Tíminn - 26.11.1959, Side 9

Tíminn - 26.11.1959, Side 9
9 ÍÍM; ÍNN, finuntudaglnn 26. nóvember 1959. I I il : 1 1 nærri þér, Víóletta, svaraði Klara. — Júlia verður fljót- lega úr þessari sögu, og Veler ía á enga sök á þessu, það er ; ég viss um. I Frú Dixon skynjaði ekki hina nöpru kaldhæðni í hljómblæ raddarinnar og öðl aðist nú sálarfrið sinn að | nýju, ásamt þeirri fullvissu, j að sennilega hefði allt farið ! eins og bezt varð á kosið. En | Klara þekkti Valeríu j afnvel ! og Hróðrekur og vissi þvi, • hvað skeð hafði. j Henni hafði orðið illilega hverft við, er hún frétti um j ást þá, er dóttir hennar bar Gunnar Leistikow — En ég er alls ekki byrj uð, .svaraði hún hneyksluð. — Þetta er ekki vinna, sagði Júlía í flýti, því hún óttaðist, að hann kynni að tortíma öllu fræðslukerfi hennar. — Hún skemmtir sér bara við þetta þegar við göng nm út saman. — Já það er rétt, pabbi, V'ið leikum okkur bara. — Ég skil, sagði hann. — 3>ú hefur sannarlega skemmt þér vel síðan ungfrú Lovett kom Júlía heyrði ekki frekar minnst á miðdegisverðinn, •og er hún hafði snætt kvöld- verð sinn í einsemd og heyrði Hróðrek ganga inn í borðsal- inn með gestum sínum, sett- ist hún við gluggann, fól andlitið í höndum sér og grét. .Aldrei hafði hún búist við að verða meðhöndluð þannig á 'Merryweather. 15. kafli. Daginn eftir fór Hróðrekur aftur til Lundúna ásamt gest um sínum. Hann hafði ekki sagt orð við Júlíu, að frátöldum nokkr um athugasemdum um upp- eldi og fræðslu litlu stúlkn- anna. Henni var lítil huggun í því, að hann hafði verið kurteis við hana og ánægður með starf hennar. Hann talaði aldrei um, að hún ætti að snæða með gest- unum, svo að hún hlaut að .sitja ein til borðs, meðan þeir dvöldust á staðnum. — Ég veit ekki hvort ég kem aftur næsta laugardag, hafði hann sagt áður en hann ók af stað, — en ég skal láta yður vita af því. Ef eitthvaö sérstakt skyldi koma fyrir, vitið þér hvar hægt er að ná í mig. Ég fæ ekki betur séð, að þér séuð komin vel á veg með að giera kraftaverk á Katrinu, og vona, að þér hald ið því áfram. Júlía heyrði bílinn aka úr hlaði, og óskaði þess þá allt í einu, að hún hefði fengið að fljóta með. Lífiö á Merry- weather virtist henni nú inn antómt og tilgangslaust, og hún öfundaði frú Cauldwell, sem sýnilega gat æfiniega1 komið sér fyrir eftir geðþótta. Sjálf var hún aðeins átján ára og sá ekki fram á annað en barnablaður og bókastagl. Hún settist við að skrifa móður sinni bréf, en veitíist það erfitt. Dökk ský vörpuðu skuggum sínum á landslagið, og innan skamms flæddi regn ið niður og jók enn á leiöindi hennar. Hún var að enda við að skrifa: „Ég hef það dásam- legt“ þegar höfug tár féllu niður á örkina. Þá kastaði hún pennanum frá sér, fól andlitið í örmum sér og grét. Henni létti lítilsháttar við þetta, og nú leiddi hún hug- ann að hinum kennslukonun um, sem gefist höfðu upp og farið sina leið. Þær höfðu ef laust fellt fjölda tára í þessu herbergi. En hversu aumleg sem til- vera hennar yrði, skyldi hún aldrei gefast upp. Aldrei að eilífu! — Að gefast upp er óráð, hugsaði hún. — Ég er svona döpur vegna rigningarinnar. En á morgun skín sólin á ný, og þá kem ég auga á bjartari hliðar hlutanna. Og þegar Hróðrekur kemur næst, verð ur hann máske dálítið alúð- legri við mig, en hann var síðast 16. kafli Frá því að Mathews sótti töskurnar til Asbourne, hafði Valería reynt að komast fyrir um, hvort Hróðrekur og Júlía væru einhversstaðar saman. Henni flaug ekki í hug að Júlía gæti verið á Merry- weather. Öllu líklegra þótti henni, að Hróðrekur hefð!i tekið hana með sér til Lund- úna, og hún lagðist nálega í kör af afbrýði, er hún gerði sér í hugarlund, að nú væru þau saman á hverjum degi. Nú fann hún hve heimsku- lega hún hafði hegðað sér. Með því að hræða Júlíu frá Ashbourne, hafði hún bein- Jínis hrakið hana í faðm Hróð reks, en henni hafði ekki flogið í hug, að Júlía sneri j sér til hans í nauðum sínum. j Frú Dixon skelfdist, þegar hún frétti flótta Júlíu, og spurði Valeríu um ástæðuna. j Dóttirin gaf þá skýringu, að , Júlía elskaði Frankie Lind- • say, sem hins vegar hefði gefið henni mikinn gaum. | Frú Dixon hafði skrifað Klöru fréttirnar, og Klaira j hafði hringt til