Tíminn - 02.02.1960, Qupperneq 14
14
TÍMINN, þriðjudaginn 2. febrúar 1960.
— Mér kom til hugar að
fara til Moreworth-klausturs
ins, og snæða morgunverð í
rústunum þar, sagð: hann
stillilega, — en ef þið getið
ekki failist á þetta pá
Hann horfði beint framan í
Rósamundu, svo að hún
komst ekkl undan að svara
honum.
— Jú, það væri fyrirtak,
eða hvað segið þér til þess,
Marteinn?
Tom lá við að hreyta úr
sér ónotum, en gætti sín í
tíma.
— Það er þitt að skera úr
þessu, Rósamunda, sagði
hann áður en Marteinn gat
svarað spurningu hennar.
Þetta tók Rósamunda sem
nýja móðgun, því að hún var
nú I því skapi, að henni þótti
sér storkað, ef Marteini var
ekki sýnd tilhlýðileg kurteisi.
Charlotta tók eftir þessu öllu,
og undraðist hve allt virtist
ganga sér að óskum.
Þó fann Rósamunda það ein
hvern veginn með sjálfri sér,
að hún var eitthvað ósann-
gjörn, en gat samt ekki feng-
ið si'g til að ahga sér öðru vísi.
Henni var uppsigað í hvert
skifti sem Tom opnaði varirn
ar til þess að segja eitthvað
en reyndi þó að bæla það
niður og svara honum eins
og hún var vön.
— Já, það væri ljómandi
skemmtilegt. Ættum við þá
að fara á morgun?
— Já, og viljið þér ekki slást
í förina, ungfrú Sheldon?
spurði Tom.
— Jú, með mestu ánægju,
svaraði hún þegar.
— En þér, Dungal?
Marteinn leit á Rósamundu
til þess að sjá hvort hún ætl-
aðist til að hann væri með
þeim, því að honum gat ekki
fundist betur en að hann
hefði orðið þeim hjónaleys-
unum að ágreiningsefni,
hvernig sem á því stóð. Hann
sá það nú á augnaráði Rósa-
mundu, að hún óskaði þess
að hann færi með þeirn, og
tók hann þá boðinu með þökk
um. Var svo ráð fyrir gert, að
hann kæmi heim þangað
nokkru fyrir hádegi daginn
eftir, og þá ætlaði Tom að
vera til staðar með vagn sinn,
og aka þeim öllum til More-
worth.
Að svo búnu kvaddi Mar-
teinn þau, en varð áður að
lofa Sir Ralph því að borða
þar morgunverð einhvern
daginn áður en langt um
liði. Ekkert var minnst á hina
löngu burtveru hans, eða
vandræði þau er hann hafði
ratað i, og þóttist Marteinn
þegar vita að Rósamunda
myndi hafa séð svo til, að
það var látið afskiptalaust,
og var henni þakklátur fyrlr
þá hugulsemi með sjálfum
sér.
Þó var hann ekki að hugsa
um hana á leiðinni heim til
sín, heldur um tíðindi þau
er Guy Fielding hafði sagt
frá þá um daginn.
— Hún Della, sagði hann
við sjálfan sig. — Já, það var
ekki við öðru að búast af
henni, en mér þætti fróðlegt
eftir hvað valda myndi.
Henni duldist það, að þessi
geðbreyting var sprottin af
því, að hún var ekki fullkom
25
lega ánægð með hlutskipti
sitt, og henni duldist það
líka, að hún hafði fellt hug
til annars manns en þess, sem
hún var heitin. Henni voru
ekki ennþá kunnir allir leynd
ardómar hjarta síns, og hún
vissi það eitt, að lífið var eitt
hvað mótdrægt, og að allt
yíir höfuð virtist stefna I
hjá sér hálfsmánaðar tima.
Eg veit ekki hvort þig langar
til að fara þangað, en mér
er það ómögulegt eins og þú
veizt.
