Tíminn - 08.11.1959, Page 8
8
T f M I N N, sunnudaginn 8. nóvember 1959t
Engin nýjung Engin nýjung
Er komið viðskiptastríð?
Að gefnu tilefni vill Þvottahúsið EIMIR taka fram, að
það er engin nýjung að festa tölur á skyrtur.
Þá sjálfsögðu þjónustu höfum við veitt viðskiptavinum
vorum endurgjaldslaust 1 8 ár.
Hér eftir sem hingað til munum við hafa
forustuna með fljóta og góða þjónustu.
Skyrtur, sem koma um hádegi, eru
tilbúnar að kvöldi
Kaupmenn og kaupfélög
Látið okkur þvo sloppana. — Gerum við ef óskað er.
MJÖG FLJÓT AFGREIÐSLA.
Verkamenn, sjómenn og iðnaðarmenn
Látið okkur þvo vinnufötin. — Við gerum við þau ef
óskað er.
vottaliúsi
Bröttugötu 3 a - Sími 1-24-28
rr.y.-'rsög"
Hin t?ðu og alvarlegu umferðarslys hljófa að minna ökumenn á að aka var-
lega. Hægið ferðina þegar þér mætio bíl með sterkum Ijósum, einkuin ef
vegir eru blautir. Jafnve! gæfnustu ökumenn geta valdið slysi ef Ijós
biinda þa. Biíreiðarnar hér á myndinni sýna hvernig bifreið ýðar getur
litið út efrir árekstur.
ER EIFREÍD YÐAR VEL TRYGGÐ?
SÁMVINNUTRYGGINGAR VEITA YÐUR BEZTU
FÁAMLEGA ÞJÓNU5TU.
Þáttur kirkjunnar
Einkavinur — trúnaðartraust
S
Einn þeirra sálma, sem náð
hafa mestum vinsældum ís-
lenzku þjóðarinnar er nr. 207
í sálmabókinni eða nánar til-
tekið: Ó, þá náð að eiga Jes-
úm.“
Þar syngur fólkið um. þann
irúnað, sem alör þrá meira
eða minna að njóta í sinni
margháítuðu lífsbaráttu, þá
einlægni og vináttu, sem verð-
ur stöðugt fátíðari í ysi og
giaumi atómaldar, en samt
þeim mun mikilsverðari sem
hraðinn og hávaðinn tætir
fleiri sálir í sundur.
Trúnaður er eitt hinna sterk
ustu og Ijúfustu banda, sem
tengja sál við sál. Það er ham-
ingja og styrkur hverri mann-
eskju að geta komið eins' og
hún er í gleði sinni eða sorg
til þess, sem hún trevstir og
opna hjarta sitt í einlægni fyr-
ir honum.
Samt hefur trúnaður alltaf
verið vandamál. Þörfin fyrir
slíkt traust er mikil hiá flest-
um, en svo er hitt, er þorandi
að tjá sig og segia það sem í
hug og hjarta býr.
Aldarhátturinn gefur fáar
stundir til híns hljóðláta
trausts sem friður og einangr-
un sveitaiífsins skóp í svo rík-
um mæli, og glaumurinn mót-
ar grynnri hugðir og rænir
fólkið þeirri dýpt skilnings og
yl samúðar, sem gjörði hinar
tryggu og hlýju manneskjur,
sem var svo indælt að flýja til
í garnla daga.
Þess vegna vakna spurning-
ar eins og þessar. Ætli hann
skilji mig? Get ég treyst þag-
mælsku hennar og grandvar-
Jeika.
Trúnaðarþörfin setur verið
svo sterk, að maður afhjúpi
sjálfan sig gjörsamlega nær
ósjálfrátt, og þá er nú heppi-
legra, að sá eigi trúnaðinn
skilið, sem maður skriftar
fyrir.
Stundum er einkamálum
annarra blandað inn í leyndar-
málin, sem þarf að segja, frá
og það eykur enn á vandann.
En samt er oftast erfiðast að
bera einn það sem mestur vandi
er að tjá fyrir öðrum, og bví
treyst á tæpasta vaðið í þeim
atvikum.
