Tíminn - 09.02.1960, Side 7
T í MIN N, þriðjudaginn 9. febrúar 1960.
7
Stefna stjdrnarinnar er að skipta þjdö-
inni í þá sem eiga og þá, sem ekki eiga
Raflar úr ræðu Halldórs E. Sigurðssonar við fyrstu umræðu
efnahagsmálafrumvarps ríkisstjórnarinnar.
Við fyrstu umræðu efna-
hagsmálafrumvarps ríkis-
stjórnarinnar á laugardag töl-
uðu þeir Halldór E. Sigurðs-
son, Björn Pálsson og Gísli
Guðmundsson af hendi Fram-
sóknarmanna. Hér á eftir
verða raktir stuttlega nokkrir
kaflar úr ræðu Halldórs E.
Sigurðssonar.
Hóf hann mál sitt á því að
minna á viðskilnað vinstri stjórn
arinnar og þann vitnsburð, sem
núverandi stjórnarflokkar hefðu
þá gefið um ástandið í efnahags-
málum þjóðarimnar. Sá vitnisburð
ur, sem stjórnarflokjcamir gáfu
þá er gott dæmi um það, sem síð-
an hefnr gerzt, og hve mjög á
ógæfuhliðina hefur eigið síðan nú
verandi •stjórnarflokkar tóku við.
Þá minnti hann á það, hverju
sitjómarflokkamir hefðu lofað
fyrir kosningamar í sumar um
stöðvun dýrtíðarinnar, án nýrra
Skatta á almemning, og að stjórn
arflokkarnir hefðu fullyrt þá, að
þeir væru búnir að stöðva verð-
bólguna í landinu. Framsóknar-
menn hefðu hins vegar bent á
það, að svo væri ekki og nú væri
það komið áþreifanlega í ijós, að
þeir höfðu þá lög ag mæla.
Stöðvunarstefnan svokallaða
var eihnig hættuleg og óraunhæf
eins og hún var byggð upp, því
að útgjöldum var mætt með því
að skera stórlega niður verk-
lega r/ramkvæmdir og eyða tebju
afgangi frá vinstri stjórninni,
flytja inn hátollavörur í stórum
stíl en láta nauðsynja og fram-
kvæmdavörar sitja á hakanum.
Samdráttur og kyrrstaða
Þá benti Halldór á ag þau áform
sem liegið hefðu að baki kjördæma
byltingarinnar ætti nú að fara að
l'ramkvæma, en þau væru að
draga úr uppbyggingunni, eink-
un. úti á landsbyggðinni og koma
á samdrætti og kymstöðu í þjóð
félaginu og leggja byrðarnar í
efnahagsmálum þjóðarinnar, sem
mest á bak hins almenna borgara
en ívilna auðstéttinni, enda væri
þetta frumvarp við haga hennar
miðað, og það mætti augljóslega
lesa það af þessu frumvarpi, að
stefn.au á að vera sú, að skipta
þjóðinni í þá sem eiga og þá sem
ekki eiga.
Að hverjum er vegií?
Þeir sem eru búnir að byggja
upp, eiga atvinnutæk-i og eru bún
ir að koma sér fyrir í líkinu, það
eru þeir, sem eiga að njóta ávaxt I
anna af þessu frumvarpi.
En hinir, sem eru í miðjum |
kiíðuin við uppbygginguna, þeir
sem eru að mynda sér heimili I
og hc/ja iífsbaráttuna, þeir eiga
að bera byrðarnar. — Svo segist
tjórnin ætla ag bæta þetta allt
upp afur. Við ætlum að láta ykk
ur hafa 150 milljónir í trygging
-un og það nægir til þess að bæta
upp álögur á annan milljarð!
Ólafur Thors sagði í sambandi
við niðurgreiðslurnar, að þjóðin
ætti eftir að borga. þær aftur í
auknum sköttum. Þeta er rétt.
