Tíminn - 26.01.1960, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.01.1960, Blaðsíða 7
TI MINN, þriðjudaginn 26. januar 1960. HALLDOR KRISTJANSSON: í kosningabaráttunni síðast Jiðið vor kom Gunnar Thor- oddsen á þrjá fundi í Vestur- ísáfjarðarsýslu og talaði þar um landhelgismál, svo sem frægt er orðið. Mikiltföindi - Boðskapur 'hans var í stuttu máli á þá leið, að það hefði verið faægt árið 1958 að ná samningum við Breta um mikla útfærslu ís- lenzkrar fiskveiðilandhelgi, allt upp í 40 mílur undan nesjum út af 'Vestfjörðum. Vinstri stjórnin hefði ekki viijað sjíka samninga. Henni var meira kappsmál að eiga ófrið og ;deilur við Breta en að stækka íslenzka fiskveiðilandhelgi. En hefðu Aiþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ráðið jgangi rnála sumarið 1958, byggju íslend ingar nú við rýmri landhelgi en þeír hafa með samkomulagi við Breta. Fyrir þessu lægju skjalleg- ar sannanir. Undanhald Gunnars Strax í fyrravor átti ég hlut að nokkrum blaðaskrifum í tilefni af þessum boðskap Gunnars. Þá skrif aði hann grein í Mbl. og var á undanhaldi. Þar minntist hann ekkert á .skjal'legar sannanir, en kvaðst hafa látið í ljós þá skoðun, að hefðu Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ráðið gangi mála 1958, myndum við búa við rýmri landhelgi og Bretar horfið frá vald'beitingu. Þegar leið á .sumarið gekk ég eftir því með grein í Tímanum, að Gunnar Thoroddsen ræddi þetta mál nánar og gerði grein fyrir hinum „'Skjallegu sönnun- um“, sem hann sagði frá. Ekkert tief ég séð frá hans hendi um þetta síðan. Og nú þykir mér, sem nógu lengi hafi verið beðið þegj- andi. Kosningaáróííur Gunnar Thoroddsen fór Vest- fjarðaför sína í þeim tilgangi að tala máli Sjálfstæðisflokksins og stuðla að því að frambjóðandi hans yrði kosinn. Ræðu sína hefur hann samið með það í huga, að hún þjónaði þeim tilgar.gi. Því var eðlilegt og rétt að hann drægi fram það, sem hann vissi neikvæð ast fyrir keppinautana. En honum faefur bersýnilega ekki þótt það, sem hann vissi og satt var, nógu áhrifamikið og þess vegna gripið til ósanninda. Osannindi a(S yfirlögðu ráÖi Þessa fullyrðingu, að Gunnar Thoroddsen hafi á fundinum vestra farið með vísvitandi ósann-, indi, er bezt að rökstyðja áður en. lengra er haldið. Gunnar vissi, að innan Alþýðubandalagsins voru menn, sem voru andstæðingar ÁtLantshafsbandaiagsins og kusu íslendingum bandalag og samstöðu með öðrurn þjóðum fremur en Bretum. Hann vissi það líka að Bretar vildu semja við íslendinga um landhelgismálið, en honum var fullljóst eins og öðrum, að þeir vildu aðeins semja á þann tiátt að hlutur íslendinga yrði minni en hann er. Ur þessu spann hann svo söguna. Andúð sumra Alþýðubandalagsmanna á sam- stöðu við Breta 'átti að gera sög- una trúlega. Þess vegna hætti hann á að segja að vinstri stjórnin hefði hafnað góðum samningum. Gunnar Thoroddsen hefur bæði skap og vitsmuni til að verja sig í ræðu og riti eftir því sem mála- vextir leyfa. Hann gerir það ekki að gamni sínu að standa afhjúpað- Ur ósannindamaður frammi fyrir alþjóð. En hér hefur hann engum vwnum við komið vegna þess að það er ekki hægt. Þegar Gunnari var ságt það á , fundi að hann yrði að færa rök j að máli sínu, ef hann ætlaðist til, •að sér væri trúað, svaraði hann' þvi einu til, áð hann hefði ekki Boðskapur