Til trúnaðarmála þarf trú,
trú á mennina, hið göfugasta í
vitund þeirra og vild. Það er
því ábyrgð mikil að eignast
annarra trúnað. Ábyrgð, sem
þarf að efla sem mest í sálum
barna við uppeldi þeirra. Öll
einlægni felur í sér bæn um
þögn, en ekki er þess alltaf
krafizt með orðum að þagað
sé. En hver góð os göfug
manneskja -finnur það ósjálf
rátt, að hún má ekki tala.
Það sem freistar fólks til að
misnota trúnað annarra er oft
öfund, iöngun til að vera
liiiliiiiill’liiiiiii'silillii!'
skemmtilegur eða þörf til að
svala forvitni annarra, stund-
um mont og hégómaskapur.
Stundum bregðast menn trún-
aði vegna skorts á sjálfstjórn,
en aJlt slíkt er ódrengilegt og
getur valdið bæði óþægindum
og ógæfu, bæði fyrir sjálfan
mann og aðra.
Gagnrýni og sleggjudómar
gagnvart öðrum og trímaðar-
málum þeirra er algengt bæði
hjá konum og körlum. Gagn-
rýnið og dómsjúkt fólk er oft-
ast kalt og harðlynt. og lítils
virði að leita trúnaðar þess,
jafnvel þót það þykist og sýn-
ist „trúað“ eins og sagt er um
strangheiðarlegar manneskjur.
Það er því miður svo algengt
að sjá flísina í augum annarra
en gleyma bjálkanum í eigin
auga.
Gætið því trúnaðarmála ann-
arra bæði talaðra og þá ekki
síður ritaðra. fið ykkur í þeim
dyggðum, sem gera ykkur að
sönnum trúnaðarvinum. Það er
fátt, sem þjakaðar sálir undir
oki hraða og glaums þurfa
fremur og þrá heitar. Sjálfsagt
eru prestar og lækncp opin-
berir skriftafeður fjöldans, ef
svo mæti segja, en sannur. góð-
ur vinur, getur verið öllum
embættistmönnum betri. Og
embættismaðurinn þarf að
verða vinur, ef hann á að geta
gleyml þessu starfi til fulls.
Þvd meira, sem hann á af mann-
legum skilningi, hlýju og sam-
úð ásamt þekkingu á hinum
ýmsu vandamálum mannssálna
því fremur getur hann gjört;
gagn og leyst úr voða og vanda.
Því meira, sem skriftafaðirinn
á af kærleiksþeli og ástúð
meistarans, sem var vinur toll-
heimtumanna og syndara og
skrifaði skuld hinnar dæmdu
konu í sandinn, þvi fremur og
aðeins þá getur hann tekið
trúnaðarmálum rétt og lyít
undir byrðar samferðafólks'ns.
Aðeins þannig verður trún-
aður til sannrar blessunar fyrir
þessa örþreyttu kynslóð. Það
er anai Iírists í mönnunum.
sem einn gerir þá að einka-
vinum í hverri þraut. svo gott
verður að halla sér að barmi
vinar, finna það hjarta slá, sem
gefur kraft, og þrek t:l að sefa
æstar tilfinningar og sigra
raunir heimsins.
Einlægni og trúnaður eru
vébönd þe:rra samskipta, sem
skapa samfélag heilagra milli
foreldra og barna. manns og
konu, systkina og vina.
Þess vegna er trúnaður eitt
hið helgasta og göfugasta i
samfélagi kristinna manna.
,,En vilji bregðas't vmir þínir
verðirðu einn á kaldri braut.
flýt þér þá að halln og hneigia
höfuð þreytt í Drottins skaut.“
Árelíus Níelsson.
a
•• •_; 4>§í|
ssaismsiSiSMSiSiiSiSMSsssmMtis^^
HeitiS er á ykkur að styrkja duglega hlutaveltu þá,
sem haldin verður til styrktar kirkjubyggingunni,
sunnudaginn 22 þ. m. í hinu nýja íelagsheimili
safnaðarins við Sólheima.
Safnið munum og látið vita í síma 34962 —•
34502 — 34915 — 34958 og verða munirnir sóttir
til yðar fyrir 15. nóverr.ber.
UNDIRBÚNINGSNEFNDIN.
ít-