Og þarf ekki að þjóðin að borga
þetta aukna framlag til trygginga
með 'S'köttum líka. Jú, þjóðin verð
ur að borga þetta framlag með
auiknum sköttum eða draga úr
framkvæmd'Um.
Fara á í áföngum út
úr uppbótakerfinu
Stjómarliðið talar mikið um
þá óumflýjanlegu nauðsyn, að
breyta um efnahagskerfi og upp-
bótakerfig er bölsungið mikið. —
Enda þófct uppbóbakerfið hafi
marga galla, þá hefur það einnig
marga og góða kosti, Með yfir-
færsilugjaldinu 1958 var gerð
mikilsverð lagfæring á kerfinu og
það var spor í þá átt að fara í
áföngum út úr uppbótakerfinu.
Höfuðkostir uppbótarkerfisins
eru þeir, að meg því var unnt
að bæta hlut þeirra, sem verr
eru settir í þjóðfélagiim. Með því
var unnt að byggja upp atvinnu
líf á öllu landinu, dreifa fjár-
magninu um landið og nýta það
þannig betur. Með því var einnig
hægt að koma í veg /yrir óhæfi-
legan gróða þeirra, sem bezta að
stöðuna ha/a.
Við setningu bjargráðanna 1958
sagði háttv.. núv. landbúnaðarráð
herra í útvarpsræðu: Landbúnað
urinn, sem enga-n málsvara virðist
hafa, þegar verðbólgufrumvarpið
var samið, verður fyrir hvað mest
um skaikkaföllum vegna þessarra
ráðstafana. Rekstrarvörur land-
búnaðarins eru stórhækkaðar og
55% yfirfærslugjaldið lagt á
brýnustu nauðsynjar landbúnaðar
ins.
Hækkunin á rekstrar-
vörum landbúnaftarins
Eftir þessu má ætla, að engar
hækkanir verði núna á rekstrar-
vörum landbúnaðarins, þegar 6'á
maður, sem þannig mælti 1958,
er kominn til áhrifa og land-
búnaðurinn hefur eignazt mál-
svara í ríkisstjórninni!!
Að lauslega athuguðu máii
sýnist mér, að dráttarvélar muni
hækka um 50% og varahlutir
eitthvað álíka. Hjólbarðar á bif-
reiðar munu hækka um svona
44%. Og ætli fóðurbætSrinn
hækki ekkert núna? Mér er sagt,
að mais muni hækka uin 43%
og erlendur áburður um 50—
60%. í því sambandi væri rétt
að spyrja háttv. ráðherra hvort
meiningin sé að halda áfram að
greiða áburðinn niður eins og
gert var í /yrra? Ætl byggingar
efn hækki ekki eitthvað álíka,
eða um 40%.
Á þá bændastéttin engan mál-
svara í ríkiss'tjórninni núna? Eða
keypti háttv. ráðherra þá valda
stólinn svo dýru verði að hann
fórnaði hagsmunum bændastétt
arinnar fyrir, svo hans eigin orð
séu notuð.
Þag hafi ekki verið talin nein
rök af hendi okkar Framsóknar
manna, þótt við höfum bent á
það, að Stéttarsambamd bænda
hefði lýst því yfir, að það væri
séð eins vel fyrir hag bændastátt-
arinnar og annarra stétta í land-
inu í sambandi við bjargráðin
1958. Því ber ég fram sömu spurn
ngar og þessi háttvirtur ráðherra
bar fram þá.
Það er mjög mikilvægt, þegar
uppbótarkerfi er orðið svo um-
fangs'mikið eins og það er hjá
okkur, að ekki sé breytt um kerfi
Halldór E. Sigurðsson
nema í á/öngum og áfaugaleiðin
er einkum mjög nauðsynleg
vegna þeirrar uppbyggingar, sem
hefur átt sér stað og á a® halda
áfram í iandinu. Þær sveiflur,
sem hafa verði í efnahagslífi okk
ar síðustu áratugi hafa unnið
mikið tjón.