Gunnars Thor- oddsen um landhelgismálið Hvar eru „skjallegu sannanirnar“ sem Gunnar nefndi? Hvað stendur nú í vegi fyrir 40 mílna fiskveiðilandhelgi við Vestfirði?? sagt neitt annað en það, sem hann vissi að væri isatt. Svo bætti hann við kalt og rólega með venjulegri prúðmennsku og háttvísi, að fyrir þessu væru skja'llegar sannanir. Síðan hefur verið auglýst eftir þessum skjallegu sönnunum og jafnframt bent á það, að æra Gunn ars Thoroddsens væri í hættu, ef hann gæti ekki sannað mál sitt. Hann minnist ekkert á skjallegar isannanir síðan. Á því er tæpast til nema 'ein skýring: Gunnar Thoroddsen vissi það fyrirfram, að hann var að segja ósatt. Hann gerði það af ráðnum ihuga og yfirlögðu ráði. Er þetta ekki met? Það !er vitanlega alltaf matsat- riði hverjar ásakanir og aðdrótt- anir iséu Ijótastar. Mér finnst að þessi umrnæli Gunnars Thorodd- sens jim ríkisstjórn Hermanns Jónassonar taki ílestu eða öllu fram af því, sem pólitískir andstæð ingar hafa verið sakaðir um. Hvað eru landráð, ef ekki það, að vilja ekki isamkomulag um rýmri fiskveiðilandhelgi? Og 'hvað á að segja um þá ríkis stjórn, sem fórnar íslenzkum hags munum í einhverju mesta máli þjóðarinnar einungis til þess að fá tækifæri til að troða illsakir við volduga grannþjóð, sem lengi hefur átt margháttuð viðskipti við íslendinga? Þessar voru ásakanir Gunnars Thoroddsens á ríkisstjórn Her- manns Jónassonar. Þó við séum ýmsu vanir í pólitísku lífi, er þetta tvímælalaust óvenjulega ræt inn rógur. En með þessu ætlaði rógberinn sér að hafa áhrif á það, hvernig Vestur-ísfirðingar greiddu atkvæði. Kjósendur vertJa aí verjast Allir fordænia atkvæðafölsun og al'la klæki og brellur til að rugla atkvæðagreiðslur. En er þá ekki ástæða .til að fordæma það lika, að 'blekkja menn með bein- um ósannindum og rógi til að greiða atkvæði öðru vísi en ella? Ég 'held, að hér .sé koimið að Gunnar Thoroddsen — hvað eru „skjallegu sann- anirnar“? kjarna málsins. Það er hætt við því, að lýðræði og frelsi almenn- ings á íslandi verði nokkuð enda- sleppt, ef óvandaðir menn á borð við Gunnar Thoroddsen komast fram með svona málflutning. Kjósendur landsins verða að vernda og verja frelsi sitt og lýð ræði. Þeir verða að kenna póli- tískum áróðursmönnum að það borgar sig alls ekki að koma fram fyrir þjóðina með vísvitandi ósann indi. Ófyrirleitnir menn halda áfram að ljúga að þjóðinni að yfir- lögðu ráði svo lengi sem þeir gera sér vonir um að það borgi sig. Það eina, sem getur leitt þá á betri veg, er svo sterk og almenn andúð á ósannindum að yfirlögðu ráði, að þeir viti fyrirfram að þau borga is'ig ekki'. Það .þýðir ekki að bíða eftir því að slíkar persónur skamrn ist sín af 'sjálfsd'áðum og taki upp sæmilega hætti vegna eigin sam- viz’ku og siðgæðisvitundar. Menn eins og Gunnar Thoroddsen koma ekki fram fyrir þjóð sína með róg- sögur sínar af óvilaskap eða gá- leysi. Það stendur ekki á þeim að búa til óhróðursögur um andstæð- ingana eftir því sem þeir þofa. ' Hvaí hindrar nú 40 míLia landhelgi Þeir, sem lögðu trúnað á full- yrðingar Gunnars Thoroddsens um landhelgismálið og greiddu flokki hans- atkvæði samikvæmt því, hefðu nú ástæðu til að spyrja hann vissra hluta- Hví kemur hann ekki með sína 40 mílna land- helgi út af Vest'fjörðum, þegar hann er orðinn ráðherra? Ekki sækist