Tíminn - 13.11.1959, Blaðsíða 9
ííMINN, föstudaginn 13. nóvember 1959.
9
ESÍHER WINOHAM
...................................................................................................aiiiiMimiiiiiiiiiiiiiiiMiiii
hún gat ekkert gert, og þar
á ofan varð hún nú gripin af
sárum höfuðverk.
Af þessum sökum leið henni
engan veginn vel, er hún kom
niður aftur. Allar stofurnar
voru mannlausar, og fyrst er
hún kom út, sá hún Valeríu
og Frankie, er sátu saman úti
í garðinum.
Frankie sat makindalegur í
hægindastól, og Valería hafði
setzt á skemil við hlið hans.
Þau höfðu ekki veitt Júlíu
athygli. Hún fann til nokk-
urrar afbrýðisemi, er hún sá
hve ánægð þau voru.
Hún áleit, að óviðeigandi
væri að fara ekki til þeirra
þegar i stað, en hún varð að
bíða um hríð til að koma ekki
upp um sig. Er hún hafði jafn
að sig, gekk hún niður í garð
inn.
Frankie spratt á fætur, er
hann kom auga á hana, og
hún sá betur en nokkru sinni
fyrr, hve giæsilegur hann var.
— Velkominn, sagði hún.
— þú verður að afsaka hve
seint ég kem, en það sprakk
hjá okkur á heimleiðinni.
— Það var ekki mjög hættu
legt, sagði hann. — Valería
hefur stytt mér stundir sem
bezt varð á kosið.
— Hvernig líkar þcr iher-
þjónustunni? spurði hún.
— Ég var að enda við að
segja Valeríu það, svo að ég
vil ekki þreyta hana með end
urtekningum. Það er ekki sem
verst.
Júliu lá við að vatna mús-
um.
— Langar þig til að leika
tennis strax? spurði hún.
— Nei, það er svo mikið um
stang við að hafa fataskifti.
Ég vil heidur liggja hér í leti.
— Við getum leikið, er við
höfum drukkið te, sagð Valer
ia. — Þá verður líka orðið
svalara.
Júlía fékk ekki tækifæri til
að vera ein með honum, fyrr
en að því kom, að hann æki
aftur til Linwood, og þá skift
ust þau aðeins á nokkrum
setningum rétt áður en hann
ræsti bílinn.
Hún réyndi eins og hún gat
að leyna því, hve illa henni
leið, er hún sagði:
—- Ég fæ vonandi að sjá
þig á laugardaginn?
— Það er ákveðið mál. Þessi
frænka þín er hörkuskutla!
— Hún er ekki frænka mín.
Nei, það mun rétt vera.
Þið eruð heldur ekki likaar.
Segðu mér eitthvað um hana.
— Hvað á ég að segja þér?
— Er hún trúlofuð?
— Nei, hvi skyldi hún vera
það?
— Það er furðulegt að hún
skuli ekki vera löngu upp-
tekin, svo glæsileg sem hún
er.
— Hún er þó ekki nema
tuttugu og tveggja ára.
— Já, en samt sem áður....
Jæja, þökk fyrir daginn. Sjá
i umst á laugardaginn, Júlía!
Hún gekk hægt upp í her-
bergi sitt án þess að tala við
nokkurn, því skyndilega fann
hún, að hún hafði enga
ástæðu til að hlakka til heig
, arinnar.
i Frankie yrði auðvitað hrif
inn af Valeríu, enda eðlilegt.
Ef til vill hafði hegðun henn-
ar siálfrar ekki verið æskileg,
því fátt verkar jafn fráhrind
anndi og afbrýðisemi.
| Hún fór að hátta eins fljótt
j og hún gat því viðkomið og
^ dró sængina upp fvrir höfuð.
10. kafli
Síðla á laugardag, er Júlía
kom niður eftir að hafa búið
: s;g, sá hún, að hún hafði
i ástæðu til að óttast. hið versta.
Frankie var þegar kominn og
farinn út í garð með aleriu.
Júlía staðnæmdist í dyrum
! garðstofunnar og horfði á.
Sér til skelfingar sá hún fýlu
svip færast yfir andlit Frank
i ies, er hún truflaði þau.
i Al!t í einu hevrði hún rödd
á bak við sig segja:
— Gott kvöld!
Þetta var Hróðrekur. Hann
hafði komið fyrirvaralaust,
og hún varð hissa, er hún
gerði sér Ijóst, að hún hafði
aigjörlega gleymt, að hann
ætlaði með þeim út.
— Er nokkuö að?
j' — Nei.
i — Ekki það? Þér virðist
vera mjög sorgbitin.
j ■— En hvernig er það með
yður? spurði hún til að leyða
talið að öðru. Var heitt í borg
inni í dag?
— Já, og ég varð feginn að
sleppa þaðan. Ég tók sömu
lestina og við ferðúðumst með
síðasta laugardag. Það er sann
arlega furðulegt að aðeins ein
vika skuli vera liðin siðan
við sáumst fyrst.
— Já, miklu meiri tími virð
ist vera liðinn siðan.
Rödd hennar var döpur, og
hann horfði rannsakandi á
. hana.
— Júlia, gæti ég gert eitt-
hvað fyrir yður?
— Nei, i öllum bænum reyn
ið það ekki.
— Hjálpi okkur alliT heilag
ir. Þér getið naumast haldið
aftur af tárunum. Hvað er að
ske?
— Ég er einungis óhamingju
söm! Farið út til hinna. Ég
kem bráðum.