Vaxtahækkunin
Auk álaganna, sem nú eru
fyrirhugaðar, er boðuð stórfelld
hækkun vaxta. Ætli ríkisstjórn-
in hafi gert sér grein fyrir því,
hvernig sú vuxtahækkun mun
koma við það fólk, sem verið het
ur að byggja? Halda þessir menn
að byggingamál fólks séu komin
í höfn, þótt búið sé a® afgreiða
til þess einhver /öst lán? Vaxta
hækkunin mun lenda með geysi
legum þunga niður á almenningi
og jafnvel setja suma á voarvöl.
Og hvernig kemur vaxtahækk-
unm niður á sparisjóði almenn
ings og þær lánastofnanir fólks-
ins, sem veitt hafa lán til uppbygg
ingarinnar í landinu, þegai inn-
lántvextir eru orðnir hærri en
útlánsvextir? — Ríkissfjórnin tal
ar um hreyfanlega vexti og telur
að engin hætta muni fylgja þessu
En hvað gerist í peningamálum
þjóðarinnar ef vextir verða svo
óstöðugir, að stórkostlegar breyt
ingar verða frá ári til árs? Það.
sem gerist er ekkert annað en
það, að ekki veiða önnur við-
skipti við peningastofnanir lands-
ins en víxilviðskipti og það eru
viðskipti, sem almenningur í
landinu kærir sig ekki um eða
getur risið undir við uppbygg-
ingarframkvæmdir. Með þessu
er jafnvel heilum byggðarlögum
stefnt í voða — ég segi það með
fulluin rökum og þekkingu.
KomiÖ aítan aÖ fólki
Þeir menn, sem hafa haldið
því fram, að þeir hafi verig sér-
stakir boðberar þess, að fólki
hafi verið gefinn kostur á því að
byggja yfir sig með löggjöfinni
frá 1953, þeir koma nú aftan að
fólfci, þegar það er í miðjum klíð
um meg framkvæmdir sínar. —
Mörg kauptún, sem hafa verið
að byggja upp atvinnulíf eitt síð
ustu áratugi eru í stórkostlegri
hætti vegna þessara aðgerða.
Mennirnir, sem börðust fyrir
kauphækkunum eftir setningu
bjargráðanna 1958, koma nú til
þjóðarinnar og segja: Þið eigið
ag taka þessu öllu með skilningi
og velvild. Var þetta stefnan frá
1958 vegna yfirfærslugjaldsms?
Mei'gurinn málsins í sambandi
við gemgisfall er sá, að hverju
það stefnir. Ef það á að stefna
að þvi að auba uppbygginguna
í landinu og fra'mleiðsluna, þá
stefnir það í rétta átt og myndi
fljótlega bætta fólkinu upp þá
kjarastkerðingu, sem af því kynni
ag leiða og ef svo er farið að þá
er gengisfelling e'kki fordæman-
leg sem slí'k.
Álögur úr hófi fram
Nú eru jafnfrasnt gengisfall-
inu lagðar á gífurlegar nýjar á-
lögur. Hver sikyldi hafa trúað
því, þegar útflutningssjóður er
lagður niður og gengisfallið er
látið mæta útflutningsbótunum,
að álögur vegna útfluninigssjóðs
yrðu látnar standa áfram og tekn
ar í ríkissjóg og nýjar álögur lagð
ar á þar í ofan að ógleymdri vaxta
hækkuninni?
Það er höfuðnauðsyn við allar
aðgerðir í efnahagsmálum, að reynt
sé að leita eftir samstöðu og
skapa skilning sem allraflestra.
Eftir þessu leitaði vinstri stjórn-
in. Því miður tókst það ekki og
það var fyrst og frems't vegna
látlauss áróðurs stjórnarandstöð-
unnar. — Nú er ekki verið að
leita eftir samstöðu og skilningi
Það er farð ag öl'lu með offorsi
og frekju og þingið meira að
segja sent heim. ekki haft sam-
ráð við neinn — ek'ki einu sinn:
stuðningslið stjórn'arinnar.
