Tíminn - 02.02.1960, Qupperneq 9

Tíminn - 02.02.1960, Qupperneq 9
fcífðSndagur 2. fc5srúsr 1960. 9 hann varð þjónustumaður Lopts og komst í kærleika við Ólöfu dóttur hans. Á æsku- árum hennar áttu þau fyrst dóttur, er Ástríður hét, en ekki mátti hún kalla Ólöfu móður sína, og lét hún hana frá sér vestur. Siðan son, er hét Sigvaldi, hún eignaði hann þjónustumeyju sinni, en þó vóx hann upp með henni. En löngu síðar, er Ólöf var að kirkju og gekk til skrifta inn í kórinn fyrir prest, lagði hún á meðan eftir venju skart sitt og kvensilfur á kistu eða stokk frammi í kirkjunni. Var Illhugi með öðrum sveinum hennar nálægur og skoðuðu skartið og silfrið til gamans sér. Þá mælti hann ófyrir- synju: Piltar, ætli þér ekki hann sé mikilsháttar, sem á fyrir fylgikonu hana þá barna? Það orð fór lengra en hann ’íU'ði, svo að hann réð af að Torða sér og flýja, en sveinar Ólafar spurðu hvort ei skyldi fara eftir honum og taka hann. Hún kvað lítilmannlegt að elta einn einstæðingsmann og varð ei af eftirförinni. Ólöf var væn kona og stór- mannlig. Hennar fékk Björn sonur Þorleifs Árnasonar og Vatnsfjarðar-Kristínar, því að þeir bræður voru þá mjög á legg komnir og voru þeir ætt- menn hvorutveggi þá ríkast- ir á landi hér. En það sá Ólöf seinast til, að sem minnstar sögur færu af Sigvalda, að hún lét honum hlýðast að taka á brott þjónustumey sína eina hellsti nákomna Birni, en sumir segja og að væri laun- dóttir hans og lét enga eptir- för veita honum. Fór hann austur á Síðu og jók þar ætt sína, sem seinna segir. Hann var mikill maður vexti og sterkur og hverjum manni hærri, ofurhugi i skapi og húsasmiður mikill Var hann kallaður Sigvaldi Langalíf“ Þetta var nú saga Espólíns, en þegar fræðimenn fara að skoða söguna, verður niður- staðan sú, að Illhugi muni aldrei hafa verið til, Ólöf ekk- ert barn átt í föðurgarði, áð- ur en hún giftist Birni hirð- stjóra og Sigvaldi langalíf ver ið Gunnarsson. En Sigvaldi var í þjónustu Björns og nam á brott bróðurdóttur hans, Þuríði Einarsdóttur. Hins vegar hefur ekki sleg ið fölsk'va á kveðskap Lopts til Kristínar Oddsdóttur, hvort sem það er satt, að vísur til hennar hafi fundist í treyju ermi hans þegar hann var dauður. Þessi er ein vísa hans: Veik en varra-mjúka vín-gefn að mér sínum, gerði grettis jarðar gleði runn við það, munni, ef hún kunni. en ég veit hún kunni; lina mætti lofn mínu loga báru stórfári, gulls ef gerði þella gleðimild sem hún skyldi, ef hún vildi, en ég veit hún vildi. S.Th. Þær urðu nokkuð háværar viö- ræðurnar þarna í Mávahöfn áð- ur en lauk og skorti ekkert á ís- ienzka karlmennsku og kjarn- yrði. Þekktu Daviffskvæði af afspurn. Svo er haldið til stofu og sezt að veizluborði. Tíminn líður hratt við gamlar minningar og fréttir að heiman. fslenzk blöð koma að vísu til Mikleyjar og eru lesin af mörgum, enda svo að segja hvert einasta manns- barn læst á íslenzka tungu. En þau eru lengi á leiðinni, fyrst með skipapósti að heiman til New York og þaðan með járn- brautum til Kanada. Eru blöð- in því oft mánaðargömul og meira en það, þegar vestur kemur til Mikleyjar. A Mikley er talsvert safn is- lenzkra