Tíminn - 09.02.1960, Side 6

Tíminn - 09.02.1960, Side 6
6 T í MI N N, þriðjudaginn 9. febrðar 1960. Sérhver kona á auðvelt með að sjá hvenær maðurinn er aftur sómasamlega rakaður * Og slíkur rakstur fæst aðeins með Bláu Gillette Blaði í Gilletté rakvél. Beynið eitt blað úr handhægu málmhylkjunum á morgun og finnið mismuninn. 10 blaða málmhylki með hólfi fyrir notuð blöð Kr. 21 Gillette Til að fullkomna raksturinn — Gillette rakkrem Minning: Guðmundur Rósmundsson frá Urriðaá Guðmundur Rósmundsson, fyrr- um bóndi á Urriðaá í Miðfirði, varð bráðkvaddur í Reykjavík 29. f. m. Hann fæddist að Spena í Mið- firði 4. maí 1894. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Þórðardóttir og Rósmundur Guðmundsson. Þau fluttust að Urriðaá skömmu eftir aldamótin og bjuggu par eftir það meðan bæði lifðu. Rós- mundur lézt 1929, en Guðrún 1952. Hún var í Reykjavik nokk- ur síðustu æviárin. Börn þeirra Guðrúnar og Rósmundar voru tvö, Guðmundur og Þuríður, sem er dáin fyrir mörgum árum. Tæplega tvítugur fór Guð- mundur til náms í bændaskól- ann á Hólum, en síðan var hann einn vetur við nám í Noregi. Að öðru leyti var hann heima hjá foreldrum sínum og byrjaði bú- skap á Urriðaá skömmu eftir að faðir hans féll frá. Árið 1932 kvæntist hann Elísabetu Bene- diktsdóttur frá Kambshóli í Víðidal. Börn þeirra eru tvö, Rósmundur og Sigrún, bæði bú- sett í Reykjavík. Kona Guðmundar veiktist ár- ið 1944 og hefur verið í sjúkra- húsi síðan. Vegna veikinda hennar hætti hann búskap árið 1946, seldi jörð sína og fluttist til Reykjavíkur. Átti hann þar heima upp frá þvi. Síðustu árin gegndi hann næturvarðarstarfi hjá Búnaðarbanka Islands. Meðan Guðmundur átti heima á Urriðaá var hann lengi deildar- stjóri í Kaupfélagi Vestur-Hún- vetninga og um fjölda ára full- trúi á aðalfundum þcss. Hann var áhugasam# og einlægur samvinnumaður og lét sér mjög annt um hag Kaupfélagsins. Þar, eins og annars staðar, lagði hann ætíð gott til mála. Guðmundur Rósmundsson átti trausti og hylli að fagna, og hafði til þess unnið. Hann var sérstakt prúðmenni, glaðlyndur og jafnlyndur. Góðviljaður og máttl í engu vamm sitt vita. — Við, kunningjar hans, geymum eingöngu góðar minningar um hann og kveðjum hann með kærri þökk fyrir samfylgdina. Útför Guðmundar, sál. fer fram í dag frá Fossvogskirkju í Reykjavík. Sk. G. SKAGFIRÐINGAFÉLAGIÐ í REYKJAVÍK Tilboð óskast Bílasalan Frakkastíg 6. Sími 19168. Salan er örugg hjá okkur. Gott sýningarsvæði. Fimmtudaginn 11. febr. kl. 8,30 verður fjórða spilakvöldið á vegum félagsins í Framsóknarhúsinu (niðri). Skemmtiatriði: 1. Félagsvist, 2. Hallgrímur Jónas- son kennari talar. 3. Dans til kl 1.00. Stjórnin. í Station bifreiðir, Dodge Weepon bifreiðir jeppa- bifreiðir og vörubifreiðir, er verða til sýnis í Rauð- arárporti við Skúlagötu fimmtud. 11. þ. m kl. 1-—3 síðdegis. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri sama dag kl. 5. Eyðublöð fyrir tilboð verða aíhent á útboðsstað Sölunefnd varnarliðseigna. Lokað þriðjudaginn 9. febrúar vegna jarðarfarar Helga S. Hannessonar. Blikksmiðjan Sörli Um fátt er nú meira tala8 en frímerkja- málið, það liggur við, að sjálf efnahagsmálin hverfi í skuggann fyrir þvi stórkostlega fargani. Menn ræða um frímerki aftur og fram og trúlega eykst tala frí- merkjasafnara um allan helming þegar menn sjá, að það getur ver ið arðbært að safna þessum snepplum og selja síðan. Ekkl fer hjá því, að þessi frímerkjasaga berist út fyrir landssteinana enda munu allmörg þessara horfnu merkja vera komin á erlendan markað. Það verður trúlega erfiðleikum bundið að endurheimta þau merki, sem þannig eru komin á vergang á ólöglegan hátt, jafn- vel þótt þau eigi að skilast í birgðir póstmálastjórnarinnar hér í Reykjavík, ef rétturinn heimtar þau endursend. Annað sem fær útlenda frímerkjasafnara til að lita is- lenzk frímerki g.runsemdarauga, er hin að þvi er virðist hóflitla útgáfa á frímerkjum hér. Póst- málastjórnin gefur nú út fleiri frímerki á ári hverju og efnt er til alis konar skringilegheita í sambandi við frímerkjamál. Ballonflugið og VatnajökulSsend- ingarnar má nefna tii ábending- ar. Þessi merki (^timplanir) eru nú komin í gott verð, einkum þau fyrmefndu og skal eikki lasta það, en hitt orkar tvimælis, að frímerkjaútgáfa hér skuli vera orðin nokkurs konar atvinnuveg- ur. Frímerkl er fyrst og fremst kvittun fyrir greitt burðargjald en ekki séfstakur gjaldmiðill. Verðmæti einstakra frímerkja byggist svo á því, að útgáfan hafi ekki verið aukin úr hófi fram, og mörg frímerki á sama árinu afgreidd í slumpsölu handa frxmerkjasöfnurum, hljóta að skapa það álit, að við gefum út ofmikið af f.rfmerkjum miðað við það, sem eðlilegt er. Gjaíd- miðillinn, sem á bak við stendur er heldur ekki það beysinn að frímerkjaútgáfan þoli meira álag. Frímerki eru pappír eins og pen- ingar og það er undir bakhjarl- inum komið hvort þau eru dýr gripir eða verðlaust rusl. Vegfarandi. HAPPDRÆTTS HÁSKÓLA ÍSLANDS Á morgun verður dregiS í 2, (iokki. 953 vinningar að upphæð 1,235,000 krónur. í dag eru seinustu forvöð að endumýja. Happdrætti Háskóla ísiands

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.