núverandi ríkisstjórn eftir ófriði og fjandskap við Breta? Ekki hefur málstaður Breta batn- að svo eða unnið sér samúð, að þeir myndu ekki vilja semja um það sem stóð til boða af þeirra 'hálfu 1958, 'ef Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn réðu gangi mála. Það væri mi'kill póli- tískur sigur fyrir Gunnar Thorodd sen að rýmka nú íslenzka fiskveiði landhelgi með fullu samkomulagi við Breta og allar aðrar þjóðir- Þar með leysti hann líka Atlants- hafsbandalagið úr leiðum vanda og yrði frægur maður í heims- pólití'kinni. Reyndin mun verða sú, að nafn Gunnars Thoroddsens geymist 'fremur í íslandssögunni í tengsl- um við ljóta minningu um óvand aðan málatilbúnað og háðulegar rógsögur og verði nefnt oem víti til varnaðar og dæmi þess hvernig siðaðir menn eiga ekki að haga sér. Siíareglur verÖur a<S virÖa í’Slenzk stjornmálabarátta verð- ur að halda áfram, því að hún er vettvangur hins opinbera mál- flutnings fyrir dómstóli þjóðarinn- ar. Það er ekkerl við því að segja, þó að sú barátta sé hörð og vægð arlítil, Þeir, sem í hana gar.ga, niega ekki vera hörundsárir eða kveinka sér við spjótalögum. En þessi barátta verður að vera heið arleg. Æðsti dómstóll íslenzkra stjórnmála, — hæstiréttur almenn ingsálitsins — má ekki þola ljúg- vætti frammi fyrir sér. Hann má ekki gefa neinum tækifæri til að sigrá þar með svikum, ódrengskap og vísvitándi ósannindum. Kosningarrétturinn er helgur réttur, sem ekki þolir annað en vissar siðareglur og heiðarleiki sé virt í stjórnmálabaráttunni, ef vel á að fara. Þeim, sem velja sér ódrengs’kapinn í þeirri baráttu á að víkja tii hliðar. Umferðamefnd ræðir um bílageymslu í miðbænum TalaíJ vií GuÖmund G. Péíursson fram- kvæmdastjóra — Aðalviðfangsefni um- í'erðanefndar eins og nú standa sakir, er að koma skipulagi á gamla bæjarhlut- ann og gera áætlanir um bæt- ur á umferðinni þar, sagði Guðmundur G. Pétursson, full- trúi, í viðtali við blaðið í gær, on hann var fyrir skömmu ráð- inn framkvaömdastjóri um- ferðarnefndar, og er það fullt starf. , — í hverju verða þær bætur helzt fólgnar? — í ‘bílageymslum, Skort.ur á bOastæðum í miðbænum er orð- ið aðkallandi vandamál. Ef bíla- geymsluhú'3 væru til í miðbænum, væri hægt að banna bílastæði á götunum þar, og það hlýtur að koma að því, að það verði gert. — Og hvað miðar? — Þessi mál eru á umræðustigi. Við höfum verið að athuga hvort væri heppilegra, aflíðandi upp- keyrslur eða bílalyftur. — Staðsetning fyrir svona hús? — Staðsetning hefur ekki verið ákveðin. Miðbærinn er æskilegur. — Fyrirmyndir? — Við höf'um haf't fyrrmyndir að svona geymslum í Evrópu og Ameríku til hliðsjónar við urnræð ur. — Ilverju álítur þú helzt ábóla vant hjá almenningi varðandi um ferðina? j -— Varðandi ökumenn okkar, þá held ég að þelr kunni nokkuð vel sínar reglur, en þeir hugsa of mik’.