— Eg ætla að skrifa henni
og afþakka boðið, svaraði
Rósamunda. — Það er bezt
að ég geri það þegar við er-
um búin að borða, af því að
ég verð að heiman allan dag
inn á morgun, og get þá alveg
gleymt því ef ég dreg það
lengur.
— Það er nýtt að sjá yður
setjast við skriftir, sagði Char
lotta og leit ekki upp, til þess
að ekki skyldi verða tekið eft
ir ánægjunni, sem ljómaði í
F ramhaldssagan Charles Garvice:
ÖLL , ÉL BIRTIR
UPF m /L SÍÐIR
að vita, hvort hún ætlar nú
lika að segja til mln. Og
skyldu nú þessir seinustu við
burðir breyta í nokkru því
ástandi sem var? Það má guð
einn vita, en ég á einskis ann
ars úrkostar en að láta hér
fyrirberast og búa yfir harmi
minum, og lofa guð fyrir að
ég ligg ekki einhvers staðar
steindauður með morðkut-
ann milli herðanna.
Honum varð ósjálfrátt reik
að að beykitrjánum, þar sem
þau Rósamunda höfðu setið
saman, og kannaðist hann nú
við staðinn þegar hann leit
i kringum sig, og stundi við.
— Vesalings Rósamunda
litla, mælti hann í hálfum
hljóðum. — Hvers vegna þarf
allt að koma eftir dúk og
disk í þessari veröld?
Hins vegar hafði Rósa-
munda dregið sig út úr og
gengið upp í herbergi sitt og
sezt þar við vinnu sína, því
að hún var sér þess meðvit-
andi að geðsmunir hennar
voru óeðlilega æstir þennan
dag. Henni var þetta svo nýtt,
að hún fór þegar að grafast
öfuga átt, en þó einkum og
sér í lagi hún sjálf.
Hvers vegna hafði hún allt
út á Tom að setja þennan
dag? Hún vissi það ekki, og
gat ekki fundið neitt svar við
þeirri spumingu.
— Kannske það sé af þvl
að ég er farin að eldast? sagði
hún við sjálfa sig út úr vand
ræðum. — Eg er farih að eld-
ast og breytast eitthvað, þó
að ég viti ekki að hvaða leyti.
Henni flaug snöggvast í
hug að bara þetta allt undir
Tom, en hvarf frá því jafn-
skjótt, þvi að henni fannst
það synd að raska ró hans
eða draga að nokkru leyti úr
ánægju þeirri, sem skein út
úr honum í hvert skifti sem
hann virti hana fyrir sér.
Charlotta var lika að hugsa
um Tom Gregson um sama
leyti, og var að brugga ráð
sín til þess áð koma honum
i snöru þá, sem hún ætlaði
að leggja fyrir hann.
— Meðal annarra orða,
Rósamunda, sagði faðir henn
ar við kvöldverðlnn. — Eg hef
fengið bréf frá frú Ulster, og
hún er að bjóða okkur að vera
augum hennar, þegar hún
að setjast við bréfaskriftir
heyrði að Rósamunda ætlaði
eftir kvöldverðinn.
— Mér lætur það nú ekki
rétt vel, sagði Rósamunda
hlæjandi. — Eg veit aldrei um
hvað ég á að skrifa. Er það
eins með yður?
— Nei, ég er aldrei í vand-
ræðum með bréfsefni, svaraði
hún þegar.
— Charlotta er fyrirtaks
skrifari, sagði nú frú Blair.
— Kannske hún vildi hjálpa
yður, ef þér bæðuð hana.
— Ó, haldið þér að þér vild
uð gera það? spurði Rósa-
munda.
— Já, það vil ég með mestu
ánægju, svaraði Charlotta, og
undraðist mjög, hversu allt
var eins og lagt upp í hend-
urnar á henni.
