Tíminn - 13.11.1959, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.11.1959, Blaðsíða 3
rÍMINN, föstudaglnn 13. nóvember 1959. Hann skrifaði skáldsögu á einni nóítn — aðeins Leynilögreglusöguhöfund- urinn Edgar Wallace er einhver afkastamesti rithöf- undur allra tíma og er sagt að hann hafi stundum skrif- að langa skáldsögu á einni nóttu. Bækur hans hafa verið óhemju vinsælar t. d. seldist safn af sögum hans í 300 þúsund eintökum á skömmum tíma í Danmörku árið 1950. Nú er Wallace Bækvr Edgar Wallace eru kemsiar úr fízku Rétt á eftir þeim kemur svo Agatha Christie. Úr iízku Bækur eftir Edgar Wallace eru hins vegar alls ekki til sölu í bókabúðunum árið 1959. Þannig er það líka í heima- landi Wallace sáluga, Englandi. Hann er kominn úr tízku. Sjónvarp B.B.C. heldur að VÍ-U "’:rin:n'Tt. V,qnt; á loftí. En Rithöfundurinn Edgar Wallace. hins vegar kominn úr tízku í Danmörku og segja þar- lendir bóksalar að Frakk- inn Simenon, Svíinn Maria Lang, Bandaríkjamaðurinn Earl Stanley Gardner, Dor- othy Sayers og David Hume séu vinsælastir árið 1959. það er liðið' h'eilt ár síðan hanrn var í dagskrá þess. Söguhetjur rithöfnndarins af- kastamikla háfa orðið undir í samkeppni við hetjur hins bandaríska Mickey Spillane. Hetjur hans eins og t. d. Mike Hammers erú hávaðasamar pg hneigðar til víns og kvenna. Þær eru alger mótsetning við sögupersónur þeirra Edgar Allan Eoe og Conan Doyles, þá Auguste Dupin og Sherlock Holmes. Leynilögreglumaður nútím- ans sá sem vinsælastur er í handarísku sjónvarpi dr eins konar sambland þessara mann- gerða. Hann er greindur vel en beitir ekki líkamlegu ofbeldi. Bandaríkjamaðurinn Stanley Gardner hefur farið inn á alveg nýja braut í ritun leynilögreglu- sagna. Hann fékk fræga vís- indamenn í lið með sér og skrifaði upp gömul sakamál, sem búið var að dæma í. Afkastamikill Edgar Wallace var afkasta- mestur allra leynilögregluhöf- unda. Hann skrifaði 18 leikrit, 300 smásögur og 150 skáldsög- ur. Hann sagði að fyrstu 100 skáldsögurnar væru erfiðastar, en úr því færu skrifin að ganga betur. Hann er sagður hafa skrif- að sögu upp á 80 þúsund orð á einni nóttu. Sú saga er sögð að vinur hans hafi eitt sinn hringt í hann og einkaritarinn svarað-í símann; og sagt: — Nei, því miður er herra Wallace upptekinn eins og stendur, hann er nýbvrjaður á skáldsögu og vill ekki láta trufla sig. Vilduð þér kannske bíða, þangað til hann er búinn? Var Pola Negri ástmær Lenins? Kvikmyndastjarna þöglu kvik myndanna, Pola Negri, hefur skrifað æviminningar sínar og er sagt að einn kaflinn fjalli um ást hennar á Lenin. Hún á að hafa hitt hann á veitingahúsi í Genf þar sem hún söng fyrir gesti .Þau eiga að hafa orðið miklir vin'f. Hún segir að Lenin hafi verið ómótstæðilegur og að hún hafi orðið ástfangin af honum. Pola Negri segir að þegar þau kvöddnst hafi Lenin sagt á járnbrautarstöðinni: Ég elska þig Pola án þess að hafa rétt til þess. Ég get aðeins boðið þér fátækt og útlegð, en þú ert ung og fögur kona sem átt eftir að leggja heiminn að fót- um þínuiu. i Hvergi hefur verið minnzt á- Pola Negri í sambandi við líf Lenins fyrr. r Stærsti kirkjugarður heims er að verða allt of lítill Gamli maSdrinn og flaskan Stærsti hermannakirkju- garður heims nefnist Arling- ton, en hann er að verða of lítill. í Arlington hvíla hetjur bandaríska þrælastríðsins, tveggja heimsstyrjalda; Kór- eustríðsins, svo og eru millj- ónir Bandaríkjamanna sem eiga rétt á að vera grafnir í Arlington. Það eru uppgjafa- hermenn heimsstyrjaldanna. Með sparsemi, þ. e. a. s. með því að færa grafirnar nær hverri annarri reiknar bandaríski herinn með, að Arlington geti gegnt því hlutverki að vera hinzti hvílustað- ur bandarískra hermanna til árs- ins 1974. Fyrir 95 árum, þegar banda- ríska þrælastríðið geisaði átti M. C. Meigs hers'höfðingi Norðurríkj- anna við vandamál að etja. Hinir 56 spítalar í Washington voru fullir af særðum hermönnum og dauðsföll voru tíð. Það voru stríðsmenn frá víg- völlunum við Gettysborg, Antiet- am og Chancellorsville. Handan fljótsins Potomac átti hinn frægi heri höfðingi Robert Kirkjugarðurinn í Arlington. Edward Lee stóra landareign sem nefndist Arlington. Meigs hers- höfðingi tók þessa jörð eignar- námi og hún var gerð að her- mannakirkjugarði Bandaríkj- anna. MIR| Nýlega sögöum viS hér frá sýning- M unni um manninn i Museum of Mo- Jú' e,skan' auSvltað vil ég bjóða dernt Art í New York. Þessi mynd skrifstofustjóranum í ma}. Eg ,r er af sýningunni. bara svo br*ddur um, að ég fái ekki eins góða vinnu aftur. Ernest Hemingway hefur að undanförnu dvaiizt í Pamplana á Spáni i ?óðu yfirlæd. Þar í borg er hann kunn- ugur, enda mjög vinsæll af ibúum. Ein skáldsagna han: , Fiesia" gerist einmitt á þessum slóðum. Fyrir nokkru birtum við hér á síðunni frásc^n gamals vinar hans, Harald Loeb, af atburðum, sem áttu sér stað á kjötkveðju- hátíð í Pamplona á.-ið 1924, en þar kom Nóbeliverðl-’unahöfundurinn t3lsvert við sögu. Hemingway er ölkær nokkuð, og þegar þsssi mynd var tekin, var hann að skemmta- sér með vinum sinum í Pamlona. wr:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.