ð um að nota sinn rétt í stað þess að liðka til, en það vérður þeim að lærast. Þegar nýju um- ferðarmerkin eru komin upp og allar reglur gengnar i gildi, er hægt að snúa sér betur að því að fræða' aknenning um umferðarmál. Umferðarfræðsla í barna og gagn fræðaskólum vei'ður skyldunáms ■grein samkvæmt hinni nýju reglu gerð, og þegar sú kynslóð, sem hennar nýtur, vex upp. skulum við vona að við fáum betra fólk. Eftir þá fræðslu á ekki að vanta mi’kið á, að piltur eða stúlka, sem lýkur gagnfræðaprófi... geti tekið bílpróf. i (Framhald á 11* siðu). Á víðavangi Þegar ,,lýðræSiðy' var 1 endurreist Nyútkominn Dagur segir m. a.: ,,í áramótahugleiðingu sinni I Mbl. 31. des. s. 1. lýsti Ólafur Thors einuni stórviðburði sög- unnar á þessa leið: „Alþingi endurreisti lýðræði á fslandi með að samþ. endanlega kjördæmabyltinguna“. Síðan heldur Dagur áfram: „Nú síðustu árin, allt fram á jólaföstu í fyrravetur hefur þó ekki annað heyrzt hjá Sjálfstæðis flokknum en að ísland væri prýðilegt lýðræðisríki, rétt eins og Bretland og U.S.A. Þetta lief- ur þá eftir allt saman verið mis- skilningur úr því að Ó. Th. og fylgismenn hans þurftu að ,,endurreisa lýðræðið“. En hve- nær var þá þetta lýðræði á fs- landi, sem Ól. „endurheimti“ í sumar? Þessu væri gott að fá svarað. Ekki var það 1944, þegar Ól. Th. myndaði nýsköpunarstjórn- ina frægu. Þá voru kjördæmin 28. Ekki var það um það leyti, sem ísland varð fullvalda ríki, 1918, þá voru þingmenn Reykja- víkur aðeins tveir og' ekki kosn- ir hUitfallskosning'u. Þá voru íbúar Reykjavíkur 18 þús., eu nálega 95 þús. í landinu öllu, þingmenn 40. Eða var kannske lýðræði um aldamót, þegar íbúar landsins voru 78 þús- og þar af 17 þús. í Reykjavík ineð 1 þingmann, eu sum fáinennari kjördæmi með 2 þingmenn? Ekki tíðkaðist hlutfallskosn- ing hér um það leyti sem Jón Sigurðsson féll frá, 1879, Og aldrei ympraði sá maður á því, að nauðsynlegt væri að afnema sjá.lfstæði kjördæmanna til þess að koma á lýðræði á ísiandi. Nei, iýðræðisfyrrkoniulag Ól. Th. hefur aldrei fvrr verið í gildi á íslandi. Hann hefur ekki ,,endurreist“ neitt í þeim efnum. Hann hefur lagt niður hinn sögu lega grundvöll þingræðis á fs- landi. Af því h~n h'-ánóð fér í ár,,inót•>1'T*"''vs vegna gerði hann það ekki“? t Hið stærðfræðilega réttlæti Enn segir Dagur: „Frá stærðfræðilegu sjónar- miði er lýðræði Ól. Th. raunar ekki fu!ikomnara en svo, að í haust fékk minni liluti kjóscnda í Reykjavík 7 þingm. kjörna en nieiri lilutinn aðeins 5 þingm. Ól. Th. segir, að þvi helzta, sem Framsóknarmenn færðu fram gegu kjördæmabreyting- unni hafi þegar verið „hrundið“. Þarna reynir á ,,flugtakið“ og hann er svo óhenpinn að reka vængina niður, af því að hann ræðst í það að nefna dæmi. Dæm in lians eru þessi: „Stækkun kjördæmanna leiddi ekki til þess að klíka í Rvík réði íramboðun* um“- Hvað skyldi Svf-inn á Egils stöðum segja um þennan vitnis- burð“? , Ekki rofnuðu tenqsiin" Ðagur lýkur grein sinni mcð þessuin orðum: ..Ekki rofnuðu tengslin milli kjósenda og þingmanna“, segir Ól. Th. ennfrenmr. Jæja, hvað voru haldnir marg- ir framboðsfundir í haust sem. le’.ð o» hvið hafa þeir verið marg. ir á*u í hve mörgum hreppum verða !e:ðarþ:ng er stundir líða? ,.ÞaA' er ct'>ðreynd“, sagði Ól>, ,.að ekki a-e;ns una sveitirnar b’-eyt'ngunni, heldur fagna nú fleM benni45. Já. l klega hafa þe:- bændur f=em vo-u ,,me5“ bráða- þirgðalögunum í haust. En þeir bændur voru ekki margir. Lík- )e?a fagna þe'r bændur líka, að ekki hafa ve-ið ve*tt lá.n út á íbuðarhús mina fyrir áramótin e'ns ot i "fnan undanfarið? Lík- leera b’ekka þeir til þess, að íhaid .boðskanur:un frá 1. maí s 1. íim að f-ekka bændum um helæing komist í f ,-mkvæmd i kraftj hins „endurreista lýðræð- is?“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.