— Eg held að ég fari þá úr
þessu að tína saman öll bréf-
in, sem ég þarf að svara, og
biðja yður að hjálpa mér til
þess, sagði' Rósamunda him-
inlifandi, og varð guðs fegin
að geta létt af sér þeirri
byrði, að þurfa að annast öll
bréfaviðskipti heimilisins.
— Mig minnir að þér segð
ust enga kunningja eiga,
sagði Charlotta um leið og
þær gengu upp í herbergi
Rósamundu.
— Við ættum að minnsta
kosti ekki skilið að eiga neina.
svaraði Rósamunda, — þvi að
faðir minn er svo dæmalaust
hirðulaus um þá. Það eru
mest allt fjarskyldir ættingj-
ar eða tengdafólk, og það er
urmull af þeim, en við höfum
annars lítið af þeim að segja,
nema ef svo ber undir, sem
þó er sjaldan, að einhver
þeirra heimsækir okkur. Þetta
eru allt samansaumaðir svíð
ingar, ef maður þarf einhvers
við, en svoleiðis eru víst allir
ættingjar, eða er það ekki?
Þeir vilja þó gjarnan látast
sýna okkur ræktarsemi og
eru að skrifa okkur við og
við, og bjóða okkur að heim-
sækja sig, en ég er viss um,
að þeim er það ekki alvara,
nema þá því aðeins, að þá
vanti eitthvað I gestatöluna,
enda er ég vön og afþakka
þessi heimboð. Mig hefur
raunar oft langað til að stríða
þeim, en faðir minn héldi þá
undir eins að mér leiddist hér
heima, því að hann er mjög
viðkvæmur fyrir öllu þess
háttar.
— Eruð þér búin að segja
þeim frá trúlofun yðar?
spurði Charlotta með ákafa.
— Nei, svaraði Rósamunda,
— og ætla mér ekki að gera
það fyrr en ég má til.
— Yður hlýtur að finnast
hálf einmanalegt hér sbund-
um, sagði Charlotta meðan
Rósamunda var að ná bréf-
unum úr skrifborði sinu, —
en það er nú auðvitað allt
öðru máli að gegna núna —
síðan þér trúlofuðust — á ég
við.
— Já, svaraði Rósamunda
blátt áfram. — Það hefur
verið miklu líflegra héma síð
an þið Tom komuð til sög-
unnar. — Jæja, hvernig á ég
nú að svara þessu? spurði hún
og rétti Charlottu bréf eitt,
en náði sér í penna og blek
og bjóst til að skrifa eftir því
sem hin læsi fyrir. — Þetta er
heimboðið, sem íaðir minn
var að tala um að hann gæti
ekki þegið. Það er frá konu,
sem er eitthvað tengd okkur
langt fram i ættir, og við köll
um hana alltaf „frú Ulster",
en ekki veit ég hvemig á því
stendur.
Charlotta sagði henni nú
hvernig hún skyldi afþakka
EIRÍKUf
víðförli
Töfra-
sverðið
50
Tsacha gcngur berserksgang með
Töfrasverðið í hendi sér. Hermenn-
imir falla eins og flugur fyrir hon-
um. Bn ekki er hægt að segja að þeir
aéu hræddir við dauðann, þeir gera
allt er heir geta til að reyna að
koma höggi á Tsacha.
„Notið boga og örvar gegn þessum
villimanni", hrópa,r Eiríkur. Tsacha
veit að ef þeir fara að nota bogana
gegn sér er úti um hann. Skyndi-
lega rekur hann upp angistaróp.
„Við hittum hann!-‘*hrópar einn
hermaðurinn. En er þeir komu á
staðinn þar sem Tsacha féll, er hann
horfinn.
Hann hefur skriðið hljóðlaust á
brott inn í þéttan skógínn, og það
er ógjörningur að ætla sér aS reyna
að finna hann þar. Hann kemst
áreiðanlega á bak hesti sínum, og er
horfinn.