bóka, þó fáar séu þar bækur útkomnar í seinni tíð. Efnin eru smá til bókakaupa að heiman og lestrarlöngunin helzt hjá eldra fólkinu. Kvæði eru enn sem fyrr einna vinsælustu bók- menntirnar og sárastur skortur bókasafnsmanna að hafa ekki fengið Ijóð Ðavíðs Stefánssonar, sem þó er þekktur af orðspori meðal Mikleyinga. Grein og myndir: Guðni Þórðarson Þessir veðurbitnu sægarpar af Winnipegvatni kunna annars sjálfir frá mörgu að segja. Þeir hafa flestir marga hildi háð við strauma og öldur á vatninu og svalar vetrarferðir, þegar veiðar eru stundaðar ofan um ís. Ef þeim sögum yrði einhvern tíma breytt í bókmenntir, myndi ekki skorta frásagnir um svaðilfarir og hrakninga. Nú á tímum leggja menn ekki í aðra eins hrakn- inga til að sækja björg í bú, eins og landnemarnir gerðu við vetr- arveiðarnar á sínum fyrstu ár- um og löngu fram yfir aldamót. Vetrarvertíðin byrjaði jafnan um miðjan nóvember, eða þegar ísinn var orðinn mannheldur. Meðan ísinn var ekki nema 10— 12 þumlunga þykkur, var hægt að leggja net undir honum með sérstæðum tilfæringum og þurfti þá að höggva margar vak- ir á ísinn. Oft héldu fiskimenn út á ísinn til veiða, áður cn hann var orðinn fullkomlega traustur. Flest haustin fórust einn eða fleiri af þessum sökum og eins kom fyrir, að menn urðu úti í stórviðrum og hríðarbyljum á ísnum. Frá því skömmu fyrir jól og fram til vertiðarloka um miðjan marz höfðust fiskimenn við í kofum úti á ísilögðu vatninu, en fóru til veiðanna stundum langt frá kofunum og notuðu hunda- sleða og síðan hestasleða til að komast á milli vaka og veiði- staða. í þessum ferðum var oft hrakningasamt og lífshætta á feröum. Sprungur myndast oft í ísinn og verður þá að gæta fyllstu varúðar, svo að menn og skepnur falli ekki niður um sprungur, og stundum nægir engin varúð, þegar slysahættan er mest. Rauffskinnar úrræffagóffir í hrakningum. Margar sögur kunna þessir ís- lenzku vatnaveiðimenn frá göml um tíma og þær sumar bæði ó- trúlegar og spennandi. Indíánar urðu sumir góðir vinir Islend- inga á frumbýlingsárunum og hafa til skamms tíma unnið með þeim og fyrir þá við fiskveiðar á Winnipegvatni. Margir voru Indíánarnir dugmiklir og kjark- góðir í vetrarferðum og kunnu ráð við flestum vanda. En ekki var öllum hent að hætta lífi sínu í vetrarbyljum, eins og þeir gerðu. Stundum björguðu þeir með snarræði sínu og dugnaði lífi manna í hörkuveðrum á ísn- um, meðal annars með því að grafa allt lifandi í fönn á úr- slitastundu. Það er orðið áliðið kvölds og kyrrð komin á við Mávahöfn á Mikley. Bátarnir liggja bundnir við bryggjuno og það marrar í köðlum og stögum. Hægan and- vara leggur utan af viðáttum vatnsins. Annars er allt kyrrt. Litir haustsins skýrast i ljósa- skiptunum, „rauðu skarlati skrýðst hafði skógarins flos.“ Bráðum kemur vetur konungur hingað á norðurslóðir með veldi miklu. Þá verður enn mikill súg- ur í vindum, sem leika á ísuðum vötnum, þar sem fiskar vaka í hverri vök. Fiskibátar Mikleyjarbænda bundnir viff bryggju í Mávahöfn. Þjóffvegur á Mikley, sem Kanadastjórn hefur látiff gera yfir eyna þvera.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.