Farið er út á yztu nöf og mæl j
irinn tekinn eins fullur og hugsar, i
legt getur talizt.. Er þetta ávöxt- j
ur 6'töðvunaistefnu stjórnarflokk
anna? Er þetta kannske annar á j
fangi þeirrar stefnu? Eftir að!
þjóðin hefur kosið þessa hcrra I
til valda, vegna þess að hún trúði
því, að þeir hefðu stöðvað dýr-
tíðina, þá ætla þessir sömu herr
ar að skella yfir hana meiri álög-
um en nobkni sinni fyrr. — Nú
standa þessir sömu herrar ag óða-
verðbóligu!
VegitS aÖ samtökum
fólksins
Höfuð markmið frumvarpsins
er það að draga úr uppbyggingar
■sfefnunni, ein'kum úti á lands-
byggðinni og einn þáttur þess er
að draga fjármagn frá innláns-
deildum kaupfélaganna og spari
sjóðum til höfuðstaðarins. Annað
stjórnai-blaðið auglýsti það með
‘S'tóru letri á forsíðu og í fagnaðar
tón, að vaxtatap SÍS vegna vaxta
hækkunarinnar næmi 3—4 millj.
kr. Stjómarliðið skal gera sér það
Ijósit, að þessum samtökum fólks
ins í Iandinu verð'ur ebki boðið
allt, án þess að fólkið rísi upp
til varnar.
Stof nlánas j óðirnir
32. gr. frumvarpsins kveður á
um það, að ríkisstjórnin eigi að
fá airæðisvald um ákvörðun vaxta
og lánstíma lána úr lánasjóðum
atvinnuveganna og lánasjóðum til
íbúð'abygginga. Með eiinni laga-
setningu á að kollvarpa mörgum
lagabálkum, sem byggðir hafa ver
ið upp með áratugastarfi á AI-
þingi. Allir þessir sjóðir grundvall
ast á því, að lán úr þeim eru til
lengri tíma og vextir lægri en
gerist um önnur lán.
Á því tímabili sem ræktunar-
sjóður hefur e'tarfað hafa veiið
veitt úr honum 1050 lán, sem sam
tals nema rúmum 280 milljónum
króna. Þessi sjóður hefur verið
megin þátturinn í uppbyggingunni
um svei-tir landsins. Nú á að aí-
nema meginþátt þessa lagabálks.
Sömu sögu er að segja um aðra
sjóði, eins og ftskveiðisjóð, Stofn
lánadeild sjávarútvegsins, Bygg-
ingasjóð sveitabæja, Byggingasjóð
ríkisins (húsnæðismálastjórn) —
Byggingasjóð verkamanna og raf
orkusjóð. Ríkisstjórnin ætlar að
leggja alla þessa sjóði undir hæl
sinn, en þes’sir sjóðir hafa staðið
undir uppbyggingunni i landinu
að stórum hluta.
Allt er þetta miðað vig það að
koma á kyrrstöðu í landinu og
samdrætti. Hinn almenni borgari
á ekki að vera að vasast í þvi að
vera að fara á fund bankastjóra
og biðja um lán til þess að koma
sór upp þaki yfir höfuðið. eða
efla -atvinnurekstur sinn og auka
með því framleiðsluna. Að því er
sfefnt að það séu aðeins þeiir
fáu og stóru, sem það eiga að
gera — ekki hinn almenni borg-
ari.
Þetta mál allt ber það meg sér.
að nú á að sikipta þjóðinni í þá.
sem eiga og þá, sem ekki eiga.
og ekkert tiMit er tekið til hins
almenna borgara í land^u eða
ifkomu þjóðarinnar í heild.
Síðar verður sagt frá öðrum
ræðum.