. Verstu óvinir Kíví-fuglsins auk mannsins eru hundar og villikettir. Hér áður fyrr var fuglinn drepinn gegndarlaust, var ekki annað sýnt en að hon- um vrði útrýmt líkt og átt hafði sér stað með geirfuglinn og fuglinn dúdú. Nú eru fugl- ar Kívíættarinnar aifriðaðir. Ég tel ekki úr vegi að geta um hina svonefndu Móafugla (Dinornis) í sambandi við Kíví- fuglana, þar sem milli þeirra er mikill skýldleiki, og áttu auk þess sama heimkynni. Ég segi áttu af því að móafugl- arnir eru nú iöngu útdauðir, og hefur maðurinn áreiðanlega lagt þar síðastur hönd á verkið. Margar beinagrindur af fugl- um þessum hafa fundizt á Kíví-fuglinn Nýja-Sjálandi, og meira en það, því að kettætiur, fjaðrir og eggjas'kurn hefur komið í leitirnar. Bendir þetta til þess, að ekki séu liðin mörg hundr- uð ár síðan síðustu fuglunum var kálað. Engin skrifleg lýs- ling er til i:tf neinni tegun.d móafuglanna, gerð af sjónar- vottum, aðeins munnleg lýsing innborinna manna, scm numið hafa hana af vörum ættfólks sins. Hvort lýsing þessi hefur gengið óbrjáluð frá manni til manns, er ekki vitað, en sam- kværnt henni á stærsta tegund- in að hafa verið svört að lit, augun stór og neí'ð iítið, og. sín hvoru mcgin á hausnum áttu að vera rauðir húðsepar eins og á hana. Og samkvæmt beinafundum hefur hæð fugls- ins verið allt að 4 metrar. eða urn 1 metra nieiri hæð en. nú- lifandi strúta. Egg þessará' fugla hafa því ekki verlð neitt smásmíði Svo rnikið hefur fundizt af eggjabrotum, að hægðarleikur hefitr vepð að reikna út stærðina; hafa þau stærstu reynzt vera 35 sm. löng og 22 sm breið; slík egg mundu rúma 8 lítra. Með því að athuga drit móa- fuglanna hefur verið hægt að sýna fram á, að þair hafi iifað á jurtafæðu. Einkenniiegt þvk- ir, að innan um dritið skuli finnast smásteinar. En þeir innbornu þykjast vita deili á þeim, og kaila þá ..pulla moa“. Þeir segja, að þegar forfeður þeirra hafi nötað steina þessa við fugladi'ápið. hafi þeir gert steinana glóandi og sétt þá sem agn fyrir fuglana, fuglarnir átu svo steinana en það varð þeirra bani. Móafuglinn hefur haft miklu lengri háls og fætur heldur en kíví, og sennilega hefur hann verið prýddur skraulfjöi'þum, og verið í því tilliti líkari strútnum. En vængir hans voru óstarfhæfir og þess vegna urðu örlög hans' þau sömu og geir- fuglsins okkar. Vísindamönnum reiknast svo til, að á sínum tíma hafi lifað um 20 tegundir af móafuglum. Ingimar Óskarsson. <>! Bjarni Benediktsson ritstjóri hefur undanfarig birt klausur fjónim sinnum í Staksteinadálk- um sínum, úr tveimur pólitískum smágreinum, sem ég skrifaði ný- lega í Tímann. Þótt ég búist helzt við að B. B. hafi kynnt þannig vel greinar mín- ar, vegna gamalla hlýleikatauga, sem enn «éu óslitnar síðan við vorum í'lokksbræður og hans frjálslyndi og ágæti faðir var for- seti fyrir Framsóknarflokkinn á Alþingi, þá langar mig samt að gera athugasemd við eina Stak- steinaklausu hans, er fylgdi upp- prentun úr greinum mínum. Mér finnst að Bjarni hafi þar villzt á blöðum þeim, sem fóðrast mest á gróðafé stórbraskara. Vil ég vinsamlega mælast til að hann líti yfir síður MorgunblaSsins. Þar geíur að líta flcsta daga ársins auglýsingar um 50—100 og oft mikið á annað hundrað íbúðir í Keykjavík, sem séu til sölú. Og vitanlegt er að á fáu eða engu hefur verið eins stórkostlegur ein- staklingsgróði í 1—2 áratugi eins og á húsabraski. Oft er gróðinn á einni íbúð allt upp í eitt til tvö hundruð þúsund krónur, eftir 1—2ja ára eigu eig- andans á henni, þótt umboðssal- inn og Morgunblaðið fái ekki beint nema iitinn minni hluta gróðans fyrir hjálp