Júlía sneri í hann baki og
hljóp upp í herbergi sitt, en
hann gekk hægt út í garðinn.
Hann veitti því þegar athygli,
að Valeria hafði gert óvenju
mikið til að auka á fegurð
sína, og þegar hann var kynnt
ur fyrir Frankie, hugsaði
j hann:
I — Svo hún hefur orðið sér
úti um nýja bráð!
| — Hvað gengur að Júlíu?
| spurði hann upphátt.
| — Veit það ekki, svaraði
| Valería fljótmælt. — Hefur
! þú heilsað henni?
i — Já, og hún leit mjög
I þreytulega út. Er hún ekki
i heilbrigð?
| — Hvar var hún?
| — í garðstofunni. Hún sagð
I ist koma eftir andartak. En nú
i vildi ég gjarnan tala við móð-
1 ur þína. Veistu hvar hún er?
í — Hún fór í te til eins ná-
I grannans en ég býst við, að
i hún komi fljótlega aftur. Þú
} þarft ekki að hafa áhyggjur
i út af Júlíu. Kvartaði hún um
I eitthvað við þig?
— Auðvitað ekki!
Sökum þess, að bíll Frank-
ies var of lítill, fóru þau i bif
reið Hróðreks.
Valería settist við hlið hans,
en Frankie og Júlía í aftur-
sætið.En Valería leit um öxl,
og hélt uppi glaðværu samtali
við hann, og fóru þá svo leik
ar, að Júlía hvarf inn í sjálfa
sig og sat þegjandi. Hún vissi
ekki, hvernig hún átti að lifa
þetta kvöld af.
Hróðrekur þagði lika, því
að aðstaðan var honum þegar
ljós. Valería var sannarlega
grimm og tillitslaus norn!
Ösjálfrátt steig hann fastar
á benzíngjafann, og enginn
veitti því athygii, að hann ók
á yfir hundrað km. hraða.
í Bartington ákváðu þau að
snæða miðdegisverð á gisti-
húsi sem var þekkt fyrir góða
hljómsveit. Þegar þau komu
inn í forstofuna, dró Hróðrek
ur Valeríu afsíðis.
— Láttu þennan unga mann
aískiftalausan, sagði hanii
rólega.
Hún roðnaði af gleði. Að
lokum hafði henni tekist að
gera hann afbrýðisaman.
| — Kannske og kannske
ekki svaraði hún stríðnislega.
— Gott og vei, hafðu það
eins og þú vilt.
— Nei, það veröur eins og
þú vilt, Hróðrekur.
— Hvað ætti mér að koma
það við?
j _ f>ú hefur ekki verið sér-
staklega skemmtilegur við
mig upp á síðkastið, eins og
þú sjálfur veist bezt.
Hann skildi, við hvað hún
átti, og áður en hann snéri
sér frá henni, sagði hann
kuldalega:
— Svo aúðveldur viöfangs
er ég ekki Valería.
Undir boröum sá hann, að
Júlía gerði allt hvað hún gat
til að spilla ekki andrúms-
loftinu með ógleði sinni, en
það var henni sýnilega um
megn, svo að hann reyndi að
hjálpa henni.
Hún var honum þakklát
fyrir þennan óvænta stuðn-
ing, og þó furðulegt væri, varð
miðdegisverðurinn vel hepn-
aður.
Hróðrekur reyndi að treyna
kaffidrykkjuna eins lengi og
mögulegt var, því að hann
taldi, að öllu erfiðara yrði að
viðhalda hinu fágaða yfir-
borði, er þau kæmu yfir í
Quay Club.
.... i^pariö j6ur iuaup
a milii ixiargm verzlana!
ÚÓWJWÖL
(ifl
-JWburebræti
Umboðssalan selur
ÓDÝRT
Lakkskór, (barna)
Stærðir: Mo. 19, 20, 21, 22.
Seldir fvrir aðeins 40.—50.— kr.
(§713
Smásala) Laugavegi 81
Póstsendum
Eyfirðingar í Reykjavsk
Fjölmennið á skemmtun félagsins í Framsóknar»
húsinu, laugardaginn 14. þ. m. kl. 8,30. [
Svarfdælska skemmtinefndin |
Rafgeymar
6 og 12 volta hla<$nir og óhlaftnir
GARÐAR GÍSLASON H.F.
Bifreiðaverzlun
NESSÓKN
Aðalsafnaðarfundur Nessóknar verður haldinn
mánudaginn 16. nóvember 1959 í Neskirkju
og hefst kl. 8,30.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefndin
Aðvörun
um stöðvun atvinnurekstrar vegína van-
skila á söluskatti, útflíiimngssjóÖsgjaldi,
itigjaldaskatti og farmiðagjaídi
Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og
heimild í lögum nr. 33, 29. maí 1958, verður at-
vinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu,
sem enn skulda söluskatt, útflutningssjóðsgjald,
iðgjaldaskatt og farmiðagjald III. ársfjórðungs
1959, syo og söiuskatt og útflutningssjóðsgjald
eldri ára, stöðvaður, þar til þau hafa gert full
skil á hinum vangreiddu gjöldum ásamt áföllnum
dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja kom-
ast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar
til tollstjóraskrifstofunnar, Arnarhvoli.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, i
12. nóvember 1959. J
Sigurjón Sigurðsson
Sendisveinn
óskast fyrir hádegi. Þarf að hafa hjól. 1
AFGREIÐSLA TÍMANS. '