hennar eftir j að hafa talað viö Hróðrek og j Júlíu. Frú Dixon hafði búist við að Klara tæki svari dótt- ! ur sinnar, en þess í staö kvaðst hún harma framkomu hennar og vona, að hjarta- sorg hennar dvínaði auðveld- lega, er hún hefði náð sér í einhverja atvinnu. En dvöl Júlíu á Merryweather lét hún liggja í algeru þagnar- j gildi. — Ef til vill var rangt af mér að bjóða þessum unga' vini hennar hingað, sagði frú Dixon, — en ég vissi ekki að hún elskaöi hann svona ofurheitt, svo þú hefðir átt; að segja mér frá því. Ekki er heldur hægt að kenna Valer | íu um þetta, því hún getur j ekki gert að þvi hve hún er ; j sæt. Hún er mjög hrygg j vegna þessa, auk heldur sem ! þessi ungi maður er farinn j lað verða fremur þreytandi. j | — Taktu þetta ekki svo (Framhald af 6. síðu) EN MÁLIÐ er ekki komið nema á rekspöl ennþá. Sú gerð sem framleidd og seld er núna, er sérstaklega gerð fyrir ferða- lög um erfið og veglaus svæði' og þarf sérstakt leyfi til að selja vagninn, sem kveður á um algjört bann við notkun á alfaraleiðum. í fyrsta lagi 1961 verður framleiðslan kom- i!n á það stig að unnt verður að nota loftvagna á alfaraleið um. Þó er þegar mikil eftirspurn eftir þessari gerð, sem ég hef ekið í, enda þótt það séu að- eins örfáir dagar síðan loft- vagninn var fyrst sýndur í New York og í sjónvarpinu. Þessi fyrsta árgerð (A) hefur fyrst og fremst mikið notagildi' fyrir eigendur stórra landflæma, með klénu vega- kerfi. Vagninn er mjög hent- ugur fyrir olíufélög, sem þurfa að hafa gát á olíuleiðslum griðarstórum svæðum, eins og í Florida og Louisiana. Eða nautgri'paeigendur í Texas, sem þurfa að fylgjast með naut- peningi sínum á graslendum, isem eru á stærð við heilt furstadæmi. VAGNINN getur einnig orð- ið nytsamur á margan hátt, svo sem á flugvöllum sem slökkvili'ðs og sjúkravagnar og þá gætu loftvagnar einnig! leyst járnbrautalestir að miklu leyti af hólmi. Það eru ýmsar ástæður, sem liggja að því áð ekki er leyft að aka loftvagni' á alfaraleið- um. Vagninn er stór. 7 metrar á lengd og 3 á breidd. Enn- fremur er erfitt að halda loft- vagninum í beinni stefnu,_ þeg ar eitthvað er af vindi. Á al- j faraleiðum gætu kastbyljir! kastað vagninum á annan bíl eða hús eða annan fastan hlut. Þetta er mesta vandamálið sem við er að glíma varðandi loft- vagninn. En meinn hyggjast leysa þetta vandamál með el-: ektónutækni, líkt og í sjálf- stýrivélum í flugvélum. Við- brögft ökumannsims gætu aldrei orðið nægjanlega snögg. Hvort kleifl er að leysa þetta vandamál mun korna í ljós á sínum tíma, en notkun loft- vagnsins getur tæplega orðið almenn nema það takist. En vísindunum virðast engin tak- [ mörk sett í að leysa torleyst- ustu vandamál. EF NOTKTJN loftvagns- yrði! almenn mundi framleiðsla ! hans og rekstur ekki verða j dýrari en á venjulegum bif-; reiðum. Langstærsta þýðingu mundi vagninn hafa í þeim löndum, þar sem vega- j kerfi er klént. íslendingar munu -t.d. algjörlega komast hjá að malbika vegi sína. .... ispariö yður hiaup a mllii margra verakjoa! OÖMJQM. (í ÖtlUM flfiOM! -Austuistrðeti Skemmtikvöid Borgfirðingafélagið heldur skemratikvöld í Fram- sóknarhúsinu föstudaginn 27. nóvember. Sýndur verður sjónleikurinn „Rjúkandi ráð“. Aðgöngumiðar verða seldir í Framsóknarhúsinu kl. 1—6 e. h. í dag og á morgun og hjá Þórarni Magnússyni gjaldkera félagsins, Grettisgötu 28. Við þökkum öllum þeim mörgu vinum okkar fjær og naer, sem sýnt hafa okkur samuð og hiuttekningu í sorg okkar í sambandi við hið sviplega slys, er braeðurnir JÓN og HAFSTEINN FRIÐRIKSSYNIR og C-ÍSLI GÍSLASON fórust með mb. Svan á Hofsósi hinn 9. nóvember síðastliðinn. Sér- staklega viljum við þakka þeim, er lögðu sig í haettu við björgunar- tilraunir og leit meðfram ströndinni í illviðri og hafróti. Guð blessi ykkur öll. Fjölskyldur hinna látnu. Hjartanlega þökkum við öilum þelm, er auðsýndu okkur samúS og vináttu við andlát og jarðarför sonar okkar og bróður, Ingvars Vilhjáimssonar. Foreldrar og systkini. Systir mín, Sigrún Kjartansdóttir, sem andaðist 20. þ. m. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju n. k. föstudag 27. þ. m. kl. 13,30. Sigurjón Kjartansson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.