sína við söl- una. Braskið með húsin og húsaleigu- okrið í 'Reykjavik mun vera ein aðalorsökin aö dýrtíðinni, sem er að gera flestum í landir.u ókleift að reka nokkra framleiðslu, nema með sívaxandi styrkjum af ai- mannafé. En það er reglulegt neyð arúrræði. Margir eru sammála um ag húsabraskið sé ein höfuðástæð an að þvi hvernig komið er. Og víst er að flestir stórbraskararnir sjálfiP telja Mbl. sitt aðalblað og hið einlæga varnar- og sóknarmál- gagn stórhrasksins. Þar sem lítnr út fyrir að Bjarm Benedikísson sé fullur af vin- semd í minn garð og taki vel eftir þvi sem ég skrifa, þá vonast ég vinsamlegast oftir að hann athugi hvort þetta er ekki allt hárrétt, sem sagt er hér að framan. V.G. Seint í gærkvöldi hringdi Þor- leifur Á.gústsson, yfirfiskmatsmað. ur á Akureyri til blaðsins, -og bað um leiðréttingu á frétt frá Grímsey sem birtist í Tí.manum 4. nóv., um útskipanir á fiski frá Grimsey. Vildi hann i því sambandi taka það fram, að Grímseyingar væru ekki afskiptari um útskipun fisks en verstöðvar á hans svæði, en kvaðst eigi vita hvernig útskipun væri háttað þar, sem í greininni er kaliað austanlands. Grímseying- ar hefðu fyrst fengið útskipað 22 febr., þá var ekki skipað út frá fleiri stöðum þar nyrðra, þá 25. júní, 6. ágúst og loks 22. sept. Svo lægi fyrir þar útskipun seint í þess um mánuði, svo sem annars staðar þar sem fiskur væri fyrir hendi. „Mcr vitanlega", sagði Þorleifur, „liggur alls staðar fiskur, á öllum verstöðvum nyrðra, en allir hafa átt kost á að losna við það, sem til er á þeim tínium, sem skip koma , til fisktöku. Ek.ki hefur verið | reynt ao sniðganga Grímseyinga, 1 öðru nær.“ Leiðréttingar Eftirfarandi villur hafa slæðzt inn í dóm, sem iirentaður var hér í blaðinn í gær, um sýningu Ieik- ritsins „Sex persónur leita höf- undar“: | „margvíslegar inyndir", rétt: „margvíslegar skáldlegar myndir". „hinar höfuðlausu persónur segja frá“, rétt: „hinar höfund- Iausu persónur segja frá". „Leikritið „Sex persónur“ flyt- ur dellos um líf og list, veruleika og skálds'kap", rétt: flyfur heimspekilegan boðskap Piran- dellos um líf og list, veruleika og skáldskap“. „Vera má að sumum þætti heim- speki miðlungi fengileg", rétt: „Vera má að sumum bætti þessi heimspeki miðlungi fengileg". „heldur en ekki inna“, rétt: „heldur en ekki illa“. „sendir hann ritarann úr vist- inni óg síðan þreytandi konuna á eftir honum“, rétt: ,,....og síð- an þreyjandi konuna á eftir hon- um“. „sem stóðu grafkyrrar við hlið móður sinnar“, rétt: „sem stóðu grafkyrr við hlið móður sinnar". J.K. DANSSKÓLI Rigmor Hanson I Síðasta námskeið á þessu ári, fyrir byrjendur, ung- linga og fullorðna hefst á laug'ardaginn kemur. Upplýsingar og innritun í síma 13159 á morgunn — mánudag. Staða á veðurstofunni á Keflavíkurflugvelli er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launalögum, að náms- tíma loknura. Umsækjandi þárf að vera 20—26 ára, og hafa gagnfræðapróf eða hliðstæða menntun. Vottorð, er sýni að umsæltjandi sé heilsuhraustur og hafi góða sjón og heyrn þurfa að fylgja umsóknum. Umsóknir skal senda til veðurstofunnar á Kefla- víkurflugvelli, Pósthólf 25, eða veðurstofunnar í Reykjavík, Pósthólf 788, eigi síðar en 21. þ. m. Hver sem kýs þægilega slcó vil! þá heht úr kamelhári. r\ :. ; .jj, .|| Skór okkar etu með plastsólum, filtsólum og lcðursólum. Margra ára reynsla okkar tryggir vörugæðin. DIE VOLKSEIGENE SCHUIIINDUSTRIE DER DEUTSCHEN DEMOKRATISCHEN REPUBLIK Útflytjendur: DEUTSCIIER INNEN- UND AUSSENHANDEL TEXTIL — BERLIN W 8

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.